Morgunblaðið - 08.12.1960, Síða 23
Fimmtudagur 8. des. 1960
MORCVNBLAÐIÐ
23
skriíar um:
KVIKMYNDIR
Austurbæjarbíó.
Þrælasalinn.
í>ETTA ER arnerísk mynd frá
tímum Þrælastríðsins og er tek
in í litum. Er myndin byggð á
skáldsögunni ,,Band of Angels"
eftir Robert P. Warren. Leik-
stjóri er Raoul Walsh, en í aðal-
hlutverkunum eru Clark Gable
Yvonne De Carlo. Myndin ger
is í Suðurrikjunum. Amantha
Starr, ung og fríð stúlka er dótt
ir auðugs óðalseiganda. Við
dauða föður hennar vitnast það
að móðir hennar hafi verið am-
bátt. Amantha er því lögum
samkvæmt ófrjáls. Þrælasali
einn kaupir hana og fer með
hana á þrælamarkaðinn í New
Orleans. Á uppboðinu þar vekur
'hún mikla athygli vegna fegurð
ar sinnar. Menn keppast við að
bjóða í hana, en að lokum hrepp
ir hana fyrrverandi skipstjóri og
ævintýramað :r Hamish Bond að
nafni, fyrir 5000 dali. Tekur
— Kongó
Frh. af bls. 1
að hafa staðið í samningum við
stuðningsmenn Lumumba í Stan
leyville.
Hamish hana heim til sín, en
hann býr í fögru og ríkmann-
legu húsi. Hamish sýnir þessari
glæsilegu ambátt sinni frá byTj
un fyllstu kurteisi og tillitssemi.
Hún kemst að því að hann er
einmana og óhamingjusamur og
hann fær vitneskju um hin sorg
legu örlög hennar. Við nánari við
kynningu fella þau hugi saman,
en margskonar örðugleikar verða
á vegi þeirra, ekki sízt af völd
um Þrælastríðsins, sem færist
nær og naor óðali Hamish á
Pointe du Loup. Eins og svo
margir óðalseigendur í Su'Surríkj
unum, tekur Hamis það ráð að
brenna óðal sitt svo að það lendi
ekki í höndum Norðurríkja-
manna. En að lokum er hann tek
inn höndum. Þar með endar þó
ekki saga hans og Amantha, —
en ekki verður hún rakin hér
frekar.
Mynd þessi er rpjög efnismikil
og spenna hennar töluverð. Leik
ur Clark Gables í hlutverki
Hamish er nú sem endranær
þróttmikill og sannfærandi og
Yvonne De Carlo fer vel með
hlutverk Amantha. Aðrir leik-
endur leysa og hlutverk sín vel
j af hendi. Nokkur negralög eru
I sungin í myndinni af þjálfuðum
I kór. Er það heillandi tónlist.
ur hana í sína vörzlu. Ungi mað
urinn, sem er pólskur og heitir
Korchinsky reynir að r.á byss-
unni af telpunni og þannig hefst
kunningsskapur þeirra, sem í
upphafi er byggður á gagnkvæm
um ótta, en verður að innilegri
vináttu. Litla stúlkan gerir allt
til þess að bjarga vini sínum úr
klóm lögreglunnar og vílar í því
efni ekki fyrir sér að segja lög
reglunni ósatt, hvað eftir ann-
að. En að lokum verður hún
þess óbeint valdandi að lögregl-
unni tekst að hafa hendur í hári
Korchinskys . . .
Mynd þessi er afbragðsvel
gerð og leikur.inn eftir því, enda
fara hér ágætir leikarar með að
alhlutverkin, svo sem hinn ungi
og efnilegi þýzki leikari Horst
Buchholz, sem leikur Korchinsky
John Mills, sem leikur lögreglú-
foringjann og síðast en ekki sízt
Hayley Mills (dóttir John Mills)
sem leikur litlu stúlkuna, Gillie,
svo vel að undrum sætir.
Snati og Snotra
aftur á markaði
FRÁ Bókaútgáfunni Björk eru
nú komnar út tvær barnabækur,
Snati og Snotra og Börnin hans
Bamba. Snati og Snotra er ein
af vinsælustu barnabókum Stein-
gríms Arasonar, en hún hefur nú
um langt skeið verið uppseld og
ófáanleg. Þessi nýja útgáfa bók-
arinnar er með teikningum eftir
eftir Tryggva Magnússon.
Börnin hans Bamba er fram-
hald bókarinnar Bambi, en báðar
þessar barnabækur eru gerðar af
Walt Disney og hafa hlotið mikl-
ar vinsældir. Efu þær um Bam,ba
hjartarkonunginn í skóginum,
og fjölskyldu hans. Segir þar frá
ævintýrum dýranna og baráttu
þeirra við manninn.
sýnt fyllstu aðgæzlu, og rekja
megi orsakir slyssins að nokkru
til þess. Getur dómurinn þess,
að bílstjórinn hafi ekki taiið sig
hafa heyrt til bifhjólsins, fyrir
það að vélin í bílnum hafj. verið
háværari en almennt gerist í bíl-
um. En einmitt fyrir þá sök, hafi
honum borið að sýna varkárni er
hann sveigði að Vitastígnum.
Stefnuljós voru þá ekki lögboð-
in, enda ósannað að þau hafi ver-
ið notuð. Aftur á móti var spegill
á hægri hlið bílsins, til þess ætl-
aður að hægt sé að sjá aftur með
hægri hlið hans. Þessi spegill
var rótt stilltur. En allmiklar lík-
ur taldi dómarinn til þess að bíl-
stjórinn hefði fyrr orðið var við
ferðir lögregluþjónsins, ef hann
hefði hagnýtt sér þetta öryggis-
tæki.
• Dómur og skipting ábyrgSar
Eftir atvikum taldi dómar-
ian að stefnandi Þorkell
Pál! Pálsson, hafi sjálfur
ur átt sök að slysinu aS %
hinta, en bílstjóri sendiferða-
bilsins að >/* hluta. Beri fyrir-
tækið að því leytj fébóta-
ábirgð á tjóni lögregluþjóns-
ins.
Fjárkröfur sínar, alls kr.
260.003.85, sem eru í fimm lið-
um, sundurliðaði lögreglu-
þjónninn þannig, að örorku-
tjón næmi rúmlega 204 þús.
kr. og þjáningar, lýti og rösk-
un á stöðu og högum kr. 50
þús. Þetta voru aðalliðirnir.
Dóraurinn taldi tjón lögreglu-
þjónsins nema alls kr.
155.946,40. Af þeirri upphæð
var O. Johnson og Kaaber
h.f. gert að greiða yx eða kr.
51.982,13 með 6% vöxtum frá
slysdegi til greiðsludags, —
og fyrirtækinu var einnig gert
að greiða málskostnaðinn.
í ÖRYGGISRÁDINU
Kongómálið var samkvæmt
ósk Rússa, tekið til umræðu í
Öryggisráði SÞ í dag. En áður
en umræður hófust var þess
krafizt að Valerian Zorin full-
trúi Rússa, sem er formaður ráðs
ins þennan mánuð, viki úr for-
mannssæti meðan umræður fara
fram. Er krafan borin fram í
samræmi við 20. grein laga Ör-
yggisráðsins. En í þeirri grein
segir að fonnanni beri að vikja
úr sæti ef til umræðu er mál,
sem snertir ríkisstjórn þá, sem
hann er fulltrúi fyrir.
— Laos
Framh. af bls. 1
eftir að herinn gerði byltingu
gegn ríkisstjórn, sem var hlynnt
Vesturveldunum. Eftir það gerðu
hægrisinnar gagnbyltingu og
höfðu aðalstöðvar sínar í borg-
inni Luang Prabang. Foringjar
uppreisnarmanna hafa verið treg
ir til að samþykkja tilboð Souv-
anna um að taka sætj í sam-
steypustjórn með Pathet Lao.
# Vistasendingum hætt
Souvanna Phouma hefur farið
þess á leit við Bandaríkin að þau
hætti vistasendingum tij upp-
reisnarmanna. En Bandaríkin
hafa samkvæmt samningi við
xíkisstjórn Laos sent vistir til
beggja aðila.
Sendiherra Bandaríkjanna í
Laos, Winthrop Brown, tilkynnti
í dag að allir flutningar hafi ver-
ið stöðvaðir hinn 30. nóvember
sl. samkvæmt beiðni rikisstjórn-
arinnar.
— Faðmlög
Framh. af bls. 1
því þjóðirnar að vera vel á
verði og standa saman. Hann
sagði að frá því hann gerðist
meðlimur kommúnistaflokksins
hefði hann ávallt veitt Sovét-
ríkjunum fullan stuðning. „Sov-
étríkin hafa ætíð verið kínversk
um kommúnistum og þjóðinni
hinn bezti kennari og vinur“,
sagði Liu.
Breznev sagði að Kína og
Sovétrikin væru tengd sönnum
vinaböndum. Bezta tryggingin
fyrir áframhaldandi þróun
kommúnismans væri eining og
vinátta þjóðanna í Sovétríkjun-
um og Kína og allra þjóða hins
kommúníska heims.
Tjarnarbíó:
Ást og ógæfa.
MYND ÞESSI sem er brezk og
nefnist á ensku „Tiger Bay“, hef
ur hvarvetna hlotið mikið lof,
enda hefur hún margt sér til á-
gætis, meðal annars mjög sér-
stætt efni. Ungur sjómaður, sem
lendir í sennu við ástmey sína,
verður óviljandi valdur að dauða
hennar. Lítil telpa, 10 ára, hefur
af tilviljun orðið áhorfandi að
þessu „morði“. Hún sér hvar
ungi maðurinn felur skotvopnið,
sem varð ástmey hans að bana
og telpan nær í byssuna og tek-
— Lögregluþjónn
Framh af bls. 24.
ist, enda varð áreksturinn mjög
harður.
Þorkell Páll Pálsson lögeglu
þjónn kvaðst vera sannfærSur
um, að þetta slys hefði ekki
orðið ef sendiferðabíinum
hefði ekki verið snöggbeygt í
veg fyrir hann.
Miklar vitnaleiðslur fóru
fram i þessu máii, og voru 10
vitni leidd i sambandi við
rannsókn málsins. — í for-
sendum dómsins, þar sem
fjallað er um það grundvall-
aratriði, hver hafi átt sök á
slysinu, segir, að lögreglu-
þjónninn hafi átt meginsök.
Um þetta segir m. a. svo í for-
sendum dómsins, „að það sé
auðsætt að mikil slysahætta
hljóti að vera því samfara
er Iögreglumenn geysast um
fjölfarnar götur á farartækj-
um lögreglunnar til að elta
uppi ökumenn, er reyna að
komast undan á óhæfilegum
ökuhraða og glæfralegum
akstri“ . . , „Þegar virt eru
atvik að þessu slysi, er ljóst
að mjög hefir skort á að stefn-
andi (Þorkell Páll) sýndi
næga fyrirhyggju og varúð í
akstri sínum, þar sem hann
hafi ekki haft fullt vald á bif-
hjólinu þegar á reyndi.“ . . .
„Var þó sérstök ástaeða til
fyllstu varúðar, þar sem hann
hugðist aka fram úr bíl á
gatnamótum. Bíllinn var þá
enn á ferð, — og hann gat
ekki örugglega treyst því að
bílstjórinn hefði heyrt hljóð-
merki lögreglunnar.“
• Bílstjórinn átti litia sök
En dómurirvn taldi, að ökumað-
ur sendiferðabílsins hefði ekki
J Frá ráðstefnu kommúnista-1'®
I leiðtoga 81 lands, sem lauk í 7
4 Moskvu i síðustu viku. Á1
7 myndinni em talið frá vinstri: «
J Cyrankiewicz, forsætisráð-1
1 herra Póllands, Kozlov með-
limur æðstaráðs Sovétríkj-
anna, Nikífor Kalchenko for-
sætisráðherra Ukrainu, UI-
bricht frá Austur-Þýzkalandi,
Voroshilov fyrrverandi for- /
sætisráðherra, Podgorny með- i
limur æðstaráðsins, Krúsjeff I
forsætisráðherra, Gomulka 1
formaður kommúnistaflokks I
Póllands, Korotchenko for- J
seti Ukrainu og Kosygin að- 1
stoðarforsætisráðherra Sovét-1
ríkjanna. 1
— Skólanemar
— Neybarásfand
Frh. af bU. 24
starfsemi Klepps er þó hægt að
fagna, sagði yfirlæknirinn. í all-
stórri byggingu, þar sem kyndi-
stöð spítalans verður — en mið-
stöðvarkerfið er nú ófullkomið
og úr sér gengið — fá vinnu-
lækningarnar stórlega bætt skil-
yrði. Húsið er nú fokhelt, og við
væntum þess fastlega að áfram
verði haldið og húsið fullgert
eins fljótt og kostur er á. —
Vinnulækningar eru orðnar
mjög veigamiklar við spítalann.
sagði Þórður Möller.
Geta má þess að lokum, að gert
er ráð fyrir því að við Klepps-
spítalann verði tveir yfirlæknar,
Framhald af bls 22.
skólunum. Þingið gerði m.a. eft-
irfarandi samþykkt: „Tuttugasta
og níunda þing S.B.S. skorar á
ríkisstjórnina að hætta nú þegar
vínveitingum af hálfu hins opin-
bera í opinberum veizlum eða
við tækifæri er á einhvern hátt
snertir stjórn eða Alþingi“. Eft-
irlitsmaður S.B.S. var kosinn
Þorvarður Örnólfsson.
en annar verði jafnframt pró-
fessor við Háskóla fslands. Hef-
ur því em'bætti verið slegið upp,
og er það mál nú í höndum
læknadeildar háskólans.
FILMUR, FRAMKÖLLUN
KOPERING
FÓTOFIX, Vesturvcri
Lokað
Vegna jarðarfarar verður IDN'AÐARMÁI.A-
STOFNUN ISLANDS lokuð í dag, fimmtud.
8. des., kl. 1—4 síðdegis.
Hjartkær eiginkona mín og móðir
GUÐLAUG GlSLADÓTTIR
Skaftahlíð 29,
andaðist að heimili sínu 6. þessa mánaðar.
Sesselíus Sæmundsson og böra.
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför
KRISTÓLÍNU KRISTJÁNSDÓTTUR
Brimilsvöllum.
Ólafur Bjarnason, börn og tengdabörn.
ÖHum þeim, sem sýndu mér og fjölskyldu minni samúð
við fráfall og jarðarför mannsins míns,
ÞÓRÐAR GUDMUNDSSONAR
Bersatungu
þakka ég innilega
Indriðína Indriðadóttir