Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 17
Laugardagur 27. ágúst 1960 17'' MÖRCVISBL AÐIB Sigríúur Stefánsdóttir Fædd 12. 10. 1863. Dáin 19. 8. 1960, í DAG verður til moldar borin að Borg á Mýrum Sigríður Stef- ánsdóttir, húsfreyja frá Tandra- seli í Borgarhreppi. Hún andað- ist að Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund þann 19. þ. m., næst- um 97 ára að aldri. mörg önnur fjallabýli á þessu landi. Sigríður var mjög vel gefin kona, fróðleiksfús og stálminn- ug. Hið óvenjulega þrek hennar entist til síðustu stundar. Las hún gleraugnalaust síðasta dag- inn sem hún lifði og vann ýmsa handavinnu. Eftir að Sigríður missti mann sinn og hætti búskap, dvaldist hún hjá börnum sínum þar til síðustu árin, á Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund. Allt af var hún kát og hress og kvartaði aldrei og fannst lítið til um þá, sem það gerðu. Eftir langa ævi og oft erfiða, hefur Sigríður frá Tandraseli fengið hvíld. Blessuð sé minning hennar. Fr. Þórðarson. KVEDJA frá bornutn hennar. Hér upp við fjöllin fæddist þú og festir við þau tryggð, og síðan ást þín traust og trú var tengd við þessa byggð. Þú gekkst að störfum glöð og sterk, það gáfust vel þín ráð. Hver dyggur er við dagteg verk mun Drottinn veita náð. Þú ólst þín börn við erfið kjör — en oft var dýrmæt stund við bænarorð og bros á vör og blíða móðurlund. Við eigum margt að þakka þér — og það við finnum nú sá neisti með oss ennþá er sem innra kveiktir þú, Það var úr hverjum vanda leyst og vel að óliu gáð. Og gott það var að geta treyst á góðrar móður ráð. Og fagurt enn við fjöllin er, þar flestir una hag. Og loks til nvíldar leggst þú hér frá löngum vinnudag. Með klökkum hug við kveðjum þig — því komin er sú stund. Þig leiði englar ljóssins stíg á ljúfra vina fund. N. Sigríður var fædd 12. okt. 1863 að Borg á Mýrum og voru for- eldrar hennar Steinvör Þorbergs- dóttir og Stefán Þorkelsson, sem þá voru þar vinnuhjú hjá séra Guðmundi Bjarnasyni. Sigríður ólst upp hjá föður sínum, sem um það leyti hóf bú- skap og bjó lengi á Litla-Fjalli í Borgarhreppi og var talinn með gildustu bændum hreppsins. Sigríður átti nokkur hálfsystkini, samfeðra, en þau eru öll dáin, nema Guðrún, sem enn mun á j lífi í Ameríku. Ung trúlofeðist Sigríður Guð- j mundi Guðmundssyni, ungum manni úr sveit sinni, en hann lézt eftir stutta sambúð. Eignuð- ust þau tvö börn, Ágústu, hús- freyju að Áifártungukoti í Alfta- neshreppi, og Þorberg, er um skeið bjó í Þerney og andaðist ; árið 1952. Eftir lát unnusta síns stóð Sig- ríður ein uppi með tvö ung börn og fór í vinnumennsku til að geta séð fyrir þeim. Árið 1896 giftist hún Hannesi Vilhjálms- syni frá Þursstöðum og reistu þau bú í Tandraseli, efstu jörð í Borgarhreppi, og bjuggu þar til þess er Hannes andaðist árið 1921. Þau Hannes eignuðust 5 börn og eru fjögur þeirra á lífi, Vil- hjálmur, búsettur i Borgarnesi, Rannveig og Valgerður, hús- freyjur í Reykjavík, Stefán, bif- reiðarstjóri í Reykjavík, og Karl, sem dó ungur árið 1924; auk þess ólu þau upp sonarson Sigríðar, Núma Þorbergsson, verzlunar- mann í Reykjavík. Tandrasel var litil jörð og lá upp til fjalla. Þar var vetrar- ríki mikið, emangrun og fáförult á vetrum. En þegar voraði breytti allt um svip. í Tandra- seli er óvenju sumarfagurt. Hamraveggur rís á bak við bæ- inn en fyrir framan liðaðist áin silfurtær um eyrar og grundir milli fagurra klettaborga og skógivaxinna ása, en inn til af- réttarins getur að líta grænar brekkur og gljúfragil. Á þeim árum var alfaraleið að sumar- lagi um Langavatnsdal á milli Dalasýslu or Borgarfjarðar og lá vegurinn svo að segja um hlaðið í Tandraseli. Vor og haust voru fjallleitarmenn og smalar dag- legir gestir í Tandraseli og fáir fóru þar framhjá garði. Af litlum efnum en mikilli gestrisni var öllum veittur beini af þeirri hlýju og gleði sem þeim Tandra- selshjónum var svo eiginleg og var oft til þess tekið hvað litla baðstofan í Tandi-aseli gat rúm- að og sannaðist þar, „að þar sem er hjartarúm þar er húsrými". Allur heimilisbragur í Tandra- •eli mótaðisi af prúðmennsku húsbóndans og skörungsskap hús freyjunnar og frábærum góðviija beggja. Nú er gamli bærinn í Tandraseli rústir einar,. sem BREIÐFIRÐINGABUÐ Gömlu dansarnir í kvöld klukkan 9. Hljómsveit Árna Isleifssonar. Söngvari: Sigríður Magnúsdóttir Dansstjóri: Helgi Kysteinsson. Sala aðgöngumiða hefst ki. 8. Sími 17985. Breiðfirðingabnð. Haustsýningin í Frankfurt verður haldm 28. ágúst til 1. september Helztu vöruflokkar: VEFNAÐARVÖRUR GLERVÖRUR SNYRTIVÖRUR SKRIFSTOFUVÖRUR PAPPÍSVÖRUR o. s. frv. Upplýsingar og aðgönguskírteini lijá oss Ferðaskrifstofa Ríkisins Sími 1-15-40 IÐNO IÐNO ROCK HÁTÍÐIN 1. þáttur í kvöld Hvergi eins fjölbreytt skemmtiskrá: ^ DISKO ' sextett með Rögnvaldi tenórsaxafónleikara HARALD G. HARALDS. JÚNIOR - kvartett ÞÓR NILSEN ★ ★ ★ Strákar! Nú höfum við eitt alveg nýtt: Það verður kosinn: „Gjörvulegasti karlmaður kvöldsins“ Á ,,mafseðlinum“ í kvöld höfum við m. a. eftirtalin lög: It’s now or never. — Happy go lucky-me. {★} HITTUMST ÖLL í KVÖLD IÐNO IÐNO R—1 Til 100 R—101 — 200 R— R— R—401 R—501 201 — 300 301 — 400 500 600 -601 — 700 Auglýsing um skoðun reiðhjóla með hjálparvél í lögsagnaiumdæmi Reykjavíkur Aðalskoðun reiðhjóla með hjálparvél fer fram í bifreiðaeftirliti ríkisins, Borgartúni 7, sem hér segir: Miðvikudaginn 31. ágúst Fimmtudaginn 1. sept. Föstudaginn 2. sept. Mánudaginn 5. sept. Þriðjudaginn 6. sept. Miðvikudaginn 7. sept. Fimmtudaginn 8. sept. Föstudaginn 9. sept. Skoðun á reiðhjólum með hjálparvél, sem eru í notkun hér í bænum, en skrásett ann- ars staðar, fer fram 5. til 8. sept. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hvert reiðhjól sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að vátryggingar- iðgjald ökumanna ber að greiða við skoðun Vanræki einhver að koma reiðhjóli sínu til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og reiðhjólið tekið úr umferð, hvar sem til þess næst. Þetla tilkynnist öllum, sem hlut eifta að máli. l.ögreK'nstjórinn í Re.vkjavík, 25. ágúst 1960 Sigurjón Sigurðsson R- R- -701 800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.