Morgunblaðið - 21.05.1960, Qupperneq 16
16
MORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur 21. mai 1960
Shiplrotáni
enn
15
EFTIR W. W. JACOBS
— Við höfum átt skemmtileg-
ar viðræður hér, meðan þið vor-
uð í þrældómnum, sagði Talwyn
við Pope. — Carstairs er að tala
um að leigja skemmtiskip og
fara með okkur öll til fjarlægra
staða.
— Ó! sagði ungfrú Blake, um
leið og hún spennti greipar og
sneri sér að Carstairs með slíku
augnatilliti, að hann fékk sting
fyrir hjartað. — Ó! Ef allir menn
væru þessu likir!
— Já, þó ekki væri nema ofur
lítið líkir, sagði ungfrú Seacombe
með fjandsamlegu augnaráði ál
hinna þriggja.
— Hvert förum við og hvenær
förum 'við af stað? spurði ungfrú
Blake og leit á Carstairs aftur.
— Það er allt óákveðið enn,
sagði frú Jardine. — Hr. Carsta-
irs var að minnast á það rétt í
þessu, og við vitum ekki ennþá,
hvort við getum farið. Það er
sem sagt allt í óvissu enn.
— Ja, ég ætla að minnsta kosti
að fara, sagði frænka hennar. —
Ef ekki sem farþegi, þá sem
laumufarþegi. En þú ert svo sjó-
hraust, frænka, og hefði ekki
nema gott eitt af svona ferð. En
undanfarið hefurðu einmitt ekki
litið sem bezt út.
— Það gengur ekkert að mér,
þakka þér fyrir, svaraði frú
Jardine.
— Og ég veit, að ég hefði gott
af því, sagði ungfrú Blake. Ég hef
að vísu aldrei nefnt það á nafn,
en undanfarið hef ég.......Nei,
þetta er ekkert til að hlæja að,
hr. Pope.
— É biðst afsökunar, svaraði
syndarinn. — Þér eruð sem sé
lifandi ímynd heilbrigðarinnar.
Og hvernig þér getið gengið.
— Ekki er allt sem sýnist,
sagði ungfrú Blake kuldalega.
— Ef heilsa yðar er gagnstæð
því sem útlit yðar og göngudugn
aður gefa til kynna, ættuð þér
Ertu að fara strax, Markús?
Já Jóna. Vinir mínir, Sirrí og
pabbi hennar, hafa undirbúið
að fara til læknis, sagði Pope,
hátíðlega.
— Þriggja lækna, sagði Carsta
irs og horfði vandlega á stúlk-
una.
-— Ég vil nú ekki almennilega
fara að karpa við yður sagði ung
frú Blake og brosti til hans. —
Æ, komið þér hingað og segið
mér nánar frá þessu. Ætlar frú
Ginnell að koma líka?
— Alveg áreiðanlega, svo fram
arlega sem úr þessu verður. —
Hún er alveg æst í það.
— Ef úr því verður? át ung-
frú Blake eftir.
— Já, við getum auðvitað ekki
farið ein okkar liðs. Þér verðið
að tala við frú Jardine um þetta.
Um heilsuna yðar. Mér skilst
hún geri sér ekki fyllilega ljóst,
hvernig heilsan yðar er á vegi
stödd. En löng ferð í góðum fé-
lagsskap gæti verið hreinasta
undralyf. Og auðvitað höfum við
lækni með í ferðinni.
10.
— Hvaða slúður er þetta, sem
maður er að heyra um skemmti-
skip? spurði Knight, er þeir sátu
og reyktu í stofu Popes, að kvöldi
sama dags.
— Skemmtiskip? spurði Carsta
irs og leit upp.
— Já, dall, sem flýtur á vatni
og er rekinn með seglum eða
gufuafli, sagði Knight þurrlega.
— Ég hef lesið um eitthvað
slíkt, sagði Pope og losaði var-
lega magabeltið af digrum
vindli. — Meira að segja hef ég
einstöku sinnum séð eitthvað því
líkt. Og flest falleg. Liggja svo
vel á vatninu. Það er eitthvað
sérstakt skemmtiskip....
— Já ég veit, tók Knight fram
í. — Það var einmitt það, sem ég
vildi vita nánar um. Hvaða tal
er þetta um skemmtiskip?
— Mér var að detta í hug að
leigja eitt slikt, sagði Carstairs,
hógværlega — og sigla til fram-
veiðiferð til Florida og ég lofaði
að fara með þeim.
Seinna.
Þakka þér, Markús, fyrir að
andi hafa, til þess að leita friðar.
— Langt burt frá ungviðinu og
hávaða þess, sagði Pope glettnis-
lega.
— Það er merkilegt, að þetta
hefur ekki verið nefnt á r.afn við
okkur, sagði Knight og leit spurn
araugum á Peplow. — Hver er
meiningin, Fred — hefur þú
nokkra hugmynd um það?
Peplow hóstaði.
— Þetta kemur eins og þruma
úr heiðskíru lofti, sagði Knight.
— Og setur allar minar fyrirætl-
anir út um þúfur. Ég ætlaði til
Skotlands í tvo — þrjá mánuði í
haust og vera þar hjá frænda
mínum. Þetta verður þá annað
árið, sem ég svík aumingja karl-
inn. Ég er bara hræddastur um,
að honum þyki það við mig.
— Hver hefur minnzt á þetta
við þig? spurði Carstairs.
— En hún frú Ginnell. Hún er
öll á lofti út af þessu. Hefur
meira að segja fengið lánaðar
bækur á safninu — ferðabækur,
til þess að hressa upp á landa-
fræðina sína. Ég er hræddur um,
að ég hafi valdið henni vonbrigð-
um, þegar ég sagði henni, að ég
gæti ekki þegið boðið nema með
fyrirvara.
— Með fyrirvara? át Carstairs
eftir og glápti á Knight.
Knight kinkaði kolli. — Já,
auðvitað fer ég ekki fet nema
ungfrú Seacombe komi líka, svar
aði hann. — Þess geturðu ekki
ætlazt til, Carstairs, og eins ar
um Peplow, að tvær dráttarvél-
ar gætu ekki mjakað honum af
stað nema ungfrú Blake fari líka.
Hann segir ekki margt, en hann
er einbeittur.
— Nú er það vel til, að ef þið
farið, vilji þær alls ekki fara,
sagði Carstairs. — Ég vildi ekki
nefna þetta neitt við ykkur
strax, en ég gleymdi að vara
frænku við að segja frá nokkru.
En hún er eins óþreyjufull og
þið. Allt of ung fyrir sinn aldur.
— Já, en þið gætuð alls ekki
farið án okkar, sagði Knight. —
Ég á við, þið mynduð aldrei
fara að skilja okkur eftir.
— Þetta hef ég séð hann auð-
mýkstan, tautaði Pope, sem sat
við opinn gluggann og horfði á
tunglið.
— Við hefðum aldrei átt að
koma hingað, sagði Knight. —
Þú hefðir átt að koma með okk-
ur, öllum að óvörum, á síðustu
stundu.
■— Það gat nú ekki látið sig
gera, svaraði Carstairs. — Það
hefði litið allt of lævíslega út. Ég
varð að segja frú Penrose að við
þekktumst. Og þar er einmitt
ástæðan — eða ein ástæðan —
til þess, að þið komuð hingað.
— Þetta getur orðið gaman, ef
úr því verður, sagði Knight.
— Mjög svo. Við Pope erum
þegar farnir að hlakka til.
— Þetta getur orðið eitthvað
líkt og fjölskyldan, sem ég sá
einu sinni á markaðsskemmtun,
sagði Pope og horfði á reykinn úr
vindlinum sinum. — Það var
hjálpa pabba úr klípunni.
Við skulum sjá um að rannsókn-
arnefndin fái allar upplýsingar
urn Finn Brodkin!
köttur, hundur, api og dúfur og
Ioksins nokkrar hvítar mýs; allt
lokað inni í einu og sama búri.
Ég held, að friði hafi verið hald
ið með því að offóðra alla fjöl-
skyldulimina.
—• Það er líka prýðilegt ráð til
þess, sagði Knight. — En það er
bara þetta: það getur stundum
verið erfitt að framkvæma offóðr
un til sjós. En við verðum að fá
þessa sjóferð, þó ekki væri nema
til þess að sjá þig í stormi.
— Pope hló góðlátlega. — Ég
er afskaplega sjóhraustur, sagði
hann. — Fyrir fimm árum sigldi
ég fyrir Landsenda í foráttuveðri
og var þá eini farþeginn, sem
kom í matinn.
— Sigur holdsins yfir andan-
um, sagði Knight.
— Jafnvel annar stýrimaður,
sem ég gaf vindil, fleygði honum
frá sér eftir svo sem tvö sog. Ég
er viss um, að eitt sog í viðbót
hefði alveg gengið frá honum.
— Við efumst ekki um orð þín,
sagði Knight. — En þegar þú
hefur ekki fleira að grobba af,
skulum við snúa okkur alvarlega
að efninu. Ég hef dálitla von um,
að frú Penrose muni þiggja boð-
ið. —
— Af hverju heldurðu það?
spurði Carshairs.
— Ég finn það bara svona á
mér, sagði Knight. — Eitthvað
segir mér, að hún muni gera það,
þó ég geti ekki útskýrt það, sízt
fyrir þér. Ég finn það bara í öll-
um skrokknum. Hvað segir
skrokkurinn á þér, Fred?
— Ég veit ekki. Viltu ekki
lofa honum að vera í friði?
Knight kinkaði kolli, ánægður
á svip. — Ég skil. Mér dugar
það svar. Þú ert fljótari til en
ég hélt. Það er aldrei öruggt að
dæma eftir fyrstu sýn. Þú ert
svipaðs sinnis og ég, Pope. Við
skiljum hvor annan.
— Svei mér, ef ég botna skap
aðan hlut í því, sem þú ert að
segja, sagði Pope.
— Gerir ekki til, sagði Knight
og gekk til hans. — Þú hefur vist
ekki vindil á þér, vænti ég? En
þó ekki sömu tegund og þú gafst
stýrimanns-ræflinum.
Síðan tók hann vindil úr full-
um kassa, kveikti varlega í hon-
um og gekk aftur til sætis síns.
— Ég vildi gjarna vita, hvort
frú Penrose er sjóhraust, sagði
hann og blés frá sér reykjar-
strók.
— Og gamla frú Jardine, sagði
Peplow.
— Mér skilst húil sé með af-
brigðum sjóhraust, sagði Pope —
en ég skil bara ekki þessa snögg
legu umhyggju fyrir heilsufari
hennar og velferð.
— Ég er nú fyrst og fremst að
hugsa um mína eigin velferð,
sagði Peplow hæversklega. — Ég
trúi ekki öðru en ferðin yrði
snöggt um skemmtilegri, ef frú
Jardine yrði að liggja í kojunni
mest alla leiðina. Hún hefur sér-
staka gáfu í þá átt að láta sér
skjóta upp á ótrúlegustu stöð-
um.
— Þú ættir ekki að vera á ótrú
legustu stöðum, sagði vinur hans
og hristi höfuðið til hans.
— Og svo virðist hún líta á
mig eins og eitthvert sérstakt
meindýr.
— En sú vitleysa! sögðu
Knight og Pope einum rómi.
— Hégómaskapurinn er höfuð
synd hans, sagði Knight. — Mín
skoðun er, að frú frúin líti miklu
fremur á hann sem eins konar
jötunuxa, og mundi einhvern
daginn stíga niður fæti og þá
Anna hefur boðið okkur að
vera hér áfram, Markús, og ég
er farinn að venjast þessum
handunnu vindlum hennar.
verði ofurlítill smellur og Fred
hverfi.
Eftir glettni ungu mannanna
var það þægileg tilbreyting fyr-
ir Carstairs að hlusta á alvarlega
hrifningu Talwyns, því að hann
var engu síður óþreyjufullur eft
ir ferðalaginu en Carstairs sjálf-
ur, og lét ekkert tækifæri ónotað
til þess að fá frú Jardine með í
tuskið. Loksins fékk hann sam-
þykki hennar, með því skilyrði,
að frú Penrose kæmi lika.
— Og það er talsvert hik á
henni, sagði frú Jardine.
— Hvað er í veginum? spurði
Talwyn.
— Það geta komið til mála
tveir erfiðleikar, svaraði frú
Jardine og fór hálfgert undan í
flæmingi. Þessa erfiðleika höfðu
þær frúrnar rökrætt vendilega
og orðið ásáttar um að gera ekk
ert í flaustri, sem þær síðan iðr-
uðust eftir í næði. Hin snögg-
lega tilkoma ungu mannanna
tveggja í Berstead hafði komið
þeim algerlega á óvart, og þær
höfðu grun um, að eitthvað
meira kynni þar undir að búa.
— Og þá vil ég alls ekki fara
neitt, sagði frú Penrose. — Til-
hugsunin um að vera samvistum
við hr. Knight um borð, vikum
og mánuðum saman, er ekkert
sérstaklega aðlaðandi. Ég er ekki
tiltakanlega hrifin af þeim
manni.
— Sir Edward er æstur að
fara, sagði frú Jardine og and-
varpaði. — Og ég get nú ekki
séð að....
— Og mér skilst að Tollhurst
höfuðsmaður sé líka boðinn?
sagði frú Penrose.
— Sérlega aðlaðandi maður,
sagði frú Jardine.
— Mjög svo, samþykkti vin-
kona hennar. — Hann hlýtur að
hafa lesið mikið um dagana, ekki
sízt drengjabækur, um ferðalög
og ævintýri.
— Sir Edward hefur mikið
álit á honum, sagði frú Jardine
og setti sig í varnárstellingui —
Og ég verð að segja, að mér
geðjast mjög vel að honum.
Frú Penrose kinkaði kolli. —
Jæja, hvað sem því öllu líður,
gerir höfuðsmaðurinn ekki svo
mjög til eða frá. En hvað hina
snertir, verð ég að bíða, þangað
til ég heyri nánar frá hr. Carsta-
irs. Hann kemur seinni partinn
á miðvikudaginn með frú Ginnell
og þá ætla ég að þreifa fyrir mér
um málið.
— Ég ætla þá að koma líka, ef
ég má, sagði frú Jardine. — Mér
líkar vel við frú Ginnell og ejcki
spillir, að ég heyri nákvæmlega,
hvað ykkur semst um. Og ég gæti
kannske skotið inn einni eða
tveim bendingum, ef til kæmi.
Hún reyndi svo þessar bending
ar sínar, þegar þau komu sam-
an á miðvikudaginn, og eftir því
sem hún trúði frú Penrose fyrir
seinna, hefði hún eins vel getað
reynt þær á hörðum steininum.
Álit hennar á einfeldnislegri góð-
mennsku mannsins fékk staðfest
ingu, en sama var ekki að segja
um gáfur hans. Og frú Ginnell,
sem var vakandi og ungleg, var
álíka þver. Hún sá ekki annað í
sambandi við ferðalagið en glað-
lyndan félagsskap, skinandi sól
og sléttan sjó. Frú Jardine létti
verulega, þegar þriðji tebollinn
hafði verið tæmdur og þau
fluttu sig öll út í garðinn.
Sflíltvarpiö
Laugardagur 21. maí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8 30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp. —
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.00 Laugardagslögin. (16.00 Fréttir og
veðurfregnir).
19.00 Tómstundaþóttur barna og ung-
Imga (Jón Pólsson).
19.25 Veðurfregnir.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Leikrit: „Marzbúinn" eftir Frið
jón Stefónsson. — Leikstjóri;
Gísli Halldórsson.
21.10 Tónleikar: Ljuba Welitsch syng
ur óperettulög eftir Lehár og
Millöcker.
21.30 Upplestur: „Biskupinn af Valla-
dolid“, gamansaga eftir Hjört
Halldórsson (Flosi Olafsson leilc
ari).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.
— Já, þetta er í fyrsta sinn, sem ég fer á skíði —og þetta
er líka í síðasta sinn, það skaltu vita.
a
r
L
ú
ó
ANN HAS INVITED U5 TO
STAV LONGER, MARK...ANP l'M
BEGINNING TO GET USEP TO
THESE HANP-MAPE CIGARS OF HERS/