Morgunblaðið - 13.09.1960, Page 17
Þriðjudagur 13. sept. 1960
MORCUlSBLAÐtÐ
17
— Minningarotð \f_ára Jónsdóttir fn/fin/fig
Framhald af dIs. 10.
Árið 1933 fluttist Guðrún til
Zophoníasar bílstjóra á Blöndu-
ósi og konu hans Guðrúnar Ein-
arsdóttur, er hún dvaldist síðan
: bjá, til æviloka.
F Þó segja megi að lífsstarf Guð-
rúnar Pálmadóttur, sé eigi mjcig
frábrugðið lífi og störfum marga
húsmæðra í sveitum undanfarna
áratugi, þá voru störf henriar og
tframkoma þess eðlis að minn-
ing hennar varpar björtum
geisla yfir það mikla og fórn-
fúsa starf, sem miklar konur
f'bafa á öllum tímum leyst af
iiendi fyrir samtíð sína og eftir-
komendur.
i Guðrún var þeim móðurlegu
eiginleikum gædd, að henm var
auðvelt að skilja og na þeim
áhrifum á börnin að þau elskuðu
ihana og virtu samfara góðum
uppeldisáhrifum. Hun átti svo
miíkið af fórnfýsi, velvilja og
mannkostum, að áhrif hennar
urðu gott veganesti til fullorð-
insáranna. Þessir hæfiieikar
fylgdu henni til æviloka og náðu
til barna sona hennar, enda mun
þeim vera minningin um ömmu
góð.
1 Guðrún var tíguleg kona í út-
liti, og svo prúð í umtali að hún
lét eigi falla ógætiieg orð 1 ann-
arra garð. Hún var dugmikil til
allra starfa og vinnuhneigð, og
óvenjulega fjölhæf á kvenleg
störf. Þrekkona mikil til allrar
vinnu, úti og inni. Sérstaklega
var henni ’agið að umgangast
skepnur og hirðia þær. Dýravin-
ur mikill. og átti auðvelt með
að gera þau sér að vinurn.
■ Þrátt fyrir erfið ár og baráttu
var Guðrún hamingiukona. Hún
eignaðist mannvænleg.i syni, og
vel metna. Fóstursynir hennar
■urðu vel metnir menn, og sona-
börn hennar efniiegt fólk. Allir
er kynntust henni báru virðingu
fyrir henni.
Eftir að. Guðrún fluttist til
Zophoníasar sonar síns á Blöndu
ósi og konu hans — en hjá þeim
dvaldist hún 27 síðustu æviarin
— var umhyggju hennar fyrir
velferð þessa heimilis, sífellt
starfssvið, ásamt uppeldi barna
þeirra.
Jarðarför Guðrúnar fór fram
4. ágúst sl. að viðstöddu fjöl-
menni í fögru veðri og sólríkum
degi. Séra Þorsteinn B. Gíslason
jarðsöng. Eftir kirkjulega út-
fararathöfn á Blönduósi var
•hún flutt til legstaðar að Ból-
staðarhlíð þar sem ýmsir ástvin-
ir hennar ásamt fyrri eigin-
manni voru áðúr jarðsetti
Það var virðuleg iíkför er
fjöldi bifreiða ók skipulega
fram Langadal heim tii hennar
æskustöðva.
Á Æsustöðum, hennar kæra
bæ, var stutt minningarathöfn
í trjágarðinum, sem hún hafði
svo oft hlúð að. Þar voru mættir
nokkrir eldri vinir hennar, og
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.
Þar heiðruðu þeir hara með
nokkrum sálma og ætijarðar-
lögum og séra Þorstein.i flutti
kveðjuorð.
Jarðarför Guðrúnar Pálma-
dóttur fór fram með hátíölegum
og virðulegum hætti. Öllum var
ljóst að hér var lokið nukiu og
•löngu lífsstarfi, mikillar sæmd-
arkonu, sem með framkomu
sinni, vinsemd og hjálpfýsi,
hafði öllum viljað velfarnaðar,
og var að síðustu kvödd með
góðum endurminningum við-
staddra vina og margra annarra.
Ágúst B. Jónsson.
Ráðskona
rúð og hreinleg eldri kona
>kast sem ráðskona á fá-
iennt heimili í Reykjavík.
ilb. er greini aldur og fyrri
örf sendist afgr. Mbl. fyrir
3. þ.m. merkt: „Ráðskona —
ÞANN 23. ágúst var jarðsett í
Reykjavík frú Lára Jónsdóttir,
vökukona á Kleppsspítala. Hún
andaðist á Landsspítalanum þann
16. ág., eftir stutta legu, en langan
sjúkdóm, sem hún bar með fá-
gætu þreki.
Lára var borin og barnfædd að
Grund í Eyjafirði 27. júní 1898.
Lára var tvíkvænt og bjó fyrst
í Reykjavík, síðan í Möðrudal á
Fjöllum, þá í Vopnafirði og flutt-
ist síðan til Reykjavíkur 1950 og
var búsett þar til dauðadags.
Mann sinn, Harald Björnsson,
missti hún eftir átta ára sambúð,
en fimm börn hennar af sex eru
á lífi. Síðustu árin starfaði Lára
sem vökukona á Kleþpsspítala.
Það kann að standa öðrum
nær en mér undirritaðri að skrifa
minningarorðin um Láru heitna,
því að kynni okkar voru örstutt,
en á þann veg, að mig langar að
votta minningu hennar virðingu
mína og aðstandendum samúð.
Einn kemur þá annar fer, segir
máltækið að sönnu, en hætt er
við að sæti Láru verði vandfyllt,
slík var hún að mannkostum. Ég
get varla ímyndað mér betri full-
trúa þeirrar merkilegu kynslóðar
sem óx úr grasi um aldamótin.
Ósérplægni, æðruleysi og ljúf-
mennska voru meginþættirnir í
skapgerð þessarar konu. Skyldan)
var henni nærtækara hugtak en
réttindin; verkið verksins vegna
og án tillits til launa voru hin
óskráðu einkunnarorð hennar.
Kún var ein þeirra kvenna sem
flytja með sér ljós og yl hvar sem
þær fara.
Lára var fátöluð um sjálfa sig
Og óskaði ekki eftir hlutdeild
annarra í erfiðleikum sínum, en
var þeim örlátari á að veita hlut-
deild í gleði sinni, barnabörnum
sínum, sem hún talaði oft um.
En þótt Lára segði fátt, vissum
við samverkakonur hennar, að
óblíð örlög höfðu á henni mætt
og ævi hennar verið ævi verka-
konunnar sem alla tíð vinnur
hörðum höndum. En ekkert mót
læti fékk bugað þessa harðgerðu
en ljúfu konu. Jafnvel eftir að
sjúkdómurinn, sem dró hana til
dauða, hafði markað andlit henn-
rúnum þjáninganna, var engin
breyting á viðmóti hennar, það
var eftir sem áður jafn nota-
legt að taka við vakt af Láru
að morgni dagis. Á köldum vetrar
morgnum var það eins og sólar-
geisli að mæta hlýju viðmóti
Láru, og aldrei leið eitt andvarp,
ein kvörtun, yfir varir hennar,
svo þjáð sem hún vann síðustu
fiiánuðina.
Hönd hennar hjúkrar ekki
lengur sjúkum og bros hennar
Ijómar ekki lengur í húsakynn-
um Gamla Kleppsspítala, en
minning hennar lifir í hugum
samverkafólks hennar, og þegar
og heitri kærleikslund,
með þinni ástúð
ætíð varstu að færa
okkur blessun,
fram að hinztu stund.
Og öðrum varstu ljós
á leiðum þínum,
því ljósið sanna bjó í sálu þér.
Það lýsir áfram,
sjálf þó hverfir sýnum,
og sendir blessun,
ástvinunum hér.
Nú, lífsins tign
að liðnum ævidegi,
Ijómar yfir þinni sigurför.
Með guði þínum gekkstu
á réttum vegi,
sem gaf þér þrek að bera
margþæt kjör.
Með helgri þökk,
frá barnsins heitu hjarta,
til himins stígur bæn
og kveðju mál.
Þér Drottinn launi allt,
um eilífð bjarta,
og æðstu blessun veiti þinni sál.
góðra verður getið í þeim hóp
verður nafn Láru nefnt.
Þessu fátæklega skrifi mínu
vil ég ljúka með því að tilfæra
orð eins þeirra sjúklinga, sem
spítalann gista, en því fólki er
annað tamara en að tjá tilfinn-
ingar sinár á ljósu máli:
Það er eitthvað svo tómt síðan
Lára fór.
Þau orð vil ég gera að mínum
og votta um leið aðstandendum
I.áru dýpstu samúð mína.
Blessuð sé minning hennar.
H. J.
KVEÐJA FRÁ BARNABÖRNUM
í KEFLAVÍK
F. 27. júní 1898 — D. 16. ág. 1960
Af jörðu horfin ertu, amma góða,
nú eilífð Drottins brosir móti þér.
í klökkvu hjarta
kveðjustundin hljóða
kallar allt það fram, sem liðið er.
Um árin liðnu
eigum minning bjarta,
þín ömmubörn,
þá leiðir skilja hér.
Þú, góða hlutann geymdir
trú í hjarta
og gafst í verki,
það sem fegurst er.
Þinar góðu gjafir, amma kæra,
þú gafst af ríkri
TRÚLOFUNARHRINGAR
Afqrcittir samdægurs
HAILDÓR
SLólavbrðustiq 2, 2. Kæá
1
34-3-33
Þungavinnuvélðr
Biladekk
ísoðin: 900x20 — 825x20 —
750x20 — 700x20 — 650x20 —
900x18 — 700x17 — 750x16 —
700x16 — 650x16 — 600x16 —
670x15 — til sölu. Uppl. í
síma 22724 kl. 12—1 á hádegi.
Nýtt - Nýtt
Glamorene teppahreinsarinn
og
Glamorene Shampoo
Þægilegasta aðferðin fyrir
húsmæður til að hreinsa gólf-
teppi og áklæði. — Selt hjá:
BRIMNES HF.
Mjóstræti 3. — Sími 19194.
Mjög góð 4ra herb. íbuð
við Bólstaðarhlíð til sölu. Sér inngangur og sér hiti.
Nánari upplýsingar gefur:
Málfiutningsskrifstofa
Einars B. Guðimindssonar, Guðiaugs Þorlákssonar,
Guðniundar Péturssonar,
Aðalstræti 6, Símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602.
*
Framköllun
Kopering
★
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu. {
Fótófix
Vesturveri.
1
EINAR ÁSMUNDSSON
hæstaréttarlögmaður
HAFSTEINN SIGURÐSSON
héraðsdómslögmaður
Skrifstofa Hafnarstr. 8, II. hæð.
Sími 15407, 19113.
Jóhannes Lárusson
héraðsdómslögmaður
lögfræðiskrifstofa-fasteignasala
Kirkjuhvoli. Sími 13842.
Gísli Einarsson
héraðsdómslögmaður.
Málflutningsstofa.
Laugavegi 20B. — Sími 1963L
Ódýrt
280 REGNKÁPUR á 1—10 ára, lítið gallaðar.
Seldar í dag og næstu daga. Verð frá kr. 65.—
Smásala, Laugavegi 81.
Skrifstofustulka
getur fengið starf við símavörzlu og vélritunarstörf
frá næstu mánaðarmótum. Tilboð merkt: „Vön —
925“ sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 17. þ. m.
Framkvæmdabankinn
óskar að ráða skrifstofustúlku með góðri kunnáttu
í vélritun og tungumálum. Hraðritun æskileg. Um-
sóknir, er tilgreini menntun og fyrri stöi'f, afhendist
í bankanum.
Innanhússmálning
LÖKK í litum og glær
MÁLNINGARÚLLUR og PENSLAR
Allt scm nota þarf til að má!a#
Við lögum litina. — Við sendum heim.
NÝKOMIÐ
EASY-OFF ofnhreinsunarefnið margeftirspurða-
COPYDEX glerfægilögur kr. 14.60 flaskan
COPYDEX sprautur fyrir glerfægilög kr. 18,05.
COPYDEX fata- og teppalim í túbum kr. 24.50.
í glösum kr. 35,— í brúsum kr. 66,50.
COPYDEX fata og teppalím í túbum kr. 24,50,
COPYDEX lím fyrir mjúkt plast s.s. kápur kr.
13,50 túban.
„1001“ teppa- og áklæðis hreinsunarefni kr. 25.50 fl.
„1001“ Húsgagnabón kr. 32.00 glasið
Bankastræti 7.