Morgunblaðið - 22.05.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 22.05.1960, Síða 20
20 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 22. maí 1960 -Shipbrotóm enn 16 EFTIR W. W. JACOBS — Eg vona sannarlega, að þér og frú Jardine hafið ákvarðað ykkur að koma með okkur, sagði Carstairs við frú Penrose er þau gengu saman eftir garðstígnum. — Ef þér gerið það ekki, er ég hrseddur um að öll ferðin fari út um þúfur. — Hvaða ástæða væri svo sem til þess? Það hlýtur að vera fjöldi fólks, sem myndi gleypa við svona boði. Carstairs hristi höfuðið. — Ég kæri mig alls ekki um fjölda fólks, enda þótt hvaða vinir yð- ar, sem þér kærðuð yður um að taka með yður, yrðu auðvitað velkomnir. — Og ef þér svo gætuð alls ekki þolað þá, þegar til kæmi? sagði frúin, í tilrauna skyni. — Það myndi engu breyta. — Ég er hrædd um, að ég sé vandlátari en þér — eða rétt- ara sagt eigingjarnari, sagði frú Penrose. — Ekki kærði ég mig um að vera á löngu ferðalagi með fólki, sem ég gæti ekki þolað. Carstairs stalst til að líta á hana rannsóknaraugum, og að því loki?& ákvað hann að leggja allt á eitt spil. — Vitanlega, svar aði hann hressilega — en ég væri fús til að gefa yður skrá yfir alla gestina, sem ég hef í huga að bjóða, og svo gætuð þér strikað út þá, sem þér viljið ekki hafa. Frú Penrose hló. — Vitleysa! sagði hún og roðnaði ofurlítið. ■— Vitanlega dytti mér aldrei í hug að gera það. — Svo þér komið þá? Frú Penrose hikaði. — En ef þér gerðuð frú Jardine sama til- boð og gefið henni nafnskrána? — Ég vil heldur treysta dóm- greind yðar, sagði Carstairs. — Hverjir verða með? spurði hún eftir nokkra þögn. Carstairs las upp nöfnin. — Og svo skilst mér frænka mín hafi boðið Knight og Peplow, lauk hann talningunni. — Þeir eru Markús, ég var farin að óttast að þú kæmir ekki í tæka tíð til að fara með okkur suður eftir. Ég kem aldrei of seint í veiði- hérna hjá okkur, eins og stendur, bætti hann við. — Já, sagði frú Penrose dræmt. — Ég er nú ekki sérlega hrifin af hr. Knight. Carstairs veifaði hendinni. — Strikið þér hann þá út, sagði hann glaðlega. — Vitanlega verð ur það vonbrigði fyrir frænku mína, en samt sem áður .... — Nei, ég get ekki farið að breyta yðar ákvörðunum, sagði frú Penrose og hló við, en hálf- óánægð þó — Og hvernig haldið þér að frú Ginnell snerist við því? — Henni er það mikið áhuga- mál, að þér komið, sagði Carsta- irs, — og hún yrði mjög vonsvik in ef ekki yrði neitt úr neinu, og þannig verður það, ef þér viljið ekki koma. Og mér þykir ólík- legt, að þér látið strákhvolp á þessum aldri hafa áhrif á gjörðir yðar og fyrirætlanir. Eða vilduð þér ekki gjarna koma, að þessu frátöldu? — Jú, mjög gjarna. — Þá skoða ég það sem útrætt mál, sagði Carstairs, — og ég neita því alveg, að einn strákling ur setji allt saman út um þúfur. Það væri að gera of mikið úr honum. Finnst yður ekki? ■— Ég gæti nú varla hugsað mér að láta hann hafa svo mikil áhrif. — Þér komið þá, sagði Carsta- irs. — Segið þér nú já. Ef þér ger- ið það ekki, get ég ekki litið upp á frænku mína framar. Frúin hikaði enn. — Þakka yð- ur mjög vel fyrir, sagði hún og brosti. — Þér hafið lagt svo mikla ábyrgð á mínar herðar, að ég gæti ekki neitað yður, hversu mjög sem mig langaði til þess. — Þetta líkar mér, sagði Carstairs glaður í bragði. — Og nú skulum við koma og segja frú Jardine frá þessu. Á mánu- daginn kemur legg ég af stað til ferð, Sirrí. Hvenær förum við Davíð? Farangurinn er tilbúinn og kom inn út í bíl. Ert þú til? að leita að bezta og sterkasta skipi, sem ég get fundið; og kæri mig ekkert um, að það sé sérlega hraðskreitt. Frú Jardine tók fréttunum með rósemi, og þar eð hún hafði fullt traust á dómgreind vinkonu sinnar, tók hún boðinu með þökkum. En er hún hafði heyrt ýms smáatriði í málinu, eftir að gestirnir voru farnir, var hún ekki eins hrifin. — Þetta ættí að geta orðið mjög gaman, sagði hún dræmt. — Leiðinlegt, hvað hr. Carstairs er seinn að skilja. En hvað sem því líður, getum við enn dregið okkur í hlé, ef á þarf að halda. — Ég fer, sagði frú Penrose. — Ég er búin að lofa því. ' — Þú hefur lofað fyrr, sagði frú Jardine og kinkaði kolli íbyggin. — Hvað áttu við? spurði hin, snögg í bragði. — Og ég veit, hversu bindandi loforð eru, hélt hin áfram tví- rætt. Frú Penrose leit á hana, en þar eð hún hafði gott minni, stillti hún sig um að fara frek- ar út í þessa sálma, heldur starði hún á blómabeð í garðinum og velti fyrir sér hugmynd, sem hún hafði snögglega fengið. — Heldurðu e.ð hr. Carstairs sé eins einbeittur og hreinskilinn og hann virðist vera? sagði hún. — Já, það er ég alveg viss um, svaraði frú Jardine. — Það er eini gallinn á honum, sem ég hef komið auga á. Mér liggur næst að kalla hann einfaldan. Að vísu er hann það skemmtilega og við- kunnanlega, en engu að síður tel ég hann einfaldan. — Ætli það nú? spurði frú Jardine. Á sömu stundu var Carstairs, sárþjáður af samvizkubiti, ein- mitt að kalla sjálfan sig bölvað- an þorpara. 11. — Líði þér vel, sagði Biggs bílstjóri. Bob Watson, aðstoðarmaður hans, sem hafði fengið leyfi, seinni partinn, veifaði hendi og gekk hressilega burt. En við hlið ið staðnæmdist hann, og er hann sá litla veru, sem hafði einmitt í því bili gengið inn, sneri hann sér við og gaf Biggs merki. Litla veran, sem studdi óhreinni hendi á afar-stóra kinri, hleypti brún- um og hélt síðan áfram áleiðis að bílskúrnum. Bob varð forvit- inn og elti. — Já, herra! sagði Biggs og skotraði augum til Bobs. — Hvað get ég gert fyrir yður, herra? Nú, hvað .. svei mér ef mér finnst ekki ég þekkja andlit- ið. Og einhvern veginn ekki þó. Þekkir þú það, Bob? Bob hristi höfuðið. — Ég ?é ekki annað en þetta sé aðkomu- inaður, sagði hann efablandinn. — En það er eins og hann líkist dálítið þessum strákbjána, hon- um Albert. Lofaðu mér aðeins að fá mér kaffisopa fyrst. Ég skrifaði Bjarna Flaxon og sagði að við kæmum við hjá — Þetta er miklu laglegri drengur en Albert, sagði Biggs, — og auk þess feitari. — Já, en svona gæti nú Albert okkar vel litið út, éf hann, til dæmis, hefði kysst hunangsflugu, sem vildi ekki láta kyssa sig, sagði Bob. — Ég er með skilaboð til þín frá húsbóndanum, sagði drengur inn með nokkrum erfiðismunum — út um hægra munnvikið. — Nú, þetta er þá Albert! sagði Biggs, með uppgerðar undrun. Ja, hérna! En hvað þú ert bragðlegur, Albert. Nú, vinstri kinnin á þér er bara næst um fullorðin! — Tannpína, sagði Albert. — Tannkýli. Ég á að fara til tann- læknisins. — Já, hlauptu þá, drengur minn, sagði Biggs með góðlátlegu brosi. — Ekki skulum við tefja þig. En það er bara synd að eyði- leggja svona kinn. — Þú átt að keyra mig, sagði Albert með óhugnanlegu sigur- brosi. — Hr. Carstairs sagði það. .. Til Bosham, það eru þrettán mílur. Ég hef gaman af að fara í bíl. Brosið hvarf af andlitinu á Biggs, svo fljótt, að furðu gegndi, og nú stóð hann máttvana af reiði, frammí fyrir smávaxna drengnum. — Mér þykir gaman í bíl, end- urtók Albert og gerði heiðarlega tilraun til að sleikja út um. — Og þú átt að fara af stað tafar- laust. Hr. Markham er búinn að síma og fá tíma fyrir mig klukk- an þrjú. Flýttu þér nú! Biggs, sem gat varla trúað sín- um eigin eyrum, greip andann á lofti og datt meira en í hug að gera báða bílana ógangfæra. En þá leit hann á glottandi smettið á Bob og svipur hans breyttist samstundis. — Ef þig langar að fara, Bob, sagði hann og gekk skref í áttina til aðstoðarmanns síns, þarftu ekki annað en segja til. — Nei, mig langar ekkert, svar aði hinn og hörfaði undan. Bless á meðan. Góða ferð! Fá orð, en sem því svarar kröft ugri, sem Biggs lét frá sér fara, drukknuðu í víðáttu bílskúrsins. Hann reif jakkann sinn niður af snaga, skellti á sig húfunni, gekk að vagninum og setti vélina í gang. Og svo sem til þess að full- komna reiði hans, kom brytinn snögglega þangað til hans. — Hvers vegna flýtirðu þér ekki? spurði hann drenginn, og lét eins og Biggs væri ekki til. — Ég sagði honum að flýta sér, sagði drengurinn. — Og hann flýtir sér víst eins og hann getur, skilst mér. Einhver ólýsanleg hljóð komu upp úr Biggs, en hann ksefði þau jafnharðan. — Farðu frá! Ég er að koma út! sagði hann við brytann. Síð- an ók hann svo hranalega út úr skúrnum, að brytinn neyddist til að meta hraðann meira en virðu- leikann er hann forðaði sér und- an. Bíllinn hélt áfram ein 60—70 skref, stanzaði síðan til þess að Albert gæti náð í hann. Tilraun hans til að setjast við hliðina á bílstjóranum, var fljótlega að engu gerð. — Aftur-í! hreytti hann út úr sér. — Ég á að fá að vera framí! sagði drengurinn önuglega. — Þú ættir að fá að fara til þess neðsta, svaraði Biggs kulda lega. — Komdu þér upp í, ann- ars fer ég einn. Og feldu þetta honum. Ég vissi að þig langaði til að hitta hann og að sjá gamla huridinn hans hann Bangs. andlit á þér í vasaklút, ef þú átt hann til. Biggs horfði beint fram fyrir sig, og lézt ekki heyra fyrirmæl- in, sem brytinn gaf drengnum, og lutu að því, að hann yrði að flýta sér til þess að ná til tann- læknisins á tilteknum tíma. Enn fremur, að hann væri þarna á ferð í erindi og þetta væri eng- inn lystitúr. — Og prísaðu þig sælan, sagði Markham, að þú hefur bíl að fara í og sæmilegan bílstjóra til að skussa þér. „Sæmilegi bílstjórinn" sleppti tengslinu svo snöggt, að Albert var nærri því oltinn úr sæti sinu, er bíllinn hnykktist af stað. En síðan kom hann sér þægilega fyrir í sætinu, hallaði 3|Utvarpiö Sunnudagur 22. maí 8.30 Fjörleg músík í morgunsárið. 9.00 Fréttir. — 9.10 Vikan framundan. 9.25 Morguntónleikar: — (10.00 Veð- urfregnir). a) Forleikur op. 9 eftir Sigurð Þórarinsson (Hljómsveit Ríkis- útvarpsins leikur. Stjórnandi: Hans Antolitsch). b) Serenata notturna nr. 6 í D- dúr (K239) eftir Mozart (Hljóm sveitin Fílharmonía leikur; — Otto Klemperer stjórnar). c) Lofsöngur eftir Beethoven — (Kim Borg syngur) d) Fantasía fyrir píanó, hljóm- sveit og kór eftir Beethoven (Friedrich Wíihrer, Akademiski kammerkórinn og Sinfóníu- hljómsveitin í Vínarborg flytja; Clemens Krauss stjórnar). e) „Appalachia", tilbrigði eftir Deilus um gamlan þrælasöng (Kór og kgl. fílharmoníuhljóm- sveitin í Lundúnum flytja: SiT Thomas Beecham stjórnar). 11.00 Messa í barnaskóla Kópavogs — (Prestur: Séra Gunnar Arnason. Organleikari: Guðmundur Matt- híasson). 12.15—13.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar: Operan „Mad- ame Butterfly" eftir Puccini (Vict oria de los Angeles, Giuseppe di Stefano, Tito Gobbi, kór og hljóm sveit Rómaróperunnar flytja; Gianandrea Gavazzeni stjórnar. — Þorsteinn Hannesson flytur flytur skýringar). 15.30 Sunnudagslögin. — (16.30 Veður- fregnir). 18.30 Barnatími (Baldur Pálmason). a) Framhaldssaga yngri barn- anna: „Sagan af Pella rófu- lausa“; IV. (Einar M. Jónsson þýðir og les). b) Telpnakór úr Austurbæjarskól anum í Reykjavík syngur und- ir stjórn Guðrúnar Þorsteins- dóttur. c) „Mundi og Bína“, frásaga eftir Halldóru B. Björnsson (Vilborg Dagbjartsdóttir kennari). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Harmonikulög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. . 20.20 Kórsöngur: Pólýfónkórinn syng- ur lög eftir Disler, Schutz, Hassl- er, des Prés, Palestrina, Scarlatti og Bach. Söngstjóri Ingólfur Guð brandsson. 21.00 Spurt og spjallað í útvarpssal. — Þátttakendur: Guðrún Gísladótt- ir frú, Valborg Bentsdóttir skrif- stofustjóri, Friðfinnur Olafsson forstjóri og Karl Halldórsson toll- vörður. Sigurður Magnússon full- trúi stýrir umræðum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 23. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. — Tónleíkar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur; Hans Antolitsch stjórnar: a) „Astargleði*4 og „Astarsorg'* eftir Kreisler. b) Spánskir dansar eftir Moszkow skí. c) „Hjartasár" eftir Grieg. d) „Listamannalíf“, vals eftir Jo- hann Strauss. 21.00 Um daginn og veginn (Gísli Hall- dórsson verkfræðingur). 21.20 Tónleikar: „Havanaise“ eftir Saint-Saéns (Campoli leikur með sinfóníuhljómsveit Lundúna; Ana tole Fistoulari stjórnar). 21.30 Italíubréf frá Eggert Stefánssyni söngvara (Andrés Björnsson flyt- ur). — 21.45 Tvísöngur: Rosanna Carteri og Giuseppe di Stefano syngja dú- etta úr óperum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Búnaðarþáttur: Garðræktin (Oli Valur Hansson ráðunautur). 22.25 Kammertónleikar: Strengjakvart- ett nr. 2 í f-moll op. 5 eftir Carl Nielsen (Musica Vitaliskvartett- inn leikur). 23.00 Dagskrárlok. — Þú gefur hundinum hálfsfestina! En mér, nei, ég fæ enga — en hundurinn! a r í á á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.