Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 23
Þríðjudagur 14. juní 1960 morgvnblaðið 23 Akureyri vann Keflavík AKUREYRI, 13. jún: — I gær fór fram hér á Akureyri knattspyrnu leikur í 1. deildarkeppni Islands- mótsins milli Akureyrar og Kefla víkur. Lauk leiknum með sigri Akureyringa 3—1. Dómari var Jörundur Þorsteinsson. Veður var mjög gott og margir áhorfend ur. — Magnús. Dreiiíijamótið í kvöíá DRENGJAMÓT Reykjavíkur í frjálsum íþróttum heldur áfram í kvöld kl. 20,30 á Melavellinúm. Keppt verður í 8 greinum: 200 m grindahlaupi, 200 m hlaupi, 800 m hlaupi, spjótkasti, sleggju-- kasti, þrístökki, stangarstökki og 1000 m boðhlaupi. — Afvopnun Framh. af bls. 1. gæti samrýmzt því að öryggis- ráðið ætti að hafa ákvörðunar- vald varðandi framkvæmd af- vopnunarinnar. Zorin sagði að Rússar hefðu ekki tilbúin svör við öllum spurningunum. Þeir gætu svarað nokkrum þeirra en vildu ekki láta líta svo út sem þeir væru við yfirheyrslu. Hins vegar kvaðst Zorin vilja beina þeirri spumingu til Moch, fulltrúa Frakka, hvort hann væri ekki ánægður með það, að Rússar hefðu nú breytt tillögum sínum til samræmis við vilja Frakka, að leggja megináherzluna á eyð- ingu eldflaugavopna og annarra vopna, sem gætu borið atóm- sprengjur. NATO-félag Framh. af bls. 3. á Keflavíkurflugvelli. Þar vinna menn daglega með varnarliðinu verkefni í þágu varna landsins, og ekki að undra þótt stundum komi til misskilnings og árekstra milli þessara aðila, sem eru af ólíkum þjóðernum með mismun- andi sjónarmið og venjur. Marga þessara árekstra mætti koma í veg fyrir með auknum skilningi á báða bóga og vel- vilja þeirra sem um málin fjalla, og er vonandi að þetta félag megi verða til að skapa það samband, sem skortir milli yfirmanna varn- arliðsins og íslenzkra ráðamanna annars vegar, og starfsmanna á flugvellinum hins vegar, sam- band, þar sem vinátta og skiln- ingur ríki í stað tortryggni og efa semda, sem mörg dæmi hafa ver- ið til um. Við íslendingar eyðum árlega stórfé til að auka hróður okkar meðal annarra þjóða og skapa betri og hagkvæmari viðskipta- sambönd. við hinn frjálsa heim, en á sama tíma fælum við frá okkur þá menn, sem gætu orðið okkar bezta landkynning. Hér er átt við hina 500 varnarliðsmenn, sem fara héðan árlega og hafa fátt gott að segja um dvöl sína hér á landi. Þeir hafa komið hingað sem gestir íslenzkra stjórnar- valda og tillegg þjóðar sinnar til sameiginlegra varna. Síðan hafa þeir verið lokaðir innan fanga- girðingar eins og óbótamenn, og fengið fiá tækifæri til að kynnast sannri mynd af landi og þjóð af eigin raun, og aðstaðan innan girðingarinnar ekki verið til þess fallin að skapa gott álit. Hér er framundan mikið verk- efni, og þótt nokkrir einstakling- ar hafi þar unnið mjög gott verk, er þörf á enn meiri starfi á þessu sviði, og ekki vanþörf á að endur- skipuleggja þau mál í heild, er varða sambúð varnarliðsins við landsmenn. NATO-VINA FÉLAGIÐ var stofnað til framgangs þessara mála, og markmið félagsins er, að efla samvinnu um störf At- lantshafsbandalagsins og styrkja aðstöðu þess hér á landi“. Hemdrik musi svcsrcs á „síffium veltvangí“ Stutt athugasemd Herra ritstjóri. ER til of mikils mælzt af mér, að þér takið þessa stuttu at- hugasemd mína, eftir það steypi- regn af ærumeiðingum og at- vinnurógi, sem mér veittist sú sæmd að verða fyrir í blaði yð- ar nokkra daga í röð? Eða ef til vill nær sannleiksást blaðs yðar ekki svo langt----. Þvættingur blaðs yðar um að ég hafi sagt, að réttmætt væri að sovézkir myrtu þriðjung íslenzku þjóðar- innar — og svo „hótanir Hend- riks Ottóssonar“ um að myrtur skyldi þriðjungur þjóðarinnar, er svo dæmalaus í blaðamennsku hérlendis, að furðu gegnir, jafn- vel í blaði yðar. Ærumeiðingarn- ar eru gífurlegar og mun ég sækja yður til saka á réttum vettvangi vegna þeirra. Um tilraun blaðs yðar til þess, að bola mér úr þeirri atvinnu, sem ég nú stunda, skal að þessu sinni ekki annað sagt, en að hún lýsir bezt málstað, sem að baki stendur. Annars mun yður að sjálfsögðu veitast tækifæri til þess að svara til sakar vegna atvinnurógs. Að síðustu vildi ég mega taka það fram, að ef ísland yrði styrjaldaraðili vegna dvalar er- lends setuliðs hér, verða þeir menn að svara til sakar, sem leyfðu útlenzkum hersetu hér á friðartímum, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. Annars mun ég svara yður og öðrum, sem sama sinnis eru, á mínum vettvangi, Þjóðviljan- um, þegar tími minn leyfir. Með þökk fyrir birtinguna. Hendrik Ottósson. ATHS. MBL. Maðurinn er bersýnilega fok- ' reiður. Fyrri ummæli hans, sem ! Mbl. hefur hermt standa þó óhögguð. Það er einnig misskiln- ingur hjá Hendrik að blaðið hafi krafizt þess að honum yrði vikið úr starfi. Engin slík krafa hefur verið sett fram af hálfu Mbl. Ritstj. — Bylting Framh. af bls. 1. að geta ferðast til Evrópu sem fcrseti Argentínu. Uppreisnarmenn náðu borg- inni San Luis skjótt á sitt vald. Þeir tóku tvær útvarpsstöðvar í henni og tóku að útvarpa opin- berum tilkynningum og áróðri gegn Fyondizi-stjórninni. Þeir lýstu því yfir að þeir hefðu mynd að bráðabirgðaríkisstjórn og væri hersihöfðingi nokkur að nafni Fortunato Giovanni skip- aður forseti Argentínu. Voru byltingarmenn kokhraustir og skoruðu á herforingja um allt land að rísa upp gegn kommún- istanum Frondizi. Hollustuyfirlýsingar krafizt Þegar tíðindin af uppreisninni bárust til Buenos Aires hélt rík- isstjórnin skyndifund og krafðist Frondizi yfirlýsinga frá yfir- mönnum hersins, að þeir héldu trúnað við hann. Fékk hann þær yfirlýsingar og Montero yfirhers höfðingi landsins símaði til flestra bækistöðva hersins út um allt land og fékk herforingjana til að lýsa yfir hollustu við Frond izi. Var eftir það auðvelt að bæla byltinguna niður. Er nú bú- izt við að gengið verði milli bols og höfuðs á fylgismönnum Per- ons. Eftir að stjórnarherinn hafði náð aftur San Luis á sitt vald, lagði Frondizi á stað í Evrópu- ferðina á tilsettum tíma. óslcar effir ungling til blaðburðar í eflirtalið hverfi: KRINGLUMÝRI Innilega þakka ég öllum, sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum, skeytum og árnaðaróskum á 80 ára af- mæli mínu 8. júní sl. — Guð blessi ykkur öll. Júníus Kr. Jónsson frá Rútsstöðum Ollum þeim, sem auðsýndu mér vináttu á áttræðis- afmæli mínu hinn 8. þ.m., sendi ég alúðar þakkir og bið þeim blessunar Guðs. Rósamunda Guðmundsdóttir. Öllum þeim, sem sendu mér hlýjar óskir og ýmsar gjafir á 80 ára afmæli mínu 9. júní sl. þakka ég hjartan- lega og óska allrar blessunar í framtíðinni. Bjarni Jónsson frá Svalbarði, Vestniannaeyjum Þakka af heilum hug öllum, sem sýndu mér vinsemd á 50 ára afmælinu mínu. Páll Kristinn Maríusson Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hluttekmngu við andlát og útför INGIRfÐAR JÓHANNESDÓTTUR Börn tengdabörn og bamabörn. Móðir mín og tengdamóðir GUDBJÖRG ÖSSURARDÓTTIR fyrrverandi ljósmóðir andaðist að heinuti okkar 29. maí. — Jarðarfönn hefir farið fram. — Þökkum auðsýnda vináttu og samúð. Valgerður og Haraldur Norðdahl Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRCN KRISTVEIG DANlELSDÖTTIH, Bústaðavegi 77, sem andaðist í Landspítalanum 8. júní verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 15. júní kl. 10,30 f.h. Athöfninni i kirkjunni verður útvarpað. Bergsteinn Guðjónsson, börn, tengdabörn og barnabörn Eiginmaður minn, faðir og bróðir, SIGURBJÖRN TÓMASSON bifreiðarstjóri andaðist 8. júní Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. þ.m. kl. 1,30 e.h. Sveinbjörg Skúiadóttir, Guðmundur Þór Sigurbjömsson Bjarni Tómasson Útför móður minnar SIGRIÐAR JÓNSDÓTTUR Lindargötu 16, Siglufirði, sem andaðist 8. júní sl. fer fram frá Siglufjarðarkirkju þriðjudaginn 14. júní Hafliði Helgason Útför móður okkar ÞÓRUNNAR GÚÐMUNDSDÓTTUR Ránargötu 22 fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. júní kl. 1,30 Vigdís Jónsdóttir, Rannveig Jónsdóttir Maðurinn minn og faðir okkar, ÖLAFUR EINARSSON Laugarnesvegi 63 verður jarðsunginn miðvikudag. 15. júní kl. 13,30 frá Fossvogskirkju. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Doróthea Árnadóttir og böm Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUNNARS SIGURÐSSONAR. múrara Margrét Ketilsdóttir, börn og tengdabörn Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarð- arför, BALDURS PÉTURSSONAR bifreiðarstjóra Aðstandendur Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og útför, SlMONAR NIKULÁSSONAR bifreiðarstjóra Sérstakar þakkir til systranna á St. Jósefsspítala og starfsfólks. — Þökkum við af alhug öllum þeim, sem hjúkruðu honum síðast í hans erfiðu veikindum á sjúkra- húsinu Sólvangi. Hjartans þakkir til starfsbræðra hans, sem báni hann siðasta spölinn og allra, sem líknuðu hon- um í hans langvarandi veikindum. Fyrir mína hönd, barna minna, bræðra hans og annarra vandamann. Sigurlaug Sigurðardóttir Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÞORSTEINS ÞÓRÐARSONAR Stýrimannaskólakennara Sérstakar þakkir til skólastjóra og kennara Stýri- mannaskólans, vina og vandamanna. Stella Eyvindsdóttir, Lilja Þorsteinsdóttir Heiða Þorsteinsdóttir, Elísa Þorsteinsdóttir Eygló Þorsteinsdóttir, Emilía Davíðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.