Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. júní 1960
MORGVlSBLAÐIto
13
l*fó£io*a
SRAhAlZ
MAUOta
ÍWAUTAR
hefur hœkkað
en ekkert dregur úr ferðalögum
HVERT ferð þú? Hvað ætlar þú
að gera við sumaffríið? spyrja
menn þessa dagana, er þeir hitta
kunningja á förnum vegi. Allir
eru að undirbúa sumarleyfið,
sumir búnir að taka sína ákvörð-
un, aðrir alveg óráðnir hvað
gera skal.
Sá á kvölina sem á völina,
stendur einhvers staðar og úr
nógu er að velja, þó efnahagur-
inn takmarki valið talsvert hjá
flestum. Ferðaskrifstofurnar og
ferðafélögin eru nú sem óðast að
auglýsa sumaráætlun sína, bæði
innanlands- og utanlandsferðir,
en hvorttveggja hefur hækkað
að mun frá í fyrra. Fargjöld með
skipum hafa hækkað um 45—46%
og flugfargjöld til útlanda um
37%. Flugferðir innanlands hafa
lítið hækkað, en forráðamenn
ferðaskrifstofanna segja að leiga
á ferðabílum muni verða til jafn-
aðar um 25% hærri en í fyrra, en
hækkunin er misjafnlega mikil
eftir stærð bílanna.
Bæði flugfélögin telja þó eftir
spurn eftir fari milli landa sízt
minni en í fyrra og mikið er
pantað með Gullfossi í aliar sum-
arferðirnar.
Utanlands eða innan
Það fyrsta sem ferðamaðurinn
verður að gera upp við sig er
hvort hann ætlar að kynnast öðr-
um þjóðum eða auka þekkingu
sína á sínu eigin landi, og af
hvoru hann telur sig hafa meir
ánægju. Fjárhagurinn tekur
kannski af skarið um það. Erfitt
er að gera almennan saman-
burð á kostnaði, þar sem fólk
ferðast á svo ákaflega misdýran
hátt, bæði innan lands og utan.
Ferðaskrifstofan gerir ráð fyrir
að útlendingur noti 400 kr. á dag
hér á landi. Ekki er fyllilega búið
að ganga frá verðlagi fyrir hóp-
ferðir innanlands, en talað hefur
verið um 280—300 kr. á dag,
þegar lagður er til matur. Það
yrði 5600—6000 kr. fyrir 20 daga
ferð. Til samanburðar má
kannski geta þess að 20 daga ferð
Ferðaskrifstofunnar á Oiympíu-
leikana í Róm kostar 13,500, og
þykir það mjög hagkvæmt verð.
Ferðaskrifstofurnar geta skipu
lagt utanlandsferðir og lækkað
kostnað allverulega með við-
skiptum í stórum stíl við aðila
erlendis og með því að leigja
flugvélar undir stóra hópa. í
sumum tilfellunum verður Utan-
landsferðin þá varla dýrari en
fargjaldið eitt hefði kostað, ef
ferðamaðurinn færi á eigin spýt-
ur.
Nýrra helgarstaða leitað
Af sumarleyfisferðum innan-
lands virðast hópferðir í bílum
um hálendið vinsælastar, og
færast þær í vöxt með hverju ár-
inu sem líður. í slíka ferð þarf
kunnugan fylgdarmann, stóra og
sterka bíla og það mikinn útbún-
að að almennt kemst fólk það
ekki nema í hópferðum, sem
vanir menn undirbúa. I sumum
slíkum ferðum er matreiðslumað
ur með í ferðinni og ferðafólk-
inu séð fyrir mat og tjöldum. 1
öðrum eru lagðir til bílar og far-
arstjórar, en fólkið hefur sjálft
með sér tjöld, mat og annan út-
búnað.
1 sumar eru skipulagðar 7—20
daga ferðir eftir nær öllum bíl-
færum leiðum á hálendinu og
ofan í sveitir, Norðan-Vestan-
Austan og Sunnanlands og nokkr
ar um Vestfirði.
■JJndanfarin ár hafa Þórsmörk
og Landmannalaugar verið vin-
sælustu staðirnir á hálendinu til
helgarferða, þó full löng keyrsla
sé á báða þessa staði fyrir svo,
stuttan tíma. A báðum stöðum
á F. 1. góða skála og margir
kjósa að vera þar um kyrrt í
viku, eða milli þess sem helgar-
bílarnir koma. Er svo komið að
þessir staðir eru að verða ofsetn-
ir og umgehgni vill þá verða
síðri en skildi.
Nú hefur Ferðafélagið í hyggju
að reyna að finna fleiri slíka
staði, sem líklegir eru til vin-
sælda og þar sem fólk getur unað
sér yfir helgi. Verða í sumar
farnar í tilraunaskyni helgar-
ferðir í Húsafellsskóg og í Hauka
dal, þar sem skógur liggur að
heiðarlöndum, og e. t. v. í Þjórs-
árdal. Er tilgangurinn að dreifa
ferðafólkinu á fleiri staði, auk
þess sem Ferðafélagið er alltaf að
svipast um eftir heppilegum og
vinsælum stöðum fyrir ný sælu-
hús.
Kvenfólkið áhugasamara
Annars er það skrýtið hve
kvenfólk virðist miklu duglegra
og hafa meiri áhuga fyrir ferð-
um inn á hálendið en karlmenn.
Einn af forstöðumönnum ferða-
skrifstofu segir mér að % hlutar
af hans farþegum séu kvenfólk.
Sama var uppi á teningnum er
jöklarannsóknarmenn gáfu far-
þegum kost á að koma með í mæl
ingaferð sína á Vatnajökul, sem
nú stendur yfir. Langtum fleiri
konur en karlar sóttust eftir að
komast með.
Minna er um skipulagðar hóp-
ferðir um sveitir en óbyggðir í
sumar. Samt hafa þó nokkrar
verið auglýstar. í byggð ferðast
fólk meira á eigin spýtur, í áætl-
sólarhring skiptir það ekki miklu
máli.
Nýtt ferðamannaland —
Grænland
Hópferðirnar til útlanda, sem
boðið er upp á í sumar eru svo
margar og margvíslegar að ekki
er rúm til að sundurgreina þær
hér. Þar eru Norðurlandaferðir,
ferðir suður um allt meginland
Evrópu og jafnvel minnzt á að
í einni verði farið yfir til Mar-
okko í Afríku.
Hérna rétt fyrir norðan okkur
er að opnast nýtt ferðamanna-
land. Dönsk ferðaskrifstofa undir
býr hópferðir til Grænlands í
sumar og hefur Páll Arason aug-
lýst að hann hafi samninga við
skrifstofuna og geti gefið íslend-
ingum kost á að taka þátt í
Grænlandsferð og bætast í hóp-
inn hér.
Hekla fer í sumar sínar Norð-
urlandaferðir, og kemur við í
Noregi, Danmörku og Svíþjóð,
í FJÓRUM þriggja vikna
ferðum ferðaskrifstofunnar
Sunnu fara farþegarnir
sameiginlega utan og heim,
en úti eiga þeir að velja um
marga dvalar- og ferða-
möguleika í sambandi við
hverja ferð. Utanferðir í
sumar virðast vera að fær-
ast í það horf, að fólk fái
sem frjálsast val um hvar
og hvernig það velur tím-
anum erlendis, njóti af-
sláttar hópferða ferðaskrif-
stofanna.
* ♦*•'■■ -■
í öræfaferðum liggur leiðin stundum yfir viðsjálverðar ár.
eins og áður. Fargjaldið hefur
hækkað eins og á öðrum leiðum,
en kostar þó ekki nema 3800—
5700 kr. 1 sumar virðist ætla að
verða meiri eftirspurn eftir ódýr
ari farseðlunum en undanfari *
sumur.
Ekki eins mikið skipulagðar
Skipulagðar hópferðir til út-
landa sýnast nú ekki vera eins
fast skipulagðar fyrir allan hóp-
inn í einu, eins og áður. Lagt er
meira upp úr því að gefa fólki
kost á að verða eftir eða vera
á eigi spýtur hluta af tímanum,
sem ferðin stendur, en njóta þó
hlunninda í verði, sem hópferð-
irnar skapa.
Yfirleitt er flogið í þessar ferð
ir. Þó fer Útsýn af stað í tvær
slíkar ferðir með Gullfossi .
Það er sem sagt ótrúlega miklu
úr að velja um ferðir, innan
lands og utan, þegar sumarfríið
er skipulagt og margt sem freist-
ar.
E. Pá.
unarbílum eða einkabílum, endaf1
ekki eins háð fylgdarmönnum
og sérstökum útbúnaði.
Ferðalög á hestum eru mjög
eftirsótt, og hestar hafa lítið sem
ekkert hækkað í leigu. En. erfitt
er að fá leigða hesta. Páll í
Varmahlíð mun í sumar flytja
ferðahópa á hestum um hálendið
sem fyrr. Einnig vitum við um
að Ferðaskrifstofan hefur ferða-
lög á hestum á sinni áætlun og
Ferðafélagið mun vera að hugsa
um slíka ferð um Öræfin.
Sjóferðin kringum land með
Esju hefur undanfarin ár verið
eftirsótt. Skipið kemur víða við
og slíkt ferðalag er tiltölulega
ódýrt, kostar 1011 kr. á 1. far-
rými miðað við vi'kuferð. Að vísu
gefst lítið svigrúm á hverjum
stað og óvíst á hvaða tíma sólar-
hrings komið er að landi, en þeg-
ar bjart er næstum 24 tíma á
Bandalag ísl. leikfélaga
kýs sér nýja stjórn
AÐALFUNDUR Bandalags ís-
lenzkra leikfélaga var haldinn 6.
þ.m. í Reykjavík. Formaður, Sig-
urður Kristinsson, gaf yfirlit um
störf stjórnarinnar, en fram-
kvæmdastjórinn, Sveinbjörn
Jónsson, las og skýrði reikninga
bandalagsins.
A leikárinu hafði orðið rúm-
lega tuttugu og tvö þúsund kr.
halli vegna leikferðar þeirrar,
sem farin var sl. haust. Aðalmál
fundarins var lagabreytingar, en
þyrftu að fá lengri tíma til þess
að kynna sér efni þeirra, var
ákveðið að fresta afgreiðslu
þeirra til næsta aðalfundar.
Þó kom í ljós vilji margra fé-
laga á að skipta bandalaginu í
héraðssvæði í því augnamiði að
fá hin einstöku félög til meira
samstarfs t. d. með ráðningu leik
stjóra en verið hefur.
Leikstarfsemi var mjög mikil
um land allt sl. vetur. Sjö félög
sóttu um inntöku í bandalagið og
þar sem taiið var að félögin eru nú séxtíu og sjö félög í banda
laginu. Má ætla að leiksýningar
á vegum þeirra hafi verið hátt
á þriðja hundrað á liðnu leikárú
Margir skólar og félög utan
bandalagsins nutu margvíslegrar
fyrirgreiðslu á árinu. Til dæmis
voru seldir um hundrað og fimm
tíu leikþættir til þessara aðila.
Bandalagsins bíða mörg aðkall-
andi verkefni, en fjárskortur há-
ir mjög starfsemi þess. Kosin var
ný stjórn. Hana skipa:
Formaður: Páll Þór Kristins-
son frá Húsavík og meðstjórnend
ur þeir Emil Asgeirsson, Gröf,
Hrunamannahreppi og Guðjón
Hjartarson, Alafossi Mosfells-
sveit. Framkvæmdastjóri er
Sveinbjörn Jónsson, sem gegnt
nefur því starfi frá upphafi.
Feröakostnaður