Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. júní 1960
MORGUNBLAÐIÐ
15
/Æsem vituium
Augnobrúnirnar plokkoðnr
VEL LAGAÐAR augabrúnir
gefa andlitinu fallegan svip.
rM.7
En því miður eru þær ekki
margar, sem hafa fallegar
augabrúnir frá náttúrunnar
hendi. Það vaxa alltaf aukahár
umhverfis þær, sem ekkert
skraut er að.
Það tilheyrir almennri and-
litssnyrtingu að laga auga-
brúnirnar, en það er ekki
alveg sársaukalaust að plokka
þær. Þess vegna freistast marg
ar til þess að nota rakvélablöð
í staðinn fyrir plokkara, en
árangurinn verður ekki eins
goður og hárin koma fljótar í
ljós aftur.
Augabrúnaplokkari er og
verður það áhald, sem nota
skal til þessara hluta, og sé
rétt að farið, finnur maður
sama sem ekkert fyrir því.
Aðferðin er þessi: — Stríkkið
á húðinni milli tveggja fingra
og plokkið með snöggri handa
Sumarhattar
Það er ástæða fyrir okkur
konurnar að gleðjast yfir hin-
um fallegu sumarhöttum, sem
nú eru í tízku. Þeir eru bæði
í fallegum litum og þess utan
sitja þeir vel á höfði. Efsti
hatturinn er úr grófu strái,
rósrauðu, með blárri flauels-
laufu, í miðjunni er sinneps-
gulur filthattur með bláum
borða og neðst svonefndur
melónuhattur úr grænu strái
og slöri.
SKRIFAR UM
* KV IK MY N D I R ■>
Tjarnarbíó:
SVARTA BLÓMIÐ
Þetta er amerísk mynd, með
þeim Sophia Loren og Anthony
Quinn í aðalhlutverkunum. —
Hefst myndin á því að ung ekkja,
Röse Bianco (Sophia Loren) er
að fylgja eiginmnani sínum til
grafar, en hann hafði verið þekkt
ur glæpamaður. Með Rose við
jarðarförina er sonur hennar,
barn að aldri, sem er annars í
uppeldisstofnun vegna óknytta.
—• Rose vinnur nú fyrir sér með
því að búa til blóm. En kvöld
eitt býður nágrannakona hennar
henni heim til sín. Þar kynnist
Rose Frank Valente (Anthony
Quinn) sem er ekkjumaður og
á eina dóttur barna, sem er trú-
lofuð og að því komin að gift-
ast. Það takast ástir með Frank
og Rose, og hyggja á hjúskap, en
dóttir Franks verður ókvæða við
þegar hún heyrir það, að faðir
hennar ætli að ganga að eiga
ekkju glæpamanns. Út af þessu
gerast mikil átök milli Franks
og dóttur hans, báðum til mikill-
ar sorgar og óhamingju og Rose
tekur sér þetta svo nærrl að
hún ákveður að slítá öllu sam-
bandi við Frank. — En dag einn
hittast þær Rose og dóttir Franks.
Talar Rose við stúlkuna í ein-
lægni og bendir henni á að af-
staða hennar til þessara mála
leiði aðeins til óhamingju fyrir
alla aðila. Stúlkan sér að Rose
hefur rétt að mæla. Það takast
með þeim fullar sættir og allt
fellur í ljúfa löð.
Mynd þessi er efnismikil og
prýðilega gerð en það sem ekki
hvað síst gefur henni gildi er af-
burðagóður leikur þeirra Ant-
hony Quinn og Sophiu Loren.
hreyfingu eitt og eitt hár í
einu. Nuddið kremi á húðina á
eftir.
Þegar það er haft í huga að
konur þurfa ávallt eitthvað að
líða fyrir fegurðina, þá er
varla hægt að tala um þann
sársauka, sem augabrúna-
plokkunin veldur þeim.
Þaravafn á blóm
ÁGÆTT ráð til þess að fá
blóm til að spretta, er að
vökva þau með vatni, sem þari
hefur legið í. — Þetta húsráð
fengum við frá húsmóður hér
í bæ, sem í vor byrjaði að
vökva blómin sín með þara-
vatni með þeim árangri, að
blómin hafa aldrei verið eins
falleg, sérílagi blaðjurtirnar.
Aðferð hennar er þessi: — Nýr
þari er lagður í bleyti í kalt
vatn og látinn liggja í tvo sól-
arhringa í vatninu úti á svöl-
um eða öðrum heppilegum
stað. Þá er vökvað með vatn-
inu, sem er aðeins brúnleitt að
lit.
Hentugur stóll
ÞENNAN stól, sem er með
leðurklæddu stólbaki og setu
og snúanlegu sæti, má nota til
margra hluta, t.d. á skrifstof-
um, í eldhúsum o. fl. Hann er
teiknaður af dönsku arkitekt-
unum og hjónunum Tove og
Edv. Kindt Larsen. Til gam-
an má geta þess að Ingiríður
Danadrottning hefur valið
þennan stól fyrir framan
snyrtiborðið sitt í Graasten-
höllinni.
ISgjöld af mörgum dráttarvélum munu því lækka um nærri helming á næsta gjalddaga.
BÆNDUR!
Látið það ekki henda yður að vera með
dráttarvél yðar ótryggða.
Umboð um land allt
Sambandshúsinu. Sími 17080.