Morgunblaðið - 19.05.1960, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.05.1960, Qupperneq 24
Íbróttasíöan er á bls. 22. of0mtf!!aMfr 113. tbl. — Fimmtudagur 19. maí 1960 Apotek í tvœr aldir Sjá bls. 13. Mikill mannfjöldi fagn- aði Maí HAFNARFIRÐI — í fegursta veðri sigldi hinn glæsilegi togari Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar, Maí, hingað inn á höfnina í gærdag, fánum skrýddur. Mannfjöldi mikill var á bryggjunni til að fagna honum, og við það tækifæri lék Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir söng Ólafur Thors nokkur lög. Þegar landfestar höfðu verið bundnar, tóku til máls af stjórnpalli Adolf Björnsson, formaður útgerð- arráðs og Stefán Gunnlaugs- son bæjarstjóri, sem buðu togara og áhöfn velkomin. — Fer hér á eftir lýsing á tog- aranum í stórum dráttum: 16,2 mílur í reynsluferð Maí er 1000 tonn og hinn stærsti togari, sem Islendingar hafa eignazt til þessa. Lengd er 210 fet. Breidd 34 fet. Dypt 17 fet. Allar vélar og hjálparvélar í skipinu eru MAN-vélar frá Þýzkalandi. Aðalaflvél er 2280 hestöfl. Maí er fyrsti íslenzki togarinn með fullkomna skiptiskrúfu, þannig að vélin er alltaf látin ganga áfram, hvort sem skipið er keyrt áfram eða afturábak. Með skurði á skrúfunni má á- kveða hvort skipið er keyrt á- fram eða afturábak, og má því nota hagkvæmasta snúnings- hraða vélar hverju sinni, og skiptir það sérstaklega miklu Forsætisráðherra ræðir efnahagsmálin ö fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í kvöld SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópa vogs heldur fund í Félagsheim ilinu í Kópavogi í kvöld. Hefst fundurinn kl. 8,30 síðdegis. Ólafur Thors, forsætisráð- rerra, mun á fundinum gera grein fyrir efnahagsmála- stefnu ríkisstjómarinnar, skýra rökin fyrir hinum ein- stöku þáttum efnahagsaðgerð anna og ræða horfumar á þró- un þessara mála á næstunni. Sjálfstæðismenn og konur em hvött til þess að mæta á fundinum. máli, ef um krítiskan snúnings- hraða er að ræða. Fullkomin tæki Ljósavélar eru þrjár, tvær 135 hestöfl hvor og ein 40 hestöfl, til notkunar þegar skipið liggur við landfestar. MAN-vélar hafa þann kost að nota má ódýrari olíur en á venju legar dieselvélar. Togvindumótor er 227 kw. í Maí er Sal-log hraðamælir af nýrri gerð og með tæki er honum fylgir má kanna fisk- magn í vörpunni hverju sinni. Tveir Decca radarar eru í skip- inu, annar með sendiorku 45 kw., en hinn 20 kw., en draga hvor 48 mílur. Ný gerð er af Sperry-lóran. 1 stað þess að eftir eldri gerð lóran þurfti margvíslega útreikn- inga við staðarákvörðun, reikn- ast staðarákvörðun út sjálf- krafa eftir hinni nýju gerð. Loftskeytatæki eru frá Tele- funken í Þýzkalandi og m. a. er stuttbylgjustöð, sem gerir fært að tala megi frá Nýfundna- landi til Þýzkalands. Vörn við ísingu Kallkerfi er komið fyrir í tólf stöðum í skipinu af svonefndri Intercon-gerð frá Marconi. Gíróáttaviti og sjálfstýring er í 'skipinu. 1 Maí eru tæki til þess að dæla 70—80 gráða heitum sjó frá fjór- um stöðum í skipinu, ef um ís- ingu er að ræða. Þá er algjör nýung, að í framsiglu er komið fyrir rafmagnshitun, er nota má ef ísing sezt á siglutréð, og get- ur hún brætt allan klaka af á örstuttum tíma. Fiskleitartæki eru af Kelvin Hughes gerð. Perulag er á stefni, sem á að auka ganghraða og draga úr velt- ingi miðað við fyrri gerð stefna. Lestar eru 27 þúsund kúbik- fet, almuníumklæddar, og eiga að rúma 500—550 tonn af fiski. Séfstakur góðfiskklefi er of- anþilfars, sem rúmar 5—10 tonn. Landburður í Eyjum? Vestmannaeyjum í gærkv. í VESTMANNAEYJUM er ný vertíð í uppsiglingu og komu hingað í kvöld tvær flugvél- ar fullsetnar vertíðarfólki, sem að þessu sinni kom frá París og London, og hljómaði enska og franska í salarkynn- um HB í kvöld aldrei þessu vant. Vestmannaeyingar voru ekki fulikomlega búnir undir þessa aukavertið og allmörgum varð að koma fyrir á heimilum í bænum því að þótt HB hafi verið skúrað hátt og lágt í til- efni stangavéiðimótsins, rúm- ust þar ekki allir mótsgestir, sem eru yfir fimmtíu, inn- lendir og útlendir. Fransmaður nokkur virðu- legur og aðsópsmikill kvart- aði sáran. Fékk hann súðar- herbergi, þar sem ekki var hægt að opna glugga. Hann neitaði að sofna þar nema rúð an væri tekin úr, svo að þjón- ustufólkið fór á stúfana. Kom í ljós að smiðir bæjarins voru allir í bíó. Sagðist sá franski neiðast til að hafa opið út á gang í nótt, enda þótt það væri ekki siður í París. Það var þó ekki langt liðið ákvöldið þegar franska blóðið sagði til sín og kýldi herra- maðurinn rúðuna út. Þóttu þetta mikil tíðindi í hópi ver- tíðarmanna og er talið vita á mikla veiði á morgun, en í fyrramálið stíga stangaveiði- menn á skipsfjöl og bíða eyja- skeggjar þess með eftirvænt ingu, því að allir búast við landburði fiskjar. —H.J.H. Togarinn „Maí“ leggur fán- um skrýddur upp að hafnar garðinum í Hafnarfirði síð- degis í gær þar sem mikill mannfjöldi beið skipsins. — Ljósm. Gunnar Rúnar L í Hvalveiðivertíð að lief jast HVALVEIÐIVERTÍÐIN nálgast nú óðum og bátarnir eru senn tilbúnir til veiðanna. Líklegt er að hvalveiðibátarnir fjórir haldi út næstkomandi sunnudagskvöld, en þó mun það ekki endanlega ákveðið. Skipstjórar verða í sumar þeir Elí Gíslason, Hval 2, Ingólfur Þórðarson, Hval 3, Kristján Þor- láksson, Hval 4 og Jónas Sigurðs- son Hval 5. „Loftbrúin" til Græn- lands SÖLFAXI flutti fyrsta járn- farminn til Grænlands í gær- kveldi. Var áformað að fara aðra ferðina klukkan sjö í morgun og gangi allt að ósk- um fer Sólfaxi þriðju ferðina klukkan þrjú í dag. Áætlað er að fara þrjár ferð- ir á sólarhring meðan veður leyfir, en samkvæmt samn- ingi við Danska heimsskauta- verktaka mun Flugfélagið flytja 175 lestir úr járni og timbri til Kulusuk á austurströnd Græn- lands, en þar eru Bandaríkja- menn að reisa ratsjárstöð. Bróðurpartur varningsins kom með skipi frá Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Voru þetta 114 lest- ir af steypustyrktarjárni, sem byrjað var að flytja út á flug- völl síðari hluta dags í gær. Eru járnstengurnar 10 m langar. Taka verður eina í einu og er því tafsamt að hlaða Sólfaxa. Mun vélin flytja um sex og hálft ton í senn og verða ferð- irnar því hart nær þrjátíu. Flug- tíminn héðan til Kulusuk er hálf þriðja klst. Síðar í mánuðinum kemur hingað sjóleiðis frá Kaupmanna- höfn það sem á vantar, en þar á meðal er timbur, sem notað verður við byggingafram- -^kvæmdirnar í Kulusuk. Sólfaxi hlaðinn steypustyrktarjárnl Laugarásbíó, fullkomn- asfa kvikmyndahúsið HIÐ NÝJA og fullkomna kvik- myndahús Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna tók til starfa í fyrrakvöld. Var þá frumsýnd kvikmýndin „South Pacific". — Voru forsetahjónin viðstödd sýn- inguna svo og fjöldi annarra gesta. Henry Hálfdánarson, formaður Sjómannadagsráðs flutti ávarp á undan sýningunni og ræddi sögu hússins. Þar eru hin þægilegustu sæti fyrir 430 manns. Kostnaður við kvikmyndahúsið mun nema allt að 8 milljónum króna, er allt verður fullgert. Kostnaður við húsið sjálft verður tæplega 5 millj., tæki og stólar rúmar 2 milljónir, en ein milljón kr. hef- ur farið í grunninn og lóðina, sem þó er ekki fullgerð ennþá. Hefir vinna í henni verið mjög erfið vegna stórgrýtisurðar og klappa. Tjáði Henry Halfdánar- son blaðinu í gær að þar myndu verða bílastæði fyrir hátt á annað hundrað bifreiðir. Einnig er ráð- gert að þar verði benzínstöð og bifreiðaþjónusta ýmiss konar á vegum DAS, en Skeljungur h.f. mun reisa afgreiðsluhúsið. Fullkomnasta kvikmyndahús landsins Kvikmyndahúsið Laugarássbíó er hið fullkomnasta á landinu. Sýningartæki eru frá Philips í Hollandi og gerð til sýningar á svonefndum Todd-AO myndum, en einnig er hægt að sýna með þeim allar gerðir mynda sem nú eru gerðar, en að því er Henry tjáði Mbl. munu nú vera notuð sex kerfi í kvikmyndaframleiðslu og er hægt að sýna myndir af öllum þeim gerðum með tækjun- um. Einna mesta athygli mun þó hinn frábæri hljómburður hafa vakið á frumsýningunni. Bíóstjóri Laugarássbíós verður Valdimar Jónsson, sem mun vera með færustu mönnum hérlendum í þessari grein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.