Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. ágúst 1960 — Kongó Framh af bls 1 sínar 1 Luluaborg, höfuðborg Kasai, hefðu lagt hald á belg- iska flugvél, sem flutt hefði vopn og skotfæri frá Brazzaville til Bakwanga, en þar hefir Kalonji aðalstöðvar sínar. Borgin er byggð við eina mestu demanta- námu í Kongó. — „í Kasai hafa Belgíumenn, ásamt Kalonji, skipulagt óróa og upphlaup til að reyna að sölsa undir sig hin miklu demantaauðæfi héraðsins. Belgirnir nota sér ástandið til þess að stela eins miklu af dem- öntum og þeir komast yfir,“ sagði Lumumba. Hann sagði og, að Belgir væru að reyna að koma á flugsamgöngum frá Briissel til Kasai um Brazzaville. Um 90% af demantsframleiðslu Kongó er í Kasai. • „Tregt“ svar dr. Bunche Lumumba endurtók yfirlýsing- a rsínar um það, að Kongóstjórn hygðist taka í sínar hendur stjórn allra flugvalla og hafna í ríkinu. Kvaðst hann hafa ritað varaframkvæmdastjóra S. þ., dr. Ralph Bunche, um málið — og fengið „tregt“ svar. — „Samein- uðu þjóðirnar eru ekki hingað komnar til þess að hernema flug- velli okkar, heldur til að reka Belgíumenn brott,“ sagði Lum- umba í þessu sambandi. Hann skoraði á Hammarskjöld að sjá tii þess, að staðið yrði við sam- þykkt Öryggisráðsins, um að all- ar belgiskar hersveitir yrðu á brott úr Kongó „innan átta daga“. • „Hópur fasísta" Er Lumumba drap á óeirðirn- ar ,sem urðu í gær £ sambandi við setningu ráðstefnu Afríku- ríkja, sagði hann, að þar hefðu ekki pólitískir andstæðingar sín- ir verið að verki „heldur lítill hópur fasista, sem aldrei láta neitt tækifæri ónotað til þess að vekja óróa, einkum þegar frétta- menn „heimspressunnar“ eru nálægir." Kvað hann ljóst, hverj- ir hefðu verið að verki — „vissir hópar Evrópumanna". — Lum- umba upplýsti að hann hefði lát- ið lausa fjölskyldu Alberts Kol- or.ji (hann er flokksmaður Lum- umba, en andstæðingur sarnt),' en sú var ein af kröfum upp- hlaupsmanna í gær. Þetta hefði hann gert af mannúðarástæðum, en fólkið var handtekið rétt eftir að Kalonji lýsti yfir stofnun „Námaríkis“ síns. • „Pólitískt lögheimili" Lumumba skýrð.i frá því, að hann mundi halda flugleiðis til Stanleyville á morgun — og bauðst til að leyfa litlum hópi vestrænna blaðamanna að fylgja sér, til þess að þeir gætu séð með eigin augum, að Kongóþjóð- in styddi hann fullkomlega. Virt- ist þetta tilboð hans eins konar svar við mótmælum og svívirð- ingum upphlaupsmanna í gær. — Á það er bent, að Leopoldville er í hjarta þess landsvæðis, þar sem andstöðuflokkur Lumumba, Abako, hefir mest ítök — en Stánleyville er aftur á móti eins konar „pólitískt lögheimili“ for- sætisráðherrans. Yfirhershöfðingi belgisku herj anna i Kongó lýsti því yfir í kvöld, að allar belgiskar her- sveitir yrðu á brott frá Kongó um mánaðamót, ef ekkert óvænt kaemi fyrir. — Gheysen hers- höfðingi kvað skipun um þetta hafa komið frá Briissel í gær- kvöldi. — Nú eru 15.700 liðsmenn á vegum S.þ. í Kongó, og innan skamms munu bætast við 1300 manns frá Malaya og Arabiska sambandslýðveldinu. Alls óljóst er enn, hvort nokk ur opinber samþykkt verður gerð á ráðstefnu frjálsra Afríkuríkja, sem nú stendur í Leopoldville. Utanríkisráðherra Kongó, Bom- boko, hefir verið kjörin til for- seta ráðstefnunnar, sem standa skal fimm daga. Hún hófst í gær. / NA /5 hnutar / SV 50 hnútar ¥: Snjókoma t 06i *** V Skúrír R Þrumur mss KutíaM Hitaskit H. Hml L* Laqi I GÆR var sunnaingola og SV-land, Faxaflói og SV- skýjað vestanlands, en logn og mið: Sunnan gola og siðar léttskýjað austanlands. Lokið kaldi, skýjað, lítils háttar rign er í bili norðanáttinni, sem ing með morgninum. ríkt hefur óslitið að kalla, síð- Breiðafj., Vestf. og Faxa- an snemma í júlí. flóamið til Vestfjarðamiða: — í gær var brakandi þurrkur Sunnan kaldi fyrst, víða stinn á Norður- og Austurlandi, sól- ingskaldi síðdegis á morgun, skin og steikjandi hiti. Klukk- dálítil rigning þegar líður á an 15 í gær var 20 stiga hiti nóttina. í forsælu á Akureyri og Egils- Norðurland til SA-lands og stöðum og 19 stig í Skagafirði norðurmið til SA miða: Sunn- og í Möðrudal. an og SV gola, úrkomulaust Veðurhorfur kl. 10 í gærkvöldi og víða létt skýjað. Verkalýðssamtök styðja Kennedy WASHINGTON, 28. ágúst. — (NTB/AFP). — Hin sam- eiginlega yfirstjórn banda- rísku verkalýðssamtakanna Sabin-bóluefnið loks við- urkennt í Bandaríkjunum WASHINGTON, 25. ágúst. — Heilbrigðisyfirvöld Bandaríkj- anna hafa nú lýst yfir þvi, að lömunarveikibóluefni dr. Alberts Sabins, sem byggt er upp af lif- andi lömunarveikiveirum og tek ið inn í töflum, sé „hæft til notk unar í Bandaríkjunum“. Menn hefur greint á um það, hvort bæri fremur að nota, þetta „bólu efni“ og önnur sams konar, eða Salk-bóluefnið, sem gert er af dauðum veirum. — ★ — Bóluefni Sabins hefur verið notað í alimörgum loudum með góðum árangri. Einna víðtækust hefur notk-un þess verið í Sov- étríkjunum — og munu Rússar nota það nær eingögu. Einnig hefur Sabin-bóluefnið allmikið verið notað í Suður-Ameríku og Mexikó. — Það hefur verið reynt á stórum hópi fólks í Bandaríkj- unum, en hefur ekki fyrr en nú fengið opinbera viðurkenningu, sem „hæft til notkunar“. íslanc! á norræiini tónlistarhátíð DAGANA 3.—11. september fer fram í Stokkhólmi norræn tón- listarhátíð t?l að kynna ný tón- verk eftir núlifandi höfunda frá Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Island á tulltrúa á þremur konsertum. Á kirkjutónleikun- um 10. sept. verða í Jakobskirkju fluttar „lónizasjónir" fyrir orgel eftir Magnús Bl. Jóhannsson og á kammernljómleikum sama dag verða leiknar „Fimm skits- ur“ fyrir píanó eftir Fjölni Stef- ánsson í konserthúsinu. Á síðasta degi hátíðarinnar verður svo flutt í konserthúsinu „Intrada og konzóna“ eftir Hallgrím Helga- son. —i Að tónlistarhátíðinni standa sænska tónskáldafélagið, sænska „STEF“ og sænska útvarpið. Vaðandi síld á Húnaflóa SKAGASTRÖND, 25. ágúst. — Mótorbálturinn Mímir sá í gær- kvöldi vaðandi síld í austur- kanti Kolkugrunns. Báturinn varð einnig var við lóðningar. — Þórður. Er búizt við, að leyfð verði framleisðla bóluefnisins í Banda ríkjunum á næsta vori, og fram- leiðsla þess verði komin í gang haustið 1961. Skemmtiferð Hvatar Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt fer í skemmtiferð næstkomandi þriðjudagsmorgun, 30. ágúst. Verður farið um Grundarfjörð og sem leið liggur í Stykkishólm og gist þar. Á miðvikudag verður uimhverfi iStykkishólms skoðað og fenginn bátur og farið út í eyjar ef veður leyfir og áhugi er fyrir hendi. Aftur verður gist í Stykkishólmi og fimmtudaginn 1, sept. farið um Skógarströnd- ina og síðan sem leið liggur suð- ur, um Uxahryggi á Þingvöll. Þar lýkur þessari ágætu ferð með sameiginlegu borðhaldi. Upplýsingar um ferðina og far miðar fást hjá Maríu Maack, Þingholtsstræti 25, Gróu Péturs- dóttur, öldugötu 24 og frú Jacob- sen, Austurstræti 9. Eru konur, sem ætla að fara í þessa ferð, vinsamlegast beðnar um að vera búnar að sækja farmiða fyrir kl. 12 á mánudag. Bandarískur sendiráðsmaður sakaður um njósnir MOSKVU, 26. ágúst. (Reuter) Sovétstjórnin vísaði í dag úr landi George P. Winters, 39 ára gömlum efnahagsmála fulltrúa í bandaríska sendiráðinu hér, — fyrir framkomu, sem sé „ósæmi- leg sendiráðsfulltrúa“. — Þetta er í annað sinn á þrem vikum, sem sovétstjórnin vísar banda- rískum stjórnarerindreka úr landi. Fyrsta leiksýn- in"in í Hvoli LEIKFLOKKUR Þorsteins ö. Stephensens hefur í sumar ferð- azt um landið og sýnt gaman- leikinn „Tveir í skógi“ eftir Ax- el Ivers. Haldin hefur verið 41 íýning á Austur-, Norður- og Vesturlandi, alls staðar við á- gæta aðsókn. Á morgun mun leikflokkurinn sýna þennan gamanleik í hinu nýja og glæsilega félagsheimili Hvoli í Hvolhreppi. Verður það fyrsta leiksýningin í félagsheim- iíinu, sem vígt var um síðustu helgi. Um mánaðarmótin mun svo leikflokkurinn fara í leikför um Suðurland og er ætlunin að sýna í Keflavík, Grindavík, Akranesi, Selfossi, Hveragerði, Vest- mannaeyjum og Kirkjubæjar- klaustri, og ef til vill fleiri stöð- um. —■ Að þessum sýningum loknum mun flokkurinn sýna gamanleikinn í Reykjavík, og iiefjast sýningar hér fyrir miðjan næsta mánuð. í leikflokknum eru, auk Þor- steins Ö. Stephensens, leikaram- ir Helga Bachmann, Helgi Skúla- son, sem er einnig leikstjóri, og Knútur Magnússon. Tass-fréttastofan sagði, að það hefði nú komizt upp, að Winters og fleiri starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna, hefðu stundað njósnastarfsemi í samvinnu við Russell Langelle, öryggismála- fulltrúa sendiráðsins, sem vísað var úr landi í október s.I. Tass sagði, að Langelle hefði verið staðinn að verki, er hann var að afhenda bandarískum „út sendara" njósnafyrirmæli, skrif- uð með ósýnilegu bleki — og mikla peningaupphæð. — Er nú Winters talinn aðalsamstarfsmað ur Langelle, en gefið í skyn, að fleiri sendiráðsmenn séu meðsek- ir. 100 tonn HAFNARFIRÐI. — Um misrit- un var að ræða hér í blaðinu í fyrradag, þegar sagt var frá afla- brögðum togarans Keilis. Hann fékk í kring um 106 tonn af ýsu, en ekki 10 eins og ritað var. T áknrœn mistök Tímans { GÆR ver Tíminn miklu rúmi til þess að hæla Daníel Ágústínussyni, frv. bæjar- stjóra á Akranesi, fyrir störf hans í þágu bæjarfélagsins eft ir að 7 af 9 fulltrúum hafa lýst vantrausti á störf hans. M.a. birtir blaðið stóra mynd af hafnarframkvæmd- Íum sem það telur vera á Akra nesi og fylgir henni svofelldur texti: „Eitt af stórvirkjum þeim, unnin hafa verið á Akranesi hin síðustu ár und- ir forystu Daníels Ágústínus- sonar, bæjarstjóra er hin á- gæta og vandað höfn, sem þar er nú langt á veg komin.“ Það er kaldhæðni örlaganna að mynd þessa þekkir enginn Akurnesingur sem sé hún af Akraneshöfn. Kunnugir telja að myndin sé af höfninni í ÓI- afsvík. Mikið liggur nú við ef sækja þarf mynd vestan af Snæfellsnesi til þess að sanna framkvæmdaelju hins brott- rekna bæjarstjóra á Akranesi. AFL og CIQ samþykkti á fundi sínum í dag ályktunar- tillögu, þar sem skorað er á meðlimi samíakanna — sam- tals um 14 milljónir að tölu — að styðja frambjóðanda demókrata við forsetakosn- ingarnar, John Kennedy, og varaforsetaefni þeirra, Lynd- on Johnson. Aðeins ein stjórnarmeðlim- ur greiddi atkvæði gegn til- lögunni, Philip Randolph, blökkumaður, sem er formað- ur félags starfsmanna við svefnvagna. Hann kvaðst ekki sjá neinn verulegan mun á stefnu þeirra Kennedys og Nixons, frambjóðanda repú- blikana. Norrænir bændur á þingi DAGANA 17. til 18. þ.m. héldu bændasamtökin aðalfund sinn í Östersund í Jamtalandi, en í fyrra héldu samtökm fund sinn hér í Reykjavik. Fundinn sátu liðlega 120 full- trúar. Af íslands hálfu sátu fund inn þeir Sveinn Tryggvason, form. Framleiðsluráðs land'búnað arins, Pétur Ottesen, f. h. Bún- aðarfélags Islands, Ólafur Bjarna son í Brautarholti, Halldór Páls- son, búnaðarráðunautur og Helgi Pétursson, deildarstjóri SÍS. Aðalumræðuefni þingsins var samstarf búnaðarsamtaka á Norð- urlöndum við útflutning búnað- arvara, þannig að þau spillí ekki markaði hver fyrir öðru. Ennfremur voru ýmiss konar fé- lagsmál rædd. íslenzku fulltrúarnir komu heim í fyrrinótt. — Vaxandi ágreiningur Frh. af bls. 1 gagnrýnt það, að Rússar skuli hafa stutt ókommúniska leiðtoga þjóða, sem nýlega hafa hlotið sjálfstæði. Hann gaf það fyllilega í skyn, að Rauða-Kína vilji not- færa sér baráttu nýlendnanna fyrir sjálfstæði til þess að róa að byltingu. —• ★ — Zhukov sagði, að rangt væri að vanmeta framfaragildi lýð- ræðislegra frelsishreyfinga, sem ekki væri hægt að nefna sósíal- ískar, og líta á þær frá „lágum sjónarhóli kennisetninganna." Hann nefndi sem dæmi Indland, Indónesíu, Arabiska sambands- lýðveldið, Irak og fleiri lönd í Asíu og Afríku. • HEFIR BRÉFIÐ BORIZT HINGAÐ Sá kvittur kom upp fyrir nokkrum dögum (og er talinn á rökum reistur), að kommún- istaflokkur Rússlands hafi sent út dreifibréf til bræðraflokk- anna víðs vegar um heim, þar sem lögð sé áherzla á, að styrjöld milli kommúnistaríkjanna og auðvaldsríkjanna sé alls ekki óhjákvæmileg — eins og hinir kínversku kommúnistaforsprakk- ar vilja halda fram. — ★ —• Vakin er athygli á því, að aðal- málgagn a.-þýzka kommúnista- flokksins, „Die Einheit" í A,- Berlín, studdi í dag afstöðu Rússa til þessa máls. — Blaðið sagði: — „Marx-leninistar væru ekki marx-leninistar .... ef þeir léðu eyru þeirri stórhættulegu full- yrðingu, að ógnir atómstyrjaldar verði ekki umflúnar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.