Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIL
Laugardagur 27. Sgúst 1960
CLYDE MILLER --
SUMARLEYFI
uSsmannsins meðan hann var að
skrifa. Svo hætti biýanturinn að
glitra og ég sá það, sem hann
hafði skrifað á blaðið. „Þetta er
Jósúa“ stóð þar.
Ég lyfti höfði og leit á Naomi.
Koisvart hár umlukti hjarta-
laga andlitið á henni. En hún
hafði blá augu eins og faðir henn
ar. Og þegar hún rétti mér hönd
ina, brosti hún svo fjörlega og
bjart, að rétt sem snöggvast bjóst
ég við, að hún færi að segja eitt-
hvað. En líklega hefur þetta skin
ið út úr svipnum á mér, því að
brosið breyttist, rétt eins og hug
rekki kæmi fram í því í stað gleð
innar áður. Ég fór að skilja betur
þennan hræðilega þagnarmúr,
sem umkringdi hana, og jafn-
framt, að ekkert orð, sem ég
kynni að segja við hana, myndi
komast í áfangastað. Ég minntist
draums, sem mig hafði einhvern-
tíma dreymt, þar sem ég var að
berjast við einhverja hræðilega
veru i náttmyrkri, lamaður af
hræðslu, en gat ekki kallað á
hjálp. Þegar ég nú snerti hönd
hennar, fyllti endurminningin
um þennan draum huga minn
meðaumkun.
Traill höfuðsmaður hrósaði
mér fyrir, hvað ég liti vel út, og
síðan var gengið til borðs, eftir
nokkrar mínútur.
Að máltíðinni lokinni, fóru
þau Lotta, höfuðsmaðurinn og
Toliiver-hjónin að spila bridge.
Shu-ii lagðist til svefns undir
stól húsmóður sinnar. Amma og
Aima frænka sátu á legubekk,
sötruðu kaffi og skröfuðu sam-
an. Ég fór því til Naomi út að
glugganum, og hætti að vera feim
inn, af því að hún brosti svo
vingjarnlega til mín. Hún var
þegar búin að skrifa eitthvað á
biað.
— Mér hefur verið sagt, að þú
hafir mikinn áhuga á Indíánum.
Ég átti heima, í fyrrasumar,
skammt frá einum ættflokki
þeirra, suður í Nýju Mexíkó.
Ég varð svo hrifinn af þessu,
að ég gætti mín ekki og sagði:
— Navaho? Voru það Navaho-
Indíánar?
Stutt framhaldssaga
En samstundis áttaði ég mig á,
að ég hafði hlaupið á mig, og
hún rétti mér biýantinn, og um
leið brá fyrir einhverjum vand-
ræðasvip í bláu augunum. Eftir
það fór ég að veita andliti henn-
ar eftirtekt. Það varð að forða
henni frá þessari óvissu og vand-
ræðum, með því að verða fyrri
til. Það rann óljóst upp fyrir mér,
að ég varð að hlífa henni við
spúrningum, enda var ekkert
rúm á litlu blöðunum fyrir ítar-
leg svör.
Ég skrifaði nú: — Ég hefði gam
an af að sjá, ef þú átt einhverja
hnífa eða örvarodda eða sköfur,
og hefur haft það með þér hing-
að.
Hún las þetta, leit snöggt á
mig, eins og henni væri skemmt,
leit svo aftur á blaðið og fór að
hlæja.
— Ég á aðallega dúkkur —
Kachina-dúkkur! Indíánastelp-
urnar hafa þær fyrir guði. En'
svo á ég vist líka eitthvað af örv
aroddum og Indíánaskóm og líka
tinnusköfur.
Meðan hún horfði á mig lesa
þetta, skulfu axlirnar á henni af
hlátri og allt andlitið var eitt
bros.
Ég hikaði andartak og bræddi
það með sjálfum mér, hvort ég
ætti heldur að segja: „Ég hefði
gaman að sjá þessa gripi“, eða
„Ég myndi hafa gaman..“ Þetta
var rétt eins og að fá bréf og
þurfa að svara því á staðnum og
á stundinni. En fyrst ég hafði í
fyrra skiptið sagt hefði, var rétt-
ast að segja myndi hafa í þetta
sinn. Ég skrifaði því, alvarlegur
á svip: „Ég myndi hafa gaman
af að sjá þetta“.
Hún hló aftur, og flýtti sér að
skrifa: — Dúkkurnar mínar? En
svo bætti hún aftan við: — Ég
skal með ánægju sýna þér það,
sem ég á. Kannske kennir þú
mér þá að skjóta af boga?
Ég varð hissa á þessu og skrif
aði aftur: — Hvernig vissir þú
að ég er stundum að skjóta af
boga?
— Það gat nú ekki nema einn
maður hafa sagt mér það, svar-
aði hún. — Og hann sagði, að þú
værir bara nokkuð góður.
Mér þótti lofið gott, en svar-
aði: — Nei, góður er ég nú ekki
orðinn enn, en samt hitti ég tvis-
var í mark í vikunni sem leið.
Og ég skal með ánægju kenna
þér það sem ég get.
Þar næst fór hún að spyrja
mig á víð og dreif um borgina
okkar og svo skólann minn (sem
var annars nokkur hundruð míl-
ur í burtu á öðru landshorni),
ennfremur spurði hún, hverjir
væru uppáhalds rithöfundar min-
ir. Hún hafði lesið miklu meira
en ég, en þó varð ég þess var,
að við vörum hrifin af mörgum
sömu bókunum bæði.
Tolliver-hjónin fóru snemma
heim og urðu að vekja Shu-li af
værum svefni. Höfuðsmaðurinn
og Naomi doukuðu dálitið leng-
ur. Þegar þau fóru, var ég stríð-
boðinn að heimsækja þau mjög
bráðlega. Lottu frænku virtist
ekki líka þetta allskostar, því að
hún taldi úr, og sagði, að ég
myndi brjóta eitthvað eða þreyta
Naomi með spurningum.
En Traill höfuðsmaður klapp-
aði á öxlina á mér og sagði: —
Þreyta hana? Ekki aldeilis!
Jósúa er kátur og skemmtilegur
drengur, og verður henni bara
til afþreyingar! Hún hefur víst
nógan tímann fyrir sér að láta
sér leiðast, bætti hann við. —
Og föðurumhyggjan nægir ekki
í staðinn fyrir .... Hann þagn-
aði snöggvast og horfði út í
myrkrið út um gluggann — í
staðinn fyrir félagsskap jafn-
aldra.
Og ég sá ölmu frænku senda
Lottu sigrihrósandi augnagot,
meðan höfuðsmaðurinn var að
hjálpa Naomi í kápuna.
Þegar þau voru farin, sagði
amma: — Tókuð þið eftir því?
Ég held bara, að Runciford hafi
ekki smakkað nokkurn skapaðan
hlut, áður en hann kom hingað.
Guð, hvað ég varð fegin!
5.
Stóru grasflatirnar kringum
hús Traills höfuðsmanns voru
yndislegasti staður í heimi að
vera á í sumarhitanum, eða það
finnst mér að minnsta kosti nú,
þegar ég minnist þeirra. Ég varð
sem sé daglegur gestur, vikurnar
næstu eftir kvöldboðið, sem áð-
ur er getið. Þarna voru stórar
eikur og fjölskrúðugur gróður en
undir eikunum var fjöldinn all-
ur af mjaliahvítum krossum, sem
fóru svo vel við grænt grasið,
og klukkan um tvö, þegar ég var
vanur að koma, glitraði allt í
daggardropum, því að negrarnir
vökvuðu allt daglega. í miðjum
reitnum var stór hljómsveitar-
pallur með háum súlum og hvítu
grindverki, en út frá honum lágu
fjórir snyrtilega malarbornir
stígar.
Eftir því sem dró úr hitanum,
síðdegis, og brottfaratímj minn
nálgaðist, gat ég séð skuggann af
hljómsveitarpallinum mjakast í
vesturátt, teygjandi sig yfir gras
ið eins og kiukkuvisir, þangað
til hann hvarf inn í skuggana af
eikunum.
í miðjum hljómsveitarpallin-
um var gosbrunnur, sem fruss-
aði og spýtti ef stígið var á járn-
arm, sem stóð út úr honum, en
svo gátu liðið mínútur áður en
vatnið kom, blandað ryði og ís-
kait.
í fjarlægustu mörkum graf-
reitisins uxu nokkur villt plómu
tré og við Naomi átum oft hörðu,
gulu plómurnar, sem héngu enn-
á trjánum eftir mitt sumar og
virtust alls ónæmar fyrir þrosk-
andi áhrifum sólarinnar. Við
dýfðum plómunum í salt, sem
við höfðum í lófunum, og svo
þegar við urðum þyrst á eftir,
svöluðum við þorstanum í gos-
brunninum. Ég sagði Naomi, að
þessi tré væru mjög falleg á
vorin.
Þegar ég skrifaði það, sendi
hún mér einkennilegt bros, lyfti
snöggvast blýantinum, eins og
hún ætlaði að svara, en yppti
svo öxlum og seildist eftir enn
einni plómu.
Við höfðum sett upp áhöldin
fyrir skotæfingarnar undir einnl
eikinni skammt frá pallinum. —
Þegar ég hafði lokið þrældómi
dagsins við algebruna, var ég van
ur að hitta hana þar, og svo æfð-
um við okkur ótrufluð, klukku-
tímunum saman. Stundum kom
höfuðsmaðurinn til okkar á eftir
litsferðum sinum um reitinn —
ef hann var þá ekki að fiska eða
veiða — þó kom hann ekki alveg
til okkar, en veifaði okkur bara
úr nokkurri fjarlægð. Naomi
hafði tekið af honum það loforð
að horfa aldrei á okkur, því að
hún vildi heldur koma honum á
óvart með skotfimi sinni síðar
meir. Hún var þegar búin að
hitta í mark, hvað eftir annað
og nú ætlaði hann að halda fram
farir okkar hátíðlegar með vatns
melónu-veizlu næstkomandi
sunnudag. Laugardaginn fyrir
veizluna fór ég þangað í þeirri
veru að æfa skotfimi eins og
endranær, en í stað Naomi kom
höfuðsmaðurinn sjálfur til dyra
og sagði, að Naomi væri væri ný-
farin út með Lottu. Þær ætluðu
í búðir, sagði hann.
— Þær ætla að fara að kaupa
eitthvert kvenfatadrasl, Jósúa,
sagði hann.
Hann virtist vera í góðu skapi.
Klukkan var ekki nema tvö, en
hann var kominn í nýjan ein-
kennisbúning úr kakíefni, og
ermarnar og kraginn á skyrtunni
hans gljáðu í sólskininu. Mig
grunaði, að heimsókn Lottu
frænku væri orsökin til bæði fín-
heitanna og kætinnar.
Hann benti mér að koma inn
og sagði: — Við skulum koma út
á garðþrepið og kæla okkur svo-
litið. Ég hef hvort sem er dálítið
að sýna þér.
Ég elti hann siðan gegn um
stofurnar og alla leið út á garð-
þrepið. Húsið hans var það eina
í bænum, sem hafði svona garð-
þrep; hin létu sér nægja venju-
legar svalir, en stjómin hafði
líka byggt þetta hús, en ekki ein-
staklingar. Nokkrir runnar í pott
um stóðu þarna á ýztu brúninni,
en bogi Naomi og það sem hon-
um tilheyrði lá þarna í einu horn
inu, rétt eins og hún hefði gleymt
því.
Böggull, sem líktist einna mest
hækju í umbúðum, reis upp við
einn runnann. Höfuðsmaðurinn
heilti í gias handa mér ísvatni
G-GOLUV, MR. TRAIL, t PIPN'T
KNOW YOU WERE A •—**#
—t GAME WARPEN /c-'5~v-
V- - ---il ..-Jí
THIS GIVES ME THE AL/THORITy
TO ARREST VIOLATORS WHILE
l'M IN BIG SWAMP/
6AV IS THERE
• ANYTHING
WRONG,TOM?
**w- .
I'M A DEPUTV,
TOM...THE LOCAL GAME
COMMISSION ASKEP ME
TO KEERAN EYE OUT
FOR ILLEOAL HUNTING/
I...1 CAN'T GUIPE T«
VOU ANV MORE, MR.TRAIL
i.ANP VOU'D BÉTTER GET .
OUTA THIS PLACE..QUICK/
— Ó, ég vissi ekki að þú værir
veiðivörður Markús!
.— Ég er eftiriitsmaður Tómas.
Veiðimálanefndin hér bað mig að
hafa augun opin fyrir ólöglegum
veiðum. Það veitir mér heimild til
I að handtaka veiðiþjófa meðan ég
I er hér á vatnasvæðinu. Heyrðu,
] er eitthvað að Tómae?
— Ég . . . Ég get ekki verið
leiðsögumaður þiiui lengur
Markús. Og þú ættir að íara héð-
an. F’ljótt.
úr könnunni á borðinu, hallaði
sér því næst aftúr í stólinn og
strauk hökuna, eins og í þönk-
um, eftir að hafa sopið á viskí-
glasi. Loksins sagði hann: —
Hvað ertu gamall, Joss? :
— Þrettán og hálfs, svaraði ég.
— Sama sem fjórtán.
Höfuðsmaðurinn skellti á lær
sér og svo glottum við hvor fram
an í annan.
— Sama sem fjórtán. í desem-
ber verður það fullkomnað, er
ekki svo? Þá ætti einmitt að
verða ágæt veiði.
Ég rétti mig í sætinu við þessi
orð, og gleypti um leið ísmola
svo snögglega, að það var rétt
eins og ég fengi ískalda kúlu í
magann.
— Já, í desember er afmælis-
dagúrinn minn, sagði ég.
— Ég vissi það, svaraði hann.
Síðan benti hann á böggulinn,
sem reis upp við runnann. —
Skoðaðu þessa sendingu þarna,
sagði hann. — Það er hvort sem
er nafnið þitt á henni.
Ég lét ekki segja mér það
tvisvar, en reif umbúðirnar af í
snarkasti. Innan í þeim var spá-
nýr 22-riffill í strigahylki, ásamt
hreinsibursta og olíukönnu, sem
voru í vasa á hylkinu. Þegar ég
fékk málið, stamaði ég: — Ætlar
amma að....
— Nei, svaraði hann. — Það
veit enginn af þessu nema ég og
Naomi, vinkona þin Mér fannst
þú ættir að geta verið búinn að
æfa þig dálítið áður en jólafriið
kemur, og amma þín ætlaði að
gefa þér riffil á jólunum, hvort
sem var. Ég keypti þennan fyrir
heilum mánuði.
Eitthvað í tón hans gaf mér til
kynna, að hann ætlaðist ekki til
að ég segði ömmu neitt frá þessu,
enn um stund, og ég leit á hann
spyrjandi.
— Á það þá að vera leyndar-
mál þangað til? spurði ég.
Við litum hvor á annan eins og
samsærismenn. — Leyndarmál
þangað til, bergmálaði hann orð
mín.
Við tókumst hátíðlega í hend-
ur. Ég var hvort tveggja í senn
hreykinn og feiminn á þessari
stundu og ætlaði að íara að
stama upp úr mér einhverri vit-
leysunni, þegar hann sneri sér
að rifflinum og sagði: — Jæja,
við skulum nú athuga, hvernig
verkfærið er samsett!
Áður en ég fór heim þennan
dag, hafði hann kennt mér að
taka riffilinn sundur, hreinsa
hann og smyrja. Ég stóð svo úti
á garðþrepinu og skaut til marks
á krossana úti í reitnum, svo að
svartir smádílar sáust eftir á
þeim, þangað til mig var háif-
gert farið að svima. Höfuðsmað-
urinn skellihló og sagði: — Ég
vorkenni mest fyrsta íkornanum,
sem þú kemur auga á! Svo ýtti
hann við byssunni. — Mundu að
halda skeftinu þétt að öxlinni,
en spyrntu ekki á móti þegar hún
slær.
Ég fann til saknaðar, þegar ég
stakk rifflinum aftur í hytkíð.
Hann horfði á mig brosandi. —
Ég veit um manneskju, sem
saknar þín þegar þú ferð að fara
á veiðar fyrir alvöru, Joss, sagði
hann.
giíltvarpiö
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.1»
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.)
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndis Sig-
urjónsdóttir).
14.00 Laugardagslögin.
(Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
19.30 Tilkynningar.
19.00 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
19.25 Veðuríregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Smásaga vikunnar: „Vonbrígði"
eftir Thomas Mann i þýðingu
Bríetar Héðinsdóttur (Erlingur
Gíslason leikari).
20.50 Tónleikar: Kunnir alþýðusöngv-
ar úr austrl og vestri. — Gúnth-
er Arndt-kórinn, Hússneski rík-
iskórinn, Roger Wagner-kórinn
og Robert Shaw-kórinn syngja.
21.25 Leikrit: „Veilan" eftir Cyril Ro-
berts I þýðingu Ævars Kvarans
leikara. — Leikstjóri: Jónas Jon-
asson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.