Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 13
Laugardagur 27. ágúst 1960 ntOKCVJSBinÐIÐ 13 Bridge *♦* ♦♦♦*♦♦ *♦♦ *♦♦ *♦* ♦♦* ♦♦♦ *♦ SPILIÐ, sem hér fer á eftir, er mjög lærdómsríkt. Ekki þó sök- um þess hve vel það var spilað, heldur vegna þess hve illa spil- ararnir spiluðu, bæði sagnhafi og varnarspilarar. — Sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur pass pass 1 ¥ dobl 1 * 2 A 2 ¥ 3 * 3 V 4 * 4 ¥ pass pass dobl allir pass * Á K 10 9 5 A 364 ♦ 82 * 7 5 3 Sigurður Akranesi Vigfússon - sextugur Ferð fil Ítalíu A ¥ ♦ 8 7 6 4 2 Á K G 7 5 + K D 9 N V A 3 K 10 5 10 6 3 Á G 10 8 4 2 * ¥ ♦ * D G 2 Á D G 9 7 3 D 9 4 6 Vestur lét út tígulkonung og fékk þann slag. Næst lét Vestur út laufakonung og þar sem Aust- ur lét áttuna í, þá hélt Vestur áfram með laufið, en nú tromp- aði Suður. Suður lét nú út spaða, drap í borði og svínaði hjarta Aftur lét Suður út spaða, en nú trompaði Austur. Austur lét því- næst út tígul, sem Vestur drap og spilaði síðan spaða, sem Aust- ur trompaáj og varð spilið þannig 2 niður. Það, sem er einkum lærdóms- rikt við spil þetta, er, að varnar- spilararnir gáfu sagnhafanum möguleika á að vinna spilið, mögulekia, sem auðveldlega mátti komast hjá. Sagnhafinn notfærði sér ekki veika vörn andstæðinganna. — Þegar hann hefur trompað laufið í öðrum slag þá á hann að láta út tígul. Nú er sama hvað andstæð- ingarnir gera, hann á tvær inn- komur á borðið til að svína hjartanu (trompa tígul og spaða). Hann gefur þannig einn slag 4 lauf og tvo á tígul. Austur getur aftur á móti bægt þessari hættu frá með því að drepa laufakonung með laufa- ás og láta út spaða. Hann fær þannig örugglega slag á tromp, því sagnhafinn á ekki nema eina innkomu á borðið, og getur þar af leiðandi ekki svínað hjarta nema einu sinni. Ekki þýðir heldur fyrir hann að spila tígli, því þá fer Vestur inn og lætur út soaða, sem Austur trompar. NÝLOKIÐ er hópferð Ferðafé- lagsins Útsýn um Mið-Evrópu. Farið var utan með m/s Gull- fossi og ferðast með bifreið um Danmörku, Þýzkaland, Sviss og Frakkland en komið heim með flugvél frá París. Voru farþeg- arnir í sjöunda himni og róm- uðu allt fyrirkomulag, aðbúnað og þjónustu á ferðalaginu Síðasta ferð Útsýnar í sumar hefst 4. sept. og gefur þátttak- endum kost á að lengja sumarið með 22 daga dvöl á Ítalíu og Bláströnd Frakklands. Septem- ber er vinsælasti ferðamánuður- inn á Ítalíu, hiti hæfilegur, á- vextir landsins glóa í allri sinni litadýrð, og uppskeran stendur yfir. Ferðast vtVSur með flugvél Flugfélags íslands til Glasgow og stanzað einn dag í Skotlandi. Verður þá farið í ferðalag til Loch Lomond og upp í skozka hálendið. Að morgni næsta dags verður flogið frá Glasgow með flugvél BEA til Milano og gist tvær nætur þar. Farin verður ferð tii vatnanna á Norður- Ítalíu, Lago Maggiore og Como, sem rómuð eru fyrir fegurð. Ferðast verður um ftalíu í lang- ferðabifreið af nýjustu og vönd- uðustu gerð, m. a. til Feheyja, þar sem farþegarnir verða ferj- aðir fram og aftur á gondólum og farið með þá á baðstaðinn Lido, auk þess sem sýndir verða hinir fögru merkisstaðir borg- arinnar. Þaðan verður farið um Ravenna til listaborgarinnar Firenze og síðan tii Rómar, þar sem gist verður 5 nætur. Þegar fólk hefur séð fjársjóði „borgar- innar eilífu“. verður haldið til Napoli, Amalfi og Sorrento og » siglt út til Capri. Á norðurleið verður stanzað í hinum vinsæla baðstað Viar- eggio, komið til Pisa og Genua og að lokum ekið eftir frönsku Rivierunni um San Remo, Monte Carlo til Nissa, sem er síðasti áfangastaður ferðarinnar, en þaðan verður flogið heim að kvöldi 25. september. í ferðinni verða tveir leiðsögu menn, fararstjóri Ferðafélagsins Útsýn og ítalskur leiðsögumað- ur, sem veita munu farþegunum hvers konar fyrirgreiðslu og upplýsingar. Innifalið í fargjald inu kr. 17.000 er allur ferða- kostnaður, ferðalög öll milli landa og erlendis, gisting í vönd uðum hótelum, fullt fæði, öll þjónusta og aðgangseyrir. Há- markstala þátttakenda er 40, og er ferðin senn fullskipuð. SEXTUGUR er á morgun Sigurð- ur Vigfússon, fyrrv. kaupmaður á Akranesi. Sigjrður er vel þekktur borg- ari á Akranesi og öllum að góðu kunnur. Þar er hann barnfæddur og uppalinn og hefur átt sitt heimili alla tíð. Það væri hægt að skrifa langa grein um þennan mæta vin minn, þó þsð verði ekki gert að þessu sinni. Ég vil aðeins með nokkrum línum stinga niður penna í til- efni af þessurn merku tímamótum i ævi hans. Sigurður var ungur að árum, er hann missti föður sinn og varð því snemma að byrja að vinna fyrir sér og létta undir með móður sinni. Fór hann til sjós strax og aldur og kraftar leyfðu, svo sem títt var um Akurnes- inga í þá daga. Nokkru síðar sneri hann sér að verzlunarstörfum, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, Rausnarlegar gjafir til Garðakirkju í BYRJUN þessa mánaðar barst sóknarnefnd Garðasóknar svo- hljóðandi bréf, dagsett 1. þ. m, frá Þórunni B. Reykdal, Ásbergi í Garðahreppi: „Á dánardegi manns míns, Jó- hannesar J. Reykdals, vildi ég mega afhenda Garðakirkju þenn an sjóð, sem stofnaður var til minningar um hann. Ósk m'.n er sú, að sjóður þessi megi áfram bera nafn hans og að sjóðurinn megi eflast svo, að fyrir hann verði hægt að kaupa orgel til kirkjunnar og hann þannig verða einn hlekkurinn í endurreisn Garðakirkju". Með bréfinu fylgdi viðskipta- bók við Sparisjóð Hafnarfjarðar og var innistæða hennar kr. 32.678,95. Hinn 15. þ. m. veitti ég mót- töku tíu þúsund króna gjöf til Garðakirkju frá Sigurlaugu Jak- obsdóttur, húsfreyju í Hrauns- holti og systkinum hennar Ey- steini og Halldóru. Er gjöf þessi gefin til minningar um foreldra þeirra Jakob Gunnarsson og konu hans Helgu Eysteinsdótlur, sem bæði eru látin en bjuggu lengst af í Hraunsholti, þar sem forfeður Helga höfðu áður búið í marga ættliði, en þennan dag voru hundrað ár liðin frá fæðingu hennar, en aldarafmæU Jakobs var 10. júní 1959. Pað er ósk gefanda, að þessi fjárhæð renni einnig til orgelkaupa fyrir Garðakirkju, þá er lokið er end- urbyggingu hennar. Þegar Garðahreppur var gerð- ur að sérstakri kirkjusókn nú í ársbyrjun, hafði Kvennfélag Garðahrepps lokið fyrsta áfang- anum í endurbyggingu Garða- Buðu öldruðu fólki í Firðinum í ferðalag HAFNARFIRÐI -— Sl. þriðjudag buðu bifreiðastjórar fólksbíla- stöðvanna hér og Landleiðir í Reykjavík öldruðu fólki í skemmtiferð austur í sveitir, en það hafa aðilar þessir gert und- anfarin ár við sívaxandi þátt- töku og vinsældir. í ferðinni tóku þátt flestir bílanna hér, og svo tveir einkabílar: Hjörleifs Gunn- arssonar, Selvogsgötu 5 og Egg- erts ísakssonar, Arnarhrauni 39. Landleiðir voru að þessu sinni »neð þrjá stóra bíla, en án þátt- töku strætisvagnanna,- væri ili- mögulegt að bjóða til slíkrar ferðar. Lagt var af stað upp úr há- deginu og haldið sem leið lá austur á Kambabrún, þar sem gamla fólkið skoðaði sig um. — Síðan var haldið niður á Eyr- arbakka, þá til Stokkseyrar og út að Knarrarósvita, sem er nokkru austar. Þar flutti Guðni Jónsson próf. stutt erindi um nærliggjandi staði. Þessu næst var ekið til Hvéragérðis, þar sem bílstjórarnir buðu upp á veit- ingar, kaffi og kökur. Undir borðum skemmti Hjálmar Gísla- son og einnig var almennur söng ur. Að því búnu var ekið upp að Grýtu, þar sem horft var á gos. Heim var svo haldið að því loknu og komið til Hafr\arfjarðar kl. rúmlega 9 um kvöldið. — Farar- stjóri var Ólafur Vilhjálmsson. í ferðinni tóku þátt 230 manns, og er óhætt að segja að allir hafi haft ánægju og skemmtun af ferðalaginu, en dag þennan var hið fegursta veður. Bílstjórarnir og Landleiðir eiga þakkir skil- ið fyrir hugulsemi sína við hið aldraða fólk, sem vel kann að meta rausnarskap sem þenna —G.E. kirkju, og var hún þá komin undir þak. Sóknarnefnd Garða- sóknar hefir síðan unnið að undirbúningi frekari fram- kvæmda. Er nú teikningum og öðrum nauðsynlegum undirbún- ingsstörfum það langt á veg komið, að allar horfur eru á því, að þegar á þessu hausti verði aftur hafist handa við byggingu kirkjunnar. Er fastlega ráð fyrir því gert, að næsta sumar muni þessu verki miða verulega á- fram. M. a. mun flokkur sjálf- boðaliða á vegum Alkirkjuráðs- ins dveljist hér um hríð næsta sumar og starfs við kirkjubygg- inguna. En engum dylst að fjár- frekar verða þessar fram- kvæmdir, áður en endurbygg ingu Garðakirkju verður að fullu lokið. En svo ríkur er á hugi sóknarmanna á því, að því takmarki verði náð á sem skemmstum tíma, að þess má fyllilega vænta að ekki verði á því margra ára bið. Það, sem þegar hefur verið unnið við Garðakirkju, hefur að langmestu leyti verið lagt fram í sjálfboðavinnu, en til efnis- kaupa hefur kvenfélagið varið um kr. 100.000,00 sem eru bæði tekjur af starfsemi innan félags- ins og gjafir sem því hafa bor- izt til þessara framkvæmda. Sóknarnefndin hefur falið mér að þakka þær tvær höfðinglegu minningargjafir, sem getið er um í upphafi þessara orðá, og er mér ljúft að verða við þeirri ósk. Þessar gjafir eru fagur vitn- isburður um ræktarsemi við hina gömlu kirkju og ég vona að þær megi einnig stuðla að því, að halda á íofti minning- unni um mannkosti og afrek þeirra, sem með gjöfunum er minnzt. Jafnframt vil ég nota þetta tækifæri til að flytja þakic ir öllum þeim, er á einn og ann- an veg hafa þegar stutt að fram- gangi þeirrar hugsjónar að Garðakirkja megi aftur rísa, fögur og glæst, svo sem hún áð- ur var og verða núlifandi og ó- bornum safnaðarmönnum dýr- mætur helgidómur og jkjólríkur griðastaður í baráttu lífsins. Þess skal að lokum getið að sóknarnefndin mun innan tíðar láta gjöra vandaða minningar- gjafabók, er í verði jafnan skráð nöfn og helztu æviatriði þeirra, sem minnzt verður með gjöfum til Garðakirkju. Hafnarfirði, 18. ágúst, 1960. og hefur hann lengstaf rekið eig- in verzlun. Hann byggði, ásamt bróður sínum Daníel, eitt glæsi- iegasta verzlunarhúsið á Akra- nesi við Skólabraut 2, þar sem nú eru í Matarbúð Sláturfél. Suður- lands og Bókabúð Andrésar Níels sonar. Þar ráku þeir mikla verzl- un undir nafninu „Bræðraborg". Þeir höfðu á þeim árum útgerð tveggja- línuveiðara, sem þeir áttu og ráku með mági Sigurðar, hin- um góðkunna skipstjóra Kristófer Eggertssyni, sem nú stjórnar síldarleitinni á Siglufirði. — Síðustu árin hefur Sigurður starf- að hjá Síldar- og fiskimjölsverk- smiðju Akraness, sem löggiltur vigtarmaður. Alla tíð hefur Sigurður tekið mikinn þátt í félagsmálum bæj- arfélagsins, og verið þar vel virk- ur þátttakandi, enda er hressi- leg lund hans og dugnaður vel til þess fallinn að njóta sín í hvers konar góðum félagsskap. Hann var á yngri árum ágætur íþrótta- maður og hlaut þá verðlaun fyrir ýmis afrek í frjálsum íþróttum. Ég hef átt því láni að fagna, að eiga langt samstarf með Sig- urði í félagsmálum, fyrst í Sjálf- stæðisfélagi Akraness, sem við báðir vorum stofnendur að, þá í söngfélaginu Svanir og Rotary- klúbb Akraness, sem hann er nú forseti fyrir. í öllum þessum fé- lögum hefur Sigurður innt af hendi meira starf en flestir aðr- ir og jafnan verið hrókur all» fagnaðar. Giftur er Sigurður ágætiskonu, Jónínu Eggertsdóttur, Böðvars- sonar frá Hafnarfirði. Hafa þau eignast 7 börn, fimm syni: Vigfús, Eggert, Þorvald, Guðmund og Sigurð, sem allir eru uppkomnir, og 2 dætur, Nönnu, sem gift er Sverri Valtýssyni lyfjafræðingi og bæj arfulltrúa á Akranesi og Önnu, sem gift er séra Leó Júl- íussyni, sem er prestur á Borg á Mýrum. Á heimili þeirra Sigurðar og Jónínu mætir maður ávgllt þeirri hlýju og vinsemd, sem auðkennt hefur alla góða íslenzka gestrisni, enda eru þau bæði samhent og rausnarleg. Á þessum tímamót- um vil ég færa þeim hjónum og heimili þeirra beztu árnaðarósk- ir, og flytja þeim þakkir fjöl- skyldu minnar fyrir ánægjuleg kynni og trausta vinsemd á liðn- um árum. Jón Árnason Garðar Þorsteinsson — Minningarorð Framh. aí bls. 12. okkar. Eftir eru aðeins minning.. arnar, allar ljúfar, góðar og bjartar og þökk fyrir hina góða viðkynningu. Að endingu kveð ég þig Karl, fyrir hönd hópsins, sem þú dvaldir oftast með hér í höfuð- borginni, þegar þú varst hér, með þökk fyrir allt! Við biðjum Guð að leiða þig. Við vottum móður, systur, bróður og öllu öðru venzlafólki okkar innileg- ustu samúð — Þ. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.