Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 1
 20 síður og lesbók wsmibUíbifo 47 árgangur 115. tbl. — Laugardagur 21. maí 1960 Prentsmiðia Morgui.blaðsins Þeir splundruðu ,toppfundinum4 .i.i iiiiii.ui.iiimiiiijiiiiiiiim .ir-.wiT-r .. :~ ... ..."T1 — og íslenzkir kommúnistar vegsama þá Eisenhower fagnað mjög v/ð heimkomuna Washington, 20. maí. — EISENHOWER forseta var forkunnarvel fagnað, þegar hann kom til Washington í dag úr Evrópuförinni. Mikill mannf jöldi tók á móti honum á flugvellinum og auk eigin- konu hans voru þar ráðherr- ar og þingmenn. Mikiil fjöldi fólks hafði einn- ig safnazt saman meðfram hinni 32 km. löngu leið frá flugvell- inum til Hvíta hússins. Hafði skóiabörnum í borginni m. a. verið gefið írí í síðustu kennslu- stund og hópuðust þau tii þess að sjá forsetann. Sagðist Eisenhower hafa að vonum orðið fyrir miklum vonbrigðum með hversu fór með „toppfundinn". En hins vegar hefði aðstaða hans ver- ið mjög sterk, fyrst og fremst vegna samstöðu Macmillans og de Gaulle með honum — og vegna hins óskipta stuðn- ings, sem hann hefði hlotið i Bandaríkjunum. Þá sagðist forsetinn hafa glaðzt mjög vegna eindæma hlýlegrar við- töku, sem hann hlaut í Portú- gal, en þangað hélt hann frá París. Eisenhower minntist á banda- rísku herflugvélina, sem týndist í dag á leið frá Kaupmannahöfn Framh. a bls. 2. Herter í Kefla- vík í gærkvöldi Keflavíkurflugvelli, 20. maí. — H E R T E R, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, hafði viðkomu hér í kvöld á heimleið frá París. Lenti flugvél hans, Columbine, Super-Cðnstellation, um kl. 22,30 og stóð við í klukku- stund. Ráðherrann kom ekki út úr flugvélinní, sem hélt áleiðis til Washington stundarfjórðungi fyrir mið- nætti. — Var áætlað að vél- in kæmi við á Nýfundna- landi. B. Þ. SJALDAN hefur blygðunar- leysi íslenzkra kommúnista sannazt eins rækilega og undanfarna daga, þegar blað þeirra hefur tekið upp varn- ir fyrir hið geigvænlega framferði Krúsjeffs á París- arfundinum. Þjónkunin við hið erlenda vald er svo alger, að Þjóðviljinn segir dáginn eftir, að Krúsjeff hafði splundrað fundi leiðtoganna með hinni ofsafengnu áras: „Sovétríkin hafa haft for- ystu fyrir því að reyna að bæta ástandið í heimsmálun- um"! Og þegar Krúsjeff setti Eisen- hower úrslitakostina alræmdu, sem fyrirbyggðu allar vonir um, að Parisarfundurinn gæti haldið áfram, segir Þjóðviljinn: „.... auðvaldsríkin þurfa ekki að ætla sér þá dul, að þau geti sett Sovétríkjunum og öðrum sósíalistiskum ríkjum kosti .. ". Næst má gera ráð fyrir, að boðaður verði fundur í „Menn- ingar- og friðarsamtökum kvenna" til að hylla „friðarvin- ina", sem myndir birtast hér af. Síðan verður sjálfsagt haldin „friðarráðstefna" á vegum MIR (sem þýðir á rússnesku „friður ') og loks mun svo Kína-vináttu- félagið ¦ efna til sigurhátíðar tit að gleðjast yfir því, að tímabil óvissunnar skuli nú hafa runnið sitt skeið á enda og „friðar- stefna" Stalínismans hafa sigrað á ný. — Sendiherrann í föruneyti Krúsjeffs MORGUNBLAÐIÐ hef- ur komizt að því, að sendiherra Sovétríkj- anna á tslandi, Alexand- er N. Alexandrov, hafi verið meðal margra ann- arra í hinu stóra föru- neyti Krúsjeffs á París- arfundinum. Alexandrov sendiherra fór héðan af landi brott seinni hluta aprílmán- aðar og er ekki kominn hingað aftur. Ekki er blaðinu kunnugt um, hverju starfi hann gegndi í föruneyti hins rússneska forsætisráð- herra. — /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.