Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 28. júní 1960 MORCUNBLAÐIÐ 13 ;land stendur mjög fram- arlega í heilbrigðismálum, segir landlæknir Dana, dr. med. Jol annes Frandsen LANDLÆKNIR Dana, dr. med. Johannes Frandsen, hef- ur dvalizt hér á landi síðustu 10 daga, ásamt konu sinni, Helgu Frandsen, dr. med. — Komu landlæknishjónin hing að í boði Háskóla íslands og heilbrigðisstjórnar, og var efnt til boðsins til að votta dr. Frandsen þakkir íslenzku þjóðarinnar fyrir hjálpsemi og vináttu í garð íslenzkrar læknastéttar á undanförnum áratugum. Dr. Frandsen er fæddur 1891, lauk læknaprófi 1917, varði doktorsritgerð 1923 og varð landlæknir í Danmörku árið 1928, og hefur gegnt því embætti síðan. Hefur hann verið mikilhæfur leiðtogi í heilbrigðismálum þjóðar sinn ar og á tvímælalausan þátt í öruggri og hraðri þróun heil- brigðismála og læknvísinda í Danmörku. Þá hefur hann ritað allmikið, bæði um vís- indaleg efni og heilbrigðis- mál almennt og hlotið ýmiss konar alþjóðlega viðurkenn- ingu fyrir störf sín. Dr. Frandsen hefur frá fyrstu tíð reynzt íslenzkum læknum haukur í horni í Danmörku. Fyrir hans til- stuðlan komust íslenzkir læknakandidatar að á dönsk- um sjúkrahúsum og á stríðs- árunum stuðlaði hann að því að íslenzkir læknar, sem lok- uðust inni í Danmörku, fengu atvinnu þar. Tíðindamaður blaðsins hitti dr. Frandsen að máli í gærmorgun. Var hann þá nýkominn til Reykjavíkur eftir ferðir víðsveg- ar um landið, en í dag halda landlæknishjónin heim. — Þér vildúð kannski fyrst segja mér, dr. Frandsen, hver var orsökin til þess að þér tókuð málefni íslenzkra lækna að yð- ur? „Því melri samvinna, því betra“ — Mér var boðið til íslands árið 1931 til að flytja hér fyrir- lestra. Það var stjórn Læknafé- lags Islands sem bauð. Ég þáði þetta boð með ánægju og heima hjá Tryggva Þórhallssyni, for- sætisráðherra, bar á góma mál íslenzku læknanna. Eftir 1918 nutu íslenzkir læknakandidatar ekki lengur fjárhagslegra fríð- inda í Danmörku og eftir því sem árin liðu varð erfiðara fyrir þá að fá sjúkrahússtöður þar í landi. Hafði sambandsnefndin fjallað um þetta vandamál án árangurs. Mér þóttu þetta hörmu leg málalok, svo ég spurði for- sætisráðherrann, hvort hann vildi fallast á að ég reyndi að leysa þetta mál, ef íslenzkir læknar væru því samþykkir. Til- boðinu var tekið með þökkum og er ég bar þetta mál undir þá- verandi forsætisráðherra okkar, Stauning, svaraði hann: „Því meiri samvinna, því betra“. Anægðir með samstarfið ~ Sj úkrahúsyfirvöldin dönsku syndu málinu einnig skilning og 1933 var frá því gengið að fimm íslenzkir kandidatar mættu á hverju ári stunda nám í fjórum dönskum sjúkrahúsum. Einnig gátum við komið því til leiðar að starfandi læknar á íslandi fengju aðstöðu til námsferða til Danmerkur. Sjúkrahúsin dönsku veittu kandidötunum ókeypis fæði og húsnæði en frá íslenzku stjórnarvöldum og úr. dansk-ís- lenzkum sjóði var veitt fé svo hægt var að greiða hverjum lækni 1000,00 danskar kr. á ári. Guðmundur Hannesson o. fl. ís- lenzkir læknar völdu þá, sem þessarar vistar skyldu njóta hverju sinni. Tókst það val ætíð með ágætum og var mikil ánægja ríkjandi meðal okkar yf- ir samstarfinu við íslenzka stétt- arbræður. Vonandi hafa þeir einnig verið ánægðir með sam- starfið við okkur. Þegar styrjöldin brauzt út var þetta skipulega samstarf úr sög- unni. Sumir íslenzku læknanna héldu strax heim, en aðrir urðu of seinir fyrir og tepptust, er sambandslaust varð milli Dan- merkur og íslands. íslenzkir jafnréttháir dðnskum — Mér er sagt að þér hafið reynzt þeim læknum einkar vel, sem tepptust í Danmörku og stuðlað að því, að þeir fengu starf þar. — Það tókst að útvega þeim öllum starf og í því sambandi má ekki gleyma vinsamlegri af- stöðu danskra lækna. íslenzkir læknar voru alveg jafnréttháir þeim dönsku og gátu sótt um hvaða starf sem var á jafnréttis- grundvelli. — Hvernig standa þessi mál nú? — íslenzkir læknar geta ætíð fengið kandidatsstöður í Dan- mörku, en nú er ekki veitt neitt fé til þeirra sérstaklega. En þeir eru ekki hættir að leita til mín og ég reyni að veita þeim þá fyrirgreiðslu sem ég get. Starsýnt á vélvæðinguna — Hvað vilduð þér segja mér um heimsókn yðar hingað að þessu sinni? — Það ganga miklar sögur af íslenzkri gestrisni, ég hef sann- reynt að þær eru ekki ýktar. Ég hef setið hér mörg gestaboð og ekið u. þ. b. 1400 km um landið. Þetta er stuttur tími til að kynna sér hlutina til hlítar, en við þessa amerísku yfirsýn, sem ég hef fengið, finnst mér mest til um þá gerbreytingu, sem hér hef- ur orðið síðan 1931. Breytingin er ekki sízt athyglisverð á því fólki, sem maður mætir á götum höfuðborgarinnar eða úti um sveitir. Allir eru vel klæddir, hraustlegir útlits og kátir og hressir að sjá. Mér hefur orðið starsýnt á vélvæðinguna í sveit- um landsins og ég skil hvert átak það hefur verið að koma upp vélakosti og byggingum, allt að nútímakröfum. Þá hef ég einnig dáðst að þeirri gífurlegu ræktun, sem framkvæmd hefur verið Hreinlæti í-fjósum — Þá leit ég einnig á mjólkur- búin, mér til mikillar ánægju, heldur dr. Frandsen áfram. Þeg- ar við vorum að skoða mjólkur- búið á Akureyri, var mér sagt frá ötulli baráttu mjólkurbús- stjórans þar, Jónasar Kristjáns- sonar, fyrir auknu hreinlæti í fjósum samlagssvæðisins. Þar sem ég hafði endur fyrir löngu komið í íslenzk fjós, vissi ég að hér var úrbóta þörf, enda er það hverju orði sannara, að hvergi er hreinlætis meiri þörf á sveita- býlum en einmitt í fjósum. Ekki bara vegna matvælanna, sem þar eru framleidd, heldur einnig þess vegna að það vekur fólk til um- hugsunar um nauðsyn hreinlætis ins. Ég vil geta þess hér til gam- ans, að fyrsti fyrirlesturinn, sem ég flutti eftir að ég tók við lgnd- læknisembæfti, hét: „Hreinlæti í fjósum". Ungbamadauði lægstur á fslandi — Hvað viljið þér segja um heilbrigðismálin hér á landi? — Það hefur verið mér til mikillar ánægju að ræða við ís- lenzka lækna, bæði hér í Reykja- vík og úti á landi. Hvarvetna hef ég hrifizt af þeim lifandi áhuga á sjukdómsvörnum, sem hér rík- ir. ísland stendur mjög framar- lega í heilbrigðismálum. Berkl- arnir, sem herjuðu hér áður, eru nú raunverulega úr sögunni, og barnadauði mun hvergi lægri en hér. Það hefur valdið mér hugar- angri frá fyrstu tíð hve illa okk- ur Dönum hefur vegnað í sam- keppninni við íslendinga um fækkun ungbarnadauða, en nú erum við til allrar hamingju að ná íslendingum á þessu sviði. — Reykjalundur hefur nú snúið sér að merku viðfangsefni; að leysa atvinnumál öryrkja á breið- um grundvelli, en þetta er mik- ið vandamál í hverju landi. Þá finnst mér mjög mikið koma til Heilsuverndarstöðvar Reykjavík- ur og þess starfs, sem þar er unnið. Vandamál sérhæfingarinnar , En íslendingar glíma við vand* mál sérhæfingarinnar, eins og við og margir aðrir. Starf sjúkra- húslæknisins er nú orðið sv® margþætt, að einn lækmr getur ekki lengur haft það á hendi. Vandamálið, sem við blasir, er því annars vegar að koma upp raunverulegum sjúkrahúsum, þar sem margir sérmenntaðir lækn- ir starfa, og hins vegar að leysa þörf afskekktra landshluta fyrir legurúm handa fólki, sem ér rúm- fast langtímum saman. Sérhæfing in krefst einbeitingar; hún krefst sjúkrahúsa með sérstökum deilcL. um. Með sögufróðum læknum N — Nokkuð sérstakt, sem þéf vilduð taka fram að lokum? i — Söguöldin hefur verið bak- sviðið á ferðum okkar um land- ið. Við höfum heimsótt Bergþórs- hvol og Hlíðarenda og við höfum komið á óðal Egils í Borgarfirði. Þeir sögufróðu læknar, sem með mér hafa verið, hafa sagt mér frá Örlygsstaðabardaga og fleiri orrustum, sem háðar hafa vcrið hér á landi. Nú langar mig til að leggja fyrir yður eina spurningu, sem er mér ofarlega í huga vegna áhugans á Söguöldinni og sígild- um bókmenntum ykkar, okkar og alls heimsins: Hús Njáls — Hvenær verður lokið við uppgröftinn á Bergþórshvoli, sv® við getum fengið hugmynd um hús Njáls, eins og fjós hans? — Ég er viss um að nú þegar Borg er brunnin, verður tæki- færið notað til að grafa bæ Egils úr gleymsku áður en byggt verð- ur upp aftur, heldur dr. Frandsen áfram án þess að bíða eftir svari við spurningu sinni. Hann bætir við: Mykene Norðursins / — tJr því að Schliemann varð að barnalegri trú sinni á sann- leiksgildi gamalla rita, er hann fann Mykene og margt annað i Grikklandi og Litlu-Asíu, mætti ætla að „Schliemann íslands'* væri nógu barnalegur til aS leggja fram fé til að grafa upp Mykene Norðursins. Hvað segir t.d. Morgunblaðið um að taka að sér hlutverk Schliemanns? ★ Viðtalinu er lokið. Við kveðjum dr. Frandsen, með virktum. Hann hefur leyst alúðlega úr hverri spurningu, sem fyrir hann var lögð. Hann kveður okkur einnig vinsamlega, enda þótt við höf. um ekki leyst úr neinni spurn- ingu hans. ★ \ Síðdegfe í gær sæmdi for- seti íslands dr. Jóliannea Frandsen stórkrossi Fálkaorð- unnar við hátíðlega athöfn að. Bessastöðum. Dr. Frandsen hafði áður stjörnu stórriddara. j.h.a. Norrœna málara- meistarasambandiS AÐALFUNDUR norræna málara meistarasambandsins (Nordiska málaremástareorganisationen) __ var haldinn í Osló dagana 10.—11. júní sl. Fundin sóttu af fslands hálfu málarameistararnir: Jón E. Ágústsson, Sæmundur Sigurðs- son og Ólafur Jónsson. Næsti fundur norræna málarameistara- sambandsins verður haldinn j Reykjavík 1962. Dönsku Iandlæknishjónin, frú Helga og Johannes Frandsen. Frúin er einnig doktor í læknisfræði. Eru augnlækningar sér- grein hennar. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.