Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 14. júní 1960 MORGUNBLAÐIÐ 17 . Á'-'vk' Ásdís Erlingsdóttir sundkennari Skólamál Þeir sem vinna verkin, vita bezt hvað með þarf Undirstaða menntunarkerfisins RÓLEGRI yf irvegun og nær- gætni er ekki hægt að koma við í kennslustarfinu. Sífelldur spreng ur að troða í nemendur allskon- ar fögum, sem þeir vilja ekki læra. Þeir geta ekki komið því við að hafa áhuga fyrir einstaka námsgreinum vegna kvíða og um hugsunar um þau fög, sem áhug- ann vantar fyrir. Uppreisn og námsleiði fær þarna jarðveg, þess vegna verður að koma frjálsara val á námsgreinum. Ég álít þrennt undirstöðu menntunarkerf isins: 1) Að kennd sé kurteisi, almenn- ar umgengnis- og siðareglur daglegs lífs minnst 1 klst. í viku. Falleg framkoma og um gengnishættir er hreinn lær- dómur og þjóðin mun ekki tileinka sér þessa undirstöðu allrar menntunar, ef hún er ekki kennd. 2) Lestur, skrift, reikningur og réttritun. 3) Starfsfræðsla samanb. þings- ályktunartillögu Sigurðar Bjarnasonar. Allar aðrar náms greinar eiga að vera kenndar eftir getu barna og vilja for- eldra í barnaskólum og frjálsu vali í unglingaskólum. Rísa þurfa fleiri sérskólar, en þó með því fyrirkomulagi, að ó- skyld fög sérgreinarinnar séu ekki gerð að fallgreinum. Kúgaðir kennarar Margir okkar ágætu gáfu- manna hafa í ræðu og riti bent á ýmislegt, sem betur má fara í kennslustarfinu. Þeir nafa sarnt ekki komið að, þar sem ég álít að sé undirstaðan: Að þeir, sem vinna verkin ,vita bezt, hvað með þarf. Skólastjórar og kennarar eru kúgaðir og utanveltu í starfinu og það mætti kalla milliliði kennara og ríkis „æðstu presta þeirra“. Þró’/n sérhverra kennslu greina er ekki mótuð sameigin- lega af þeim, sem eru í faginu, heldur nefndum, sem starfa und- ir smásjá milliliða. Prófblaða- sendingum frá Fræðslumálaskrif stofunni linnir ekki. Að vísu er ríkið atvinnurekand inn og ræður sína milliliði, en ná- lægt tæknilegu hlið kennslunnar mega þeir ekki koma. Þeir sem sitja á skrifstofum og upplifa sig ekki í starfinu, eru ekki nægi lega dómbærir á þann lið kennslukerfisins. Annað er það, sem milliliðir verða að sleppa hendinni af. Þeir hafa haft of mikil afskipti £if at- vinnuumleitunum kennar. Þó stöðuauglýsing fari í gegnum Fræðslumálaskrifstofuna, verður hún að stílast beint á viðkomandi skólastjóra. Hann á að búa við hæfni kennarans og sjálfsagt, að hann ræði beint við umsækjend- ur, án afskipta milliliða. Annars hafa þeir veikasta hlekk kenn- arans í hendi sér. Samtök kennara Samtök kennara eru í molum. I»að er mjög nauðsynlegt, að kennarafélögin rísi í nýju ljósi. í>au eiga að liðast í deildir eftir heiti námsgreina. íþróttakennara íélagið sunddeild og leikfimi- deild, bókfagsk.félögin lestur- deild og reiknideild o. s. frv. Deildirnar sameinast í aðalfund a. m. k. einu sinni á ári. Svo ekkert framkvæmdaratriði komi kennurunum á óvart, eiga sérhverjar deildir að útbúa próf, semja lög og reglugerðir, ákveða tæknileg atriði kennslustarfsins, sem síðan sendist milliliðum kennara og ríkis til að koma á framfæri. íþróttakennsla í skólum Sundkennsla er nauðsynleg. Með sundkunnáttu er hægt að bjarga lífi sínu og annarra. En vegna aðstæðna er virkileg sund fræðsla ekki framkvæmanleg, a. m. k. samkv. reglugerð hér í Reykjavík. Sund'höllin vígð 1936, síðan engin laug byggð. Aðeins tvær laugar fyrir 70 þús. manna bæ. Raunhæfri íþróttafræðslu er ekki hægt að koma við fyrir leik fimiskyldunni. (Rétt er að leik- fimin er undirstaða allra íþrótta- greina, þess vegna er nóg að læra hana einu sinni). Þessi fallega íþrótt verður aldrei sniðgengin, því samkv. réttri þjálfun þarf að æfa ýmisk. teygju- og fettu- æfingar til styrktar öllum íþrótta greinum. Það er ekki sanngjarnt að neyða leikfimikennslu í gegn- um alla skólagönguna, a. m. k. með reglugerð. Leikfimiskyldan á að breytast í almenna íþrótta- fræðslu í frjálsu vali eftir að- stæðum. íþróttapróf á aðeins að takast einu sinni í sérhverjum skóla a. m. k. í barna- og ungl- ingaskólum. En þó eru sjálfsögð prívat próf kennara til að sjá árangur af starfi. Leikfimisýn- ingar og íþróttakeppni milli skóla lífgar skólastarfið. Kenn- arar þurfa að skipuleggja þenn- an lið upp á dag í góðri sam- vinnu við skólastjóra. Ef kenn- arinn er frjáls í starfi og laus við prófsprenginn, getur hann verið meira með börnunum í góðri samvinnu við skólastjóra. Þá yrði það fengur fyrir skóla- stjóra, að fastráðnir yrðu a. m. k. einn karl- og kveníþróttakenn- ari og yrðu þá úr sögunni skammtaðir leikfimitímar og hlaup íþróttakennara milli skóla. íþróttafulltrúinn Ég álít, að það verði ekki leng- ur hjá því komizt, að forráða- menn fræðslumála geri athugun á afstöðu og framkomu Þor- steins Einarssonar gagnvart íþróttakennurunum. Ráðríki og drottnunargirni eru áberandi eiginleikar í fari íþróttafulltrúa og það hefur sýnt sig, að hann getur ekki unnið á viðeigandi hátt að málefnum íþróttakennslunnar í landinu. Það eru ekki til þeir smámunir, sem hann þarf ekki að skipta sér af óbeðinn. T. d. er það óheyri- legt, að íþróttafulltrúi sé að leggja hart að skólastjórum, að þeir ráði íþróttakennara eftir hans ráðum og vilja. íþróttafulltrúinn er afkasta- mikill, ekki ber því að neita, en það sama má segja um alla, sem í nútíð og fortíð hafa tilhneig- ingu til alræðis. Ólafur og Jón Páls Erlingssynir Það er ekki nokkurt vafamál, að þeir Ólafur og Jón eru löngu viðurkenndir sundkennarar og sundfrömuðir. Þeir hafa, sem aðrir íþróttakennarar, orðið allt til Þorsteins að sækja og þekki ég nokkuð til þeirra mála. Fyrir nokkrum árum sótti Ólafur um kauphækkun við Sundlaugarnar, en var synjað. En er hann sótti um prófdómarastöðu við Reykja- víkurskólana, var honum boðin kauphækkun, sem áður var búið að neita. Þegar hann fékk próf- dómarastöðuna, var hann skikk- aður til að kenna í 6 vikur „kauplaust" þegar aðrir kennar- ar voru komnir í frí. Iþróttakennaraskólinn hefur ekki litið við Jóni sem sérfræð- ingi. Þó hafði hann um árabil æft beztu sundmenn landsins og gef- ið út lcennslubók í sundi með sí- gildum sundaðferðum. Ef einhver hefur komið ný- sigldur, er Jón strax orðinn úr- eltur. Eitt sinn kom Þorsteinn upp í Sundhöll og sagði: „Jón, þú kennir vitlausa öndun“. „Nú'1, varð Jóni að orði. „Já“, sagði íþróttafulltrúinn, „það á að anda að sér með nefinu og út um munninn". Sigríður Valgeirsdóttir kom með þá nýjung frá Ameríku að kenna sund án kúta. Frúin vildi eindregið koma þessu á hér á landi, en Jón var á öðru máli. Má það teljast harla einkenni- legt, að þessi sundkennsluaðferð er enn höfð á Iþróttakennara- skólanum að Laugarvatni. Um það leyti, er þessa sundkennlsu- aðferð bar á góma, var haldið íþróttakennaraþing. Fjölmenntu íþróttakennarar í Barnaskóla Austurbæjar og voru gestir á fundinum, tveir frægir amerísk- ir sundfrömuðir og þjálfarar, Mr. Keepooth og Mr. Moriently. Þar gerði Jón fyrirspurn til þeirra, hvort væri réttara að kenna sund með eða án kúta. Þá reis íþróttaf ulltrúi reiður úr sæti og hrópaði:„Þetta er ódrengi legt!“ Mr. Moriently varð fyrir svörum og sagði: „Það er réttara að kenna sund með kútum og hjálpartækjum. Við erum að láta búa til á aðra milljón kúta og við sjáum ekki betur en að þið hafið mjög góð tæki hér“. Til gamans má geta, að þegar Jón mætti í fræðslumálaskrif- stofunni ásamt íþróttakennurum til að réttlæta sundkennsluað- ferð sína, var hann rétt búinn að hefja mál sitt, þegar íþróttafull- trúinn vakti athygli á því, að tíminn væri naumur, því Sig- ríður Valgeirsdóttir ætti að fara að halda erindi uppi í Háskóla um ungbarnasálarfræði, eða þeg- ar kennarar fjölmenntu upp í Sundhöll til að sjá kennsluna hjá Jóni, þá var heldur enginn tími, Kvedja til Helgu Þorgrímsdóttur Hlöðum í Húsavík F. 10. sept. 1872. — D. 5. júní 1960 Ég minnist þess frá mínum bérnskudögum, hve mildum höndum fórstu um kollinn minn. Þú fræddir mig á fögrum dæmisögum og fagnandi ég kraup við arinn þinn. Þú gafst mér allt, er áttir þú í hjarta, þinn yl og gleði, vizku og kærleiksnáð. Eg sé og geymi augnablys þitt bjarta, er bænir lastu og gafst mér heillaráð. Og ennþá finn ég ylinn frá þér streyma, þótt árin hafi bætzt á stafinn minn, og litlu sporin liggja um balann heima, og leita jafnan fast í ranninn þinn. Þó nú sé björkin brostin, hnigin, lúin, v sem bar sitt lim og rætur vítt um sveit, mun stofninn lifa fögyum blöðum búinn, og blómstra enn og fegra hennar reit. Mitt kveðjustef er klökkva og trega bundið, ég kveð þig — Helga — og geymi þína ást. Þú gafst mér allt, er fegurst hef ég fundið í fölskvalausri tryggð, sem aldrei brást. Ó — ber þú kveðju yfir höfin háu, til hans, er jafnan stóð við þína hlið, til ljúfrar móður. Loftin tendrast bláu, og lífið stefnir enn á hulin svið. J. V. H. *'#■ *'# * 0 + * + + +** + * + + * ■0+**'* því íþróttafulltrúi var að flýta sér svo með þá upp í Háskóla til að skoða saurgerla. Jón er látinn útslíta heilsu og kröftum í byrjendakennslu við slæmar aðstæður. Fyrstu starfs- árin í Sundhöllinni kenndi hann SjÖtug í dag: Ingibjörg Jónsdóttir NÝLEGA frétti ég, að frændkona mín, Ingibjörg Jónsdóttir, næði sjötugasta aldursárinu þann 14. þ. m. Mörgum vinum hennar mun koma það á óvart, ekki síður en mér, svo vel ber hún aldurinn. Ingibjörg er skagfirzkrar ætt- ar og alin upp í Skagafiði. Arið 1908 giftist hún Birni Magnús- syni, símstjóra. hinum mætasta manni. Bjuggu þau hjónin fyrst á Borðeyri en fluttust þaðan til Isafjarðar. Björn var athafna- maður á mörgum sviðum, og því gestkvæmt á heimili þeirra hjón- anna. Skyldur sínar sem húsmóð- ir rækti Ingibjörg framúrskar- andi vel og var manni sínum í öllu hin styrkasta stoð. Eign- uðust þau hjónin fjögur börn: Guðrúnu, sem giftist Gunnari H. Kristjánssyni, kaupmanni á Akureyri, en hún er nú látin, Jón, loftskeytamann á Akureyri, Guðnýju, gifta Kristjáni Svein- laugssyni, símritara í Reykjavík og Magnús, sem nú. er bankarit- ari á Akureyri. Arið 1932 varð Ingibjörg fyrir þeirri þungu raun að missa mann sinn á bezta aldri. Fluttist hún þá með börn sín til Akureyrar og annaðist þar uppeldi þeirra af hinum mesta dugnaði og fyrirhyggju. Síðan hefir hún dvalið þar óslitið. Frú Ingibjörg hefir haft töluverð af- skipti af félagsmálum á Akur- eyri, starfaði mikið í kvenfélag- inu „Framtíðin" og var um nokk- urra ára skeið formaður Sjálf- stæðiskvennafélagsins. Frú Ingibjörg er með glæsileg ustu konum og vekur því athygli hvar sem hún kemur. Hún er kjarkmikil og góð kona. I dag munu margir árna henni heilla, en hún dvelur á heimili sonar síns, Gránufélagsgötu 4 á Akureyri. , Jónas G. Rafnar innan um almenning, skólum o. fl. í ægilegu bergmáli. Síðan var það lagað, en vegna sundlauga- skorts, er byrjendakennsla sér- lega erfið. Nýir flokkar koma á þriggja vikna fresti, svo próf og aftur próf. Það er von sundunn- enda, að Jón verði leystur að einhverju leyti frá þessari byrj- endakennslu og fái að helga kröftum sínum í þágu sundíþrótt- arinnar, t. d. leiðbeina kennara- efnum, líta eftir sundstöðum, þar með að vinna beint með sund- kennurum. Að lokum þetta: Vel uppalin æska er ávöxtur heil- brigðs menntakerfis. Þeir, sem koma næstir heimilunum sem uppalendur, verða að skilja sitt hlutverk. 1) Kennarar eiga að gæta hags- muna sinna innan eigin fé- lagssamtaka og vinna sam- eiginlega að úrlausn verkefn- anna. 2) Skólastjórar eru húsbændur kennara. 3) . Störf milliliða er að gæta hagsmuna ríkisins, því þurfa þeir að vera hlutlausir og hjálplegir þeim aðilum, sem til ríkisins sækja. Ásdís Erlingsdóttir. Fljótlagaður Ijúffengur drykkur Mjólk og ÍIÍTT TILBUIB <5comalt! Það tekur aðeins fáeinar sekúnr Það tekur aðeins fáeinar sekúnd- ur að laga frábæran drykk með því að blanda mjólk og nýju tilbúnu Cocomalt! Bæði fullorðn- ir og börn njóta þessa fræga Cocomalts bragðs. Berið fram heitt eða kalt með máltíðum eða milli þeirra. Cocomalt inniheldur mikilvæg steinefni og vítamin. sem styrkja líkamann. Reyndu það í dag!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.