Morgunblaðið - 18.10.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.1960, Blaðsíða 3
t' i Þriðjudagur 18. okt. 1960 MORGUNbLAÐIÐ Maður getur ekki flúið ... Viðtal „BerHngatíðinda" við Svavar Guðnason, listmálara S T Ó R og fagurlagaður salur í húsi Listafélagsins, með útsýn gegnum háa glugga út á gótu, sem er kyrrlát á síðdegi laugar- dagsins, — þar sem nývið- gerð hlið Thorvaldsens- safnsins myndar baksvið svifflugs hvítra máva. Sal- urinn er troðfullur af stór- um og sterklegum kössum, sem bera áritanirnar FOR- SIGTIGT og HANDLE WITH CARE og aðrar á- líka upphrópanir á ýmsum málum, þar á meðal slav- neskum. Út úr sumum kass anna gægjast afstrakt-mál- verk af ýmsum stærðum og frá ýmsum tímum. Svavar Guðnason, sem ekki líkist afstrakt-lista- manni, heldur öllu fremur raunverulegum greifa, sit- ur á einum kassanum og lætur þolinmóður spyrja sig spjörunum úr. ★ ALSAKLAUS — Hvenær komuð þér fyrst til Kaupmannahafnar? — Það var þrjátíu og fimm, og ég man .... — Höfðuð þér lært að mála á Islandi? — Nei, nei, ég hafði ekki gengið í skóla eða því um líkt, en hins vegar gert dálítið á eigin spýtur. Þegar ég kom til Hafnar, hittist einmitt svo á, að yfir stóð mikil, súrreal- ísk sýning á Charlottenborg — það voru menn eins og Bjerke-Petersen, Richard Mortensen, Freddie og aðrir slíkir. — Voruð þér líka súrreal- isti? — Nei, nei. Ekkert svipað þvl. — Þér komuð hingað sem saklaus, ósnortinn natúral- listi — Já, alsaklaus. — Lifðuð þér á því að mála, þegar þetta var? — Ég var atvinnulaus. Ég var 25 ára — og hafði starf- að allt mögulegt — sem fiskimaður, sem bókhaldari, við iandbúnaðárstörf, og ég hafði ekið ölbíl í Reykjavik. — Það var slæmt öl. — Skattfrjálst? (Þ. e. a. s. óáfengt). — Já, og það er það enn. — Eruð þér fæddur í Reykj avík? ■— Ég er fæddur í Horna- firði. Þá voru þar fimm hús — og ein fjölskylda í hverju. SVAVAR Guðnason, listmálari, het'ur nú yfirlitssýningu á verk um sínum í Kaup- mannahöfn, í boði „Listafélagsins“. — Var sýningin opnuð sl. laugardag í húsi félagsins við Gammel Strand — og vekur athygli. — Hinn 9. þ. m. birtist í.,Berl- ingatíðindum“ langt viðtal við listamann- inn, eftir Paul Raae, en Svavar var þá að hefjast handa um uppsetningu sýning- arinnar. Ber viðtalið sem hér birtist í þýð- ingu nær óstytt, vott um það, að koma Svavars með lista- verk sín á fornar slóðir þykir athyglis- verður atburður þar ytra. Nú búa þar um það bil 600 manns. Það er vegna fisk- veiðanna. Fiskimiðin fyrir utan eru góð. Gættuð þér fjár — Já, ég gerði pað og ýmis- legt annað. Það skemmtileg- asta var að hirða heyið. Það var flutt heim á hestum af fjarlægum engjum. Hestarnir voru bundnir saman og klyfj- aðir svo háum sátum (bögg- um), að þeir gátu varla hald- ið jafnvæginu. A leiðinni þurftum við að fara yfir djúp- ar ár, og það gerðist ósjald- an ,að einhver hestanna missti fótanna. Það var mikið um- stang og ekki hættulaust að koma honum aftur á fæturna. ★ „ALLTÞETTA KJÖT“ — Byrjuðuð þér líka að mála þá? — Ja, ég átti náttúrlega spjald og griffil, þegar ég var barn. Það var eins konarffi byrjun. Reglulegrar skóla- göngu nutum við ekki. Öðru hverju kom kennari ríðandi a hesti og hélt skóla eina viku.fjf Svo það gafst góður timi til i* að teikna þess á milli. — Þekktuð þér enga lista-IS menn? — Dag nokkurn kom As-ff grímur Jónsson — hinn elztif og fyrsti málari á Islandi sem hafði málaralist að at-11 vinnu — til Hornafjarðar tilg þess að mála nokkrar mynd- ir. Mér fannst, að þetta hlyti að vera unaðslegt starf — að festa svona fallega liti á léreft. Svo byrjaði ég með vatnsliti. — Eruð þér alveg sjálf- lærður? — Þegar ég kom til Dan- merkur, fór ég í Listaháskól- ann og var þar tvo og hálfan mánuð. Þá hafði ég fengið nóg. Mér hafði reyndar verið sagt heima á íslandi, að mað- ur væri látinn mála eftir nöktum fyrirsætum, en ég hafði ekki trúað því. Maður endist ekki til slíks lengur en nokkra mánuði. — Allt þetta kjöt. — Á hverju lifðuð þér? — Ég hafði svolítið af pen- ingum, sem ég hafði sparað saman, og við og við fékk ég ofurlítinn styrk úr dansk-ís- lenzkum sjóði — en lengst af lét ég mér nægja fjögur stykki af smurðu brauði dag- lega. Þó var það oft lang- tímum saman, að ég lifði af 6 aurum á dag. Eitt fransk- brauð kostaði þá 24 aura, og ég keypti hálft — annan hvorn dag. — Hvar áttuð þér heima? — I þakherbergi í Holbergs gade 19. Það voru engin hús- gögn. Ég svaf á gólfinu með frakkann minn fyrir sæng. Um tíma hafði ég hálfa rúm- dýnu. Þegar ég varð veikur, sjálfsagt af sulti, varð ég nótt STAKSTEIN/tS tHÍmiiltwh-Mvil' _________________________ Þessi mynd af listamanninum, ásamt nokkrum verkum hans, birtist í „Berlinfatíðind- um“, með undirskriftinni; — Maður getur ekki fiúið frá því, sem er að gei»o.. Svavar Guðnason: — Hálft franskbrauð — annan hvorn dag .... eina að skríða á fjórum fót- um til fjölskyldu, sem bjó neðar í húsinu, og biðja hana að kalla á lækni. Fólkið hringdi til síns eigin læknis, og var mér mjög vingjarnlegt. íslenzkur læknastúdent lét síðan flytja mig frá einu sjúkrahúsinu til annars. Lækn arnir gátu ekki fundið, hvað að mér gekk, en ætluðu loks að skera mig upp við botn- langabólgu. Þá laumaðist ég úr rúminu og fór mína leið. Ég vildi ekkert með slíkt hafa. ★ „AFBROTIГ — Nú verðum við að snúa okkur aftur að listinni. Þér gerðust afstrakt! — Já, fyrst setti ég myndir á Haustsýninguna (Kunstner- nes. Efteraarsudstilling), seidi mjög lítið, og varð síðan fé- lagi í „Höstudstillingen", sem var samkunda afstraktmanna. Það voru Bille, Carl-Henning Pedersen, Else Alfelt, Egill Jacobsen, nú prófessor, Asger Jern — og nokkrir fleiri. Við erum nokkurn veginn jafn- gamlir allir saman, sem fröndum betta afbrot .... — Er afströkt list afbrot? — Ja, eru ekki til ýmsir, sem líta þannig á? — Hún er þó mikils metin nú orðið. — Hún var það ekki þá. Við fengum drjúgum til tevatnsins hjá gagnrýnendunum. Við vor um nefndir svindlarar, ræn- ingjar — og ég veit ekki hvað, allt þar til 1942 og ’43. — Er ekki mikið um svik í afstrakt-list? — Hver segir það? — Ég gæti hugsað mér, að hinn svonefndi „almenni“ á- horfandi sé þeirrar skoðunar. — Því get ég trúað. Það er alveg eins og fólk krefjist þess, að maður sýni það, að maður. geti málað ,,rétt“. áður en maður fer að mála afstrakt. — Þér tilheyrið þeim, sem hafa farið yfir í einu stökki, er ekki svo? — Jú, ég hefi aldrei sýnt, að ég geti málað á venjulegan hátt — í gamaldags-skilningi. ★ MAÐUR BROSIR . . . — Hefir nokkur málari orð ið til vakningar fyrir yður, fyr ix utan Ásgrím Jónsson? Frarnti. a bls. 8 Framsókn mtðguð í Tímanum á sunnudaginn segir á þéssa Ieið, er blaðið ræð- ir um það sem það kallar vak- andi „sjálfstæðisvitund" í land- helgismálinu. „Á þessu varð ein undantekn- ing nú undir lokin, er ákveðin samtök efndu tii fundahalda og göngu til mótmæla gegn samn- ingum upp á eigin spýtur og ■ sínu nafni án þess að þar væru aðrir þeir með, sem fram að þessa höfðu staðið að öllum almennum fundarboðum. Vegna þessa kom fram röng mynd af þeim þjóðar- i vilja og samstöðu, sem málið á og þar með vikið af þeim grund- velli, sem unnið hetur verið á. Á þetta var bent hér í blaðinu til að reyna að koma í veg fyrir að svona væri unnið að málinu framvegis og tryggja að þetta fordæmi yrði ekki notað af öðr- um til þess að reyna að gera það I að einhverju sérmáli sínu“. i Engu er líkara en að Fram- j sóknarmenn séu mjög sárir og móðgaðir yfir því að þeir skyldu i ekki fá að vera með í þingstörf- ' um Alþingis götunnar á setningar degi Alþingis íslendinga. ... en vill ekki móðga bina Tíminn heldur síðan áfram og segir; „Það er algjör misskilningur, að í þessu hafi falizt nokkur ádeila á þau samtök sjálf, sem að þess.u stóðu“. f Þó að Tímamenn séu móðgað- ir yfir því að fá ekki að vera með í tjáningu ættjarðarástar- innar fyrir utan þinghúsið, þá er háttvísi þeirra þó svo mikil að i þeir vilja forðast að móðga vini | sína í „samtökum hernámsand- j stæðinga“. Sjálfsagt munu svo „samtakamenn“ þakklátir þeim Tímamönnum og væntanlega I skilja þeir orð Tímans svo að ekki þurfi annað en skýra Fram- sóknarmönnum kurteislega frá því næst þegar gönguæfing kynni ; að verða haldin og þá mundi ekki standa á aðstoð. Sá tími er liðinn f Þjóðviljanum á laugardag er í ritstjórnargrein rætt um störí Alþingis götunnar. Þar segir hinn sjálfskipaði alþingismaður götunnar: „Og það er ekki aðeins réttur almennings heldur óg skylda að hagnýta þessar leiðir, ef lýðræði á íslandi á að vera annað og meira en orðið tómt. Enda hafa íslendingar margsinnis haft vit fyrir svikulum þingmönnum með mætti samtaka sinna og nægir í þvi sambandi að minna á verk- föllin, sem aftur og aftur h:*fa knúið þing og stjórn til þess að breyta um stefnu.“ Það er mál út af fyrir sig, að hin pólitísku verkföll hafa rýrt svo hag launþega, að kjarabætur hafa engar orðið hérlendis á með- an aðrar þjóðir hafa jafnt og þétt bætt sinn hag. En hitt er meginatriði málsins, að ekkert lýðræði getur þróazt ef óþingleg- um öflum, einhverskonar klíkum á að haldast uppi að segja lögleg- um stjórnarvöldium fyrir verk- um. Það er rétt hjá Magnúsi Kjart- anssyni að með pólitískum verkföllum hefur æ ofan í æ verið kippt stoðunum undan heilbrigði stjórnarstefnu á Is- landi, en menn eru nú reynslunnl ríkari og munu standa fast gegn sérhverjum tilraunum til þess að eyðileggja heilbrigt stjórnarfar og innleiða hálfkommúnisma. Þess vegna er sá tími, sem rit- stjórinn talar um, Iiðin tið og mun aldrei koma aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.