Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 28. júni 1960 MORCTJMJL AÐiÐ 11 afa og ömmu Hjá Þórleifur Bjarnason: Hjá afa og ömmu, 207 bls. Almenna bókafélagið — apríl 1960. ★ Á HORNSTRÖNDUM standa þverhnípt fjöll og stara án afláts út á endalaust hafið, þögul og ósveigjanleg. Orðið undirlendi mun þar tæpast í notkun nema ef vera kynni í draumum um fjarlæga og annarlega staði. Sjón hringur og viðhorf fólksins sem slíkt hérað byggir ætti sam- kvæmt venjulegum lögmáium að takmarkast af þessu þrennu: fjallstindum, himni og hafi. Svo harðbýlt og stórskorið umhverfi hlýtur að márka djúpar línur í sálarlíf íbúanna. Þar á mann- veran allt sitt undir sól og regni, og það í enn ríkara mæli en nokkurs staðar annars staðar. Hvernig skyldi sálarlíf fólks vera í svo harðvítugu návígi við náttúruöflin? Hvernig skyldi vera hugsunarháttur þeirra manna, sem hafa lófastór tún og sækja fæðu sina annað tveggja út í gegnum brimgarðinn á bát- skeljum í trássi við ólyndi hafs- ins eða í vaði fram af himinhá- um björgum með engin tengsl við lífið nema þenan mjóa spotta sem þeir hanga í? Hvernig skyldi vera tilfinningalíf þess manns sem næstum í hverri andrá lífs- ins storkar íslenzkri náttúru þar sem hún gerist feiknlegust? Ber sá maður nokkuð frá vöggu til grafar nema kulda karlmennsk- unnar? Eða konan sem elur æv- ina í uggvænlegri bið án þess að vita hvort hann kemur eða kem- ur ekki? Er slíkt fólk einhamt? Og nú eru Hornstrandir í eyði. Eftir er ekkert nema búendur bjargs, lofts og hafs i senn, fugl- arnir. Og vistarverur mannanna grotna niður tómar, hverfull minnisvarði um þá baráttu sem þarna var háð án vitundar eða skilnings nokkurs utanaðkom- andi manns. Það dylst varla nokkrum manni að betri lífsreynziu eða betra vegarnesti út í líf fullorð- insáranna er tæpast hægt að hugsa sér heldur en vaxa upp í slíku umhverfi meðal slíkra manna Sömuleiðis hlýtur að vera ljúf þakklætisskylda þess hins sama manns að setja saman á bók frásagnir af þessum stór- brotna heimi uppvaxtarára sinna. Þetta hefur nú Þórleifur Bjama- son gert og ekki í fyrsta skipti. Ég er því miður ekki mjög kunn ugur fyrri verkum höfundar og því ekki alls kostar fær að dæma list hans frá sjónarmiðum sam- hengis og samanburðar heldur verð að láta mér nægja að at- huga þess síðústu bók hans eina sér. Geri ég ráð fyrir að af þeim sökum verði ritskoðun mín, enda sleppari og skilningur minn á höfundi brotgjarnari en ég hefði kosið. Að mínu viti er stærsti kostur bókarinnar fólginn í þeirri heild armynd sem höfundurinn reynir að ,gera af lífinu í héraðinu öllu. Fyrir það eiga Hornstrendingar Þórleifi Bjarnasyni mikla þakk- arskuld að gjalda. Ef hans hefði ekki notið við er hætt við, að þessu sérstæða héraði hefðu ekki verið gerð nein skil af bókhöfundum. Mátti þó ekki seinna vera þar sem saga byggðarlagsins er nú öll að heita má. Hins vegar virðist mér höf- undur hasla sér of stóran víg- völl fyrri ekki stærri bók. Hann hyggst í þessari bók bregða upp mynd af öllu í senn, upvpexti sjálfs sín, daglegu lifi héraðs- manna, viðbrögðum þeirra við heimsátökum, sögustöðum, nátt- úrunni, skemmtanalífi, guðstrú, sjómennsku ásamt mögru öðru. Af þessum sökum nær höfundur síður samfellu í verk sitt og sums staðar verður hann að beita stíl- brögðum til að koma að öllu því sem hann ætlar að segja. Leiðir af þessu að hin eiginlega frásögn höfundar af uppvaxtarárum sín- um er sífellt rofin með alls kyns útúrdúrum og smáfrásögnum sem koma sjálfu efninu lítið við. Þórleifur Bjarnason Með þessu vil ég alls ekki segja að útúrdúrarnir séu leiðinlegir, ekkert væri mér fjær skapi. En þeir passa oft á tíðum illa inn í frásögnina. Einna verst fer höf- undur út úr þessum stilbrellum sínum í kaflanum „Sjúkdómar og söguskoðun". Þar segir frá því er hann var sendur eftir lækni til Hesteyrar fyrir hættulega veikan sjúkling að því er mér skildist. Jafnframt því, sem höf- undur segir frá þessari ferð sinni til læknisins stanzar hann hjá öllum helztu sögustöðum og lýs- ir þeim og segir sögu þeirra. Þarna finnst mér frásögnin stór- lega skemmd við sögustaðalýs- inguna og engin bót að reyna troða henni inn í þessa frásögn. Að mínu viti verður svo úr þessu hvorugt, hvorki frásögn né lýs- ing, hvorki fugl né fiskur, held- ur minnir á vegfaranda, sem kemur að á, sér tvö vöð á henni, lízt vel á bæði og ætlar því að fara yfir ána á báðum vöðunum í einu. Maður sem er á hraðferð til læknis, staldrar ekki við á annarri hverri þúfu til að velta I vöngum yfir sögustöðum. Þetta finnst mér veikasti og losaraleg- asti kafli bókarinnar. Aftur á móti finnast mér kaflarnir „Kóngsbænadagur" og „Ketil- ríður í Görðum biður að heilsa“ heilsteyptustu kaflarnir. Frásögn höfundar af sjálfum sér rennur fram hægt eins og lygn straumur. Virðist mér hún festulega unnin. Þó gætir nokk- urs misræmis á aldri drengsins framan af og er ýmist farið fram eða aftur í tímann. Þessa gætir hins vegar ekki í síðara hluta bókarinnar. Mjög er mér minnis- stæð viðhorf drengsins til nátt- úrunnar og viðskipti hans við hana, en náttúran hlýtur eðli- lega að hafa mikil áhrif á dreng, sem elst upp í slíku umhverfi sem á Hornströndum. Virðist mér hvarvetna gæta mikillar elsku höfundarins á náttúrunni og hann lýsir henni af míkilli alúð og tilfinningu, og oft með öðrum hætti en sést hjá öðrum höfundum. Má þar sérstaklega nefna samskipti drengsins og steinanna, en á þeim hefur hann sérstaka áetúð Vil ég tilfæra hér eitt dæmi: „Sjórinn svaf og faðmaði flos- mjúkur að sér fjörukambinn. Það var háflæði og örlaði rétt á hrygg inn á Skötusteini. Hann sat á breiðum fleti, er var hryggmjór. Um fjöru stóð hann á þurru. Þá var hann slýgrænn að neðan, en hreinn að ofan eins og ný- þveginn. Þessi steinn var góð- vinur minn. Hann var hógvær og alvörugefinn, en talaði þó oft við mig. Hann sagðist hafa verið þarna lengi, og einu sinni hefði sjávarbakkinn náð fram til sín í sléttri grund — og þá hefði gras is vaxið upp að honum. Börnin geymdu leggi sín'a og skeljar hjá honum, og sólin skein á hann allan daginn og hitaði moldina í kringum hann. En svo fór sjór- inn að seilast til hans og gleypti hann að lokum, en lofaði hon- um þó ennþá að vera landsteinn um fjöru. Hann harmaði hlut- skipti sitt og vildi vera umvaf- inn mold og grasi Þes vegna var hann svona alvörugefinn og vildi enga léttúð í tali“. Margir kaflar bókarinnar eru mjög skemmtilegir og varpa skýru ljósi á daglegt líf fólksins. Sérstaklega er athglisvert að lesa lýsingar Þórleifs á gestum sem að garði ber og viðbrögðum fólksins við hinu fjarlæga fólki sem víst alltof sjaldan kom að heimsækja fólkið í þessu af- skekkta héraði. Til dæmis þeg- ar fólkið heyrir í fiðlu í fyrsta skipti. Eða þegar skipin koma af hafi og samskipti fólksins og sjó mannanna. Þó virðist tómstunda iðja fólksins þarna verða mjög lík dægrastyttingum í öðrum og ólíkum sveitum landsins. Það er fyrst og fremst hið daglega líf fólksins, sjálft brauðstritið sem er frábrugðið. Eins og ég hef áður drepið á, er mikið af náttúrulýsingum í bókinni og margir útúrdúrarnir fjalla um viðureign manna við ná*túruöflin. Þær sögur eru allar vel sagðar og mjög læsilegar. Ber þar einna hæst lýsinguna á vor- inu sem aldrei virtist ætla að koma. Fjórar viku liðu af sumri, sífelldur bylur og fannkoma. „Það var eins og veturinn stork- aði öllum vorunnendum með því að nú skyldi ekkert sumar verða“. Svo kom vorið loksins: „Skyndi- lega og óvænt datt stormurinn niður, eins og hann hefði misst allan mátt. Jafnskjótt stóðu öll fjöll í annarlegri birtu, hnarreist og hörkuleg, með uppreisn í svipn um“. Persónur koma margar við sögu og eru ófáar eftirminnilegar. Bezt er lýsing höfundar á afa sínum, Guðna Kjartanssyni, þess um æðrulausa manni sem var með Vídalín og Hallgrím Péturs- son á vörunum við hvert tæki- færi. Tilsvör hans eru oft hreinar perlur. Er það aðeins hugarburð- ur hjá mér að þeim svipi dálítið saman, Guðna Kjartanssyni og Birni í Brekkukoti? Eða er ekki gott, gamalt fólk andlega skylt? Amma Þórleifs, Hjálmfríður Is- leifsdóttir, er einnig mjög lifandi persóna. Siúðrandi sveitakona, sem aldrei féll verk úr hendi. Það má mikið vera ef þær hafa ekki einhvern tíma prjónað hlaupandi, þessar gömlu konur. Betúel í Höfn finnst mér sú persóna sem rís hæst í bókinni og ég er einhvern veginn þeirrar skoðunar að hann sé mesti Hofn stemdingurinn af öllum þeim mönum sem Þórleifur lýsir. Sál- arlífi Betúels er lýst af mikilli nærfærni og ég er ekki frá því að höfundur skilji hann betur og i heillegar en jafnvel afa sinn. Er það að mörgu leyti skiljanlegt þar sem nákomnir ættingjar eru oft álitnir sjálfsagðir hlutir og s vo ekki reynt að skýrgreina þá frekar. í fari þessa einförula manns finnst mér Þórleifur ná ] bezt að lýsa hugarstríði hans við verzlunarstörf þau er hann fékkst við. Hann var umboðsmaður verzlunareiganla og oft þurfti fá- tækt fólk í héraðinu að leita til hans til að fá hjálp og lán. „Þá var sagt, að hann hefði oft verið seinn til svars. Hann færðist und- an í þögn og fór jafnvel einför- um, en oftast nærmun hann hafa veitt einhverja úrlausn. Fáir munu hafa skilið, að í einveru og þegjandi tregðu hans við lán- beiðni fólst hugarstríð hans og kvöl. Hann vissi um þarfir þeirra, sem gerðust nauðleitar- menn verzlunarinnar. En hann stóð á milli tveggja elda. og báð- ir brunnu heitt á hönum. Vandi hans var að finna leið á milli. Hún var stundum engin, en hann varð að finna hana“. Síðasta eftirminnilega persónu lýsingin í bókinni er lýsingin af séra Runólfi Magnúsi Jónssyni. Lýsir höfundur þar nokkurra daga dvöl sinni hjá prestinum og bregður upp mjög lifandi og skemmtilegn mynd af nonum. En hvernig stendur á því að Þórleifur Bjarnason minnist svo lítið á bjargsig þeirra Hornstrend inga? Satt að segja finnst mér þetta tvennt óaðskiljanlegt og ég er hálfhissa að höfundur skuli ekki gera þeim skil eins og reynir þó að segja frá svo mörgu í ekki stærri bók. Málfar Þórleifs er kjarnyrt og stíllinn sver sig í ætt við vest- firzkuna. Stundum um of. Virðist mér höfundur oft seilást eftir gömlum og sjaldgæfum orðum án þess þeirra sé bein þörf. En mál- ið er hreint í meðfcrum hans og oft skemmtileglega hressilegt og virðist eiga vel við hina óblíðu náttúru Hornstranda. Aðeins ör- fáar athugasemdir: A 55. bls. neðarlega stendur þessi setning: „Vildu þó ýmsir kanna leiðina, þótt heima við bæ segði fjara lítt eða ekki fært“ Þarna finnst mér eitthvað skrítið. A 193. bls. ofarlega: „Með sjálfum mér ól ég þá spurningu,í hverri þeirra ég gæti orðið . . . ástfanginn". Þetta er að mínum dómi alger- iega rangt mál. Það á ekki að segja „að vera ástfanginn í“ held ur „að vera ástfanginn af“. Að lokum vil ég svo leiðrétta með- ferð á íslenzkum málshætti. A 204. bls. stendur: „Betra er ber- fættum en bókarlaus að vera“. (leturbr. mín). Þetta á að vera: Betra er berfættum en bókar- lausum að vera. Prentvillur sá ég fáar en hins vegar eina eða tvær stafsetningarvillur. Njörður P. Njarðvík. 5 herb. íbúð Til sölu er glæsileg 5 herb. íbúð í Hálogalandshverfi. Ibúðin er ca. 140 ferm. með sér inngangi. Sér hita 3 svölum, harðviðarhurðir og karmar, dyrasím5 Bílskúrsréttindi og yfirbyggingaréttur fylgja. Allar nánari upplýsingar gefur: EIGNASALAN • REYKJAVIK • Ingólfsstræti 9 B. og eftir kl. 7, sími 36191 Sími 19540 Tilkynning til slldarsalSenda sunnanlands og vestan Þeir síldai saltendur, sem ætla að salta sfld sunnanlands og vestan á komandi vertíð, þurfa samkv. 8. gr. laga nr. 74 frá 1934 að sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar. Umsækjendur þurfa að upplýsa eftirfar andi: 1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til umráða. 2. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni. 3. Eigi umsækjendur tunnur og salt, þá hve mikið. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu nefnd arinnar í Reykjavík fyrir 15. júlí. Óski saltendur eftir að kaupa tunnur og salt af nefndinni, er nauðsynlegt að ákveðnar pantanir berist sem alla fyrst eða í síðasta Iagi 15. júlí n.k. Tunnurnar og saltið verður að greiða áð- ur en afhending fer fram. SÍLDARIÍTVEGSIVEFIMD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.