Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 18
Danskur íjDróttamaður fékk sólsting og lézt Eftir keppnina i gær, er Lance Larson líklegastur til sigurs í 100 m skriðsundina. — Hörð barátta Banda- ríkja- og Ástralíumanna HIN geysiharða og tvísýna keppni Bandaríkjamanna og Ástralíumanna í sundi á fyrsta keppnisdegi Olympíuleikanna, gaf til kynna, hvernig búast má við að keppni leikanna verði. Sundkeppnin byrjaði með 100 m frjálsri aðferð karla, en þar náði beztum tíma Bandarikja- maðurinn Lance Larson, er hann vann 6. riðil á 55,7 sem er aðeins 3/10 sek. frá heimsmeti Ástralíu mannsins John Hendricks. í>átt- takendur í 100 m sundinu voru 51 og tímar eru látnir ráða hverjir komast í undanúrslit. Meðal þeirra sem komust í undanúrslitin voru Ástralíumenn irnir Hendricks, sem vann sinn riðil á 56,9 sek. John Davitt, sem einnig vann sinn riðil á 56,0 sek. R. Hunter, Bandaríkin (56,6), R. Pound, Kanada, (56,7), Dos Sant os, Brazilíu (56,3), G. Dobay Ung verjalandi (56,5), Lantos, Ung- verjalandi (57,4), Lindberg, Sví- þjóð (57,1), . Burer, S-Afríku (56,3), K. Ishihara, Japan (57,5) og Kaykko, Finnlandi (56,8). Tímarnir í sundinu gefa glögga mynd af framförum þeim, sem hafa átt sér stað í sundinu frá síðustu Olympíuleikum í Mel- bourne, en þá náði aðeins einn að synda undir 57 sek. í undan- rásunum. RÓM í GÆRKVELDI í undanúr- sltum 100 m skriðsundsins, sem fóru fram síðdegis í dag, háði Lance Larson harða baráttu við landa sinn Brunce Hunter og kom aðeins sjónarmun á undan honum í mark. Tími Larsons 55,5 eða 1/10 sek. betri en í undanrás inni um morguninn, er hann synti á 55,6 sek. Þesir tímar eru þeir beztu, sem náðust í 100 m sundinu í gær. Bæði Larson og Hunter verða því í úrslitakeppn- inni. • Hendricks ekki 1 úrslitum. Mesta áfall áströlsku sund- mannanna var, er fyrrverandi Ol ymíumeistarinn og methafi John Hendricks féll úr keppninni, með því að verða 4. í sínum riðli í undanúrslitunum. Riðilinn vann landi hans og heimsmethafinn á vegalengdinni John Devitt, eftir geysiharða keppni við Kanada- manninn Dick Pound, sem varð annar. íþróttablaðið SPORT Ítalía vunn fyrsta gullið Gestgjafalandið Italía vann fyrsta gullið á Olympíuleik- unum, er 4ra manna sveit þeirra vann 100 km hjólreiðar keppnina. Þjóðverjar urðu aðrir og unnu þar með 1. silfurverðlaunin ogr Rússar þriðju og unnu þar með 1. bronzverðlaunin. ÁGÚSTHEFTI íþróttablaðsins Sport er nýkomið út, óvenju fjöl- breytt að efni og myndum og fró- gangur allur til fyrirmyndar. Af efni þess má nefna: Viihjálmur jafnar heimsmetið, 4ra landa- keppníníósló, ísl. handknattleiks stúlkur nr. 2 á Norðurlandamóti, Knattspyrnurabb, Landsleikir við Norðmenn og Þjóðverja, Sund- meistaramótið, Skauta- og Skíða- mót íslands, Erlendar fréttir, Stórstígar framfarir í sundinu, Ffjálsíþróttamótin í sumar, lands mótin í handknattleik, glímu, golfi, körfuknattleik, badminton, knattspyrnu og frjálsum íþrótt- um — og síðast, en ekki sízt 20 manna afrekaskrá karla og kvenna í sundi og frjálsum íþrótt um fyrir sl. ár, en til samanburð- ar er svo birt samskonar skrá yfir beztu afrekin á þessu ári. Á ritstjórinn, Jóhann Bern- hard, lof skilið, ekki aðeins fyrir þetta smekklega blað, heldur jafnfiamt fyrir þann ótvíræða menningarsvip, sem hann hefur sett á ísl. ílþróttabókmenntir und- anfarin 20 ár — eða allt frá þvi að hann hótf ritstjóraferil sinn í þágu ísl. íþrótta. Með fullri virð- ingu fyrir öðrum ílþróttafrömuð- um, þá var það Jóhann Bernhard, sem vann það ómetanlega braut- ryðjandastarf m. a. með Árbók íþróttamanna, að leggja raunhæf drög að íþróttasögu íslands frá því um aldamótin. Var það verk hans svo vel af hendi leyst, að fáir munu eftir leika, enda hefur útgáfa Árbókarinnar nú alveg lognazt útaf í höndum þeirra, sem F) amh. á bls. 19 RÓM, 26. ágúst. — Meðan sundmennirnir háðu harða og tvísýna baráttu í sund- keppni Olympíuleikanna, háði danski hjólreiðamað- urinn, Knut Enemark, dauðastríð í sjúkrahúsi í Róm. Knut Enemark var keppandi í 100 km. hjól- reiðakeppninni, sem fram fór i gærmorgun í steikj- andi hita og sólskini. Ene- mark fékk sólsting og féll í yfirlið og var fluttur í sjúkrahúsið þar sem hann lézt nokkrum klukkustund- um síðar. Knut Enemark var 23 ára gamall. Hitinn í gær var geysi- Iegur, yfir 38 gráður á Celsius og hefir hann vald- ið miklum veikindum með- al íþróttafólksins, sem leggst unnvörpum í rúmið. 76 ára stúlka setur Olympíumet RÓM, 26. ágúst: — Bandaríska stúlkan Christine von Saltza setti nýtt Olympíumet í gær í 100 m skriðsúndi kvenna. Von Saltza er 16 ára skólatelpa frá borginni Santa Clara í Kaliforníu. Tími hennar var frábær. Hún klauf vatnið á geysi hraða og synti vegalengdina á 61,9 sek. og ruddi þar með Olympíumeti áströlsku stúlkunnar Dawn Fras er, 62,0 sek. er sett var 1956 í Melbourne. Frazer er nú 23 ára gömul og hafði synt vegalengd- ina nokkrum mínútum fyrr á 62,1 sek. — Undanúrslit fara fram í þessu sundi á morgun og munu þá Von Salza og Frazer keppa sín í hvorum riðlinum. í dýfingar-keppninni hafði þýzka stúlkan Ingrid Kramer náð forustunni með 56,23 stigum eftir fyrstu fjórar æfingarnar. Önnur var bandaríska stúlkan Paula Pope með 52,67 stig. í dag verður keppt í þremur af þeim sex dýfingargreinum, sem eftir eru. Frarn vann 3. flokk í FYRRAKVÖLD vann 3. flokk- ur Fram Víking í úrslitaleik Landsmóts 3. flokks í knatt- spyrnu 2:0. Jón Magnússon stjórn armeðlimur KSÍ afhenti hinum ungu Frömmurum sigurlaun, bik ar sem Lúliabúð gaf 1954 og unnu Fram drengirnir bikarinn til eignar. Fyrsta Olympíumetið R Ó M, 26. ágúst. — Fyrsta Olympíumetið var sett þegar i gærmorgun, er þýzka sundkonan Wiltrud Ursulmann bætti 200 m bringusundsmetið í 2 mín. 52 sek. Gamla metið átti landi henn- ar, Ursula Happe, 2 mín. 53.1 sek., sett á Olympíuleikunum í Melbourne 1956. Tími Ursulmann er eftirtektarverður fyrir það að nú er ekki leyft að taka sundtök í kafi eins og var gert á síðustu Olympíuleikum. Heimsmetið í þessu sundi á brezka sundkonan A. Lonsbrough, 2.50,3 mín. — A. Lonsbrough synti í 2. riðli keppninnar og vann á 2.53.3 mín. — I þessu sundi komast 8 konur í úrslitakeppnina. Wiltrud Urselman setti fyrsta Olympiumeiið. KR-ingar í Skotlandsför 3. og 4. fl. fara með Gullfossi i dag til Edinborgar STÆRSTI hópur, sem nokkru sinni hefir farið héðan utan í knattspyrnu- og skemmtireisu, fer til Skotlands með Gullfossi í dag. Hér er um að ræða hóp KR-inga, 41 talsins úr 3. og 4. flokki félagsins. Fararstjóri er Sigurgeir Guð- mannsson, en auk hans eru í för inni Guðbjörn Jónsson, þjálfari, Jóhann Bogason, umsjónarmaður KR-heimilisins og Magnús V. Pétursson, dómari. Frá Skota hendi hefir maðuf að nafni Douglas Smith, búsettur í Glasgow annast allan undirbún- ing dvalarinnar í Skotlandi, en þar munu drengirnir dvelja í 12 daga. Drengirnir munu búa á far fuglaheimilum og hefir Farfugla deild Reykjavíkur aðstoðað KR í því sambandi. Meðan dvalið er í Skotlandi munu drengirnir dvelja lengstan tíma við hið fagra Loch Lomand vatn, sem er einn fegursti staður Skotlands. í förinni munu drengirnir keppa 3 kappleiki, miðvikudag- inn 31. ágúst við drengi á svip- uðu reki. Leikið verður við Drumchapel Amateurs í Dum- barton, Dumbartonshire West Schools í Dumbarton og gegn Dumbarton Castie Rovers í Dum barton. Meðan drengirnir dveljast í Skotlandi munu þeir "á tækifæri til að skoða hina frægu skipa- smíðastöð John Brown í Clyde- bank, en þar voru risaskipin Queen Mary og Queen Elisabeth smíðuð. Farið verður í skemmti- reisu um Clyde-fjörðinn og „Kyles of Blues“ sundið umhverf is Bute-eyjuna. Og laugardaginn 3. september horfa drengirnir á Glasgow Rangers leika á heima- velli, sem tekur 120.000 áhorfend ur. í Edenborg keppa svo drengirn ir 3 leiki mánudaginn 5. septem- ber. Síðan verður farið um borð í Gullfoss og haldið heim til Rvík ur. Þessi för drengjanna hefir ver- ið í undirbúningi í heilt ár. Allir drengirnir hafa æft vel undir för ina undir handleiðslu Guðbjörns Jónssonar og Arnar Steinsen, sem gat ekki farið í förina, vegna 1. deildar mótsins. Árangurinn sýndi sig í Reykjavíkurmótinu í ár, er flokkarnir unnu fjórfaldan sigur (3A, 3B, 4A og 4B). Förin er kostuð af drengjunum sjálfum, sem hafa unnið mikið s.l. ár og sparað vel til að geta átt fyrir kostnaðinum. Blaðomenn eiga í stríði RÓM, 26. ágúst: — Allskonar erfiðleikar hafa þjáð erlendu blaðamennina, sem komnir eru til Rómar. I morgun olli það þeim miklum erfiðleikum, er sundkeppnin hófst að láðst hafði að afhenda þeim sund- skár. Þá var tími Bandaríkja mannsins Larson fyrst gefin upp 55,1 sek., sem hefði verið nýtt heimsmet, en síðan leið- réttur í 55,7 sek. Ætlaði þá allt af göflunum að ganga og blaðamennirnir sendu hörð mótmæli til íorráðamanna sundkeppninnar. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.