Morgunblaðið - 24.07.1960, Síða 15

Morgunblaðið - 24.07.1960, Síða 15
Sunnudagur 24. júlí. 1960 MORGVNBLÁÐIÐ lb lettir magar eða sultur og seyra í B Ú A R jarðarinnar eru nú nær 3.000 milljónir. Eft- ir 20 ár verður talan senni- lega orðin 4.000 milljónir — og um aldamótin næstu má gera ráð fyrir, að jarð- arbúar verði orðnir 6 millj- arðar að tölu. — 6.000 millj ónir manna, sem þurfa að borða sig metta á degi hverjum — ef vel ætti að vera. En því miður verð- ur varla því að heilsa. Á- standið i þessum efnum er ekki glæsilegt nú — og það eru fleiri en mestu svart- sýnismennirnir, sem ala þann geig í brjósti, að ekki reynist unnt að bæta svo um á næstu 40 árum, að heimurinn geti gefið öllum börnum sinum nóg að bíta og brenna, þegar að aldar- skiptunum kemur. ★ „íbúðarhús“ fyrir fiska Talið er, að um þriðjung- ur jarðabúa lifi nú í nábýli við hungurvofuna — og eftir aðeins 20 ár verður sem sagt að öllum líkindum 10 til 12 þús. millj. munnum fleira að fæða en nú. — Að þessum sökum fylgjast menn af áhuga með öllum tilraunum og til- lögum, sem miða að því að auka möguleika til fæðuöf 1- unar — einnig hinum djörfu og óvenjulegu tillögum fors- töðumanns haffræðasafnsins í Monaco, hins heimsfræga froskmanns Jacques-Yves Cousteau. — Cousteau vill koma á fót ,neðansjávar-bú- görðum“. — Þegar skip sekk- ur á einhverjum hinna „eyði- legustu“ staða í hainu, fer oft svo, að eftir eitt eða tvö ár er flakið orðið iðandi af lífi, segir hann — og dregur af eft- irfarandi ályktun: — Hafið er ótrúleg lífsuppspretta — og þetta líf er hægt að rækta með skipulögðum hætti. — Og Cousteau hefir ekki látið sitja við orðin tóm — hann er, á- samt starfsmönnum sínum, byrjaður að reisa „íbúðarhús" fyrir fiska og aðrar verur hafs ins á sjávarbotninum undan strönd Monacos. — Hann reisir hús þessi úr steinsteypt- um plötum á nokkrum hæð- um, og gerir ráð fyrir, að mis- munandi tegundir taki sér ból festu á hverri hæð. — ★ — Sérfræðingar ýmsir hafa lát- ið orð falla um það, að gaman verði að fylgjast með þessari frumlegu tilraun — en fáir eru trúaðir á, að verulegur, hagnýtur árangur verði af henni. — Eitt af dönsku blöð- unum spurði fyrir nokkru um álit dr. pilh. Fr. A. Bruun á þessu, en hann, er einlhver frægasti sérfræðingur Dana á sviði lífrænnar haffræði. — Hann kvaðst ekki trúaður á, að slikir „neðansjávar-búgarð- ar“ gætu orðið til þess að leysa að nokkru verulegu leyti vandamál fæðuskortsins í heiminum. Eitthvað verður að gera — Það er hins vegar rétt, sagði hann, að menn verða að snúa sér að því að nýta auð- æfi hafsins í miklu ríkara mæli en nú er gert, ef leysa á þetta mikla og álvarlega vandamál. — Ég er enginn sér stakur bölsýnismaður, en ég er samt mjög áhyggjulullur vegna þess, hve lítinn áhuga virðist að finna hjá þeim, sem með völdin fara, á þessu við- fangsefni — og því, sem við gætum kallað „næst-nánustu“ framtíð. — En hér verður eitt hvað að gera, og það fyrr en seinna. + Gras hafsins Það virðist kannski fráleit hugmynd, en ég hygg nú samt að sá dagur muni koma, að sérstaklega útbúnum kjarn- orkustöðvum verði komið fyr- ir á hafsbotni til þess að hita upp hafið og auka þar með fiskigengdina. — Hinar ör- smáu plöntur, sem við stund- um nefnum gras hafsins, eru sá grunnur, sem allt annað líí í höfunum byggist á. Þær geta aðeins þrifizt í efstu lög- im sjávarins, varla meir en 100 metra niður, eða svo langt sem sólarljósið nær — en á víðáttumiklum hafsvæðum íínnast ekki næg næringar- efni í þessum efstu 100 m sjáv- arins, til þess að gras hafs- ins geti gróið þar. Það þarf fosfót og nítröt til þess að þrífast, og af þeim efnasam- böndum er nóg niðri í haf- djúpunum — á 2 — km dýpi. Ef þau geta gorizt upp undir yfirborðið, tekur lífið að blómgast í ótrúlegum mæli. Þetta sést t. d. vel undan strönd Perú, þar sem haf- straumar gera það að verk- um, að djúpsjórinn stígur stöð- ugt upp á yfirborðið. Og þarna eru einhver auðugustu fiski- mið heimsins. ^ Ómaksins vert Sú hugmynd að hita upp hafdjúpin, þannig að sjórinn þar stígi upp, er því að mín- um dómi alls ekki svo fráleit, sem margir hafa viljað vera Eftir 40 ár mun jarðarbúum hafa fjölgað um helming. — Verða kjarnorku- stöðvar reistar á hafsbotni til . þess að auka fiskistofnana og metta hina mörgu munna? láta. — Ef unnt væri t. d. að koma fyrir kjarnorkustöð til þess að hita upp sjóinn á 4 km dýpi í Saragossahafinu við Bermúda, þar sem sjávar- hitinn er aðeins %—2 gráð- ur; þannig að hin nítrat- og fosfatríki djúpsjór bærist upp til yfirborðsins, mundi það sannast, að fádæma fiskigengd yrði fyrr en varði á þessum slóðum. — Ég get að vísu ekkert um það sagt, hvort þetta er tæknilega mögulegt, og þá hvernig — en mín skoð- un er sú, að það sé ómaksins vert, og meira en það, að gera víðtækar rannsóknir þar að lútandi. Mætti að mínum dómi verja eigi minna fé til þess að rannsaka þetta mál en veitt hefir verið til þess að ljósmynda „bakhlið" tungls- ins og senda gervi'hnetti á braut um sólina okkar, segir hinn danski vísindamaður. Hafið er mikil auðs- og lifs- uppspretta — og til þess horfa margir, þegar rætt er um hinn uggvænlega mat- vælaskort í heiminum og hraðfara fjölgun mannkyns ins. ‘ K enmaður ræður Ceylon COLOMBO, 21. júlí: — Frú Sirimavo Bandaranaike var fagnað svo innilega i dag, er hún tók við forsætisráðherra- embætti á Ceylon í dag, að hún brast í grát og lá snökt- andi frammi fyrir máiverki af hinum látna eiginmanni í 10 mínútur. Þetta er I fyrsta sinn í sög unni, að kvenmaður gerist forsætisráðherra. Ekkja Band aranaike, sem myrtur var 1 september sl., er 44 ára göm- ul og byrjaði stjórnarferil sinn á því að taka sér einn- ig embætti utarrt-íkis- og varn- armálaráðherra. Flokkur henn ar „Frelsis-flokkurinn“ vann í síðustu kosningum 75 sæti af 151 í fulltrúadeildinni. Tal- ið er, að það sem úrslitum kosninganna réði hafi eink- um verið áróður anlstöðu- flokkanna þess efnis, að óhugs andi væri að setja kvenmann í forsætisráðherrastól, því frúin valdist til forystu flokks síns skömmu eftir að maður hennar var myrtur. Pólverju vísuð úr lundi OSLO, 20. júlí (Reuter) — Einn af starfsmönnum pólska sendiráðsins hér, Jan Mlyn- arski, hefur verið beðinn um að yfirgefa landið. Skýrði talsmaður norska utanríkis- ráðuneytisins frá þessu í dag. Þessari ráðstöfun var svarað um hæl með því, að Pólverj- ar óskuðu eftir að skrifstofu- stjóri norska sendiráðsins í Varsjá, Reidar Ullevold, yrði á brott úr landinu. Samkvæmt upplýsingum frá norsku lögreglunni, hefur Mlynarski • átt samstarf við Stanislav Bocewski, norskan ríkisborgara af pólskum upp- runa, sem nýlega var dæmd- ur í 1 árs fangelsi fyrir njósn- ir í þágu austræns ríkis. —- Á humarveiðum Framh. af bls. 14. þess má humarinn ekki ver» nema tveggja nátta gamall er hann kemur á land. Á heimleið- inni sefur áhöfnin, að einum und anskildum, sem stendur vakt I brúnni, — fyrsta hvíldin eftir næstum tveggja sólarhringa törn. Laust upp úr hádegi leggst „Há- steinn“ að bryggjunni á Stokks- eyri eftir vel heppnaða veiðiferð, með 2 tonn og 88 kíló af krabba — tvö tonnin eru leturhumar —— landkrabbinn, fréttamaður MbL vegur 88 kílo. ~nöa Höfum opnað uítur eftir sumarfríið Tjarnarhárgreiðslustofan Lokað frá 23. júlí til 2. ágúst Jón Jóhansson & Co. heildverzlun Jjod'JCalikUfca Tannkrem. Til sölu RENNIBEKKUR 2 nietrar milli odda og SMIJRLYFTA fyrir stóra bíia. — Tilboð leggist inn á al'gr. Mbi. merkt: „Tækifærisverð — 0504“. Húsbyggjendur Gröfum húsgrunna, skurði og fl. — Uppmokstur híf- ingar, sprenginga.r. — Vanir menn — Sími 32889. Sparifjáreigendur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f.h. og 8—9. Margeir J. Magnússon Stýrimannastíg 9. Sími 15385.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.