Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 2
2 MOTtCVNBL AÐ1Ð Þriðjudagur 14. júní 1960 Vill láta rann- saka náttúruauð lindir Norður- lands HUSAVIK, 13. júní: — Dagana 11. og 12. júní var áttunda þing Fjórðungssambands Norðurlands haldið á Húsavík og voru þar mættir 16 fulltrúar af sambands svæðinu. Tók þingið til meðferð- ar mörg mál er einkum snerta hagsmuni fjórðungsins og hinna dreifðu byggða landsins. Voru gerðar ýmsar ályktanir í þessum málum. Meðal þeirra er ályktun um endurreisn hins forna Hóla- stóls, fullnaðaráætlun um virkj- un Jökulsár á Fjöllum og skil- yrði fyrir stóriðju í því sam- bandi. Rannsókn á náttúruauð- lindum Norðurlands, fjallaði ein ályktunin um, önnur um rafvaeð- ingu hinna dreifðu byggða. Þá var gerð ályktun þess efnis að sett verði á stofn á Akureyri, af hálfu ríkisvaldsins skrifstofa, Tojíarar fiska vel við landið Á miðum togaranna hér við land hefur verið góður afli undan- farið. Þannig kom togarinn Marz á sunnudaginn með 240 tonn af fiski, einkum karfa, eftir aðeins 8 daga úthald. Þá er Geir vænt- anlegur í dag með góðan afla af heimamiðum eftir 9 daga veiði för. Neptúnus kom í gær frá Græn landi með 382 tonn af fiski. Þá er Skúli Magnússon væntanleg- ur í dag með fullfermi af Græn- landsmiðum. Svo munu koma á miðvikudag inn Narfi af Nýfundnalands- miðum með um 200 tonn og Þor- móður goði af Grænlandsmiðum með góðan afla. sem annist fyrirgreiðslu við hafn ar- og skipulagsmál í Norðlend ingafjórðungi, um bætt hlustun- arskilyrði fyrir útvarpshlustend- ur á Norðausturlandi, stofnun lýð skóla, efling leiklistar og flutn- ingi innlendra leikrita o. fl. Að kvöldi hins fyrri fundar- dags sátu fulltrúar ásamt nokkr- um gestum boð bæjarstjórnar Húsavíkur. Seinni fundardaginn þá er þingstörfum var lokið, óku fúndarmenn í boði sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu til Mý- vatnssveitar, var ekið um Hvera velli og að Grenjaðarstað, byggðasafn staðarins skoðað, en þaðan var ekið að Laugum. Þar var sezt að kaffidrykkju og söng þar fyrir fulltrúana karlakór Reykdæla, undir stjórn Páls H. Jónssonar frá Laugum. — Að Reynihlíð var snæddur kvöld- verður. Voru þar margar ræð- ur fluttar og síðan kvaðzt í anda samvinnu og bróðernis. Stjórn sambandsins skipa nú Jó'hann Skaftason sýslumaður, Húsavík, séra Páll Þorleifsson, Skinnastað og Jóhannes Guðmundsson kenn ari, Húsavík. Fréttar. Drengur fellur ofaní 8 metra djúpa síldarþró Flemming Flindt AKRANESI, 13. jún: — Hér varð alvarlegt slys á laugardaginn. Lítill drengur, Valentinus Úla- son, Vesturgötu 143, féll ofan í opna síldarþró og meiddist alvar- lega. Drengurinn litli var á vakki við Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- una hér á Akranesi. Ekki er vitað með hverjum hætti það atvikað- ist, að Valetínus litli féll ofan í tóma síldarþró. Er þessi þró 8 metrar á dýpt og kom drengur- inn á herðarnar á steinsteypt gólf þróarinnar . ' , Menn höfðu verið skammt frá og urðu þeir slyssins strax varir og hlupu drengnum til hjálpar. Höfðu þeir enga bið á, heldur greip einn þeirra hinn slasaða dreng í fangið og bar hann upp á spítala. Þar kom í ljós að Valentínus litli hafði höfuðkúpubrotnað, hlot ið heilahristing, viðbeinsbrotnað og við höggið hafði nýrnablæðing orðið. Bailettinn frumsýndur SÓLÓDANSARARNIR Flemm- ing Flindt og Hanne Marie Ravn frá Konunglega ballettinum í Kaupmannahöfn komu til lands- ins sl. sunnudag. Þau eru á ferð til Ameríku þar sem þau eru ráðin til að dansa sem gestir um nokkurn tíma. Hér dansa þau á Listahátið Þjóðleikhússins eins Brezkur togari á Norð- firði á sjómannadaginn — Neskaupstað, 13 júní. S J ÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur í Neskaupstað á svipaðan hátt og undanfarin ár. Á laugardagskvöldið þreyttu fjór ar sveitir kappróður á höfninni, en á sunnudagsmorgun fór fram hópsigling vélbátaflotans á höfn- inni. Fór þar mikil fylking og margir fallegir og ganggóðir bát- Margþœtt sjómanna- dagshátíSahöld í Húsavík HÚSAVÍK, 13. jún: — Hátíðahöld sjómannadagsins hófust hér seinni hluta laugardags með kapp róðri sex skipshafna og sigraði sveit Péturs Jónssonar. 1 stakka- sundi voru 5 keppendur og sigr- aði Trausti Jónsson, 2. varð Hörð ur Þórhallsson, 3. Sigurður Héð- inðsson. Einnig var sýnd björgun með gúmmííbát. Á sunnudagsmorgun hófust svo hátíðahöldin með hópsiglingu húsvíska bátaflotans og kl. 14 gengu sjómenn fylktu liði frá bryggju og í kirkju og hlýddu á messu hjá Friðrik A. Friðriks- syni, prófasti. Klukkan 16 hófst svo margháttuð íþróttakeppni og leikir á íþróttavellinum og þar lék í fyrsta sinn á útihátíð Lúðra- Laweiðin minkar HÚSAVÍK, 13. júní: — Hér hefur verið kalt í veðri undanfarna fimm daga. Hitinn hefur verið 2—5 stig og skýjað loft dag hvern þar til í dag. Hér hefur verið bjart og sól daglangt en eigi hef- ur þó hitastigið farið upp fyrir 6 stig. Snjóað hefur í efstu eggj- ar Kinnarfjalla. Veiðin í Laxá í Þingeyjarsýslu hefur verið treg og er það hið kalda veðurfar sem tregðuna or sakar. 1 Laxá hafa nú veiðzt 35 laxar á 30 stangadaga. Meðal þyngd þeirra er tæpl. 12 pund Þann stæsta veiddi Bragi Eiríksson Reykjavík og vó sá 20 pund. sveit Húsavíkur undir stjórn Sig- urðar Hallmarssonar. Um kvöldið var skemmtun í samkomuhúsinu og flutti þar ræðu Sigurjón Jó- hannesson skólastjóri og fram fóru ýmis önnur skemmtiatriði og síðast var stiginn dans. Kvenna- deild Slysavarnafélagsins seldi veitingar allan daginn til ágóða fyrir starfsemi sína. — Fréttaritari. Slys við Akur- evn AKUREYRI, 13. júní: — Nálægt mðnætti á laugardagskvöldið, vildi það slys til kippkorn utan við bæinn á veginum milli Akur- eyrar og Svalbarðseyrar, að jeppabíl hvolfdi út af veginum, Þrír menn voru í bílnum og slös- uðust tveir þeirra, svo að þeir eru rúmliggjandi í sjúkrahúsinu hér, Fjórðungssjúkrahúsinu. Eru þessir menn þeir: Kr. Kristjáns- son forstjóri og umboðsmaður Fordverksmiðjanna og Bragi Sig- urlaugsson yfirverkstjóri bíla- verkstæðis BSA. Þriðja manninn sakaði ekki. Að því er yfirlæknir sjúkra- hússins tjáði mér í kvöld hafa þeir Kristján og Bragi hlotið mik inn heilahristing. Verður Krist- ján að vera í sjúkrahúsinu enn einn til tvo daga og Bragi eitt- hvað lengur, en hans meiðsli eru ekki full könnuð. — Stelán. ar í, frá 5 og upp í 150 lestir að stærð. Síðan hafði björgunarsveit Slysavarnarfélagsins í Neskaup- stað björgunaræfingu á bæjar- bryggjunum og sýndi m.a. línu- byssu og björgunarstól í notkun. Kl. 2 síðdegis var messa í sóknar- kirkjunni. Sóknarpresturinn, sr. Ingi Jónsson, messaði. Kl. 4 hófst samkoma við sundlaugina. Þar flutti Sigurjón Ingvarsson skip- stjóri aðalræðuna og ræddi mest um vöndun í meðferð fisks, bæði við veiðar og vinnslu. Þó hófust íþróttir. Keppt var í boðsundi, stakkasundi, stakkaboðsundi (þá hefur hvor sveit um sig aðeins einn stakk til afnota, og verða þátttakendur að skipta um hann eftir hverja för), reiptogi og koddaslag. Tvær síðastnefndu í- þróttirnar fóru fram yfir sund- lauginni, og vöknaði þar margur vaskur drengur, Um kvöldið var svo dansleikur í barnaskólahús- inu. Kalt var í veðri um daginn og rigning öðru hverju. Það bar til tíðinda um morg- uninn, að brezkur togari kom til bæjarins í fyrsta skipti síðan 1. sept. 1958. Þurfti hann að leita læknis og fór aftur eftir skamma viðdvöl. Einn sjómannanna, 52 ára gamall aðstoðarmatsveinn, var skilinn eftir í sjúkrahúsinu. Skipið var 3ja ára dieseltogari, 340 brúttólestir að stærð, og hét Boston Britannia FD 139, frá Fleetwood. Guðfinna á Lög- bergi 75 ára I DAG verður Guðfinna Karls- dóttir á Lögbergi 75 ára. A þess- um merkisdegi sínum verður gamla konan gestur nokkurra vina sinna. Hafa þeir opið hús fyrir vini og kunningja Guðfinnu, í golfskálanum á Öskjuhlíðinni milli klukkan 3—9 í dag. og fyrr segir og verður frum- sýningiri á ballettinum í kvöld í Þjóðleikhúsinu. Flemming Flindt og Hanne Marie Ravn sýna hér listdans úr ballettinum Carmen og Vilhjálmi Tell. Flemming Flindt er rúmlega tvítugur en hefur verið sóló- dansari við ballett Kgl. leikhúss- ins í Kauþmannahöfn í nokkur ár. Hann hefur undanfarið vak- ið athygli fyrir ríka stílfegurð og tækni. Einkum hefur túlkun hans á Don José í Carmen verið rómuð. Hann hefur nú verið ráð- inn sólódansari til óperuballetts- ins í París. Hanne Marie Ravn starfar við Kgl. ballettinn í Kaupmanna- höfn. Hún kom fyrst fram sem sólódansari þar í aðalhlutverk- inu í Mána'hreininum eftir Birgit Cullberg og vakti hrifningu. Páll Gíslason sjúkrahúslæknir skýrði mér svo frá í kvöld, að litli drengurinn væri eftir atvik- um við allgóða líðan. Foreldrar Valentínusar eru hjónin frú Lilja og Óli Örn Óla- son. Það er sýnt, að óverjaidi er fyr- ir verksmiðjustjórnina að fresta því lengur að gera nauðsynlgear varúðarráðstafanir við verk- smiðjuþærnar, þar sem hættan er mest vegna barnanna. -— Oddur. Rafn Júliusson póstmálafulltrúi SAMKVÆMT frétt frá póst- ög símamálastjórninni hefur Rafn Júlíusson, fulltrúi á póstmálastof unni verið skipaður póstmálafull trúi frá 1. júní þ. á, Þá segir í sömu fréttatilkynn- ingu, að talsímarásum miili Hafn arfjarðar og Reykjavíkur hafi ný lega verið fjölgað úr 40 í 60. Einni talsímarás var 10. þ. m. bætt við til Isafjarðar, og bætir það nokkuð sambandið milli Reykjavíkur og ísafjarðar, sem hefur verið mjög örðugt undan- farið vegna ónógra talsímarása. Santos vann KNATTSPYRNULIÐ Santos frá Brazilíu bar sigur úr býtum í knattspyrnukeppni Parísarborg- ar er Brazilíumennirnir unnu Paris Racing Club 4:1 s.l. laugar- dag. Þriðju í keppninni og jöfn urðu Reims og BDNA frá Sofíu, Búlgariu. Sjómannadag- urinn á Sijílufirði SIGLUFJÖRÐUR, 13. júní, Há- tíðahöldin á sjómannadaginn hóf ust með guðsþj ónustu fyrir há- degi. Sjómenn gengu í skrúð- göngu frá hafnarbryggjunni til kirkju. Sóknarpresturinn, séra Ragnar Fjalar Lárusson, prédik- aði. Eftir hádegi var útisamkoma og töluðu þar Óskar Garíbalda- son, sem talaði af hálfu sjó- manna, og Sveinn Þorsteinsson, sem talaði af hálfu skipstjórafé- lagsins. Því næst var kappróð- ur og kepptu þar skipverjar á Jökulfellinu, sem statt var hér, við færeyska sjómenn. Skipverj- ar á Jökulfellinu sigruðu. Síðan var kappróður kvenna ög þar áttust við stúlkur af netjaverk- stæði Jóns Jóhannssonar og verzl unarstúlkur hér og sigruðu þær síðarnefndu. Um kvöldið var knattspyrna milli norður- og suðrbæinga og sigruðu norðanmenn. Síðan var stiginn dans. —Stefán. NA /5 hnútor SV 50 hnútar ¥ Snjókoma y Odi \7 Sktirír K Þrumur Kutía skil Hitash/ H Hm» 1 L Lm„» 1 Hitinn 4—W stig i gærkvöldi KLUKKAN 9 í gærkvöldi var vesturströnd Noregs, en hæð kaldast hér á landi norður á yfir Grænlandi. Á svæðinu- Raufarhöfn og Dalatanga, en milli þeirra er norðlæg átt þar mældist hitinn aðeins 4 og fremur kalt í veðri, slyddu stig. Þá var heitast í Reykja- él norður af íslandi og náðu vík, en á Akureyri var þá 6 þau til Grímseyjar. Þá var stiga hiti. kaldast við norðausturströnd- Norska hafrannsóknarskipið ina, 3 stig, en hlýjast á Hellu G. O. Saars var þá statt og Stórhöfða í Vestmanna- skammt út af norðvestur- eyjum 11 stig. strönd landsins og þar var vestanvert landið var þá 1 stigs hiti. ... * , , ■ Slydda í Grímsey. b^art veður’ en skum austan Á hádegi í gær var lægð við lands og norðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.