Morgunblaðið - 18.10.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.1960, Blaðsíða 12
IZ MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. okt. 1960 JHwgntiMðfrifr Utg.t H.f. Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórarí Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók,: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2?,480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VEXTIR OG ÚTGERÐARMÁL r>YRIRTÆKI okkar H. B. & Co. hefur skilað tals- verðum tekjuafgangi árum saman en útsvar, tekju- og eignaskattur hafa gleypt það og meira til. Þ. a. 1. hefur ekki verið hægt að mynda neinn sjóð til að bvggja upp með, t. d. kaupa bát, kaupa hús eða annað, nema taka það að láni“. Þannig farast Haraldi Böðv arssyni, útgerðarmanni, orð í grein, sem hann ritaði í Morg unblaðið sl. föstudag. En þar ræðir hann m. a. skort fyrir- tækis síns á rekstrarfé. Þetta fyrirtæki er nú 54 ára gamalt og hefur ætíð verið rekið af dugnaði og hagsýni. Engu að síður er hagur þess nú við lok tímabils vinstri stefnunnar þannig að því gengur erfið- lega að standa af eigin ramm- leik undir nauðsynlegri við- bótarfjárfestingu, jafnvel þótt orsökin sé „of mikil bjartsýni og of mikil fjárfest- ing á einu ári“. Þetta er auðvitað ekkert einsdæmi með þetta útgerð- arfélag, heldur er það regla með fyrirtæki hérlendis að þau hafa verið svo skattpínd, að hvergi hafa getað safnazt nauðsynlegir varasjóðir, hversu vel sem á málefnum fyrirtækjanna hefur verið haldið. En á sama tíma hefur verið fleytt áfram fyrirtækj- um óhæfra manna með hvers kyns oheilbrigðri fyrir- greiðslu, -sérréttindum og pólitískri aðstoð. Hefur jafn- vel verið talið eðlilegast að hlaða mest undir þá sem verst ráku fyrirtæki sín og skiluðu þannig þjóðarbúinu minnstum afrakstri. Þetta er sá arfur vinstri stjórnarinn- ar, sem augljósastur er og und irstaða erfiðleika útvegsins. Morgunblaðið hefur bent á, að viðreisnin sé ekki full- komnuð, fyrr en gert hefur verið hreint borð hjá útgerð- inni. Bráðabirgðaskuldum hennar og hengingarvíxlum komið í föst lán, en síðan verði allir að standa sjálfir við skuldbindingar sínar. Þeir, sem vel reka fyrirtæki, mega gjarnan hagnast veru- lega en hinir heltast úr lest- inni. Haraldur Böðvarsson víkur að ýmsu í grein sinni, sem Morgunblaðið er ekki sam- mála, en það breytir auðvitað engu um það, að blaðið telur rétt að skoðanir hans komi fyrir almenningssjónir. — Ástæða er til að fara nokkr- um orðum um vaxtamálin, því að nokkuð mun villandi, þar sem höfundur bendir á vexti í nágrannalöndunum. Sannleikurinn er sá, að vext- ir eru þar yfirleitt mun hærri en menn álíta og til flestra framkvæmda munu vextir vera 6 og allt upp í 8%. Hinu er svo ekki að leyna að vextir eru hér hærri en í þessum löndum, en það var talin nauðsynleg ráðstöfun til þess að ná jafnvægi á peninga- markaðnum. Jafnframt ber svo á það að líta að fáir munu betur að tekjuaukningu komnir en einmitt sparifjáreigendur. Þeirra hlutur hefur rýrnar ár frá ári á tímum verðbólgunn- ar. Auðvitað koma hinir háu vextir illa við lántakendur, hvort heldur það eru útvegs- menn eða aðrir. Og þegar jafnvægi hefur náðst, lækka vextir að sjálfsögðu og er það þá einnig réttmætt, því að sparifjáreigendur eiga þá ekki lengur að tapa á áfram- haldandi verðbólgu. Vissulega er það hryggi- legt að vinstri stefnan skuli hafa leikið góð fyrirtæki svo grátt, að engir varasjóðir séu þar til. Hinsvegar er engin leið að taka fé af launamönn- um til nýrra uppbóta af þeirri einföldu ástæðu að launastéttirnar búa ekki við of góð kjör eftir óstjórnar- tímabilið. Þess vegna verður nú að byrja að byggja at- vinnufyrirtækin upp aftur frá grunni. Það verður að hjálpa útveginum til að losna við hengingarvíxla vinstri stefnunnar og koma fjárhag sínum á fastan grundvöll. Þrátt fyrir allt eiga lang- flest útgerðarfyrirtæki vel fyrir skuldum og byggist það meðfram á verðbólguþróun- inni, sem hér hefur verið um langt skeið, en hún hefur aukið eignir þeirra í verði, þó að stöðug skuldasöfnun hafi átt sér stað. Þess vegna er hægt að breyta skuldum þeirra í föst lán og að því ber að vinna og síðan verður hver að búa að sínu og munu þá vissulega nægilega margir hafa dug og framsýni til þess að geta þaðan í frá staðið á eigin fótum, og ekki sízt það útgerðarfyrirtæki, sem hér var sérstaklega um rætt. NEYÐARBJALLAN hringdi. Sjö menn voru innilokaðir í kolanámu hjá Doncaster í Yorkshiae í Eng4andi. Ætt- ingjarnir biðu fullir angistar í 18 klukkutíma. Svo náðu björgunarmennirnir til námu- mannanna. Sex þeirra gátu sjálfir gengið að lyftunurn sem fluttu þá upp á yfirborð- ið, en einn, sem var lítils- háttar meiddur, varð að bera. Hér sjást fjórir þeirra, sem innilokaðir voru. Strax og þeim hafði verið bjargað, þurftu þeir að fara að fá sér bolla af sterku teí. NÝLEGA var mótorferjan „Prinsesse Anne Marie“ tekin I notkun í Danmörku. Þetta er hraðskreiðasta ferja Dan- merkur og siglir milli Kalund borgar og Árhus. Nautaat er þjóðaríþrótt Spán- verja og nautabanarnir dýrkað- ir sem hetjur. — Paco Camino ’ heitir þessi 17 ára Spánverji. Hann var óþekktur í byrjun nautaatstímabilsins í ár, en er nú skæður keppinautur gömlu ( og reyndu nautabanana. Nú veð- ' ur hann í peningum, nýbúinn að kaupa kádilják, og Mercedes Benz. En þó hættir hann lífi sínu frekar fyrir heiðurinn en pen- ingana, einkum fyrir heiður fæðingarbæjar síns, Camas, skammt frá Sevilla. Þar biður móðir hans fyrir honum í hvert skipti, sem hann tekur þátt í nautaati og þangað snýr hann sem hetja að leiknum loknuin. Alexander Dumas eldri vann sér inn gífurlegar fjárupphæðir með skóldsagnaframleiðslu sinni, en hann kunni ekkert með pen- inga að fara og var þess vegna alltaf peningalaus. Það var venju leg sonur hans, höfundur sög- unnar „Kamelíutrúin", sem varð að bjarga fjárreiðum hans. Þess vegna varð Dumas yngra ein- hverju sinni að orði: „Pabbi er stórt barn. sem ég eignaðist þeg- ar ég fæddist".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.