Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 20
Afríka sjá bls 11. Plurgíiwl'WI^ 194. tbl. — Laugardagur 27. ágúst 1960 IÞROTTIR eru á bls. 18. Hús brarm í Vogum Engu var bjargað af innansfokksmunum KEFLAVÍK, 26. ágúst: — Um þrjúleytið í dag varð elds vart í húsinu Tumakoti í Vog- um, sem er tvílyft timburhús. Slökkviliðið kom á vettvang bæði frá Keflavík og af Kefla víkurvelli, en ekki tókst að bjarga húsinu. Brann það að mestu leyti og allt sem í því var. Enginn maður var stadd- ur í húsinu, er eldurinn kom þar upp. / Fór út um hádegiff i 1 Tumahúsi bjó Garðar Óla- Bon með konu sinni og þremur börnum. Hafði allt fólkið yfirgef- ið húsið um hádegið. Garðar var að vinna úti við, en konan hafði farið inn til Reykjavíkur með eithvað af börnunum. Um þrjú- leytið ætlaði Garðar inn að fá sér eftirmiðdegiskaffi, en er hann kom að húsinu læsti eldurinn sig um neðri hæð þess. Erfitt aff ná í vatn Var slökkviliði þegar gert við- Vart og kom það skömmu síðar. Æ gir kemur í dag ÆGIR er væntanlegur til Reykja víkur í dag og hefur nú hætt síldarleit fyrir norðan og austan. Með skipinu kemur starfsfólk Síldarleitarinnar á Siglufirði. Síldarleitin á Raufarhöfn hætt ir störfum í dag. Kemur Fanney þangað og tekur föggur starfs- fólksins og annan útbúnað og flytur til Reykjavíkur. 1 --------------------- Eldur í jarðhúsum í FYRRINÓTT kom upp eldur í jarðhúsum í Kringlumýri. Varð eldsins vart laust fyrir kl. tvö «g fóru slökkviliðsmenn þegar á vettvang og unnu alla nóttina við að slökkva eldinn. Sóttist verkið seint þar sem eldurinn smaug víðsvegar um torfið. Var fengizt við hann í gærdag allan og til kl. 9 í gærkvöldi. Það háði slökkvistarfinu, að í Vogum er skortur á vatni, sem hægt er að tengja brunaslöngur við og eins var stórstraumsfjara svo ekki var hægt að komast í sjó. Gat slökkviliðið því lítið að- hafzt, og varð ekkert ráðið við eldinn. Húsið var innréttað með olíubornum pappa og brann því fljótt. Fjölskyldan allslaus Eins og áður segir brunnu innanstokksmunir allir, en fjöl- skyldan stendur ef-tir í fötunum, sem fólkið fór út íum hádegið í gær. Innbú mun hafa verið mjög lítið vátryggt, en húsið var lágt vátryggt. Eigandi hússins er Óskar Eyjólfsson í Vogum. — ★ — Um eldsupptök er ekki kunn- ugt en talið er líklegt, að kvikn- að hafi í út frá rafmagni. — Helgi S. Ráðherrar Noröurlanda skipt- ust á skoðunum um landhelgismálið Mörg merk mál rædd á fiskimála- ráðstefnunni i Karlskrona EINS og áffur hefir veriff skýrt frá hér i blaðinu, var fiskimála- ráðstefna Norffurlanda haldin í Karlskrona í Svíþjóð dagana 16. til 18. ágúst Emil Jónsson, sjáv- arútvegsmálaráðherra sat ráff- stefnuna ásamt fleiri fulltrúum frá íslandi. f gaer sneri Mbl. sér til sjávarútvegsmálaráðherra og „Þjóðviljinn" segir kaup nú hœrra en í tíð vinstri stjórnarinnar í GffiR gefur Þjóðviljinn tryggt betri launakjör en skýringar á því, hvers vegna vinstri stefnunni var unnt. hann hafi undanfarið hald- Alkunna er, að vinstri stjórn ið því fram, að tekjur manna in hrökklaðist frá vegna kaup hefðu verið hærri síðasta ár hækkana haustið 1958, en en í tíð vinstri stjórnarinnar. Þjóðviljinn lýsir því yfir að Segir blaðið þetta stafa af verkamenn búi enn við hlut því, að menn njóti enn nokk- þeirra kauphækkana. Eink- urs hluta launahækkananna, um er þetta gleðilegt með til- sem urðu síðast á árinu 1958, liti til þess að fyrstu mánuði þegar vinstri stjómin var að viðreisnarinnar var gert ráð hrökklast frá. Með öðrum orð fyrir að menn þyrftu að. um lýsir blaðið yfir því, að leggja nokkuð að sér og þess launatekjur séu ^ú hærri en vegna yrði bið á kjarabótum. þær voru í tíð vinstri stjórn- Annars virðist kommúnista arinnar. blaðið þessa dagana meira Eftir þessar yfirlýsingar hugsa um að fylgja almenn- Þjóðviljans um bætt kjör, fer ingsálitinu en gera tilraun til að verða lítið úr fullyrðing- að móta það. Vinsældir stjórn unum um kauprán og verka- arinnar fara vaxandi og varla lýðskúgun, sem haldið var kemur svo út blað af Þjóðvilj fram áður en skattalækkan- anum, að stjórnarstefnunni irnar komu til framkvæmda sé ekki beint eða óbeint hælt. og Þjóðviljamenn rugluðst Vonandi hættir þó hólið áður gersamlega í ríminu. en langt um líður, því að ann Ánægjulegastar eru yfirlýs- ars fara menn að óttast að ingar blaðsins um það, að eitthvað hljóti að vera bogið núverandi stjómarstefna geti við stefnu stjórnarinnar. spurffi hann frétta af ráffstefn. unni. Honum fórust m. a. orð á þessa leiff: MÖRG MÁL RÆDD — Af merkum málum, sem tekin voru fyrir á ráðstefnunni má nefna: Meðferð fisks frá því hann er veiddur og þar til hann kemur til meðhöndlunar í landi, en þetta mál er mjög ofarlega á baugi hjá okkur eins og kunn ugt er. Þá var einnig rædd með ferð fiskisins á „verzlunarstig- inu“, eins og það er kallað, eða frá því vinnslu er lokið og þar til fiskurinn kemur í hendur neyt enda. Einnig var rætt um sam- tök sjómanna. Yfirstjóm fiski- mála. Verzlun og dreifingu á ferskum fiski og hraðfrystum. Verndun fiskistofna. Vandamál í sambandi við fisksölu til 6 og 7 veldasamtakanna. Ýmis vanda mál í smbandi við radíóaktív úr- gangsefni, sem sleppt er í sjó- inn. — Voru flutt framsöguerindi um öll þessi efni og síðan voru umræður.Var hvorttveggja mjög fróðlegt. FUNDUR FISKIMÁLA. RÁÐHERRA. Þá Skýrði sjávarútvegsmála- Framhald á bls. 19. Myndin sýnir hina nýju brú á svonefndu Mjósundi þ.e. yfir Hraunfjörff á Snæfellsnesi. En hún styttir leiðina út í Grafar nes um 4—5 km og er ætlun- in að koma henni í samband í haust. Sjálf brúin, sem er 22 m á lengd, var byggff fyrst og er á þurru um fjöru, en síffan er fyllt meff hraungrýti út í ál- inn og er unnið aff því nú. Brúarsmiður er Kristleifur Jóhannesson, en Björn Hildi- mundarson stjórnar verkinu viff fyllinguna. Brúarsmíði þessi er aff því leyti merkileg, að þetta mun vera í fyrsta sinn sem byggff er brú yfir fjörff á íslandi. fLjósm. Gunnar Rúnar). Réttur settur yfir bœjar- stjóranum á Akranesi EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, hefur Daníel Ágústínus- son, fv. bæjarstjóri á Akranesi, neitað að víkja þar sæti, eftir að samþykkt hefir verið á hann vantraust og nýjum bæjarstjóra falið að taka við störfum hans. Hálfdán Sveinsson, sem settur hefur verið bæjarstjóri hefur krafist innsetningar með dómi. Þórhallur Sæmundsson, bæjar- fógeti á Akranesi, hefur úr- skurðað að hann muni víkja sæti sem dómari í málinu þar sem hann hefir átt þátt í samn- ingu greinargerðar, er að nokkru var forsenda fyrir brottvikningu bæjarstjóra. Nú hefur verið skipaður setu- dómari í málið. og hefir Krist- ján Kristjánsson borgarfógeti í Reykjavík verið valinn til þess starfs. Hann mun fara til Akraness í dag og verður þá réttur sett- ur í málinu að nýju og það tek- ið til dóms. Þœtti sundfólksins lokið Guðmundur og Águsta komust ekki í milliriðil Einkaskeyti til Mbl. frá Atla Steinarssyni. RÓM, 26. ágúst: — Þætti sundfólksins á Olympíuleik. unum er nú lokið að þessu sinni. Sundkeppnin hófst eld- snemma i morgun í steikj- andi hita og glampandi morg- unsól á heitasta degi, sem komið hefir til þessa. Guðmundur Gíslason keppti í 100 m skriffsundi og varff 41. af 51 kependa. Guffmund- ur synti í 5. riðli Hendrick frá Ástralíu varff þar fyrstur á 56,9. sek., annar Lindberg, Svíþjóff á 57,1 sek., og 3. Lan- tos, Ungverjalandi 57,4, sek., Guðmundur varff 6. á 60,8 sek. en tveir voru á eftir honum. Guðmundur hefði þurft að ná 58,2 sek. til þess aff komast í milliriðil, eða betri tíma en hann hefur nokkru sinni synt á í 50 m laug. Guðmundur náffi góffu viffbragffi og var framarlega í fyrstu, en fór að dragast aftur úr eftir snún inginn. Affeins tveir Norffur. landabúar, Finninn Kaykho (56,8) og Svíinn Lindberg (57,1), komust áfram í keppn inni. Síffdegis í dag keppti svo Ágústa Þorsteinsdóttir í 100 m skriðsundi kvenna. Hún varff 22.—23. af 32 kependum og synti á 67,5 sek., sem er sami tími og lágmarkiff var sett heima, en nægffi henni ekki nema til þes aff ná sjötta sæti í riðli sínum. Fraser, Ástralíu var fyrst á 62,1 sek., Gastalaars, Hollandi önnur á 63,9 sek. og Thorngren ,Sví- þjóff þriffja á 66.1 sek. Áústa var þung alla leiðina, einkum síðustu 25 metrana. Hefffi hún þurft aff ná tíman- um 66,3 sek. til þess að kom- ast í milliriðil. FRJÁLSÍÞRÓTTA- MENNIRNIR Frjálsíþróttamennirnir hafa veriff á æfingu. Jón Péturs- son stökk þá 1,98 m og var mjög nærri því að fara yfir 2,01. Hilmar Þorbjörnsson hljóp 100 m á 10,9 sek. —A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.