Morgunblaðið - 29.06.1960, Side 16
16
MORCVNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 29. júní 1960
PATRICIA WENTWORTH
Ijamlar syndir |
-------------------- 5
kaupverðinu og til að taka mig
sem meðeiganda, ef ég get lagt
fram það, sem á vantar. Svona
tækifæri fær maður ekki nema
einu sinni á ævinni.
— Og hvað þarft þú að leggja
mikið fram?
— O, bara þrjú-fjögur þúsund.
Cardozo vonast til að geta þrykkt
verðinu eitthvað niður, en jafn-
vel þó það ekki takist, er þetta
hræódýrt.
Ester Field fann ekki lengur
til hitans. Henni hafði aldrei
veitzt létt að segja nei við Alan,
en hér var enginn vafi á, að hún
hlaut að gera það. Að svo miklu
leyti sem hún gæti hjálpað hon-
um um lífeyri, var hún reiðubú-
in til þess. En að útvega honum
höfuðstól var annað og meira.
Eignir hennar voru fjölskylduarf
ur sem átti að ganga til Carmonu
og væntanlegra barna hennar.
Hún sagði blíðlega:
— Ég sé ekki, hvernig ég ætti
að fara að þessu, væni minn. Nei,
svei mér ef ég sé það.
— Ekki það. Jæja, þá sé ég
það. Þetta er eina almennilega
tækifærið, sem mér býðst og ég
ætla ekki að láta það ganga mér
úr greipum. Röddin var orðin
hörð, en nú mýktist hún allt í
ein,u. — Þú skalt aldrei þurfa að
sjá eftir því. Þetta er svo öruggt
sem það getur verið, og ég get
borgað þér aftur, segjum fimm
hundruð á ári eftir fyrstu tvö
árin. Vexti líka, ef þú vilt. Betur
get ég ekki boðið. Jæja, hvað
segirðu um það?
Ester Field leit undan. Hefði
hún verið öðruvísi en hún var,
kynni hún að hafa orðið reið, en
eins og var, fann hún aðeins til
blygðunar. Hélt hann raunveru-
lega, að hún eða nokkur annar
tryði því, að hann mundi borga
aftur það, sem hann skuldaði?
Hann var sonur Pens og henni
þótti vænt um báða. Hann hafði
allt það, sem gengur í augu
kvenna, en árum saman hafði
hún vitað, að ekki var hægt að
reiða sig á orð hans. Og hún átti
þessa peninga alls ekki sjálf,
heldur taldi hún sig hafa þá til
varðveizlu fyrir Carmonu og
börnin hennar. Hún vonaði inni-
lega, að Carmona eignaðist börn.
Alan horfði á hana, og vissi,
að hann hafði til ónýtis barizt.
Þessar stóru, veiklunduðu konur
voru auðveldar viðureignar upp
að vissu marki, en svo tók við
einhver harður kjarni, sem hindr
aði frekari framgang mála. Gott
og vel, ef hún vildi hafa það
þannig, gat hún haft það þann-
ig. Hann tók upp vindlingabréf,
kveikti sér í einum og stakk bréf
inu í vasann.
— Þú sérð, að vindlingaveskið
mitt er ekki með í ferðinni. Satt
að segja varð ég að veðsetja það
til þess að fá fyrir farinu.
— Alan! •
— Það er ekki nema satt.
Það gat verið hvort tveggja til.
Hún sagði:
— Ég get látið þig hafa eitt-
hvað til þess að halda þér uppi
þangað til þú nærð þér í eitthvað
að gera.
— Góða Ester mín! Ég hef
fengið eitthvað að gera. Og ekki
nóg með það, heldur ætla ég að
gera það. En ég þarf bara pen-
inga til að setja í það. Ef þú ekki
hjálpar mér, verð ég að leita
annað. Það er þessi ævisaga hans
pabba. Með því efni, sem ég gæti
látið Murgatroyd fá, hefur hún
góða möguleika á sölumeti. Án
þessa efnis .... jú, hún yrði nátt-
úrlega keypt handa söfnum og
þess háttar og Murgatroyd fengi
kannske eitthvað fyrir snúð
sinn. En það er eins og þú veizt,
að þessar ævisögur eru hundleið-
inlegar. .. Hann blés frá sér of-
urlitlu reykjarskýi. — Og hvers
vegna eru þær svóna hundleiðin-
legar? Vegna þess, að öllu þvi,
sem skemmtilegt er, er sleppt.
En ef því væri ekki sleppt og al-
menningur gæti keypt sönnu sög
una um það, hver stóð bak við og
hvatti listamanninn til þessa eða
hins .. aðallega hins .. heldurðu
þá ekki, að bókin myndi ganga
í fólkið?
Ester leit á hann vandræða-
lega. — Ég skil ekki, hvað þú
ert að fara.
— O, vertu róleg, ég skal út-
skýra hvað ég á við. í einu orði,
ef þörf krefur. í stuttu máli sagt,
þá geymdi pabbi nokkur bréf,
sem skynsamlegra hefði verið að
brenna. Þau hafa inni að halda
ýmsar „óvæntar upplýsingar",
eins og blöðin mundu líklega
kallt það. Og þær mundu nægja
til sölumets fyrir hvaða bók sem
væri, og mér finnst ekki Murga-
troyd ætti einn að hirða ábatann
af þeim. En ég væri til í að verða
upp á helmings hlut á móti hon-
um, og það er meira að segja
reyfarakaup fyrir hann. Við get-
um fengið fyrirframgreiðslu og
svo visst af hverju eintaki. —
Gangi hann að tilboði mínu, má
hann fá bréfin og nota þau eftir
þörfum. Geri hann það ekki, gef
ég bréfin út sjálfur og hirði allan
ábatann.
Ester Field sat alveg dolfaliinn.
Reykurinn úr vindlingnum
lá í loftinu. Eftir alla sólarbirt-
una úti fyrir, fannst henni stof-
an dimm. Alan stóð upp við ar-
inhilluna með tréskurðarverkinu
yfir. Svipur hans var öruggur og
fullur sannfæringar, og ljósa hár-
ið glitraði. Ef einhverjar hrukk-
ur voru í andlitinu á honum,
sem ekki höfðu verið þar fyrir
þremur árum, bar ekki svo mjög
á þeim í birtunni, sem þarna var.
Hún leit fyrst á hann og síðan
undan.
— Þetta geturðu ekki gert,
Alan!
— Víst get ég það. Þú gafst
mér fullan umráðarétt yfir þessu
eftir að pabbi dó — þú varst
veik, manstu.
— Ég get afturkallað það um-
boð.
Þetta nægði. Honum hafði sízt
dottið í hug, að hún hefði vit á
þessu. Hann sveiflaði vindlingn-
um og sagði hálf-hlæjandi:
— Jæja, gerðu það, elskan, en
þú verður bara að athuga, að ekk
ert gæti eins komið þessu á allra
varir, eins og lagaþræta milli
okkar um eignarréttinn á bréfun
um. Þú skilur, að jafnvel þó þú
næðir í frumritin, get ég alltaf
verið búinn að taka afrit af þeim
og að minnsta kosti er ég búinn
að lesa þau, og ég hef sæmilegt
minni. Þú gætir aldrei hindrað
að sannleikurinn .. hvað á ég að
kalla það .. síaðist út. Þú sérð
með öðrum orðum, að þú átt þér
enga undankomu, nema þá að
kaupa bréfin út sjálf.
Ester hafði ekki fylgzt almenni
lega með. Hugur hennar var all-
ur við bréfin sjálf. Hvað gat ver
ið í þeim, sem hún vissi ekki?
Þau Pen höfðu verið hamingju-
söm saman. Vitanlega hafði hann
átt sín geðvonzkuköst og sína erf
iðleika og sálarkvalir. Þannig
voru allir listamenn — kátir í
dag og fúlir á morgun. Þá þurftu
þeir einhvers, sem gat sefað þá
og huggað, einhvern sem var
ekki eitt í dag og annað á morg-
un. Öryggi .. já, það var einmitt
orðið .. þeir þurftu að hafa ein-
hvern, sem gat veitt þeirn öryggi.
Og það hafði hún einmitt veitt
Pen. Það gat enginn frá henni
tekið. Hún minntist þess, hvern
ig hann hafði horft á hana með
þessu skrítna, skakka brosi sínu,
og sagt. — Þú ert notalegur kven
maður, Ester!
Hún leit aftur á Alan. Stund-
um var hann svo líkur föður sín-
um, að hún fékk stig í hjartað.
Hún sagði, og átti erfitt með að
finna orðin:
— Nei, AXan, slíkt sem þetta
geturðu ekki gert. Þetta eru einka
bréf föður þíns. Ég veit ekki,
hvað í þeim er, né hvenær þau
voru skrifuð, en ég býst við, að
hann hafi skrifað fjöldann allan
af bréfum, og sízt af öllu ætlað
þau til útgáfu. Hann gekk alltaf
í augun á konum og þær voru
alltaf að skrifa honum. Og hann
fór ekkert í launkofa með það,
þó að hann vitanlega segði mér
ekki nöfn þeirra — en þessi skrif
þeirra voru ekki annað en vit-
leysa, og hann furðaði sig oft á
því, hvað margir heimskingjar
gætú verið til í heiminum. Hann
var vanur að hlæja og rífa bréf-
in sundur, og fleygja þeim í eld-
inn. Mér hefði ekki dottið í hug,
að hann hefði geymt eitt einasta
þeirra.
— Jú, hann geymdi að minnsta
kosti þessi, sem ég er að tala um.
Og það get ég sagt þér, að hann
hló ekki að þeim. Hann geymdi
þau og svaraði þeim meira að
segja líka.
— Hvernig veiztu það?
— Vegna þess að svörin eru
líka varðveitt og í mínum hönd-
um. Þar eru öll bréfaskiptin;
hans bréf og hennar bréf. Líklega
hefur hún ekki þorað að geyma
þau sjálf, og heldur ekki tímt að
brenna þau.
— Hún? Og svo flýtti hún sér
að segja: — Nei, segðu mér það
ekki. Mig langar ekki að vita
það. Segðu mér ekkert um það!
Hann hló eins og honum væri
skemmt. — O, væna mín, það fer
ekki hjá því, að þú fáir að vita
það, þegar bréfin verða gefin út.
Ef þau þá verða gefin út. Auð-
vitað þyrfti ekki að gefa þau út,
því ekki langar mig að særa til-
finningar þínar. Miklu heldur
vildi ég láta það ógert og fá pen
ingana eftir öðrum leiðum. Hann
sneri sér að klukkunni á arin-
hillunni. — Hálf-sjö! Hvað tím-
inn getur liðið fljótt svona í
skauti fjölskyldunnar! Hvenær
borðið þið kvöldverð?
Ester svaraði eins og ósjálfrátt:
— Við fáum kaldan mat klukkan
átta.
— Gott og vel. Ég ætla þá að
labba yfir til hennar Darsie og
vita, hvort hún getur hýst mig.
Ef ekki það, er ekki um annað
að gera en AKKERIÐ — nema
því aðeins að Carmonu snúist
hugur.
Roðinn á andlitinu á Ester var
horfinn og fölvi kominn í stað-
inn. Hún leit út eins og hugur-
inn væri langt í burtu, en við
nafn Carmonu var eins og hún
áttaði sig.
-— Nei, hér geturðu alls ekki
verið .. það getur alls ekki geng- j
ið!
— Ekki með hóp af verndar- ,
englum kring um mig?
Röddin skalf er hún svaraði:
— Það getur alls ekki gengið, og
þú hefðir ekki átt að nefna það
á nafn. Ég hef hér hér um bil
fimmtán pund hérna hjá mér, og
gæti látið þig hafa þau til að
byrja með. Og svo gætum við
kannske fundið einhver ráð
seinna.
Hann brosti vingjarnlega. —
Auðvitað finnum við einhver
ráð — og það rá?$, sem duga. Allt
getur gengið, þegar rétt er að
öllu farið. Jæja, ég sé þig aftur!
Hann kyssti á fingur til hennar
og gekk út úr stofunni.
Hún heyrði forstofuhurðina
lokast og sá hann ganga fram
hjá glugganum með handtösku í
hendinni. Myrkrið í stofunni lukt
ist um hana.
4. kafli.
Húsin þarna frammi á kletta-
brúninni voru öll hvert öðru lík.
Sum kannske ofurlítið stærri en
önnur eða þá með fleiri turnum
eða færri svölum. Þegar Anning
ofursti kom frá Aysturlöndum og
settist þarna að, fannst honum
þetta allra viðkunnanlegasta hús.
En þegar dýrtíðin færðist í auk-
ana og verðgildi peninganna
lækkaði, tók hann að gruna, að
hann hefði fengið sér óþarflega
stórt húsnæði. Jafnvel áður en
hann féll frá, höfðu verið erfið-
leikar á að fá þjónustufólk og
standast kostnaðinn af húshaid-
inu. Og svo eftir fráfall hans, þeg
ar tekjurnar minnkuðu enn, tók
ekkjan það til bragðs að fara að
taka dvalargesti. Og nú orðið rak
Darsie dóttir þeirra þar opinber-
lega sumargistihús.
Alan Field gretti sig, er hann
hugsaði til þess. Svona sumar-
gistihús voru alltaf full af göml-
um kellingum. Darsie mundi
ekki una sér við þetta betur en
vel. Hún hafði verið allfjörug
hér í gamla daga — spennandi
stúJka, uppstökk og áköf. Hvern-
ig skyldi hún líta út nú orðið?
Hún kom sjálf til dyra. Hann
var ekki einu sinni viss um, að
hann hefði þekkt hana aftur. —
ú
á
Meanwhile
up/ Tur
TRAIN'S SLOWING
DOWN FOR A STO^
AND WE AIN'T
GONE MORE'N f
TWENTy-FIVE L
. MILES/ Æ
IF 600BER WASN'T
ELIND, I WOULDN'T WORRY
SO MUCH. MARK... _
MAYBE
HE'LL SHOW
UP AT THE
HOUSE LATER
BITSY/
TO TALK TO TILL I FOUND
YOU, OLD DOG...I GUESS
IT WAS FATE /
. vsgy- VfOy/ar 1 y mj)
1 m T DIDN'T HAVE NOBODY
— Ef Bangsi væri ekki blindur,
þyrftum við ekki að hafa svona
miklar áhyggjur, Markús.
— Ef til vill kemur hann í leit-
irnar heima seinna, Bjarni.
Á meðan ...
— Ég hafði engann til að tala
við þar til ég fann þig, gamli
hundur. Ég býst við að það hafi
verið örlögin. Heyrðu, lestin er
að nema staðar og við erum ekki
komnir nema 40 kílómetra.
Hún gat ekki verið orðin þrítug;
en ósköp var að sjá, hvað mann-
eskjan var orðin uppþornuð. En
náttúrlega eltust þessar dökk-
hærðu aldrei eins vel. Grönn
hafði hún verið áður, en nú var
hún þvengmjó, og föl hafði hún
verið áður, en nú var hún gugg-
in. Augun voru eins og þau hefðu
minnkað og nú voru hrukkur
milli þeirra.
— Sæl, Darsie, sagði hann og
hún starði á hann — lengi, að
honum fannst, áður en hún svar-
aði:
— Alan....
Hún sagði þetta eitthvað svo
einkennilega, rétt eins og hún
væri ekki alveg viss um, hver
maðurinn væri .... og í hálfum
hljóðum, rétt eins og hún væri
að tala við sjálfa sig. Og svo
sagði hún:
— Hvað vilt þú?
Hann gekk fram hjá henni og
inn í forstofuna.
— Ætlarðu ekki að heilsa
gömlum kunningja. Þú hefur
kannske ekki orðið þess vör, en
ég er búinn að vera erlendis í
þrjú ár — nánar til tekið í Suður
Ameríku. Og svo þegar ég kem
aftur heim, virðist enginn neitt
æstur í að slátra alikálfinum. —■
Svei mér, ef það eru ekki hálf-
gerð vonbrigði.
Andlit hennar sýndi ekki á sér
nein svipbrigði, svo að ekkert
varð af því ráðið um tilfinningar
hennar. Hún sagði:
ajtltvarpiö
Miðvikudagur 29. júní
8.00—10.20 Morgunútvarp! (Bæn. —
8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir —
* 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp.
12.55 ,,Við vinnuna“: Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp.
(Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Operettulög.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir og veðurfregnir.
20.30 Upplestur: „Jól við miðjarðar-
Iínu“, smásaga eftir Jakob Palu-
dan, í þýðingu Málfríðar Einars-
dóttur (Lárus Pálsson leikari).
21.05 Einleikur á fiðlu: — Wolfang
Schneiderhan leikur á fiðlu lög
eftir Kreisler og Saint-Saéns.
21.15 Um glímulög og glímudóm; —
síðara erindi (Helgi Hjörvar rit-
höfundur).
21.45 Þjóðdansar frá Israel Æftir Marc
Lavry (Kol Israel hljómsveitin
leikur; Yali Wagman stjórnar).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Vonglaðir veiði-
menn“ eftir Oskar Aðalstein; IV.
(Steindór Hjörleifsson leikari).
22.35 „Um sumarkvöld“: Sigfús Hall-
dórsson, Doris Day, Victor Borge,
Josephine Baker, Noel Coward.
Catarina Valente, Owe Törnquist,
o. fl. skemmta.
23.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 30. júní
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. —
8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —>
8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.)
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 ,,A frívaktinni", sjómannaþátt-
ur (Guðrún Erlendsdóttir).
12.55 ,,A ferð og flugi“: Tónleikar
kynntir af Jónasi Jónassyni.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
pT.30 Samleikur á horn og píanó:
Olav Klamand og Gísli Magnús-
son leika hornkonsert í Es-dúr
(K447) eftir Mozart.
20.50 Bróðir sér Arna og bókasafn
hans; — erindi (Olafur Haukur
Arnason skólastjóri).
21.20 Einsöngur: Heinrich Schlusnus
syngur Schubertsöngva.
21.50 „Sólúr og áttaviti“: Steingerð-
ur Guðmundsdóttir leikkona les
úr nýrri ljóðabók eftir Kristján
Böðuls.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Vonglaðir veiði-
menn" eftir Oskar Aðalstein; V.
(Steindór Hjörleifsson leikari).
22.25 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin
í maí sl.: Sinfónía nr. 1 í D-dúr
eftir Johan Svendsen (Sinfóníu-
hljómsveitin í Björgvin leikur;
Arvid Fladmoe stjórnar).
23.00 Dagskrárlok.