Morgunblaðið - 24.07.1960, Page 13
Sunnudagur 24. júlí. 1960
MORCVNBLAÐIÐ
13
Ófriðarhætta eða
innantómar
hótanir? ^
Heimsblöðtn ræða nú berum
orðum um það, hvort ný heims-
styrjöld sé yfirvofandi. Þau bera
saman atferli Krúsjeffs nú og
hótanir Hitlers og Mússolinis
fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þá
var aðferð þeirra sú, að saka
aðra um það, sem þeir sjálfir
höfðu í huga, bera síðan fram
hótanir af því tilefni og að lok-
um stofna til heimsstyrjaldar.
Orðbragð Krúsjeffs er hann
hleypti upp Parísarfundinum, og
hótanir hans vegna njósnaflugs
Bandarikjamanna yfir Rússland,
vegna rakaiauss söguburðar um
annað þvílíkt tilfelli og vegna at-
burðanna á Kúbu og í Kongó,
allt mundi þetta áður fyrr hafa
þótt vitni þess að nýtt heims-
stríð væri á næstu grösum.
Mat flestra nú er þó, að Krús-
jeff sé í raun og veru andvígur
Heimsathygli hefur heinzt að Kongó þar sem mikið ógnar-
ástand og upplausn hefur ríkt að undanförnu.
á brott. Eltingarleikur í vafatil- hvarf frá Japan og ógnaði hvað
fellum hefur nú sem ætíð fyrr
ekki verið hafður í frammi.
Þessi aðferð hefur nú borið
árangur. Með því að sýna í senn
varúð og festu hefur hinni ís-
lenzku'landhelgisgæzlu tekizt að
sannfæra jafnvel Breta um, að
þeir ættu sjálfir sök á þeim á-
rekstrum, er orðið hafa. Þess
vegna hafa hinir brezku lög-
brjótar orðið fyrir þungum á-
kúrum frá eigin yfirboðurum og
fengið fyrirmæli um að bæta ráð
sitt. Það haggar ekki þeim þýð-
ingarmikla sigri, sem Islending-
ar hafa með þessu unnið, að fyr-
irmælin voru tímabundin. Eins og
á stendur ,var ekki við öðru að
búast. Okkar er að halda svo á
málum héðan í frá ,að við glöt-
um ekki samúðinni, sem er okk-
ar styrkasta vopn í viðureign við
það ofurefli sem við er að etja.
REYKJAVIKURBREF
—Laugcurd. 23. júlí
stórstyrjöld, en hyggist nota sér
þann veikleika, sem löngum hef-
ur þótt einkenna stjórnarhætti
Bandaríkjanna næstu mánuði
fyrir forsetakosningar til að gera
þeim sem mesta skömm og skaða.
Ostiórn eins
skaj:
iar
allsherjarhættu
Með þessu er ekki sagt, að hót-
anir Krúsjeffs séu innantóm orð.
Yfirlýst ætlan hans er að
splundra öðrum stjórnarháttum
en kommúniskum og koma þann-
ig kommúnisku stjórnarfari á í
öllum löndum heims. Kommún-
istar telja öll ráð leyfileg í þessu
skyni. Með því séu þeir einungis
að hjálpa til við fæðingarhríðir
endurborins heims. Eðlilegt er,
ef Krúsjeff telur að þessu marki
verði náð án nýrrar heimsstyrj-
aldar, þá kjósi hann fremur að
forðast þau óþægindi.
Atburðir eins og á Kúbu og í
Kongó styrkja Krúsjeff og fylg-
ismenn hans í þeirri skoðun, að
aðrir séu að vinna verkið fyrir
(þá. Núverandi valdhafar á Kúbu
lofuðu því í fyrstu að efna þeg-
ar til frjálsra kosninga í landinu.
Það loforð hafa þeir ekki efnt,
heldur færast stöðugt nær og
nær kommúnistum, enda hafa
margir, sem íylgdu þeim í fyrstu
snúið við þeim baki þess vegna.
Atburðirnir í Kóngó eru sann-
ur sorgarleikur. Allir góðviljað-
ir menn óska þess, að hinir þel-
dökku íbúar Afríku hljóti frelsi
og njóti þess á þann veg, sem
þeim sjálfum er fyrir beztu. En
í stað laga og lýðræðis ríkir nú
þar syðra ógnaröld. Hver hönd-
in er uppi á móti annarri, svo
að það ríki, sem menn bundu
góðar vonir við, virðist í full-
kominni upplausn. Þegar svo er
komið, þykist Krúsjeff sjá sér
leik á borði.
Öllum heilskyggnum mönnum
er hins vegar ljóst, hvílík hætta
það væri fjrir heimsfriðinn, ef
Rússar sendu herlið til Afríku
eða hefðu að engu á Kúbu Mon-
roe-kenninguna svokölluðu, sem
Bandaríkin hafa fylgt 11% öld,
um að þola ekki ríkjum utan
Ameríku íhlutun í mál neinnar
Ameríkuþj óðar.
Látum það ekki
henda okkur
Svo sem heiminum nú er hátt-
að, varða þessir atburðir okkur
Islendinga í rauninni jafnmiklu
og þótt þeir gerðust í okkar eigin
hlaðvarpa. Ný heimsstyrjöld eða
vaxandi fjandskapur stórvelda
eru okkur jafn hættuleg sem öðr-
um, hvar sem upptökin að því-
líkum ófarnaði verða. Við ráðum
hins vegar ekki yfir athöfnum
annarra og eigum sannast sagna
fullt í fangi með að stjórna okk-
ar eigin málum svo, að ekki endi
með ósköpum.
Það er að vísu rétt, sem ungur
stýrimaður, Sæmundur Óskars-
son, er siglt hefur um heimshöf-
in síðustu 3 árin og nýkominn er
hingað til lands, sagði við Morg-
unblaðið nú í vikunni:
„Það er geysiviðburður að
koma til Revkjavíkur eftir 8 ár
og sjá þær framfarir, sem hér
hafa orðið borið saman við aðrar
borgir. Munu framfarirnar hér
algert einsdæmi. Lífsafkoma
manna mun hvergi í heiminum
betri en hér á landi og ef íslend-
ingar gerðu sér það ljóst, mundu
þeir þakka fyrir að vera íslenzk-
ir ríkisborgarar".
Þessi vitnisburður er því at-
hyglisverðari, þegar höfð er í
huga sú staðreynd, sem Finnur
Guðmundsson, náttúrufræðingur,
nýlega minnti á í Náttúrufræð-
ingnum, er hann sagði:
„— — — íslendingar mega
helzt ekki heyra nefndar vissar
landfræðilegar staðreyndir, svo
sem að Island sé kalt og hrjóstr-
ugt land, sem sé staðsett á út-
jaðri hins tyggilega heims“.
Einmitt þau sannindi, að land
okkar er mjög hrjóstrugt og á
útjaðri hins byggilega heims,
gerir því aðdáunarverðara,
hverju hér hefur verið áorkað,
og minnir okkur á, að við meg-
um ekki, eftir öll afrek síðustu
áratuga, láta eigin veilur verða
til þess, að hér fari allt aftur í
kalda kol.
Rétt lialdlð á land-
helgismálimi
Fiskimergðm við strendur
landsins bætir nokkuð upp,
hversu það sjálft er hrjóstrugt.
Þess vegna ættu allir að skilja,
að íslendingum ber réttur til nýt
ingar næsta hafsvæðis við landið
umfram þá, sem hingað koma
frá miklu betri og auðugri lönd-
um. Einkum á meðan íslending-
ar krefjast ekki annars en þess,
sem fjöldi þjóða hefur nú þegar
tekið sér, án þess að valdi hafi
verið beitt þar í gegn. Og þá
ekki síður, þegar haft er í huga,
að á ráðstefnunni í Genf í vetur
samþykktu allar þjóðir þá meg-
inreglu, að fiskveiðilögsaga
skyldi mega vera allt að 12 míl-
um. Meiri hlutinn vildi að vísu
hafa þar mjög tímabundnar tak-
markanir á vegna svokallaðs
„sögulegs réttar“. En einnig þeir,
sem fastast héldu í hinn „sögu-
legu rétt“, viðurkenndu sérstöðu
íslands. I hverju á hún að koma
fram, ef Islendingar sem algera
sérstöðu hafa, nytu hennar ekki
til fulls? Hitt er okkur skylt að
játa, að í þessum efnum er í senn
ágreiningur iiiii réttarreglur og
árekstur um hagsmuni. Sjálfa
skortir okkur afl á við andstæð-
inga okkar. Þess vegna liggur
lífið við að halda svo á, að hvergi
sé farið lengra en rétt alþjóða-
lög og sanngirni segja til um.
Með varúð og íestu
vinnst mest
Sumir hafa legið á því lúa-
lagi undanfarna mánuði að birta
æsifregnir úr brezkum blöðum,
taka undir hnjóðsyrði og gort
brezkra angurgapa og nota þau
til árása á islenzku ríkisstjórn-
ina. Því hefur verið haldið fram,
að stjórnin béldi linlega á málum,
hlífði landhelgisbrjótum og
hindraði eðlilegan fréttaflutning.
Allt er þetta tilhæfulaust með
öllu. Þegar af ríkisstjórnarinnar
hálfu var gerð grein fyrir sakar-
uppgjöfinni í lok aprílmánaðar,
var m. a. lýst yfir þessu:
„Hins er óþarfi að geta, að
hér eftir sem hingað til, mun
haldið uppi gæzlu innan alls 12
mílna svæðisins og allir þeir
sóttir til sakar, sem gerast brot-
legir héðan í frá“.
Þetta eru þau fyrirmæli, sem
ríkisstjórnin hefur gefið um fram
kvæmd landhelgisgæzlunnar.
Þeim hefur og verið fylgt eftir
því, sem föng hafa frekast verið
á. En að sjálfsögðu hefur ekki
verið reynt að efna til árekstra
að ósekju.
Aðstaða til uppskriftar á söku-
dólgum og sönnunar á sekt
þeirra er nú öll önnur en á með-
an hinir brezku lögbrjótar veiddu
undir herskipavernd í íslenzkri
landhelgi og hreyfðu sig þess
vegna ekki, þótt íslenzk varðskip
stæðu þá að verki. Nú hefur
þurft eltingarleik og átök til að
hafa hendur í hári hinna seku.
Þess hefur verið vandlega gætt
af hálfu landhelgisgæzlunnar að
fylgja fast eftir þar sem sök var
svo ótvíræð, að ekki yrði með
sanngirni deilt um dómsniður-
stöðu, ef til kæmi.
Stundum hefur vafi leikið á
og oft hefur það nægt, að ís-
lenzkt varðskip kæmi á vettvang
til að lögbrjótarnir hypjuðu sig
„Japanskt ástand46
Frá upphafi landhelgisdeilunn-
ar hefur það verið ljóst, að þótt
allir íslendingar væru sammála
um að fá sem stærsta fiskveiði-
lögsögu, þá hafa sumir viijað ná
öðru í leiðinni. Kommúnistar
hafa reynt að nota málið til þess
að kljúfa á milli Islands og fé-
laga okkar í Atlantshafsbanda-
laginu, sem allir telja sig hafa
annarra hagsmuna að gæta. Sú
viðleitni kommúnista skal ekki
rakin frekar að sinni, enda var
sennilega ekki annars að vænta
af þeim.
í ræðu eftir Keflavíkurgöng-
una alræmdu hafði Magnús
Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans,
orð á því, að ef ekki yrði látið
að vilja göngugarpanna í varn-
armálum, yrði „Alþingi götunn-
ar“ að taka til sinna ráða. Þetta
var mælt sömu dagana og jap-
anskur götulýður lét mest að sér
kveða. Leyndist engum, að verið
var að boða sams konar aðfarir
hér, enda upphafsmennirnir hin-
ir sömu. Kommúnistar eru hvar-
vetna samir við sig. Hitt kom
mönnum mjög á óvart, að Tím-
inn tók von bráðar að boða, að
hér kynni að verða skapað „jap-
anskt ástand“. Yfirvarp þeirrar
ógnunar voru vangaveltur Tím-
ans yfir ímynduðum aðgerðum
ríkisstjórnarinnar í landhelgis-
málinu, sem hann sagði mundu
verða til þess að skapa þvílíkt
ástand hér á landi.
eftir annað með því, að hér væri
yfirvofandi uppreisn, svipuð og í
Suður-Kóreu. Atburðirnir þar
eru mönnum í fersku minni, en
þó er rétt að rifja upp, að vald-
hafarnir hrökkluðust þá fyrst
frá, þegar Bandaríkin skárust í
leikinn. Þegar Tíminn æ ofan í
æ hótar með fyrirmyndinni frá
Suður-Kóreu, þá er ekki einung-
is hótað með „alþingi götunnar“,
heldur einnig íhlutun erlends
herveldis. '
I fyrstu bar Tíminn í
orði kveðnu þessa hótun
fram vegna landhelgismáls-
ins, en síðar hvarf hann frá þvi
og á vettvang innanlandsmála.
Meðferð þeirra átti að dómi Tím-
ans að gefa ástæðu til uppreisn-
ar innanlands og íhlutunar er-
lends herveldis í ofanálag!
Menn hafa að vonum spurt,
hvert gæti verið tilefni þessa
skyndilega cfsa af hálfu þeirra,
sem þó vilja láta telja sig til lýð-
ræðissinna. Skiljanlegt er, að
mönnum sýnist sitt hverjum um
ýmsar ráðstafanir núverandi
ríkisstjórnar. Með þeim er tekin
upp ný stefna og brotið á móti
mörgu því, sem ýmsir hafa talið
sáluhjálparatriði. Þeir, sem þess-
um ráðstöfunum eru andstæðir,
eiga fullan rétt á því. Eftir ís-
lenzkum lögum er þeim tryggður
réttur til andstöðu og málflutn-
ings, sem þeir ættu sjálfir að
hafa allra manna mesta trú á að
leiddi til þess, að ríkisstjómin
yrði í minnihluta við næstu Al-
þingiskosningar. En ef þeir hafa
sjálfir þá trú, af hverju bíða þeir
þá ekki, í öruggri vissu um að
vinna sitt mál, þegar þjóðin lög-
um samkvæmt kveður upp sinn
dóm?
„Alþingi
2Ötimnar“
Islendingar eru ekki alveg
ókunnugir upphlaupi götulýðs,
þó að hann hafi hér á landi aldrei
orðið þjóðinni jafn berlega til
skammar sem hinir japönsku fé-
lagsbræður þess fólks urðu þjóð
sinni nú í júní. Hið japanska „al-
þingi götunnar“ átti að hindra
löglega kjöma stjórn í löglegum
ákvörðum, tókst það ekki en
endaði með því að koma í veg
fyrir vinarheimsókn erlends þjóð
höfðingja.
Fáir unnendur frelsis og lýð-
ræðis munu telja slíkt til fyrir-
myndar, enda benda tvennar
kosningar, sem síðan hafa farið
fram í einstökum héruðum í Jap-
an til þess, að því fari fjarri, að
óaldarlýðurinn hafi unnið á með
óspektum sínum Meirihl. stjórn-
arflokksins minnkaði ekki frá
því sem verið hafði, enda þekkj-
um við íslendingar það af eigin
reynslu, að almennar kosningar
rétt eftir slik götuupphlaup hafa
sannað, að óróamennirnir höfðu
sáralítið fylgi með þjóðinni, þó
að þeir þættust, á meðan fund-
arhöldum „alþingis götunnar"
stóð einir tala í hennar nafni.
Af hverjn er hótað
með ógnarástandi?
30. júní
Þegar svara á þessari spurn-
ingu, er fróðlegt að athuga hve-
nær hótunin um hið „japanska
ástand“ fyrst var borin fram. Það
var í Tímanum hinn 30. júní sl.
Er sá dagur að nokkru líkleg-
ur til þess, að einmitt þá hafi
forráðamenn Framsóknar kom-
izt úr jafnvægi? Höfðu þeir dag-
inn áður, daginn, sem fyrsta hót-
unin var skrifuð, vitneskju um
eitthvað, sem lagað var til þess
að trylla þá og svipta með öllu
skynsamlegri dómgreind?
Hinn 30. júní birti Morgun-
blaðið eftirfarandi fregn á for-
síðu:
I „Böndin berast að forráða-
mönnum SÍS.
Enn nýr þáttur olíumálsins að
koma í ljós.“
Ef hér er um einbera tilviljun
að ræða, pá er hún sannarlega
merkileg. Hinn sama dag, hinn
29. júni, sem báðar þessar grein-
ar voru skrifaðar, önnur i Tím-
ann, hin í Morgunbl., bárust þær
fregnir um bæinn, að í réttar-
höldum í olíumálinu hefðu kom-
ið fram uppiýsingar, sem nú hafa
að fengnum frekari gögn’um leitt
til þess, að Vilhjálmur Þór aðal-
bankastjóri hefur samkvæmt ósk
bankamólaráðherra beðizt lausn-
ar frá starfi um stundarsakir.
Vilhjálmur Þór var ekki hinn
29. júní í bær.um heldur frammi
á fjalli við veiðar.. Hann hefur
þess vegna ekki ráðið skrifum
Tímans þann dag. Aðrir honum
enn valdameiri menn í Framsókn
hafa stjórnað pennanum. Ofsinn,
sem út brauzt er þeim mun eft-
irtektarverðari.
Mennirnir, sem þá lögðu á ráð-
in, skildu, að nú voru þáttaskil.
Sökinni tjáði ekki lengur að
velta allri á einn ógæfusaman
æskumann.
Upp var kcmið um þvílíka við-
skiptahætti sjálfs SÍS, að
hrollur fór um forystuliðið. Rétta
málsmeðferð og fleiri slíkar
uppljóstraniv varð að stöðva
Íhvað sem pað kostaði. Þar af
komu hótanirnir um „japanskt
ástand“ og uppreisn eins og í
Suður-Kóreu, þó að af kynni að
leiða sundrung sjálfstæðs ís-
Ekki bætti Tíminn úr skák, lenzks þjóðfélags eins og menn
þegar hann nokkrum dögum síð- nú hafa fyrir augum að er yfir-
ar breytti til um fyrirmynd, vofandi suður í Kongó.