Morgunblaðið - 29.06.1960, Side 6

Morgunblaðið - 29.06.1960, Side 6
0 MORCVNBL AÐiÐ Miðvik'udagur 29. Júni 1960 Hdfu búskap í helli á Laugardalsvöllum °g eiga gullbrúðkaup í dag FYRIR réttum fimmtíu árum bófu ung, nýgift hjón bóskap í helli austur á Laugardalsvöllum — og búnaðist svo vel, að eftir árið voru þau orðin 200 krónum auðugri, en vorið sem þau flutt- ust í hellinn — og tvö hundruð krónur var enginn smáskilding- tir í þá daga. Þetta er ekki upphaf á neinni þjóðsögu, heldur bláköld stað- reynd, og hjónin, sem hér um ræðir eru enn á meðal vor — og eiga meira að segja gullbrúð- kaup í dag. Þau eiga heima í Þingholtsstræti 15 og heita Guð- rún Kolbeinsdóttir og Indriði Guðmundsson. Fyrir hálfri öld var Guðrún 17 ára heimasæta að Reykjum í Mosfellssveit, en hún var systur dóttir hins kunna athafnamanns Stefáns B. Jónsson á Reykjum, en brúðguminn var þá 24 ára trésmíðasveinn, ættaður að aust an — og „álpaðist í ættir lands/ utanveltu hjónabands". En allt um það, þá hefur þessum mætu hjónum jafnan búnazt vel, hvort heldur er á sviði sveitabúskap- ar eða verzlunar. Allsstaðar hef ur gróið og blómstrað kringum þau, bæði á jörðum þar sem þau hafa búið, við sumarbústaðinn þeirra austur í Laugardal, og meira að segja eftir að þau flutt ust inn í miðborgina, hefur gróð urinn fylgt þeim; í litla garðin- um bak við Þingholtsstræti 15, eru nú há og beinvaxin tré, sem þau hafa gróðursett, og bera handbragði þeirra og snyrti- mennsku vitni. Þau Guðrún og Indriði eiga eina dóttur barna, Ólöfu Svöfu, sem gift er Bene- dikt Björnssyni byggingameist- ara. í tilefni gullbrúðkaupsins átt- um vér nýlega til við Indriða Guðmundsson, þar sem líklegt er, að maður, sem hóf búskap við svo frumstæð skilyrði og hann, hefði frá ýmsu sérstæðu að segja, og leiddum vér fyrst tal ið að uppruna hans og uppvaxt- arárum. „Ég fæddist í Haga í Gríms- nesi“, segir Indriði. „Móðir mín hét Hólmfríður og var hún heimasæta þar á bænum. Faðir minn hét Guðmundur og var sonur Björns húsmanns á Efra- Apavatni. Ég mun eiga tilveru mína því að þakka að Guðmund ur réðst vinnumaður að Haga, eg var eitt sinn sendur ásamt Hólmfriði með prestshempu oð Mosfelli, en hempan hafði verið tíl viðgerðar hjá systrunum í Haga. Þetta1 kostaði föður minn vistina, og fór hann þá í Skál- holt. Hólmfríður ól svo barnið á tilsettum tíma og bað ljósmóð urina að taka það í fóstur, en Ijósa mín var Gróa Jónsdóttir á Hjálmsstöðum, móðir Páls skálds. Vafði hún mig í gæru- skinn og fór með mig frá Haga þegar ég var þriggja nátta og á Hjálmsstöðum ólst ég upp til 10 ára aldurs. Móðir mín fluttist til Ameríku meðan ég var í æsku, og hafði ég aldrei neinar spurn- ir af henni, aðrar en þær að hún hefði gifzt þar en orðið skamm- líf. Meðan ég var á Hjálmsstöð- um, fluttist Guðmundur faðir minn til Reykjavíkur og kvænt- ist þar Þuríði Erlendsdóttur, systur Margretar á Ábæ. Vildi hann þá fá mig suður og taka mig á heimili þeirra hjónanna. Var ég hjá þeim á vetrum og gekk hér í barnaskóla, en dvald- ist austur á Hjálmsstöðum á sumrin fram að fermingaraldri, og þaðan fermdist ég, þegar ég var fjórtán ára. Það sama sumar druknaði fað ir minn á Borgarfirði. Var hann í heyflutningum fyrir baróninn á Hvítárvöllum, en baróninn lét heyja þar uppfrá handa kúabúi sínu, sem hann hafði hér við Bar ónsstíginn. Var Guðmundur við annan mann í heyflutninga- prammanum á leið upp í Borg- arfjörð, en pramminn var dreg- inn af gufubát. Þegar upp í Borg arfjörð kom, strandaði pramm- inn á grynningum og slitnaði aftan úr gufubátnum, og drukkn uðu báðir sem á prammanum voru, en þeir sem á gufubátnum voru komust af heilu og höldnu. Svo lítill mannskaði þótti að drukknun þessara tveggja manna, að ekki var haft fyrir því að láta aðstandendur vita, og frétti Þuríður um lát manns síns á skotspónum, rétt eins og aðr- ir, sem um atburðin heyrðu rætt í bænum." — Og svo hófstu trésmíðanám- ið? ’ m <' jtfsM&ír •<• •>■ v-Aiaw J Frú Guðrún Kolbeinsdóttir og Indriði Guðmundsson. „Nei, veturinn eftir drukknun föður míns réðst ég búðarþjónn hjá V. O. Breiðfjörð og vann hjá honum í hálft þriðja ár, þá byrj- aði ég trésmíðanámið hjá Jóel Þorleifssyni húsasmið. Ég tók svo sveinspróf í þeirri iðngrein, og var einn af fyrstu sex nem- endum, sem útskrifuðust úr Iðn- skólanum í Reykjavík. Á þess- um árum var fremur lítil vinna hjá trésmiðum í bænum, enda ekki mikið um húsbyggingar. Ég vann þó töluvert við bygg- ingar hér eftir að ég lærði, en var alltaf með hugann við sveitina og búskapinn. Svo réðst ég til Stefáns á Reykjum, en hann var þá að byggja þar íbúðarhús. Þarna kynntist ég Guðrúnu, og er ekki að orðlengja það, að við bundumst heitum og giftumst 29. júní 1910.“ — Og hófuð búskap í hellin- um? „Já, jarðnæði lá ekki á lausu. Ég vildi helzt komast austur á æskustöðvarnar, en þar var þá engin jörð laus, og varð það þá úr, að við settumst að í hellun- um við Laugardalsvelli. Fyrr um vorið hafði ég hafið þangað aðdrætti, og var það erfitt verk. Ég flutti að hellinum bygging- etrefni til baðstofugerðar, og gerði innréttingu í öðrum hell- inum, þar sem við höfðumst við, en í hinum hafði ég gripina, 2 kýr, 30 ær og einn hest, en það Framh. á hs. 8 ^Þrastasöngur^g kettir Herra Júlíus Jónsson hefur orðið: Það fer ekki hjá því, Hann- es minn á horninu, að mér virðist gæta vanhugsaðra ályktana hjá þér og hlut- drægni einnig, er þú í pistli þínum í Alþýðuíblaðinu sl. laugardag ræðir um þrasta- söng og ketti. ' Við kettirnir erum kjötæt- ur frá alda öðli, en þið menn- irnir eruð það aftur á móti ekki, til þess líkist þið allt of mikið hinum hlægilegu með- bræðrum ykkar og jurtaæt- um, öpunum. En nú hafið þið stolizt til að fara að borða bæði lík af dýrum og fiskum allskonar og orðið heldur bet- ur illt af, samfara miklu of- áti, brennivínsþambi og ýmis konar ólifnaði, sem við ekki þekkjum, bæði vegna okkar andlega þroska og kjörorðs- ins: Lifðu samkvæmt eðli þínu. Nú leyfið þið ykkur að rísa upp á „afturlappirnar" og fara að skrifa um það í blöðin, þó að nokkrir kettir hér í bæ fái sér ærlega máltíð svona endr- um og eins, á meðan þúsundir landsmanna eru bæði rænandi eggjum frá saklausum fuglum og drepandi þá, dragandi kof- urnar veinandi á goggum út úr heimilum sínum, snúa lund ann úr hálsliðnum, skjóta æð- arkolluna friðaða, læðast á eft ir gæsinni, já, og það jafnvel á opinberum stöðum i höfuð- borginni, skjótandi fallegu rjúpuna hvítu, sem þið ýmist étið á jólunum og aðra daga með græðgi, eða látið mála hana á striga og hengið síðan upp á vegg í borðstofunni ykk ar. ♦ Ég dýrafæðu ])ú jurtafæðu, Ég held að það veitti ekki að safna í dýraspítala, þar sem hægt væri að leggja inri særð og hrakin dýr af manna völd- um. Já, svo gleymi ég alveg mönnunum, sem standa allan daginn í vígahug við ár lands- ins, pakksaddir, og drepa lax inn og silunginn sér til ánægju. Það er víst á fínu máli kallað sport. Og ekki má gleyma öllum fiskinum, "sem þið kveljið í netjunum ykkar, að ég tali nú ekki um hvala- drápið, sem er hvað ógeðsleg- ast. Svo skipuleggið þið fjölda morð á hverju hausti og murk ið þá lífið úr hundruð þús- unda lamba, en fínu frúrnar aka í lúxusibílum um landið og dást að fallegu litlu lömb- unum, sem þær ætla að éta að hausti, og tilveran hefir veitt okkur að láni, eins og reyndar allt, sem við fáum að njóta. Hvað er svo þakklæti ykkar til dýranna? Morð. Svo eruð þið svo aumir, að þið skipuleggið milljóna morð á sjálfa ykkur. Ég veit ekki til þess, Hann- es minn á horninu, að þú eigir neina skógarþresti í garðinum þínum, enda býst ég ekki við því, að þeir kæri sig neitt um þig. Þeir vita sem er, að þú ert ert tilbúinn til að kýla vömb þína hvenær sem er á alls kyns líkum fugla og ann- ara dýra. Hræðsla þín við of háan blóðþrýsting, ef þú sæir mig fá mér einn þrstarunga, er óþörf. Fáir þú of háan blóð- þrýsting, mun hann eflast stafa af fráhvarfi þínu frá eðli því, sem lífið gaf þér og ætlaðist til af þér. Mér finnst það álíka bjánalegt af þér að borða dýrafæðu, eins og ég færi allt í einu að leggja mér til munns jurtafæðu. Hr. Júlíus Jónsson * Um manninn, sem á byssuna og skýtur hvem þann kött, sem kemur inn í garðinn hans og ver fuglana af öllu afli, vil ég segja þetta: Hann er eng- inn dýravinur, þó hann geti varið nokkra þresti og þrast- arunga í garði sínum frá kjafti og klóm okkar kattanna með því að drepa okkur, sem erum tryggir og góðir húsvinir margra heimila hér í bæ, á meðan hann getur síðan far- ið inn til sín og étið andlit af litla, fallega lambinu. inu. Þegar þú, Hannes minn á horninu, ert að þakka Aðal- steini og Leó fyrir að drepa rottur og mýs, sem þú ert hræddur við, þá gleymir þú alveg að þakka okkur kött- unum, kollegum þeirra. Svo að lokum á ég eina ósk ykur mönnunum til handa, en hún er sú, að þið ættuð að eignast þá sálarró, lítillæti og skapstillingu, sem við kett- imir höfum eignazt í ríkum mæli, að þið töluðu minna og hugsuðu meira, og að þið elsk- uðu hvor annan meira á katt- arvísu, en það er án eigin- gimi. Þið eruð sagðir þrosk- aðri en dýrin, og má það vel vera, en eirihvern veginn finnst mér að • þið hafið ekki gefið orðum Alberts Schweit- zer nægan gaum: „Berið virð- ingu fyrir öllu sem lifir“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.