Morgunblaðið - 04.12.1960, Page 5

Morgunblaðið - 04.12.1960, Page 5
Sunnudagur 4. des. 196C HtORCVNTtL 4Ð1Ð 5 hefð,^ mundum við tæplega standa þeim svo fjarri í dag, sem raun ber vitni. Þá væri ástæða til að ætla, að sumum hinna pólitísku óhappaverka, sem við höfum orðið vitni að tvo síðustu áratugi, hefði verið afstýrt í tæka tíð. Það leiðir af því sem ég hef sagt ,að ég ætla listinni mikið vald og mikla þýðingu í sam- félaginu. Það er ekki fyrr en á síðari árum, að ég hef kom- izt að þessari niðurstöðu, og það næstum því gegn vilja mín- um. Því hún leggur óhemju á- byrgð á herðar listamannsins. Listin verður að vera óháð, ekki aðeins ríkisvaldinu og hinni pólitísku skipulagningu og fjárhagslegum hagsmunum, heldur einnig í sambandi við prentun, gagnrýni og lesendur, allt sem myndar opinbera skoð- un. Og þetta er alls ekki auð- velt í nútíma þjóðfélagi. Með hverju árinu sem líður verður erfiðara að viðhalda einstaklings hugsjón lýðræðisins. Einnig í þessu landi verðum við að berj- ast gegn vaxandi tilhneigingu til þeses að steypa allt í sama mót, auk hinnar ört vaxandi kaupsýslu, sem er bölvun listar- innar í hinum vestræna heimi. Það er napurt fyrir rihöfund að verða aðeins eins konar jóla- sveinn, sem verður árlega að setja bókapakka sinn innan um önnur leikföng, það sem hann verður þegar gleymskunni að | bráð. Og þegar einhver toll- þjónn kemur djarfmannlega fram á sjónarsviðið og krefst þess, að bókmenntirnar séu and- legt heilsumeðal til afslöppunar og værðar, veit maður ekki hvort heldur skal hlæja eða gráta. Nytsemdarstefnan er einnig við lýði hjá okkur. Listamaður hefur ekki leyfi til að gera samkomulag við þessi niðurjöfnunaröfl, því það eru ekki hvað sízt þau, sem við eigum að berjast gegn. Maður verður að segja við sjálfan sig, að maður þjóni einhverju sem er hafið yfir svo stundleg fyr- irbæri, sem smán og framgang, yfir hina hverfulu listdóma, yf- ir hina breytilegu tízku, yfir | óseðjandi kröfur lesenda, að nokkru leyti um þjáningarlaus- an skemmtilestur og að nokkru leyti um andlega uppbyggingu og siðrænar leiðbeiningar. Það er óhjákvæmilegt að leggja á sig erfiði til að tileinka sér list, því það er ekki hlutverk listar- innar að staðfesta fordóma og venjuhugmyndir, heldur brjóta þær niður. Hún leysir ekki vandamál, heldur setur fram vandamál. Hún getur heldur ekki barizt fyrir trú á hjálp- ræði ákveðinna trúarbragða eða pólitískra kenninga, án þess að loka augum og eyrun fyrir mik- ilvægum hliðum raunveruleik- ans. Listamaður er hvorki sálu- sorgari, uppalandi eða spámað- ur. Hann getur ekki sagt mÖnn- um, hvað þeir eigi að hugsa, hverju þeir eigi að trúa, eða hvemig þeir eigi að lifa lífi sínu. Hlutverk hans er að lifa og lýsa samtíð sinni, vera vit- und hennar og samvizka. Listin er mynd mannsins af sjálfum sér, og hvað verður um mann- inn, ef hann er sleginn blindu, ef hann stendur ekki stöðugt J andspænis góðu og illu í sjálf- i um sér? I Ég sagði í upphafi, að hin < miklu hugsjónahugtök væru að- eins hluti af heild, að hugsjón- in um manninn væri ein. Á sama hátt er hægt að segja að frelsið sé eitt. Ef marxisti held- ur því fram við mig, að and- legt frelsi sé ekki til staðar, - þar sem frelsi frá neyð og ótta og vanþekkingu sé ekki fyrir Framhald á bls. 12. "* *£* ’< "< V - - ‘ ~ , <v's' V' S •*.«***«* xc****^**- MILLI SPJALDA ÞESSARAR BÓKAR getið þér rakið slóð fornleifafræðinganna í heillandi frásögnum og töfrandi mynd- um. Þessi bók er eins og ógleymanleg kvikmynd. Um leið og þér lesið lýsingar af aragrúa spennandi augnablika í lífi forn- leifafræðinganna, þegar þeir koma niður á löngu týnda fjár- sjóði eða dýrgripi frá tímum horfinna kynslóða, getið þér einnig skoðað úrvals Ijósmyndir af þeim fornmenjum og sögustöðum sem sagt er frá. # ÞÉR GANGIÐ um rústir Pompei-borgar og fylgist með bygg- ingu pýramídanna miklu, skyggnizt inn í grafhýsi faraóanna og skoðið musteri inkanna. Hér eru meira en 300 myndir, þar af 16 myndasíður í eðlilegum litum. Bókin er 360 blaðsíður, 17x23 cm og kostar kr. 380.00 innbundin. SKOÐIÐ eintak af bókinni hjá bóksala yðar. Þér munuð sannfær- ast um að þetta er ein fallegasta og eigulegasta gjafabók, sem þér getið fengið til að gefa góðvini í jólagjöf. Bókaforlag ODDS BJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.