Morgunblaðið - 22.05.1960, Page 6

Morgunblaðið - 22.05.1960, Page 6
6 MORCUNTtT. 4 fílfí Sunnudagur 22. maí 1960 Nýr danskur skáldskapur í dbundnu máli Eftir dr. phil. Hakon Stangerup VEGNA erlendra lesenda skulum við fara hægt og var- lega af stað, er við kynnum okkur danskan skáldskap þessa árs í óbundnu máli. Með öðrum orðum: við skul- um byrja á nokkrum smá- sagnasöfnum. Smásagnagerð hefir verið mikið stunduð í Danmörku hin síðustu ár. Um þessar mundir koma út mörg smásagnasöfn. Smá- sagan hentar betur en bók- sagan til bókmenntalegra til- rauna ,og þess vegna gefast nú auldn tækifæri til nýj- unga í bókmenntum. Af höfundum nýrra danskra smásagnasafna á þessu ári vil ég fyrst nefna nýliða einn, Peter Ronild. Bók hans heitir „X morg- en kommer' paddehatteskyen". Nafnið vekur grunsemdir um, að hér sé einhver væmin tilfinn- ingavella á ferðinni og við spyrj- um kvíðafull, hvort þetta sé ein bókin enn um æskufólk, sem grætur dapurleg örlög sín í skugga kjarnorkusprengjunnar. En það kemur í ljós, að svo er ekki. Peter Ronild lýsir yngstu unglingunum og lífskjörum þeirra. Höfuðkostur þessa smá- sagnasafns er sá, að höfundur lætur okkur finna, að þetta unga fólk hefir sína drauma og hug- sjónir, þótt það sé sérvizkulegt í klæðaburði. Án allra gífuryrða og væmnislaust, segir þessi ný- liði svo frá, skýrt og skorinort, að þessar undarlegu sálir í skinnjökkunum með hártöglin, brunandi á sísuðandi hjólum og glymjandi skellinöðrum eru líka manneskjur. Leif E. Christensen heitir ann- ar lausamálshöfundur, nokkru eldri og þegar fullmótaður. Nýja bókin hans heitir „Esben Grþnne- træs puslespil". Hverg* örlar á persónulegum tilfinningum. — Skáldið reynir að setja fram hlutlausa lýsingu á skamm- vinnri ævi manna. Það kemur bezt fram í titilsmásögunni, hvað skáldið á við. Esben Grönnetræ hefir erft frá föður sínum stórt og merkilegt spil, ’ sem faðir hans hefir haft sér til dægra- dvalar. Hann hefir furðað sig á því, að faðir hans sat kvöld eftir kvöld álútur yfir þessu spili. Sjálfur leggur hann út í það, sem við köllum lífið. Sem fullþroska maður snýr hann aft- ur til föðurhúsanna. Og dag nokkurn byrjar hann einnig á spilinu, sem hann getur heldur ekki látið ganga upp. Sonur hans hlær að honum. En þetta óleys- anlega spil, vægðarlaus leit að tilgangi lífsins, bíður hans einnig. Aage Dons er allgóður rithöf- undur. Hann er þekktur allvíða í Evrópu fyrir skáldsagnaþýð- ingar sínar. 1 nýju bókinni hans eru fjórar litlar bóksögur eða stórar smásögur. Bókin heitir „I Lövens Gab“ og fjallar, eins og flestar aðrar bækur Dons, um tilgangslausa baráttu mann- anna gegn miskunnarlausum ör- lögum. Þessar sögur gerast allar í Frakklandi eða á Ítalíu. Stíll- inn er hæðnislegur, og atburða- rásin er ljós og spennandi. Þetta er einhver bezta bók á dönsku, sem komið hefir út á þessu ári. Þá er bezt að snúa- sér að bóksögunum og byrja á tveim- ur skáldkonum. Önnur heitir Karen Plesner og hefir í ár skrif- að sögulega skáldsögu, „Sophie Amalie“, um eiginkonu Friðriks III konungs. Það hefir ekki verið sagt frá ævi Sophie Amalie af sérstaklega mikilli sanngirni í bókmenntum og sögu, en hin unga danska skáldkona lítur at- burðina dálítið öðrum augum. Karen Plesner hefir ætlað sér að skrifa spennandi skáldsögu, sem væri skemmtileg aflestrar. Og henni hefir tekizt það. Hin danska skáldkonan, sem ég ætlaði að minnast á, er Inge Haagensen. Hún hefir skrifað skáldsögu, sem heitir „Men der kom en anden“. Bókin er ekki góð í heild ,en það eru góðir sprettir í henni. Efnið er gamal- kunnugt: ung- kona, sem verð- ur ástfangin af rosknum manni, rithöfundi. Sagan gerist í Kaup- mannahöfn og Noregi. Bezti kafl- inn er saga frá Noregi um föður- landssvikara, sem fær fyrirgefn- ingu, en þolir ekki auðmýkingu fyrirgefningarinnar og launar •^Mæðradagurinn Hver er það, sem liggur uppi í rúmi með Moggann? Það er þó líklega ekki son- urinn eða dóttirin á heimil- inu? Ef svo er, verða þau að snarast fram úr hið skjótasta og reka mömmu aftur í rúm- ið, svo hægt sé að færa henni kaffi og helzt blóm á sængina. Því að í dag er mæðradág- urinn og allir eiga að gleðja mömmu sína eftir beztu getu. Dagurinn er sérstaklega til einkaður hverri einstakri móður, en einnig mæðrum al- velgerðarmönnum sínum með ofbeldisverkum og morðum. Sá, sem hefir skrifað þessa frásögn í skáldsögunni, er talsvert gott HAFSTEINN Austmann, listmál ari, opnaði málverkasýningu í gær í bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýningin verður opin daglega frá kl. 2—10 fram til 30. þ. m. Hafsteinn hélt síðast sjálfstæða sýningu 1958 í Listamannaskálan- um, en hefur auk þess tekið þátt í samsýningunni í Danmörku sl. sumar. mennt. Og fólki er gefinn kost ur á að minnast fátækra mæðra með því að kaupa blómamerkin, og styðja með því að sumardvöl fyrir þær. A Norðurlöndum og í Am- eríku er mæðradagurinn gam alt fyrirbæri, eins og konu- dagurinn íslenzki. Hér mun hans ekki vera getið fyrr en um 1930, þegar Ásta og Ólafía ríktu í Blóm og Ávextir. Þá kynntu þær okkur mæðradag- inn og fluttu hann hingað frá Danmörku. Hann er sjálfsagt eitt af því, sem átt er við í vísunni: „Margt hefur Dansk- urinn vel oss veitt". skáld, sem vænta má mikils af í framtíðinni. Það kann að virðast kynlegt, að meirihluti lausamálsbóka á dönsku í ár eru látnar gerast utan Danmerkur: í Þýzkalandi, á ítalíu, í Frakklandi, Noregi og Svíþjóð. Meðal þeirra er bók eftir Ib Munksgaard. Hún heitir „Lehmberg-Lej ren“ og geríst 1942 'í vinnubúðum skammt frá Kiel. Þar hittast verkamenn frá öllum landshornum Evrópu, sjálfboðaliðar og aðrir, sem eru Á þessari sýningu eru ein- göngu vatnslitamyndir, aquarell, 38 að tölu, en Hafsteinn byrjaði einmitt listamannsbraut sína með vatnslitamyndum og er gaman að bera þessar nýju myndir saman við hinar eldri, því Hafsteinn er stöðugt vaxandi málari, og mynd- ir hans hafa vakið verðskuldaða atihygli listunnenda, bæði rér hexma og erlendis. Nú eru Ameríkumenn að taka upp pabbadag líka. Það virðist ljómandi hugmynd. Vafalaust þurfa margir slíkan hátíðisdag, til að reka á eftir sér um að gleðja pabba sinn, sem auðvitað allir vilja gera ekki síður en að gleðja mömmu, þó það vilji einhvern veginn farast fyrir oft og tíð- um. • Þá hefði ég týnt blóm í varpanum í gær hitti Velvakandi gaml í nauðungarvinnu. Meðal þeirra er dálítill hópur Dana, og er for- ingi þeirra mikill garpur. Þeir vilja bara græða peninga og skemmta sér í tónstundum sín- um. Höfundurinn viriðst hafa kynnzt þessu umhverfi af eigin raun og bregður upp ágætum myndum af vinnubúðunum, Kiel og þessum einkennilegu að- stæðum. Meðan þýzkir æsku- menn og karlmenn berjast á víg- stöðvunum, halda útlendir verka menn framleiðslunni í horfinu með aðstoð þýzkra kvenna og nazista ,sem sitja heima. Þannig má skipa sögupersónunum í þrjá flokka, sem eigast við — fjand- skapurinn milli verkamannanna og forráðamanna vinnubúðanna eykst jafnt og þétt, en samband útlendinganna við fallegar stúlk- ur er hins vegar ágætt. Sagan er sögð að mikilli kímni. Tveir afkastamestu skáld- sagnahöfundarnir okkar hafa einnig látið til sín heyra í ár. Þeir Poul Qrum og Ole Juul. Skáldsaga 0rums, „Skyggen ved din hþjre haand", gerist í út- hverfi Kaupmannahafnar og fjall&r um lítilsiglt fólk í sóða- legu umhverfi. En þar verða menn einnig að lifa lífinu, og 0rum sýnir í bók sinni, að ým- islegt sögulegt getur gerzt, þó að umhverfið sé hversdagslegt og ömurlegt. Sagan er glæpasaga, en ber þess þó greinilega vitni, að góður rithöfundur hefir skrif- að hana — þó að hún sé engan veginn bezta bók hans. Hins vegar hefir Ole Juul skrifað beztu bók sína í ár. Hún heitir „Ingen sommer at mind- es“ og fjallar um óþokka, sem segir sjálfur sögu sína. Sögu- maður reynir að afsaka sjálfan sig og illverk sín, hann segir frá eins og sá, sem hefir valdið og spottar aðrar persónur sög- unnar. Eigi að síður afhjúpar hann sjálfan sig. Þessi perónu- lýsing er mjög vel gerð. Fyrst í stað hlæjum við, að mönnunum, sem hann svíkur, og konunum, sem hann dregur á tálar, en smám saman vex hinum sviknu og táldregnu fiskur um hrygg, meðan jörðin brestur undir fót- xxm sögumanna. Hann reynir að afsaka sig með erfiðri æsku og skilningslausum föður. En til Frh. á bls. 9. an Reykvíkingog barst mæðra dagurinn í tal. Hann sagði eitthvað á þessa leið: — Síðan ég kynntist mæðradeginum, hefði ég óskað þess að ég hefði verið honum kunnugur með- an ég var kornungur í móð- urhúsi. Má ekki eins vel segja móðurhús og föðurhús? skaut hann inn í. Ef ég hefði þá þekkt mæðradaginn, þá hefði ég sannarlega týnt blóm í varp anum heima og komið með þau og kaffi á sængina til mömmu, svo marga morgna var hún búin að stjana við mig. Stundum vill slíkt gleym ast, og þakklætið líka og þá er gott að hafa svona dag til að minna manfi á. • Góð og falleg mynd. Bíógestur kom að máli við Velvakanda fyrir helgina. Sagðist hafa farið í Kópavogs- bíó. Þar verið heldur þunn- skipaðir bekkir, en myndin, sem bíóið sýnir „Litli bróðir“, væri svo falleg og ætti svo mikið erindi til fólks, ekki sízt barna og unglinga, að hann vildi vekja athygli á ’henni í öllu þessu flóði af lélegum myndum sem þau sjá. Myndin fjallar um lítinn dreng og folaldið hans og svo auðvitað ást og fleira. Sagði maðurinn, að við værum allt- af að tala um að góðar og fallegar myndir skorti, en þær fáu sem kæmu færu svo fram hjá fólki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.