Morgunblaðið - 18.10.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.1960, Blaðsíða 20
to MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. okt. 1960 skar greinina út úr því og stakk henni í umslag, sem var með á- prentuðu . nafni sjúkrahússins. Síðan bætti hann við sínu eigin nafni með bleki, skrifaði utan á bréfið það, sem á blaðinu í vasa Paiges hafði staðið, og frímerkti það. Skömmu síðar kom bréfberi félagsins með stóran leðursekk um öxl. Stafford rétti honum póst inn, sem átti að fara. Þeir komu sér saman um, að það væri heitt í dag .... Ungfrú Adams stóð í dyrunum. — Paige lækni langar að tala við yður, sagði hún. Stafford gekk inn í númer 63. Paige sat upp við dogg í rúminu. Hann var nýrakaður og ein- beittnisvipur um muninn. Það var sýnilegt, að hann hafði tek ið ákvörðun. — Þakka yður fyrir, að þér komuð, Stafford læknir, sagði hann. — Eg bið yður að afsaka ef ég hef komið yður í vanda. En nú er ég reiðubúinn til að segja yður alla sögu mína, en mér þætti gott ef þér vilduð fara með hana sem trúnaðarmál — að minnsta kosti það af henni, sem þér þurfið ekki á að halda vegna skýrslu yðar. . . Stafford lokaði dyrunum, greip stól og settist á hann klofvega og studdi örmunum á stólbakið. — Segið þér þá söguna, sagði hann. — Eg ætla að trúa henni. —O— Ingram tók slysi sínu eins og hetju sæmdi og glotti undirfurðu lega þegar verið var að vorkenna honum. í rauninni kunni hann á- gætlega við sig, þarna voru lag legar hjúkrunarkonur, sem sner ust kringum hann og gerðu það sem hægt var til að láta honum ekki leiðast. Svo voru heimsókn ir Staffords læknis og skemmti- legar stundir með Newell Paige. Ingram fór smámsaman að heimta hugrekki sitt aftur og tók að líta framtíðina bjartari aug um. Þetta slys hafði að vísu kost að hann talsverðan sársauka og óþægindi, en dvölin hérna bætti það margfalt upp. Paige þurfti heldur ekki neitt að kvarta yfir dvöl sinni í ríki námufélagsins. Stafford hafði út vegað honum aðgang að húsa- kynnum klúbbsins þarna, þar sem ýmsir einhleypingar voru til húsa og auk þess komu fjöl- skyldufeðurnir þangað oft á kvöldin til að reykja sér pípu og skrafa við náungann. Og Paige hafði hlotið þarna góðar móttökur. Enginn hafði ver ið sérlega forvitinn um hagi hans, en tekið þá afsökun hans gilda, að hann biði aðeins eftir að félaga hans batnaði. Þó var hann gripinn nokkrum efasemdum út af leiðinlegu atviki, sem kom fyr ir í fyrstu vikunni, sem hann var þarna. Honum hafði tvisvar verið boðið að taka þátt í pókerspili %ð kvöldi dags, með nokkrum yngstu verkfræðingunum, úti í fjarlægasta horni setustofunnar, en hann hafði færzt undan í allri vinsemd, og þegar fastar var lagt að honum, hafði hann sagt, að hann kynni alls ekki póker og þá yrði hann bara heppinn eins og viðvaningar eru vanir, og ynni peninga af þeim, sem meira kynnu. Eitt kvöldið um tíuleytið, þeg ar Newell hafði nýskeð haft heimsókn af Stafford, gekk hann upp stigann í klúbbnum, áleiðis til herbergis síns, þegar Billy Masters, ungur verkfræðingur, kallaði í hann frá spilaborðinu. Masters hafði verið heppinn allt kvöldið og hafði því fyllzt of- drambi. Þeir höfðu ekki spilað hátt, en hann var hreykinn af litlu hrúgunni af eins, tveggja og fimm dollara seðlum, sem sýndu heppni hans. — Þér ættuð að koma hingað til okkar, hr. Paige, kallaði hann, og var víst óþarflega drýginda- legur í málrómnum, — og leggja yðar skerf til þessa merkilega fyrirtækis. Newell vildi síður sýnast af- undinn, og gekk því að borðinu og spurði hvern einstakan, hvern ig honum hefði gengið. Þeir, sem tapað höfðu, voru súrir á svip- inn, en Masters benti á vinning sinn. — Viljið þér fá yður fáeina spilapeninga? spurði hann. — Þessir bláu eru tuttugu og fimm sent, þeir rauðu tíu, og þeir hvítu fimm. Viljið þér fá fáeina hvíta? Brosið á Paige var skuggalegt. Hann vöðlaði saman dagblaðinu sem hann var nýbúinn að kaupa, til þess að hafa hemil á hönd- unum á sér, eins og hann klæjaði í þær eftir að geta tekið í þennan unga spjátrung, en síðan svaraði hann: — Nei, þakka yður fyrir, ég er að fara í rúmið. — Eruð þér Skoti? drafaði Masters, án þess að líta upp. Hinir fjórir litu spyrjandi á Paige, tóku eftir reiðiroðanum á andliti hans og fóru að geta sér til, hve mikið þyrfti í viðbót til þess að þeir færu saman. — Það er leitt að þér skuluð halda, að ég sé hræddur við áð hætta peningum, sagði Paige kuldalega. — Eg kæri mig ekki um að spila, en ég skal gjama „draga“ móti yður, hr. Masters. — Það er heyrt! sagði Masters og rétti spilin að Madison, og hreyfingin gaf til kynna, að það væri hans verk að stokka. — Hvað mikið? Tíu dollara? — Eins og þér viljið, svaraði Paige með kærúleysi, sem gaf til kynna, að honum væri alveg sama, hvort hann tapaði eða ynni. — Segjum tuttugu, sagði Mast- ers og reyndi líka að vera kæru- laus. — Þá getum við eins vel sagt hundrað, sagði Paige, og lagði upphæðina á borðið í einu lagi. — Fínt! sagði Masters og taldi fram seðla af ýmsum stærðum. Hinir tóku eftir því, að hann hélt veskinu þétt upp að andlitinu, þegar hann dró- seðlana upp úr því — bersýnilega til að dylja hve mikið hann ætti til — eða lítið. Madison ýtti spilunum að gest- inum, og hinir hölluðu sér fram, spenntir. Paige dró í snatri og fékk tíg.ulgosa. Masters vandaði sig meira, en dró spaðaáttu, og ýtti frá sér peningunum óþolin- móðlega. — Viljið þér draga aftur? spurði Paige, en myndaði sig ekk- ert til að sópa vinningnum til sin. Master snuggaði eitthvað til samþykkis og ýtti spilunum yfir til Madisons, svo að hann gæti stokkað aftur. — Tvöhundruð? spurði Paige. — Ágætt! svaraði Masters með hroka. En svo bætti hann við ó- lundarlega: — Það er að segja, ef þér vilduð taka af mér skulda- bréf fyrir heimingnum ef ég tapa. Eg er ekki vanur að bera alla peningana mína á mér. — Allt í lagi, sagði Paige. Þér eigið að byrja í þetta sinn. Höndin á Masters skalf, er hann velti við lauftíu, hægt og hægt, Qg hann andvarpaði um leið, svo að vel mátti heyra. — Paige sló hann út með spaða- drottningu. — Einu sinni enn? spurði Paige, með ennþá minni áhuga en áður. — Nei, þetta er nóg fyrir mig, svaraði Masters og skrifaði eitt- hvað aftan á eitt spil. Hinir gáfu hverir öðrum auga með meinfýsn islegu brosi. Paige stakk peningunum í vasa sinn, kæruleysislega, -bauð rólega og kurteislega góða nótt og gekk upp stigann. Hann skildi herbergisdyrnar sínar eftir opnar, af því að hann vissi, að Masters átti leið fram hjá þeim, innan skamms. En svo leið næstum klukkustund áður en hann heyrði til hans. —• Komið þér inn, andartak, kallaði hann. Masters stanzaði og gekk síðan inn með hendur í vösum og ili- gjarnlegt vandræðabros á vör. — Gerið svo vel að fá yður sæti, sagði Paige vingjarnlega. — Eg vona, að þér móðgist ekki, en ég vil ekki peningana yðar. Síðan lagði hann þá á borðið rétt hjá Masters. — Nei, þakka yður rétt aldeil- is fyrir! þaut Masters upp. — Eg er ekki neitt pelabarn og það eruð þér beðinn að muna. — Þér sitjið kyrr þar sem þér eruð kominn, ungi vinur, skipaði Paige og gekk til dyra og lokaði. — Og haldið yður stilltum! Það var eins og þessi hörku- lega skipun lamaði Masters og hann settist með ólundarsvip. —• Þér segist ekki vera neitt pelabarn, hélt Paige áfram og hallaði sér reiðilega fram. •— Þér reynduð að móðga mig í ná- vist félaga yðar þarna niðri, — af því að þér vissuð, að ég er gestur klúbbsins og myndi því heldur þegja en gera uppistand. Eg lét yður sleppa í það skiptið. Þér eruð ekta hégómapési, sem vinnið fyrir litlu kaupi, en viljið láta aðra halda, að þér séuð ein- hver heljarmikill karl. Kannske koma þær stundir fyrir yður, að þér óskið þess að geta sparað saman til að komast aftur til Colorado og giftast stúlkunni . . . Eg býst við . . . Röddin var nú ekki eins hvöss og áður, og hann settist í stólinn og vaggaði hon- um fram og afþrr. — Já, auðvitað er einhversstaðar stúlka með í spilinu . . . Setningin dó út í ein- hverju suði, rétt eins og hann hefði alveg gleymt deilu sinni við vesalings Masters, sem sat og glápti á hann. Nú leið heil mínúta í þögn og Paige tottaði pípuna sína, dreym- andi, en augun hálflokuðust og leituðu nú í mannþrönginni að litlum hatti með fjöður í, sem sat ofan á Ijósum lokkum . . . Síðustu orð hennar komu aftur í huga hans . . . orðin, sem voru sögð svo lágt og viðkvæmnislega. — Mér þykir það svo leitt, sagði hann og það var eins pg hann vaknaði aftur. — Eins og ég sagði yður áðan, þá ættuð þér ekki að strá út peningum, en ef þér getið ekki stillt yður um það, skuluð þér að minnsta kosti ekki fleygja þeim í mig. Eg vil þá ekki og tek ekki við þeim. Hann benti aftur á krumpaða seðlana, og reif svo skuldakvittunina frá Masters í tætlur, hægt og hægt. Masters urraði eitthvað og glotti kjánalega. — En ég hefði tekið þá ef ég hefði unnið þá af yður, sagði hann. — Kannske, svaraði Paige eftir nokkra þögn, — og kannske ekkL Eg er viss um, að ef þér hefðuð vitað, að þér væruð búinn að reyta af mér síðasta eyrinn, myndf uð þér hafa gefið mér aurana aftur. Eg er ekki að segja, að ég sé neitt hrifinn af yður, hr. Mast- ers, en þetta er mér nær að halda, að þér hefðuð gert. — Þakka yður fyrir. Þelta er óþarfa lof, svaraði Masters þurr- lega. J Paige kinkaði kolli, seinlega. — Já, það sé ég . . . nú. Svarið var kuldalegt. Nú varð óhugnanleg þögn. Masters drap tittlinga meðan hann hugsaði um viðeigandi svar, en Paige athugaði andlitssvip hans og gat ekki annað en brosað. — Einn mjög vitur maður sagði mér fyrir skömmu aí reynslu sinni frá þeim tíma þeg- ar hann var að læra á bíl. Mað- urinn fyrir framan hann stanz- aði án þess að gefa merki. Allir menn verða fyrir svona snögguna stöðvunum, og hver um sig bölv- ar manninum á tmdan fyrir að gefa ekki merki, en enginn ein- asti gefur sjálfur merki vegna mannsins á eftir . . . í kvöld haf- ið þér farið í taugarnar á mér, líklega vegna þess að einhver hefur strítt yður fyrr í dag. Það er eins vel til, að þér hafið ekki haft hugmynd um það sjálfur, en þér hafið þurft að skeyta skapi yðar á einhverjum öðrum, en þannig gengur það oft. Hvað finnst yður sjálfum? Masters glotti, súr á svip. —. Já, ég hef átt vondan dag. Það er hann Huntingdon gamli. Eg er nú orðinn alyeg uppgefinn á að sleikja mig upp við hann. —. Hann er yfirmaður í námunni og nízkur og ómerkilegur eins og fjandinn sjálfur. — Hefur yður aldrei dottið I hug, að hann hafi átt erfitt hjá sinum yfirmönnum? — Ja, ég vildi að minnsta kostl gHÍItvarpiö Þriðjudagur 18. október 8.00—10.20 Morgunútvarp. (Bæn. 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. —• 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 ,,A ferð og flugi": Tónleikat kynntir af Jónasi JónassynL 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Erlend þjóðlög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi um bindindismál (Bjarnl Benediktsson dómsmálaráðherra flytur. — Hljóðr. 16. okt. í há* tíðarsal háskólans við setningu bindindisviku Landssambandsins gegn áfengisbölinu), 20.50 Píanótónleikar: Viktor Mersjan* off leikur 24 prelúdíur op. 28 eft- ir Chopin. 21.30 Smásaga vikunnar: „Frakkl trfl villingsins" eftir Bertolt Brecht. í þýðingu Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi (Róbert Arnfinnssoa leikari). ^ 22.00 Fréttir og veðurfregnir. ' » 22.10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.25 Lög unga fólksins (Guðrún Svai arsdóttir og Kristrún Eymunds- 23.20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 19. október 8.00—10.20 Morgunútvarp — (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —■ 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.), 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Operettulög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 „I Svartaskóla hjá Indriða miðli", greinarflokkur eftir Guð- mund Hannesson pófessor; IIL (Anna Guðmundsdóttir flytur). 21.00 Spænsk þjóðlög: Polyfón-kórirm í Barcelona syngur. 21.10 Samfelld dagskrá frá Hollandl f umsjá Olafs Gunnarssonar sál- fræðings. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Canterville-draug- urinn" eftir Oscar Wilde, í þýð- ingu Jóns Thórs Haraldssonar cand. mag.; frCarl Guðmundssoa leikari). 22.35 ,,Um sumarkvöld": Earl Baileyf Povel Ramel, Les Compagnos do la Chanson, Alma Cogan, Arf Tatum, Amalía Roderiguez, Loo Panchos, Mahalia Jackson, Dan- ielle Darrieux, Ingibjörg t»or- bergs og Smárakvartettinn i Reykjavík skemmta. 23.00 Dagskrárlok. a r L r u — Þú getur þetta, Eva. Þú get- ur fundið einhverja leið til að fá föður þian tú að koma fyrir dansleikinn. Gerðu þetta nú íyrir mig! — Ó Vivian, bú ert stundum svo erfið! * — - - — Gerðu það Eva . . . Þetta verða í hæsta lagi þrír dagar! — Ég ge-t ekki hugsað mér að dvelja á veiðistað þó ekki sé nema í þrjár daga! En þín vegna skal ég gera það Vivian!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.