Morgunblaðið - 24.07.1960, Qupperneq 1
24 síður
Lumumba
á vesturleið
í brezkrí herþotu I fylgd
með bandariskum
fjármálamanni
Accra, 23. júlí.
LUMUMBA er nú á leið til
New York þar sem hann von-
ast til að iá tækifæri til að
ávarpa Öryggisráðið. Hann
hafði viðkomu í Accra, höf-
uðborg Gnana, og ræddi við
Nkrumah.
Brezki flugherinn lét Lumumba
í té Comet-þotu til ferðarinnar
og með ráðherranum var 15
Powers
/ „heila-
Jb votti"
Washington, 23. júlí.
FRANCIS POWERS,
bandaríski flugmaður-
inn á U-2 þotunni, sem
skotin var niður yfir
Rússlandi, er nú í „heila-
þvotti“ í fangabúðum
Rússa. Hann kemur fyr-
ir rétt hinn 17. ágúst að
því er Ráðstjórnin til-
kynnir.
Að undanförnu hefur þess
jætt æ meira í bréfum frá
Powers til ættmenna sinna í
Bandaríkjunum, að hann
gengst nú undir hinn alræmda
,heilaþvott“ Rússa. Powers
mun ekki aðeins reiðubúinn
ti'l að játa allt, sem Rússar
saka hann um, þegar til rétt-
arhaldanna kemur, heldur
mun hann að öllum líkindum
gefa yfirlýsingu um að harn
hafi verið „afvegaleiddur af
icapitaliskum og hernaðarleg-
am öflum í Bandaríkjunum"
Bandaríska sendiraðinu hef-
ur ekki tekizt þrátt fyrir marg
itrekaðar tilraunir að fá leyfi
Rússa til að senda mann til
viðtals við Powers. Herter,
utanríkisráðherra, hefur upp-
ýst, að ekki sé hægt að styðj-
»st við nein alþjóðalög til að
jvinga Rússa til að veita við-
tal.
í Washiqgton er búizt við
jví, að Powers-réttarhöldin
'erði ekkert annað en svið-
ett áróðursleikrit. Rússar
'erði þá búnir að lama allt sið
erðisþrek flugmannslns og
lann fari með „aðalhlutverk-
ð“ eins og viljalaust verkfæri.
En réttarhöldin geta komið
lússum óþyrmilega í koll, ef
^owers verður aðeins „heila-
Jvegin málpipa" kommúnista,
segir Washington Post. Það
getur orðið þ*im jafndýrt
spaug og að splundra ,,topp-
fundinum“.
manna nefnd auk bandarísks
fjármálamanns, Edgar Detwiler,
sem í gær gerði samning við
Kongóstjórn um að takast á hend
ur hluta þess uppbyggingar-
starfs, sem nú er fyrir höndum.
Alþjóðlegt uppbyggingarstarf
Ekki var gefin nein opinber
tilkynning um viðræður þeirra
Lumumba og Kkrumah, en talið
er víst, að aðalefni umræðnanna
hafi verið samningarnir við
Detwiler. Haft er eftir Lum-
umba, að hann ætli að leita að-
stoðar bandariskra, brezkra,
franskra, v-þýzkra og japanskra
fjármálamanna í uppbyggingar-
starfinu. Öllum þjóðum verði
leyft að taka þátt í því.
Lumumba á funð Hammar
skjölds
Lumumba hélt áleiðis til Lond-
on frá Accra. Þaðan fer hann til
New York og er væntanlegur
vestur um hafið á morgun.
Hammarskjöld hefur frestað
Kongó-för sinni af þessum sök-
um, en til Leopoldville ætlaði
hann að koma á mánudaginn.
Hefur hann kvatt ráðgjafa sína
til fundar og búa þeir sig nú und
ir viðræður við Lumumba og
hans menn.
Fyrírmæli
til Peronista
BUENOS AIRES, 23. júlí. — Lög-
reglan gerði upptæka tösku, sem
í vikunni var send frá Havana til
sendiráðs Kúbu hér í borg. Voru
í töskunni bréf eg ýmis fyrir-
mæli frá útlægum Peronista til
„neðanjarðarhreyfingarinnar" í
Argentínu og byltingarskóla, sem
starfræktur er á vegum hennar.
-□
gtBbóh
fylgir blaðinu ekki um þessa
helgt
Formenn hinna einstöku deilda Norrænu menningarmálanefndarinnar, taldir frá vinstri (sitj-
andi): Nils Gustav Rosén (S), próf. Edwin Linkomies (F), (standandi), próf. Ólafur Björnsson
(1), Trond Hegna (N) og Albert Michelsen (D).
Norræn mermingar-
mál til umræðu hér
— Nær 40 fulltrúar frá öllum
Noróurlöndunum á fundi
NORRÆNA menningarmála
nefndin byrjaði fundi í Al-
þingishúsinu árdegis í gær og
mun halda áfram störfum til
þriðjudags.
Það er aðalfundur nefndarinn-
ar, sem hér er haldinn að þessu
sinni, en þeir fara fram sem næst
áilega og eru haldnir til skiptis
í iöndunum, síðast í Finnlandi.
Ráðgefandi um menningarmál
Norræna menningarmálanefnd
in var stofnuð árið 1948 og er ætl
að það hlutverk, að vera ríkis-
stjórnum landanna ráðgefandi
um norræna samvinnu á vett-
vangi menningarmála. Er nefnd-
inni skipt i þrennt og fjallar hver
hluti hennar um einn eftirtalinna
málaflokka: 1) vísindi, þ. á. m.
háskólamenntun, 2) almenn skóla
mál eða 3) alþýðufræðslu, listir
og bókmenntir.
Mörg mál til afgreiðslu
Nefndinni hefur orðið nokkuð
ágengt í ýrnsum efnum, m. a. að
því er snertir samræmingu há-
skólaprófa á Norðurlöndum, sem
gerir stúdentum kleift að stunda
einstaka hluta náms síns við sinn
hvern háskólann.
Mikill fjöldi mála liggur fyrir
fundi menningarmálanefndarinn-
ar hér og verður starfa nefndar-
innar nánar getið að fundi lokn-
um.
Fulltrúar á fundinum
í Norrænu menningarmála-
nefndinni eiga nú sæti 6 fulltrúar
frá hverju landi, og þátttakend-
ur i fundinum hér eru þessir:
Danmerkur-deild: Albert Mich-
elsen deildarstjóri, K. B. Ander-
sen, þingmaður, Marius Buhl,
þingmaður, Uffe Grosen, skóla-
meistari, og prófessor Peter
Skautrup; ennfremur Helge
Thomsen, ritari, og Olaf Waage,
háskólaritari.
Finnlands-deild: Prófessor Ed-
win Linkomies, Kaarlo Kajatsalo,
rektor, prófessor Matti Koskenni-
emi, R. H. Oittinen, aðalforstjóri,
J. O. Tallqvist, fil. mag. og dr.
Framh. á bls 2.
„Eitthvað oð
gerast í Berlín"?
LUNDÚNUM, 23. júlá fReuter):
t gærkveldi gaus upp þrálátur
orðrómur, bæði á meginlandi Ev-
rópu og í Bretlandi, þess efnis,
að „eitthvað sé að gerast í Vest-
Sendiherrann rekinn heim
Hiti kominn í Eichmann-málið
Buenos Aires, 23. júlí.
SENDIHERRA ísraels í
Argentínu ferðbjóst í skyndi
í dag, því síðdegis í gær lýsti
argentínska stjórnin hann
„óæskilegan“ í landinu. —
Deila Argentínumanna og
ísraelsmanna út af Eich-
mann-málinu hefur þar með
náð hámarki.
Eichmann í sjúkrakörfu?
Argentínustjórn þykist fullviss
um að sendiherrann hafi verið
potturinn og pannan í brott-
námi hins fyrrverandi þýzka
nazistaforingja. Leikur grunur á
því, að hann hafi verið íluttur
sem „sjúklingur" með ísraleskri
flugvél, sem flutti heim ísrael&ka
sendinefnd, sem var viðstödd há-
tíðahöldin vegna 150 ára afmæl-
is argentínsku byltingarinnar
gegn Spánverjum.
Sótti sendiráð ísraels í Buenos
Aires sérstaklega um að heimil-
að yrði að flytja nokkra sjúkl-
inga með þessari flugvél, en nú
staðhæfir sendiráðið, að engir
sjúklingar hafi verið sendir
vegna ónægs undirbúnings
þeirra, sem um sjúklingana sáu.
Hins vegar hefur ekkj verið
borið til baka, að Eichmann
hafi verið með þessari flugvél.
ur-Berlín* — og lögffu margir þá
merkingu i orffasveiminn, aff
Rússar og Austur-Þjóffverjar
væru jafnvel aff undirbúa vopn-
affa árás á Vestur-Berlín.
★
Fréttamenn Reuters geiðu
gangskör að því að kanna, hvað
hæft væri í orðrómi þessum, en
hvorki utanríkisráðuneyti Banda
ríkjanna, blaðafulltrúi forsetans,
James Hagerty, né fulltrúar Vest
urveldanna í Berlín vissu ti-1 þess
að neitt slfkt væri í aðsigi.
★
Formælandi varnarmálaráðu-
neytis Vestur-Þýzkalands sagði
svo í dag, að sér væri „algerlega
ókunnugt ‘ um að nokkuð benti
til þess, að Rússar og Austur-
Þjóðverjar undirbyggju árás á
Vestur-Berlín. — Áður hafði ann
ar formælandi ráðuneytisins upp-
lýst, að í og umhverfis A.-Ber-
lín væru nú yfir 14.000 a.-þýzkir
hermenn og vopnaðir lögreglu-
menn.