Morgunblaðið - 18.10.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1960, Blaðsíða 2
z MORGUNBlAÐIh Þriðjudagur 18. okt. 1960 „Þér megið ekki nota hamarinn" Thor Thors skýrir frá boði hjá Krúsjeff 1 SAMTALI sem Leifur Þór- arinsson átti við Thor Thors sendiherra s.l. föstudag og Ilutt var í útvarpinu í gær sagði Thor m.a. frá hádegis- verðarboði hjá Krúsjeff sem hann sat ásamt fjölda annarra fulltrúa á þi,ngi SÞ. Sendi- herranum sagðist svo frá. Vodka gegn kuldanum. Hér hjá SÞ eru óendanlega mörg samkvæmi og samkom- ru: og er það skylda fulltrú- anna að mæta þar og þessar samkomur eru ekki algerlega þýðingarlausar, því maður get ur þá fylgzt með því á bak við tjöldin, sem fram fer og hvað í vændum er og er auð- vitað á slíkum þingum ákaf- lega nauðsynlegt að hafa sam band við fulltrúa sem flestra þjóða. Nú, í hádegisverðarboðinu í gær hjá Krúsjeff, bar ýmis- legt á góma. Krúsjeff er eins og allir þeir Rússar, sem ég hef kynnzt, ákaflega góður heim að sækja. Þeir veita vel og eru glaðir. Gromyko, utan ríkisráðherrann, var þar auð- vitað með honum. Hann pykir nú ekki alltaf jafn broshýr, en hann var nú allur eitt bros og elskulegheit, allan þennan tíma, sem við dvöldum þar. Við skiptumst á orðum, þeg ar ég kom og Krúsjeff byrj- aði auðvitað með því að bjóða mér drykk og þegar ég tók ávaxtasafa, þá spurði hann mig, hvað við eiginlega drykkjum á íslandi. Ég sagði honum, að það væri stundum kalt þar og þá þætti mönnum gott að fá sér einn vodka. Já, einmitt það, sagði hann. Það er líka svoleiðis hjá okk ur, — og þeir nota kuldann þar alveg hreint óspart sem afsökun fyrir því að fá sér einn. Loforð Bolands. Síðan settumst við að borð- um og þá sat Boland, forseti þingsins næst Krúsjeff, en ég var settur þar næst forsetan um og heyrði því viðræður þeirra allar, sem fóru fram gegnum túlk. 1 lok hádegisverðarins, þá tilkynnti Boland forseti Krú- sjeff, að hann væri fyrstur á mælendaskrá á fundi kl. 3. Krúsjeff þakkaði fyrir það, en af því að dálítið hafði skorizt í odda með þeim nýverið, þá sagði Krúsjeff við Boland „Þér megið þá ekki nota ham arinn“. Nei, nei, nei, sagði Boland, ég skal ekki nota hamarinn. Nú, en það fór nú svo, að aldrei var hamrinum eins mikið beitt og á fundinum síð- degis þennan dag. Hvað eftir annað tók forsetinn þennan hamar, sem er íslenzkur að ætt og uppruna, gerður af Ás mundi Sveinssyni, sér í hönd og þaggaði niður í ræðumönn- úm og einkum í síðasta ræðu- manninum, frá Rúmeníu, með þeim afleiðingum, að hamar- inn brast eins og skýrt hefur verið frá. Það fór því svo, að Boland forseti stóð ekki við það heit, sem hann eiginlega hafði gefið Krúsjeff, enda var þetta vitan lega í gamni sagt og engin skuldbinding. Landssambandið gegn áfengisbölinu gengst bindindisviku fyrir A SUNNUD AGSK V ÖLDIÐ hófst hér í Reykjavík „Bindind- isvika“ á vegum Landssambands ins gegn áfengisbölinu. Setningarathöfn fór fram í há- — Kongó Frh. af bls. 1. sambandi við Ghana, en þess ósk að að núverandi sendifulltrúi landsins í Kongó hyrfi heim. Þá taldi Mobutu þá afstöðu Ghana og Gíneu fráleita, að viðurkenna aðeins Lumumba sem forsætis- ráðherra landsins, þótt allir vissu að Lumumba skorti bæði stjórn- vald og fylgi til þess að geta komið nokkru fram í landinu. Sýna þolinmæði . . . Blaðamenn spurðu Mobutu, hvort hann hygðist enn handtaka Lumumba, sem situr í fosætis- ráðherrabústaðnum undir vernd herliðs frá Ghana. Mobutu kvað handtökuskipun gegn Lumumba enn í fullu gildi. En við mun- um sýna þolinmæði og ekki grípa til neinna óyndisúrræða", sagði hann. Dagskrá Alftingis | A fundum Alþingis í dag kl. 13.30 er dagskrá sem hér segir: Efri deild: 1. Skemmtanaskattsviðauki, frv. 1. umr. 2. Fiskveiðilandhelgi Islands, frv. 1. umr. Neðri deild: 1. Löggilding bifreiðaverkstæða, frv. 1. umr. 2. Iðnaðarmálastofnun Islands, frv. 1. umr. 3. Efnahagsmál, frv. 1. umr. 4. Vegalög, frv. Frh. 1. umr. I»á verður á fundinum kosinn 2. varaforseti N.d. í forföllum 8. þm. Reykjavíkur, Ragnhildar Helgadóttur. tíðasal háskólans á sunnudags- kvöld. Meðal gesta var biskup landsins, próf: Sigurbjörn Ein- arsson. Próf. Björn Magnússon bauð gesti velkomna og kynnti dagsskráratriði. Þessu næst flutti dómsmálaráðherra Bjarni Bene- diktsson ræðu. Gísli Magnússon píanóleikari lék einleik á píanó og Ámi Jóns- son óperusöngvari söng einsöng. Þá flutti Ezra Pétursson læknir erindi um ofdrykkju og hvaða leiðir væru líklegastar til þess að sporna við henni. Margt gesta var við setningar- athöfnina og í gærkvöldi var framhald hennar í Hallgríms- kirkju og sáu um dagskrána Frestafél. íslands, Landssamb. framhaldsskólakennara og Samb. ísl. barnaskólakennara. í kvöld verður bindindisvik- unni haldið áfram og verður kvöldsamkoma kl. 8,30 í Góð- templarahúsinu. Að þessu sinni eru það íþróttasamband íslands og Ungmennasamband íslands sem sjá um dagskrána, sem er á þá leið að forseti ÍSÍ, Ben. G. Waage flytur ávarp, Baldur Johnsen læknir flytur erindi, þá verður sýnd kvikmynd ÍSÍ, Þjóðdansafélag Reykjavíkur skemmtir, forseti Ungmennasam bands íslands, séra Eiríkur J. Eiríksson, heldur ræðu og að lokum verður sýnd kvikmynd frá Vestrar-Olympíuleikunum í Squaw Walley í Kaliforníu. Veðurspáin -kl. 10 í gær- slyddu. Vestfjarðamið: NA- kvöldi: SV-land og SV-mið: hvassviðri, slydda eða snjó« SV-gola og skúrir, gengur i koma. Norðurland til Aust. NA-átt á morgun. Faxaflói fjarða og miðin: Hægviðri og Breiðafjörður og miðin: SV- léttskýjað í nótt, vaxandi NA- gola og skúrir, vaxandi NA- átt á morgun, slydda eða rign átt með morgninum, sums stað ing upp úr hádegi. SA-land og ar rigning eða slydda á morg- SA-mið: Hægviðri og léttskýj un. Vestfirðir og Norðurmið: að í nótt. NA-stinningskaldi og Gengur í hvassa NA-átt með skýjað með köflum á morgun. — Straumey Frh. af bls. 1. gætti ekki í véíarrúminu, því milli þess og lestarinnar var vatnsiþétt skilrúm. Ég kallaði Vestmannaeyjar strax upp og sagði hvernig komið var, bað þá senda bát til þess að veita okkur aðstoð. Þá var klukkan hálf eitt. — Veðrið hafði lægt eitthvað undir miðnættið. Sjór var samt þungur og vindstigin 4—5. Ég ætl aði mér strax að snúa við til Eyja, en við komumst aldrei langt. Skipið seig svo skjótt að framan — og lyftist jafnframt að aftan, að skrúfan og stýrið urðu óvirk fyrr en varði. Ég gat rétt snúið skipinu og síðan ekki sög- una meir. — Ég sagði mönnunum að hafa gúmmíbátinn til. Það var farið að fljóta yfir þilfarið. Þeg- ar klukkuna vantaði 10 mínútur í eitt kallaði ég aftur til Eyja og sagði þeim, að sennilega tal- aði ég ekki við þá aftur. Við vær- um að fara í bátinn. Þá var fremsti hluti borðstokksins kom- inn í kaf og hvalbakurinn stóð upp úr eins og eyja fyrir framan brúna. — Það var dálítið erfitt að hemja gúmmíbátinn við skips- hliðina. Ég er hræddur um að venjulegur björgunarbátur úr tré hefði ekki þolað hnjaskið, hann hefði brotnað. En þessir gúmmí- bátar, þeir eru lífsnauðsynlegir á sjónum. Það er óhætt um það. — Piltarnir komust fljótlega út í bátinn og klukkan hefur verið rétt um eitt, þegar ég yfirgaf ^jskipið, skar á línuna og við rák- Skipbrotsmennirnir al Straumey. Þriðji frá vinstri er Magnús skipstjóri. — um meðfram skipshliðinni. Þá var hvalbakurinn að fara í kaf, en aft urendinn skagaði upp úr. Ljósa- vélin var í gangi. Öll Ijós voru enn á skipinu og líka kveikt á kastljósinu. — Tíu mínútum síðar heyrðum við einhvern dynk, sem yfir- gnæfði veðurniðinn. Ljósin slokknuðu. Þetta hefur verið skil rúmið milli lestarinnar og vélar- rúmsins, það hefur loks látið und- an. Samtímis seig skuturinn og hvalbakurinn kom aftur í ljós. Þá sökk Straumey í djúpið. Þetta var gott skip og ég saknaði þess mjög. Það var dapurlegt að sjá. Skjótt brugðið við — Meðan þessu fór fram höfðu Vestmannaeyingar ekki setið auðum höndum. Jón Sigurðsson, formaður björgunarfélagsins og Jón Stefánsson, hafnsögumaður, höfðu þegar í stað samband við þrjá skipstjóra og lét fyrsti bátur inn úr höfn 20 mínútum síðar. — Þeir brugðu skjótt við, Vest mannaeyingarnir, eins og þeir eru vanir, sagði Magnús skip- stjóri. Þetta eru allt sómamenn, sem ég þekki vel. Við höfðum það ágætt í gúmmíbátnum. Það er tjaldað yfir hann svo að hægur vandi er að verjast ágjöf og það var rúmt um okkur, því þetta er 12 manna bátur. Flestir blotnuðu töluvert við að komast út í bát- inn, en ekki þyngdi farangurinn okkur. Enginn var að vísu fá- klæddur, en við höfum ékki ráð- rúm til að taka neitt með okkur af fatnaði eða öðru slíku. Ég greip sjónaukann minn og leiðarbók- ina um leið og ég hljóp. Bjargað eftir tvo tíma — Við sáum brátt ljós bát- anna, sem komnir voru á vett- vang — og við skutum upp neyð arblysi. Á gúmmíbátnum er líka ljós svo að auðvelt var að finna okkur enda þótt hann væri dumbungslegur. — Það var Sigurfarinn, sem tók okkur upp, þegar við höfðum verið þarna á reki í um tvær stundir. Tveir aðrir bátar, Þórar inn og Gullborg, komu líka á vett vang — og Akraborgin, sem stödd var á þessum slóðum, hélt okkur líka til hjálpar. öllum þess um mönnum vildi ég biðja MbL að færa beztu þakkir okkar skip verja á Straumey. — Að svo stöddu get ég ekkert sagt um ástæðuna fyrir skipstap- anum. Það liggur í augum uppi, að leki hefur komið að skipinu, en meira get ég ekki sagt. í dag hefjast sjópróf í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.