Morgunblaðið - 18.10.1960, Blaðsíða 24
Hlutverk NATO:
Að koma í veg fyrir sfyrjöld
Paul de Lieven ialar / Stúdentafél-
aginu i kvöld
Einn elzti
íslendingurinn
lótinn
ÆRLÆK, 17. október: — I
gærmorgun lézt að Sandíells
haga í Öxarfirði Guðmunda
Friðbjörg Jónsdóttir. Hún var
fædd að Víðirhóli á Fjöllum
28. desember 1857 og var þvií
hátt á 104. aldursári og þvi |
einn elzti islendingurinn. 1
— j. s. V
Mr. Paul de Lieven.
ekki hvika af verSinum. SagSi
hann nauðsynlegt að andstæð-
ingar bandalagsins fyndu það
jafnan að við vildum og hefðum
þrek til að halda þessari varð-
stöðu.
Mr. de Lieven kvað Rússa
hafa breytt til að baráttuaðferð-
ir í hinu kalda stríði við vest-
urveldin. í samræmi við það
yrðum við að breyta til um varn
araðferðir gegn þeim. Þeir hefðu
farið æ meira inn á önnur svið
en hin hernaðarlegu. Þó væru
ekki svo fá dæmi til þess að
Rússar hefðu verið búnir að iofa
einstökum ríkjum efnahagslegri
aðstoð, sem þeir hefðu svo ekki
getað staðið við.
Hlutverk Atlantshafsríkjanna
væri nú orðið mun víðtækara en
áður, t. d. nánari samvinna
Framh. á bls. 23.
maður samtaka Atlantshafsríkj-
anna. Margir íslenzkir blaða-
menn þekkja de Lieven þar sem
eitt aðalstarf hans hefir verið að
leiðbeina blaðamönnum á vegum
samtakanna m. a. í heimsóknum
um hin ýmsu ríki bandalagsins.
Hefir hann ferðazt um þau og
er gagnkunnugur högum og hátt-
um í öllum 15 bandalagsríkjun-
um.
Hinn ötulastl.
Árið 1955 ferðaðist blaðamað-
ur Mbl. á vegum samtakanna og
segir hann í grein frá því ferða-
lagi um de Lieven m. a.:
„Einn hinn ötulasti af yfir-
mönnum upplýsingaþjónustunn-
ar við kynninguna var Mr. Liev-
en. Hann er mjög skemmtilegur,
ræðinn og síhlæjandi. Það er
bókstaflega ekki hægt annað en
vera í góðu skapi í návist hans.
Hann talar „heila legíó“ af
tungumálum og verður þvf
sjaldan orðfátt, nema af talað er
til hans á íslenzku.“
Ekk) hvika
í gær hóf mr. de Lieven mál
sitt með almennum upplýsingum
um Nato og lagði áherzlu á að
samtöku þessara ríkja mættu'
Guðbjörg kemur með Herstein inn á Reykjavíkurhöfn.
í GÆR áttu blaðamenn fund
með Paul de Lieven aðal-
blaðafulltrúa' Atlantshafs-
bandalagsins, sem hér er
staddur um þessar mundir.
Um síðustu helgi flutti hann
erindi um samtök Atlants-
hafsríkjanna á vegum Sam-
bands ungra Sjálfstæðis-
manna. í gærkvöldi talaði
hann á vegum ungra Fram-
sóknarmanna og í kvöld mun
hann flytja erindi á vegum
Stúdentafélags Reykjavíkur.
ÁRLA á sunnudagsmorgun I
strandaði 30 tonna bátur á rifi
við Suðurnes á Seltjarnarnesi.
Þetta var Hersteinn RE-351,
sem var að koma úr róðri og
komínn töluvert af siglingar
leið. Vindur stóð úr austri, sjó
gangur var töluverður og
mikil undiralda.
Ekki kölluðu bátsverjar upp
i talstöð til að leita hjálpar,
heldur var Slysavarnafélaginu
gert aðvart um að bátur væri
þarna rekinn á land. Var í
fyrstu ætlað, að hann væri
mannlaus. En nokkru síðar
komu tveir bátsverjar í land
á gúmmíbáti og sögðu, að aðrir
tveir væru eftir um borð. Var
annar bátur þá fenginn til að
ná í þá.
Á fjörunni lá báturinn á hlið
inni og barðist í brimgarðin-
um, eins og meðfylgjandi
mynd sýnir, og segja þeir, sem
vel þekkja til, að skipverjar
hefðu sloppið vel, því þarna
geti sjórinn „rokið upp“ á
skammri stunda.
Á flóðinu, síðar um daginn, i
losnaði báturinn og flaut fram.
Mb Aðalbjörg kom þá á vett-
vang og dró bátinn inn á
Reykjavíkurhöfn, en síðan fór
hann í slipp. Var botninn brot
inn á einum stað og mikið
skemmdur á stórum bletti.
Bókmennta-
kynning í íþöku
„FRAMTÍÐIN", félag mennta-
skólanemenda, efndi til bók-
menntakynningar í Menntaskól-
anum á miðvikudagskvöld. —
Kynningin fór fram í íþöku,
og voru verk Vúhjálms frá Ská-
holti kynnt.
Helgi Sæmundsson flutti er-
indi um líf og skáldskap Vil-
hjálms, en síðan las Ævar Kvar-
an upp ljóð eftir skáldið. Sigfús
Halldórs lék og söng þrjú lög
eftir sig við ljóð eftir Vilhjálm,
og að ]okum las skáidið sjálft
eitt kvæði.
Farah væntir sín
Allt veltur á því að sonur fœðist
Téheran, 17. okt. — (Reuter) —
EFTIRVÆNTING fer nú sí-
vaxandi í Persíu eftir því að
drottning landsins, hin unga
Farah Diba verði léttari. Öll
eftirvæntingin snýst um það,
hvort drottningin eignast son,
en keisarinn hefur þá frum-
skyldu við þjóð sina og ríki
að geta ríkiserfingja. Ef barn
Föru yrði dóttir má eins vel
búast við því að keisarinn
yrði til þess neyddur að skilja
við hana. Hann hefur þegar
verið kvæntur tvisvar áður,
en fram að þessu eingöngu
eignazt eina dóttur.
Þótt 20 ár séu liðin siðan Resa
Shah Pahlevi tók við völdum í
Persíu hefur hann ekki verið
krýndur keisari og verður sam-
kvæmt lögum ekki krýndur
nema hann geti ríkiserfingja.
Samkvæmt lögum múhameðs-
manna kemur dóttir ekki til
greina sem ríkiserfingi.
í öllum bænahúsum gervallr-
ar Persíu eru nú fluttar bænir
um að úr þessum vandræðum
leysist. Þess eru mörg dæmi að
fólki hafi birzt vitranir, sem
benda til þess að barn Föru
verði drengur.
Kosíð á Akureyri
AKUREYRI, 17. okt.: — Prests-
kosningar fóru fram hér á sunnu
daginn. Kosið var um þá séra
Bdrgi Snæbjörnsson, Bjartmar
Kristjánsson og Sigurð H. Guð-
jónsson. Á kjörskrá á Akureyri
eru 4450 og kusu 2726. í Lög-
mannshlíðarsókn kusu 249 af 371
á kjörskrá. Atkvæði verða talin
á skrifstofu biskups. —Magnús.
í fátækrahverfi.
Drottningin er komin að falli
og talið að hún eigi von á sér
innan viku eða hálfs mánaðar.
Tekin hefur verið frá fyrir hana
góð og björt sjúkrastofa í fæðing
arheimili einu í fátækrahverfi
borgarinnar. Fæðingarheimilið er
fullkomið og nýlegt og ætlað
þeim fátæku mæðrum sem í ná-
grenninu búa. Síðan það vitnaðist
að drottningin myndi fæða börn
þar, hafa allmargar auðugar kon
ur æskt eftir plássi þar, en þeim
hefur verið svarað, að fátækar
konur í nágrenninu gangi fyrir.
AKRANESI, 17. okt.: — Borg-
firzk bóndakona kom hingað i
læknisleit. Hún hafði fengið slát
ureitrun. Handarbak og 3 fingur
vinstri handar voru stokkbólgn
ir. —Oddur
Á miðvikudag mun hann
heimsækja Keflavíkurflug-
völl en á fimmtudagsmorgun
heldur hann heim á leið á ný
til aðalstöðva bandalagsins í
París.
Bjarni Guðmundsson blaða-
fulltrúi kynnti de Lieven fyrir
blaðamönnum í gær og sagði að
sl. 10 ár hefði hann verið starfs-
65 tonn
eftir
9 daga
FRÉTTARITARI Mbl. á Pat-
reksfirði símaði í gær, að
þangað hefði komið inn tog-
arinn Ólafur Jóhannesson.
Hann hefur verið á veiðum
hér á heimamiðum, sagði
fréttaritarinn. Skipsmenn
höfðu engin gleðitíðindi að
færa um batnandi aflabrögð.
Eftir níu daga veiðar voru
komin á skipið 65 tonn af
fiski. Togarinn ætlaði að láta
úr höfn aftur í kvöld og reyna
að merja upp í 100 tonn afla
og sigla svo með farminn til
sölu erlendis.
Útkoman fyrir skip og
skipshöfn verður miklum
mun hagstæðari að sigla með
svo lítinn farm’ en að landa
honum til vinnslu á heima-
markaði, a. m. k. eins og fisk
verðið er nú.
Smyglaðar
sigarettur í KEA
AKUREYRI, 17. okt.: — Einn af
tollþjónum bæjarins var á dans
leik á Hótel KEA á laugardags-
kvöldið. Það er vart í frásögu
færandi þó tollþjónar lyfti sér
upp nema vegna þess, að toll-
þjónninn gleymdi ekki skyldu
sinni, þegar hann varð þess var
að hótelið seldi smyglaðar síga-
rettur. Lét hann þegar vita af
þessu og var gerð húsleit. Fund-
ust 5—6 lengjur af smygluðum
sígarettum. Málið er í rannsókn.
—Magnús.
ÞAÐ er ekki aðeins einn, heldur TVEIR Volkswagen
í skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Og um þá
verður dregið 8. nóvember.
Stuðningsfólk, sem fengið hefur miða senda heim!
Gerið skil hið fyrsúa. Munið. að skammur tími er
til stefnu.
238. tbl. — Þriðjudagur 18. október 1960
IÞROTTIR
eru á bls. 22.
Fréttir frá Alþingi
Sjá bls. 8.