Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 27. ágúst 1960
Tindasfóll" vann
héraðsmót UMSS
//
HSÉRAÐSMÓT Ungmennasa.n-
bands Skagafjarðar haldið á
Sauðárkróki 13.—14. ág. 1960.
Fyrri hluti mótsins fór fram á
laugardag og hófst kl. 16.
Á sunnud. hófst mótið kl. 13,30
með því að skátar og íþrótta-
menn, gengu undir fánum frá
Barnaskólanum og inn á íþrótta-
völl. Þar setti form. samb.,
Guðjón Ingimundarson, mótið
Minntist hann Péturs Hannes-
sonar, sem látizt hafði daginn
áður í Reykjavík. Þá minnti
hann á 50 ára starf sambandsins,
en það var stofnað 1910 og á því
50 ára starf að baki.
Hófst þá messa. Séra Þórir
Stephensen prédikaði en Jón
Björnsson frá Hafsteinsstöðum
stjórnaði almennum söng.
Richard Beck, prófessor, var
boðinn velkominn og tók hann
stðan til máls. Flutti hann er-
indi um Vestur-íslendinga og
tengslum við heimalandið.
Form. samb. færði Oddvúnu
Guðmundsd. áritaðan oddíána
sambandsins vegna afreks henn-
ar í kúluvarpi kvenna á meist-
aramóti fslands í Reykjavík 6.
ág. sl.
Að þessu loknu hófst íþrótta-
keppnin. Veður var ekki hag-
stætt, norð-austan allhvass og
kalt.
Keppt var um verðlaunabikar
sem Umf. Tindastóll hafði gefið
sambandinu í afmælishófi þess
í vor. Ennfremur var keppt um
bikar, sem Árni Guðmundsson
skólastj. íþsk. ísl. hafði gefið og
vinnst hann með hæstum saman
lögðum stigum úr sundmóti sam
bandsins og héraðsmóti þess.
Umf. Tindastóll vann héraðs-
mótsbikarinn með 103 stigum nú
í 1. sinn. Umf. Hjalti hlaut 58
stig.
Um.f Tindastóll hlaut einnig
Á. G. bikarinn með samanlögð-
um stigum úr sundm. og hér-
aðsm, alls 184 stigum. Umf.
Hjalti hlaut 58 stig en Umf.
Fram 37 stig.
Úrslit í einstökum g»einum:
100 m hlaup:
1. Ragnar Guðmundsson H 11,4
2. Stefán Guðmundsson T 11.5
3. Sig. Armannsson T 11.6
400 m hlaup:
1. Ragnar Guðmundsson M 58,0
2. Stefán Friðriksson T 59,4
3. Eiríkur Jónsson H 61,5
1500 m hlaup:
1. Stefán Friðriksson T 5:03,6
2. Tómas Þorgrímsson H 5:04,7
3. Björn Jóhannsson H 5:12,0
3000 m. hlaup:
1. Björn Sverrisson H 11:13,4
2. Tómas Þorgrímsson M 11:13,5
3 Björn Jóhannsson H 11:19,4
Hástökk:
1. Astvaldur Guðmundsson T 1.63
2. Ragnar Guðmundsson 11 1,63
3. Þorvaldur Oskarsson H 1.53
Langstökk:
1. Ragnar Guðmundsson M 6,17
Sendiherra Bandaríkjanna
í aðalstöðvum Atlantshafs-
bandalagsins í París, Burgess,
kom hingað til lands 22. ágúst
og tóku á móti honum bæði
Badaríkjamenn og íslending-
ar. Burg-ess er hér lengst til
hægri, en aðrir eru, taldir frá
vinstri: Hörður Helgason, ut-
anríkisráðuneytinu, Tyler
Thompson, sendiherra Banda-
ríkjanna hér, Haraldur Krö-
yer, settur deildarstjóri í ut-
anríkisráðuneytinu.
2. Astvaldur Guðmundsson T 5,95
3. Jón Helgason T 5,46
Þrístökk:
1. Ragnar Guðmundsson H 12,59
2. Sigm. Pálsson T 12.40
3. Astv. Guðmundsson T 22,37
Kúluvarp:
1. Guðm. St. Guðmundsson T 11,27
2. Sigmundur Pálsson T 10.95
3. Þorvaldur Oskarsson H 10,85
Kringlukast:
1. Sigm. Pálsson T 30,92
2. Gunnar Flóventsson T 30,13
3. Asbjörn Sveinsson T 30,11
Spjótkast:
1. Asbjörn Sveinsson T 43.54
2. Sigurður Armannsson T 40,60
3. Jón Helgason T 37,10
1000 m boðhlaup:
1. A-sveit Tindastóls 2:31,0
2. B-sveit Tindastóis 2:16,0
Kvennagreiitar
80 metra hlaup:
1. Iris Sigurjónsdóttir T 11,4
2. Anna Guðmundsdóttir T 11,8
3. Dröfn Gísladóttir H 11,9
Langstökk kvenna:
1. Oddrún Guðmundsdóttir T 4,34
2. Dröfn Gísladóttir H 3,95
3. Iris Sigurjónsdóttir T 3,90
Kúluvarp:
1. Oddrún Guðmundsdóttir T 9,57
2. Þórdís Friðriksdóttir T 7,24
Kringlukast:
1. Oddrún Guðmundsdóttir T 28,17
2. Steinunn Ingim. T. 23,08
3. Þórdís Friðriksdóttir T 21,28
— Jón.
* Skógarþrestir í
ísteypibað^
Maður nokkur í Reykjavík
kom úr sumarfríi fyrir nokkr
xxm dögum. Þar sem þurrkar
hafa gengið svo lengi, lét
hann það verða sitt fyrsta
verk að fara út í garðinn til
að vökva. Tveir skógarþrestir
sveimuðu yfir höfði hans
meðan hann var að sprauta
vatninu. Loks stakk hann nið
ur tréstöng og kom slöngunni
þannig fyrir að vatnið spraut-
aðist yfir grasbalann.
Skógarþrestirnir létu ekki
á sér standa. Þeir komu
þjótandi undir bununa og
snurfusuðu á sér fjaðrimar.
Þarna tóku þeir sér sem
sgat steypibað í garðinum,
og flugu svo ánægðir í burtu.
+ Missti farangurinn
Gestir sem komu í skála
Ferðafélagsins í Hvítárnesi
um síðustu helgi. veittu því
athygli að Englendingur hafði
V
. (\
>•-
"/jHcCkjé HZauAs&vP:
IMYNDUN
Á HEIMSSTYRJALDARÁRUNUM síðari sagði ungur
brezkur hermaður mér eftirfarandi sögu:
Hann var á strönd Dunkirks og beið eftir skipi, sem
átti að flytja hann yfir til Englands.
Það var gerð sprengjuárás á ströndina, sagði hann,
en ég var ekkert hræddur. Sprengjurnar féllu niður
langt frá mér og skipin voru líka að koma og ég vissi
að þess yrði ekki langt að bíða. Til allrar óhamingju
hafði ég með mér ferða-viðtæki og stillti það á BBC
í London. Þulurinn var að lýsa ströndinni sem ég var
einmitt staddur á. Nú, jæja, það var svo hræðilegt að
ég þoldi það ekki og flýði.
ímyndunin er móðir óttans. í gær mættir þú vin-
konu þinni og hafðir hugboð um, að það væri kuldi
á milli ykkar. Þú reyndir að geta þér til um orsökina
og áhyggjurnar vörnuðu þér svefns um nóttina. Hvað
gekk að henni? Nú, jæja, það vill nú svo til að ég veit
það, vegna þess að hún sagði mér það. Hún var nýbú-
in að kaupa sér nýja skó. Þeir særðu hana og hún
hugsaði ekki um neitt annað.
Leyfðu ímyndunarafli þínu aldrei að skýra leynd-
ardómsfull merki. Það er aðeins um tvær skynsam-
legar leiðir að velja, þegar svo ber undir. Annað hvort
að gleyma þeim þegar í stað, eða ganga beint til við-
komandi aðila og spyrja: „Er nokkuð að?“
Annað dæmi. Þú ráðgenr skemmtiferð til Evrópu.
Það verður í fyrsta skipti sem þú ferð yfir úthafið.
Skyndilega vaknar ímyndunarafl þitt. „Að vera tutt-
ugu þúsund fet fyrir ofan hafið.... Það hlýtur að vera
ægilegt.“ Raunverulega ertu öruggari í flugvélinni,
en gangandi úti á götu í stórri borg. Hundraðstala
flugslysa er tiltölulega lítil. En ímyndunaraflið náði
taki á huga þínum og málaði heiminn svartan.
Sami er sannleikurinn um hættur á styrjöld eða
stjórnarbyltingu. Ekki svo að skilja að styrjöld sé
óhugsandi, en mundu aðeins hversu þér var oft sagt
það, að atómstyrjöld væii óumflýjanleg innan næstu
sex mánaða og hversu oft ekkert slíkt gerðist.
„Já“, munt þú segja, — „en mundu sjálfur hversu
oft atburðir gerðust: Það sem raunverulega gerist er
verra.“ Ég er ekki á sama máli. Nei, það er ekki alltaf
verra. Oft rættist vel úr hættulegu ástandi. Sann-
leikurinn er sá, að raunverulegir atburðir eru venju-
lega mjög frábrugðnir þeim sem við höfðum séð
fyrir. Þess vegna er betra að vera rólegur og við öllu
búinn. Ef þú leyfir ímyndunarafli þínu að kvelja þig,
muntu þjást tvisvar. Þú munt þjást af raunverulegri
óhamingju eins og allir aðrir og þú munt auk þess
þjást af ímyndaðri óhamingju. Vertu ekki þitt eigið
fórnardýr.
skilið þar eftir orðsendingu
til þess, sem hafði tekið
tjaldið hans í plastumbúðum
á skálaloftinu, og bað hann
að skila því.
Það er vissulega leitt til
þess að vita, að ferðafólk uppi
í óbyggðum skuli hirða þann-
ig eigur samferðamanna
sinna. Og þegar um útlend-
inga er að ræða, eins og í
þetta sinn, er skaðinn
meiri. Það er ekki aðeins miss
ir eignanna, sem er bagaleg-
ur, heldur getur þetta ger-
eyðilagt dýra ferð um langan
veg. Ekki er um annað að
ræða en snúa við og hætta
ferðalaginu, þegar farangur-
inn er horfinn.
^Jjjarangurinn
í sama bíl
Því miður mun það vera
algengt að hlutir hverfi þann
ig úr skálum inni i óbyggð-
um. Og ekki aðeins þar, held-
☆
FERDIM AIMD
ur einnig af gangstéttum við
langferðabíla og hvar sem er
á ferðalögum. Fólk verður
því að líta vel eftir farangri
sinum, einkum þegar hann er
tekinn af bílnum eða látinn
upp á, og skilja hann aldrei
eftirlitslausan á gangstéttum
við bílana eða á víðavangi.
Aftur á móti hlýtur það að
koma í hlut bílstjóranna eða
fararstjóranna, að sjá um
farangur farþega, ef þeir af
einhverjum ástæðum láta
fólkið fara í annan bíl en
farangurinn og verða þannig
viðskila við hann. Þetta mun
því miður ekki alltaf vera
gert. Ég hefi frétt af stúlk-
um, sem um daginn voru
látnar víkja úr bílnum, þar
sem farangurinn þeirra var,
þegar selflytja þurfti fólkið í
bæinn vegna bilunar á einum
eða fleiri bílum. Farangri
þeirra var svo hent í reiði-
leysi í miðbæinn, og er þær
komu löngu seinna sjálfar
var hann allur á bak og burt.
Töldu fararstjórar sig enga
ábyrgð bera á dóti farþega,
ættu sjálfir að gæta eigna
sinna. Ef það er skilningur
þeirra sem sjá um ferðalög-
in, þá verða farþegar líka að
neita að víkja frá farangri
sínum. Ekki er ferðaútbún-
aður svo ódýr að ferðafólk
hafi efni á að tapa því sem
það er búið að eignast.