Morgunblaðið - 18.10.1960, Blaðsíða 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 18. ökt. 1960
Minkabú fyrir
nœsta haust?
rrumvarp Einars Sigurðssonar á ný
komið íyrir Alþingi
A FUNDI Neðri deildar Al-
þingis í gær fylgdi Einar
Sigurðsson úr hlaði að nýju
frumvarpi sínu um að minka-
eldi verði aftur leyft hér á
landi, en frumvarp um það
efni lagði þingmaðurinn
fyrst fram að áliðnu síðasta
þingi.
Mikill gjaldeyrir
fer forgöðrum
1 framsöguraeðu sinni rifjaði
Einar Sigurðsson upp ýmsar
þeirra röksemda, er hann í fyrra
sinnið færði fram máli sínu til
Ituðnings, benti
henn m. a. á,
hversu verðmæt
vara minkaskinn
in væru og góð
aðstaða hér til
framleiðslu
þeirra, t. d. bæði
loftslag og fóður.
Þó að minkaeldi
f æ r i vaxandi
víða um lönd og skinnaframleiðsl
an ykist mikið, virtist ekkert lát
verða á eftirspurninni.
— íslendingar hafa ekki
efni á að sinna ekki þessum
atvinnurekstri og láta þær
tekjur, sem af honum mætti
hafa, fara fyrir ofan garð og
neðan hjá sér, sagði Einar
Sigurðsson.
Nýting fiskúrgangsins
þýðingarmikil
Með því að taka upp minka-
eldi að nýju fengist góður mark-
aður fyrir fiskúrgang okkar, sem
næmi % þess fiskjar, er til
vinnslu færi. Eftir verðfall það,
sem orðið hefði á fiskimjöli, væri
þetta atriði mjög mikilvægt.
Á öðrum Norðurlöndum sagði
þingmaðurinn að nú væru ár
lega framleidd til útflutnings
minkaskinn fyrir 500—750 millj.
krónur, enda þótt þar væru
lakari skilyrði en hér til
minkaeldis. Auðveldara ætti
að vera að fá erlend lán til
skinnaframleiðslu hér en flests
annars og skortur á vinnuafli,
ætti ekki heldur að vera til fyrir
stöðu; einn maður gæti séð um
500 minka bú, sem hins vegar
gæti gefið af sér 1500—2000 skinn
á ári.
AIll að 200 milljón króna
tekjur 1962
Að síðustu sagðist Einar Sig-
urðsson vonast til þess að málið
fengi svo skjótan framgang, að
unnt yrði að reisa nokkur bú
fyrir næsta haust; og keppa bæri
að því að koma hér upp fyrir
haustið 1962 minkabúum með 50
þúsund lífdýrum, en sá fjöldi
mundi gefa af sér á ári 150—200
þúsund skinn að verðmæti 100—
150 eða jafnvel 200 milljónir ísl.
krónur.
• Er fiskaeldi jafn arðbært?
Gísli Jónsson tók einnig til máls
um frumvarpið og óskaði eftir
að landbúnaðarnefnd deildarinn
ar aflaði sem ýtarlegastra upp-
lýsinga um það tjón, sem hlotizt
hefði af minkum hér á landi. Bað
hann E. S. að hugleiða, hvort
hann væri reiðubúinn að styðja
breytingu á frumvarpinu, sem
fæli í sér skattalagningu á vænt-
anleg minkabú til þess að standa
straum af því tjóni, er villimink
ar kæmu til með að valda.
Þá vék G. J. einnig að því,
hvort ekki mundi eins happasælt
að nýta fiskúrganginn til fiska-
eldis, t. d. regnbogasilungs, sem
frændþjóðir okkar hefðu einnig
flutt út í stórum stíl.
— Frumvarpinu var síðan vis-
að til 2. umræðu og landbúnaðar-
nefndar.
Svavar Guðnason
Framh. af bls. 3
— Auðvitað. Til dæmis
Legér. Ég hefi sótt skóla hans
í París.
— Hve lengi?
— Eina viku.
— Var það nóg?
— Já, já! Picasso líka. Ég
man eftir fyrstu bókinni um
Picasso, sem mér barst í hend
ur. Hún fjallaði um hið kúb-
íska skeið hans. Ég tók að
rannsaka þessa hluti mjög ná
kvæmlega. Kúbisminn byggði
á mjög ákveðnum lögmálum,
já, já, — listrænum lögmálum
um styttingar, fleti og hitt og
þetta. Seinna meir brosir mað
ur nú góðlátlega að því um
líku — að uppskriLunum.
— Hver keypti svo myndir
yðar?
— Þeir sömu og höfðu á-
huga á hinum afstrakt-mönn-
um. Einkum, að sjálfsögðu,
frú Fonnesbech Sandberg,
sem safnaði á breiðum grund
velli, en einnig listsögufræð-
ingurinn Erik Fischer, Sigurd
Næsgaard og margir aðrir, ó-
þekktir, eins og t.d. slátrari
nokkur í Viborg, Max Wörzn
er. Hann keypti vist ein fimm
tán stykki.
— Verða þau með á sýning-
unni?
— Því jniður get ég ekki
fundið þau. Slátrarinn er dauð
ur, og ekkja hans er flutt
burtu — að líkindum til Vejle.
Áburðarverksmiðjan
rœdd á Alþingi
Frumvarp um breyfingu á lögum
hennar til I. umræðu í gær
NOKKRAR umræður urðu
um Áburðarverksmiðjuna á
fundi Neðri deildar Alþingis
í gær, en þá kom til 1. um-
ræðu á þessu þingi frum-
varpið um að verksmiðjan
annist framvegis ein alla
áburðarsölu í landinu; þetta
frumvarp felur einnig í sér
breytingar á núgxldandi á-
kvæðum um framlög áburð-
arverksmiðjunnar til fastra
sjóða hennar.
Lagt fram að nýju.
Ingólfur Jé,nsson, landbúnaðar-
ráðherra, sagði fyrst nokkur orð
um frv. en vísaði annars að
mestu til ummæla sinna um mál
ið á síðasta þingi, þegar frv. var
fyrst Iagt fram.
Gísli Jónsson, sem kvaðst í
höfuðatriðum vera fylgjandi frv.,
gerði því næst grein fyrir frekari
breytingum á núgildandi lögum,
sem hann gerir tillögur um. Eru
þær varðandi sölu hlutabréfa í
verksmiðjunni o.fl.
„Fégræðgin og svindlið“
Einar Olgeirsson hélt síðan all
langa ræðu, sem var nær algjör
endurtekning á ummælum hans
á síðasta þingi um fymingaraf-
skriftir á reikningum Áburðar-
verksmiðjunnar fyrir siðastliðið
starfsár, en þær staðhæfði hann
þá og aftur nú að væru mun
hærri en lög leyfðu. Með þessu
væri verið að sýna afkomu verk
smiðjunnar verri en hún í raun-
inni væri og svo látið í veðri
vaka að ekki væri hægt að greiða
verkamönnum þar eða annars
staðar hærri laun. Þetta væru
„falsanir“ og „lögbrot“. Komst
E. Olg. m.a. svo að orði í þessu
sambandi, að það væru nú fyrst
og fremst „fégræðgin og svindl-
ið, sem leika verkalýðinn grátt".
Einnig talaði E. Olg. nú á ný um
það, að útkljá þyrfti fyrir fullt
og allt þann ágreining, sem
vegna óljósra ákvæða í áburðaj
verksmiðjulögunum ríkti um það,
hvern telja bæri eiganda verk-
smiðjunnar, en verið væri að
reyna að „stela“ verksmiðj unni
frá ríkinu.
Skúli Guðmundsson sagði .m.a.
að úr því að leggja ætti niður
Áburðarsölu rikisins, kæmi til
athugunar að gefa áburðarverzl-
un frjálsa. Þá taldi hann, með
skírskotun til staðhæfinga E. Olg.
um o-f háar afskriftir, að bændur
ættu inni hjá verksmiðjunni
vegna áburðarkaupa. Áburður-
inn hefði verið seldur yfir raun-
verulegu kostnaðarverði og því
hærra verði en lög leyfðu.
Fullkomlega lögum samkvæmt.
Ingólfur Jcýisson vísaði enn á
bug ásökunum á hendur stjórn
Áburðarverksmiðjunnar varð-
andi afskriftirnar s.l. ár og hvatti
þá E. Olg. og Sk. G. til að fá úr
málinu skorið fyrir dómstóli.
Væri nú annað hljóð en í fyrra úr
horni frá Sk. G., sem ekki leyndi
sér að hefði nálægzt kommúnista
til muna. Síendurteknar staðhæf
ingar um ,,falsanir“ og „lögbrot"
væru ósæmilegar. Rifjaði I. J.
það m.a. upp, að verksmiðju-
stjórnin hefði haft samráð við
lagaprófessor og fleiri mæta lög-
fræðinga þegar afskriftirnar
voru ákveðnar. Hefði skoðun
þeirra verið sú, að lögin heimil
uðu slíkar afskriftir, sem miðað-
ar væni við það að verksmiðjan,
sem kostað hefði 130 millj. kr. en
væri nú tvofalt dýrari, gæti end
urnýjað sig. Ekki væri heldur
forsvaranlegt að haga málum fyr
irtækisins þannig, að við einn
góðan veðurdag ættum ekki á-
burðarverksmiðju í reksturhæfu
ástandi. Engum væri því hagur í,
að komið yrði í veg fyrir að unnt
væri að halda verksmiðjunni við.
Verkamenn mundu t.d. áreiðan-
lega ekki láta sig það minnstu
skipta, hvort þeir gætu átt trygga
vinnu sína við verksmiðjuna.
Rangt — ef ekki sammála/
Þá kvað I. J. að ekki þyrfti að
spyrja um það, að ríkið ætti
meiri hluta í verksmiðjunni,
hlutafé ríkisms % en einstakl-
inga %. Ef E. Olg. hins vegar
spyrði um það, hvort ríkið ætti
verksmiðjuna alla, væri ekkert
á móti því að leita lögfræðilegs
úrskurðar — en þaS væri hins
vegar jafnvíst, að ef hann yrði
ekki á þá lund sem E. Olg. vildi,
þá mundi hann áreiðanlega lýsa
þvi yfir að hann væri rangur,
sbr. fullyrðingar hans um að
reikningar verksmiðjunnar séu
falsaðir og afskriftirnar lögbrot,
þar sem lögfræðingar hefðu úr-
skurðað hið gagnstæða. í sam-
bandi við þær staðhæfingar E.
Olg. að hluthafar í Áburðarverk-
smiðjunni hefðu grætt á verk-
smiðjunni, benti I.J. á, að það
væri fyrst á síðastliðnu starfsári,
sem vextir 6%, hefðu verið
greiddir af hlutafé.
Ekki úrskurð dómstóla.
Einar Olgeirsson tók aftur til
máls og ítrekaði einkum ýmis um
mæli sín. Ekki kvaðst hann
mundu beita sér fyrir því að leit
að yrði úrskuiðar dómstóla um
meint lögbrot.
Að lokum var frv. svo vísað til
2. umr. og fjárhagsn. með samþlj.
atkv.
TVÖ. frumvörp voru á dag-
skrá Efri deildar Alþingis í
gær, annað um Verkstjóra-
námskeið en hitt uni Lista-
safn íslands, bæði flutt af
ríkisstjórninni.
Iðnaðarmálaráðherra, Bjarni
Benediktsson, fylgdi úr hlaði
frumvarpinu um verkstjóranám-
skeið og gerði grein fyrir efni
þess, en eins og rakið var hér
í Mbl. sl. föstudag miðar frum-
varpið að því, að verkstjórnar-
fræðsla komist í fastara horf.
Skal þriggja manna stjórn, skip-
uð skv. tilnefningu frá Verk-
stjórasambandi Islands, Vinnu-
veitendasambandi Islands og
Iðnaðarmálastofnun íslands,
leggja á ráðin um sérstök verk-
stjóranámskeið fyrir menn eldri
en 22 ára, og síðastnefndi aðil-
* HRAÐAR — IIRABAR!
— Hvernig dafnar listalífið
á íslandi?
— Vel, þótt það sé ekki eins
og á mestu velmegunarárun-
um fyrst eftir styrjöldina.
Sem betur fer höfum við nú
mjög skilningsríkan og fram-
sýnan menntamálaráðherra.
— Hvað veitir yður innblást
urinn — náttúran?
— Ef til vill! Náttúra ís-
lands er allt önnur en nátt-
úra Danmerkur. Danmörk er
eins og skrúðgarður í saman
burði við ísland. Hjá okkur
hefir landslagið hörð og af-
mörkuð form. Fjöll, jöklar,
veðrið — allt á þar sinn hlut
að. En hvers vegna skyldi mað
alltaf verða innblásinn af nátt
úrunni? Hví ekki af bókmennt
um, eða hugsunum — eða
mannfólki?
— Hafa myndir yðar
breytzt? Stíllinn?
— Ef til vill eru þær orðnar
„konstrúktívari“ en áður —
kannski er hægt að segja það.
— Blæs vindurinn þannig
— einnig á íslandi?
— Ég veit ekki vel. Annars
held ég, að ég sé nú orðinn
svo gamall og hygginn . . .
— Hve gamall?
inn síðan annast framkvæmd
þeirra í umboði stjórnarinnar.
Með slíkum námskeiðum standa
vonir til að verkstjórum géfist
aukin tækifæri til að afla sér
menntunar í starfsgrein sinni.
Alfreð Gíslason tók einnig til
móls og beindi til iðnaðarnefnd-
ar, sem frumvarpinu var síðan
vísað til, ósk um að athugað yrði
rækilega, hvort ekki væri unnt
að veita þeim, sem prófi lykju
frá námskeiðunum, einhvern
forgangsrétt til starfa.
★
Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, mælti fyrir frum-
varpinu um Listasafn íslands.
Safnið, sem lúta skal yfirstjórn
menntamálaráðuneytisins, skal
skv. frumvarpinu fá 500 þús. kr.
á ári úr Menningarsjóði — og
fyrir það leitast við að „afla svo
Albingi i gær:
Verkstjóranámskeið og
listasatn rœdd í E.d.
— Fimmtíu og fimm . ..
— Að . . .
— Að ég þurfi ekki að hafa
áhyggjur af stíltegundum —
tachisma, eða öðrum tízku-
stefnum. Ég hefi ekkert á
móti því að vera kallaður
„konstrúktívur“ — en ég vil
gjarna túlka eitthvað í nútím
anum með myndum mínum.
Sjáið þessa hérna. Er ekki
æðisgengin hreyfing í henni?
— Hvað á sú hreyfing að
tákna?
— Ja, eitthvað í sambandi
við geimför, eldflaugar, þot-
xn: og allt það. Þessa ofboðs-
legu kollsteypu gegnum tíma
og rúm, sem við lifum. Hvað á
ég að kalla hana?
— Heitir hún ekkert?
— Jú, á íslenzku, en það er
óþýðanlegt. Á ég kannski að
kalla hana „Geimför?“
— Hvers vegna ekki „Accel-
eration?“
— Hvað þýðir það?
— Hraðar, hraðar!
— Jú, það er ágætt.
— Þér viljið kannski gjarna
vera alheims-málari?
— Það er rangt að segja, að
maður, eða listamaður, vilji
vera eitt eða annað. Um mig
er það að segja, að ég finn að
eitthvað rekur mig til að tjá
mig eins og ég geri. — Maður
getur ekki flúið það, sem er
að gerast. Fyrir hundruðum
ára gat listamaður e.t.v. dreg
ið sig út úr hversdagslífinu
og málað tré eða rómantískt
landslag. Nú getur hann það
ekki. Nú er listtmaðurinn þátt
takandi í þróuninni. Hann get
ur ekki einangrað sig — ekki
einu sinni á íslandi.
★ „HÖFUM EKKI
ANNAÐ . . “
— Hvernig er samband
Dana og íslendinga nú?
— Við höfum alltaf fremur
litið á okkur sem Skandinava
almennt heldur en sem Dani
— en það getur vel verið, að
okkur finnist við' nú tengdari
Danmörku en áður. Nú getum
við verið þekktir fyrir að játa,
að hér sé um náin tengsl að
ræða. Það er nú orðið meira
samræmi í þessu öllu.
— Og hvað ef togarastríðið
endar með því, að Englending
ar fái leyfi til að veiða inn að
sex sjómílum frá íslandi
næstu tíu ár, eins og samið
hefir verið um við Noreg?
— Það mundi áreiðanlega
hafa eyðileggjandi áhrif á fisk
veiðar okkar. Gotstöðvarnar
yrðu eyðilagðar með þeim ný-
tízkulegu og mikilvirku veiði
tækjum, sem hinir stóru tog-
arar margra þjóða nota. Og
gotstöðvarnar eru allar innan
tólf mílna markanna. — Slíkt
gæti orðið örlagarikt. Við höf
um sem sagt ekki annað en
fiskinn . . .
fullkomins safns íslenzkrar
myndlistar sem unnt er, vaið-
veita það og sýna“, en fyrir 1/10
hluta upphæðarinnar skal þó
„afla viðurkenndra erlendra
listaverka." Þar að auki skal
safnið svo annast margháttaða
fræðslustarfsemi um myndlist
bæði hérlendis og erlendis. —
„Reisa skal sérstakt hús fyrir
listasafnið, þegar nægilegt fé
er veitt til þess í fjárlögum eða
á annan hátt.“
Auk ráðherrans talaði Alfreð
Gíslason nokkuð um málefni
listasafnsins og ræddi einkum
nauðsyn þess, að byggt yrði yfir
það svo fljótt sem kostur væri.
— Frumvarpinu var að umræð-
unni lokinni vísað til mennta-
Frumvörp um bæði þessi efni
málanefndar deildarinnar.
hafa legið fyrir Alþingi áður.
FILMUR FRAMKÖLLUN
KOPERING
FÓTÓFIX, Vesturveri.
Málflutningsskrifstofa
JÓN N. SIGURÐSSON
hæstaréttarlögmaður
Laugavegi 10. — Sími: 14934.