Morgunblaðið - 18.10.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.1960, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIh Þriðjudagur 18. okt. 1960 Kmipmenn — Koupfélög Danskar tré-þvottaklemmur fyrirliggjandi O. KORNERUP-HANSEN nmboðs- & heildverzlun Suðurgötu 10 — REYKJAVÍK — Sími 1-26-06 Kápu- dragta- og kjólaefni Margskonar nýtízku snið og gerðir úr gerfisilki í marglitum prentuðum Fataefni úr gerfisilki í margtium prentuðum og ofnum mynstrum. Bykfrakkapoplin 100% bómull í nýtizku litavali, mjög eftirsótt sérgrein. Vér væntum að fá aS vita um hvers þér óskið. DEUTSCHER INNIN • UHD AUSSINHANDEl TCXTIL BERLIN W 8 • BEHRENSTRASSE 4« DEUTSCHE DEMOKRATISCHE REPUBLIK skrifar um: KVIKMYNDIR AUSTURBÆJARBÍÓ: ELSKHUGAR OG ÁSTMEYJAR Þetta er frönsk mynd byggð á skáldsögunni „Pot Bouille" eftir Emile Zola, og fara þar margir af beztu kvikmyndaleikurum Frakka með veigamikil hlutverk svo sem Danielle Darrieux og Gérard Philipe, en hann lézt fyr- ir nokkru í blóma lífsins. Myndin gerist í París á þeim gömlu og góðu dögum þegar heimsstyrjaldir voru ekki farn- ar að setja svip sinn á þá fögru og glaðværu borg. Er aðalsögu- hetjan ungur maður og óvenju glæsilegur, Octave Mouret að nafni, sem kemur til borgarinn- ar utan af landi. Hann verður brátt eftirlæti allra kvenna og nýtur þess í ríkum mæli og hirð- ir þá ekki um hvort þær eru giftar eða ógiftar. Einna lengst nýtur hann ástar Berthu, dótt- ur Josserand-hjónanna. Bertha er ung og fríð og ástríðumikil og elskar Octave, en móðir hennar, sem er mjög áfjáð í að koma dætrum sínum í hjóna- sængina, giftir hana Auguste Vabre, þrautleiðinlegri mann- rolu. En hún bætir sér það upp með því að stunda því betur ást- arfundina með Octave. Hann sinnir henni einnig vel, en for- sómar þó ekki aðrar konur. Ein er þó sú kona sem vísar hon- um á bug, frú Hédouin, sem á verzlunina, sem hann starf- ar við. En einmitt þessa konu elskar hann. Hann kemst oft í mikinn vanda út af hinum flóknu ástamálum sínum i en kemst þó jafnan klakklaust út úr öllu „og allt fer að lokum í bezta veg“ eins og segir í efnis- skránni. Mynd þessi er gerð með þeim ágætum sem Frökkum einum er lagið, þegar um myndir af þessu tagi er að ræða, er hún hvergi gróf, jafnvel ekki í heitustu ást- aratriðunum og er full af glettni og góðri kímni. Gérard Philipe leikur Octave snilldarvel og hið sama er að segja um Dany Corr- el í hlutverki Berthe og Danielle Darrieux í hlutverki frú Hédou- in. Aðrir leikendur fara einnig prýðilega með hlutverk sín. Myndin er sem sé bráð- skemmtileg. STJÖRNUBÍÓ: Ung og ástfangin ÞAÐ fer mjög í vöxt í Banda- ríkjunum og reyndar víðar um heim, að ungt fólk stofni til hjú- skapar löngu áður en það hefur náð fullum þroska, andlegum og líkamlegum eða geti fjárhags- lega staðið á eigin fótum. Er þetta orðið vandamál, sem mik- ið er rætt, einkum í Bandaríkjun um, enda reynast þau hjónahönd, er þannig er til stofnað oft ærið haldlítil. Um þetta mál fjallar mynd sú sem hér ræðir um. Aðalpersón- urnar, Julie Turner og Calvin Porter eru 17 og ára og eru enn bæði við nám í gagnfræðaskóla. Þau eru mjög ástfangin hvort af öðru og eitt sinn er þau fara á- samt félögum sínum í skemmti- ferð til borgarinnar Reno gifta þau sig þar án vitundar foreldra sinna. Skömmu síðar verður Julie þess vör að hún er með barni og er þá ekki um annað að ræða en segja foreldrunum allt hið sanna. Verður þetta for- eldrum beggja mikið reiðarslag, en einkum verður þó faðir Juliu æfur við. Hann verður þó að sætta sig við orðinn hlut og því býður hann tengdasyninum að búa heima hjó sér. En ekki geng- ur það árekstralaust því að tengdafaðirinn vill ráðstafa hin- Framh. á bls. 16. KAUPUM TUSKUR Prenismidja MORGUNBLAÐSINS Til kaups óskast íbúð 5—6 herbergja Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Vonarstræti 4 — Sími 17752 Gródrastöðin við Miklatorg Símar: 22-8 22 — 19-7-75. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík F N U R verður haldinn í FulltrrúaráÓi Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík n.k. miðvikudagskvöld hinn 19. október kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Umræðuef ni: BÆJARMÁL Framsogumaður: Geir Hallgrímsson, borgarstjóri Fulltrúar sýni fulltrúaráðsskírteini sín við innganginn. STJÓRNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.