Morgunblaðið - 18.10.1960, Blaðsíða 17
i Þriðjudagur 18. okt. 19G0
MORCTIlVfír 4 ÐIE
17
Regn- og leysingavatn nær
að síga gegnum Vatnajökul
A ÞESSU hausti gekk mælinga-
mönnum verr að komast á Vatna
jökul en nokkru sinni og urðu
að snúa við í fyrstu atrennu, sem
kunnugt er, vegna þess að ís-
þúfnabelti reyndist áfært venju-
legum snjóbílum.
Sigurjóni Rist vatnamælinga-
manni, var það sérstakt áhuga-
mál að komast á Háubungu og
til Grímsvatna til að mæla hita
í 30 m djúpum borholum. Nokk-
urra stiga frost var í ísnum um
miðjan júní sl., þegar borað var
og því veigamikið atriði frá vatna
fræðilegu sjóna-rmiði að fá úr þvi
skorið hvort frost helzt í jökl-
inum þ. e. a. s. hvort regn- og
leysingavatn, sem sígur í gegn-
um efsta snjólagið kemur niður
í gegnum jökulinn, þá kemst
vatnið ekki niður heldur frýs aít
ur.
>að fór að lokum svo, að fjórir
menn komust á jökulinn, þrátt
fyrir erfiðleikana og komu þeir
í bæinn fyrir síðustu helgi. Mbl.
leitaði fregna af þessu ferðalagi
hjá Sigurjóni Rist og sagðist hon-
um svo frá:
I>EGAR mál höfðu skipast svo
illa að karginn á jöklinum hindr-
aði snjóbíl Guðmundar Jónasson-
ar að komast áfram að settu
i
marki, fór ég að íhuga nýjar leið-
ir til Grímsvatna. Tækin sem
þurfti til hitamælinganna var
gjörlegt fyrir þrjá menn að draga
á litlum og léttum sleða t. d. frá
Grænafjalli. Léttan gönguútbún-
að höfðum við til reiðu, við
Jóhannes Briem og Magnús Eyj-
ólfsson. En við vildum fá hesta
í Fljósthverfinu undir farangur
upp að jökli, svo við gætum haf-
ið jökulgönguna óþreyttir. Það
lánaðist ekki' og kom þar hvort
tveggja til, að Fljótshverfingar
gerast nú fátækir af hestum og
smalamennska stóð yfir svo að
hin fáu hross voru í brúkun.
En þá hljóp á snærið hjá Jökla-
rannsóknarfélaginu. Þórarinn Vii
hjálmsson, bóndi Litlu-Tungu
í Holtum, var albúinn að lána
félaginu nýlega Ferguson diesel-
dráttarvél og heilbelti fengust
hjá Dráttarvélum h.f.
Hinn 4. október var haldið úr
byggð upp Landssveit eins og leið
liggur inn fyrir Tungnaá og inn
í Jökulheima, sem áður eru nefnd
ir, og Halldór Eyjólfsson á Rauða
læk, sem aka skyldi vélinni á
jöklinum. Hann kann vel til véla
og reyndur jöklamaður.
Karginn
Karginn var hinn sami og áð-
ur. En svo nefni ég þýfið á jökl-
inum því að talað er um karga-
þýfi og Skaftfellingar nefna þá
flóka í Skaftáreldahrauninu, sem
er úfnastur og verstur yfirferðar
Karga.
Nú var komið nýtt farartæki
til sögunnar, heilbeltadieselvélin.
Beltin, sem heita Go-grip liggja
um fram og afturhjól dráttar-
vélarinnar og aukahjólum er
stungið inn á milli fram og aft-
urhjóla eins og myndin sýnir.
Öllu er haganlega komið fyrir.
stýrt er með hjólahemlum (á aft-
urhjólum) og er hemlaútbúnað-
urinn tengdur upp í stýrishjólið,
svo að stýrt er með stýrishjólinu
líkt því sem venjulega — munur-
inn er aðeins sá að lagt er á með
smá rykkjum en ekki haldið við
Vélin lét svo vel að stjórn að
Halldór gat snúið henni á þufna-
kollunum alveg að vild sinni. Við
vorum með allan farangur okkar
á sleða og kom það sér vel að
hann var dreginn yfir kargann af
dieselvél með gangráð en ekki af
benzínvél. Dráttarvélin lallaði
viðstöðulaust yfir kargann. Gang
ráðurinn kom í veg fyrir alla
rykki og illar sviftingar á milli
vélarinnar og sleðans, þótt véiin
væri að klifra upp klakabunka
er sleðinn var að steypast niður
í skoru eða öfugt.
Karginn er um 2 km breitt
belti nálægt 1000 metra hæðinm.
Mælingar
Við settum niður snjómastur
nálægt miðja vegu milli Páls-
fjalls og Kerlingar. Það er þrí-
fótur úr 2“ rörum. Hann á að
sýna snjósöfnun á jöklinum og
nú stóð hann 463 cm upp úr snjó.
Annað snjómastur var sett upp
NA Grímsvatna. Það er alls 915
cm og voru 670 cm upp úr snjó
þegar gengið var frá því. Það
veitir ekki af þeirri hæð ef vet-
urinn verður mikill snjóavetur.
Ætlunin er að vorleiðangur Jökla
rannsóknafélagsins 1961 finni
möstrin og þá er hægt að mælá
snjósöfnunina nákvæmlega, en
án þeirra er erfitt eða nær ill-
kleift" að ákveða skil milli ára.
E. t. v. setur ísingin og veðurofs-
inn möstrin um. Gerðar hafa ver
ið tilraunir með ýmsar gerðir
snjómastra , en löngum farið
sömu leiðina, þau hafa ekki stað
ið veturinn, e. t. v. fer hér á
sömu leið, að þau verða ekki aft
ur augum litin. Hitastig var mælt
í borholum, það var við 0*0, þeg-
ar komið var niður fyrir 1,4 m.
Þessar niðurstöður benda í þá
átt, að á sumrum þýðist vetrar-
frostbylgjan úr jöklinum, regn
og leysingar-vatn nær að síga nið
ar í gegnum ísinn. Negativur
hiti í efsta 1,4 m, sýnir aðeins
að vetur var genginn í garð. í
borholum eru plastslöngur fylltar
olíu og hefur olían á hverjum
stað sama hita og umhverfið.
Hækkun Grímsvatna í sumar var
mæld.
Snjóalög
Austan Grímsvatna hafði snjór
síðasta vetrar sígið og hann leyst
sem svaraði 110 cm og á Háu-
bungu um 50 cm. Snælínan í ár
á Vatnajökli að vestan er í 1220
m hæð. Nýsnævi náði einnig
þangað niður, en neðar var jök-
ullinn ,,alauður“ eins og kallað
er. Ofan við 1400 tók nýsnævið að
aukast mjög hratt með hæðinni
og var röskur einn metri á dýpt
á Háubungu og 60 cm í Gríms-
vötnum.
Færðin var mjög slæm á há-
jöklinum 1400—1750 m hæð því
nýji snjórinn var alveg þurr og
laus eins og púlver með ofurlítið
ísingarlag efst. Færið getur vart
orðið verra fyrir beltavélar, en
engu að síður malaði heilbelta-
vélin án viðstöðu áfram með sleð
ann sinn. Ferðin var nálægt 3.5
km á klst. þar sem verst var upp
Háubungu og Grímsvötn, þar
var umbrotafæri fyrir mann
Iausfóta en skíðafæri ágætt. Aft-
ur á móti var færið mjög gott
á bilinu frá 1200 m upp að 1400
m hæðinni og þar fór dráttarvél-
in með 20 km á klst. og hámarks-
hraðinn var 23 km á klst.
Mastur, sem er 9,15 m á hæð,
var sett upp norðaustur af
Grímsvötnum, til að mæla
vetrarsnjóinn. Skyldi það
standa upp úr í vor?
ust að dieselvélin yrði erfið í
gangsetningu á jöklinum. En sá
ótti var ástæðulaus, því að þrátt
fyrir ísingaveður og 15 stiga frost
„rauk vélin í gang“, þegar for-
hitari hafði verið á í 30 sekúndur
eins og tekið er fram um meðferð
vélarinnar.
Verkefnin bíöa
Bora þarf niður í jökulinn á
Bárðarbungu og mæla hita þar,
sömuleiðis þarf að kanna Hofs-
jökul. Á dráttarvélum með hent-
Beltin mynda brú yfir sprungurnar.
Brennslukostnaður 130 kr.
Ég tel fullreynt að heilbelta-
diesel-dréttarvélin henti til ferða
laga á Vatnajökli og öðrum ör-
æfaflákum landsins á vetrum og
þegar klaki er að fara úr jörð,
er venjulegar bifreiðar komast
ekki leiðar sinnar.
Eldsneytiskostnaður var hverf
andi í þessari mælingarferð sam-
anborið við það sem áður hefur
verið. Dieselvélin brennir í allri
ferðinni olíu fyrir aðeins kr.
130.00, þ. e. a. s eldsneytiskostn-
aðurinn er ekki meiri en sem
svarar andvirði meðalvándaðra
snj óbir tugleraugna!
Þegar lagt var upp á jökulinn
varð ég var við að margir óttuð-
uga sleða, er auðvelt að komast
áfram. Lengd snertiflata meiða
má ekki fara fram úr 1,7—2,0 m.
Tvo og jafnvel þrjá slíka sleða
má svo hafa aftan í hverri
dráttarvél.
. - - & .
SKIPAUTGCRB RIKISINS
„ESJA“
austur um land í hringferð 23.
þ.m. Tekið á móti flutningi í dag
og á morgun til áætlunarhafna
milli Djúpavogs og Húsavíkur.
Farseðlar seldir á föstudag.