Morgunblaðið - 13.01.1961, Side 3

Morgunblaðið - 13.01.1961, Side 3
Föstudagur 13. janúar 1ð(5l MORGWSliLAÐlÐ ★ i 1 fyrrakvöld fór aS rjúfca úr „brunni" hitaveitiumar á Miklatorgi, en þangað liggja tvær aðalæðar hitaveitunnar frá öskjuhlíðartönkunum og *kiptast þar. Var unnið fram eftir nóttu að því að finna hvar bilunin væri. Upphaf- leiga var ákveðið að fresta við gerðinni til næstu nætur, til að trufla sem minnst vatns- rennslið til bæjarins. Kl. liðlega níu um morgun- inn fór lekinn þó vaxandi, *vo að sýnt V£ir að ekki dygði 'T •• .., * < í „bnuu»i“ hitaveHunnar á Miklatorgi liggur aðalæðin sem bilaði. -----! STAKSTEIHAR Önnur aðo/æð Hitaveit- fra Öskjuhlíd biladi unnar að bíða með viðgerðina. ótt- uðust menn jafnvel um tíma að lekinn væri kominn að báð um aðalpípunum ofan úr Öskjuhlíðinni. Var vatnið tek ið af kl. 13 og kom í ljós að lok hafði brotnað á stokkn- um, og mold og raki legið á pípunum. Voru 3 göt á annarri pípunni, en hin var nokkuð ryðguð en heil. Þurfti því aðeins að loka fyrir aðra pípuna meðan við- gerð fór fram, og hægt að aúka rennslið í hinni með því að láta báðar dælurnar í dælustöðinni dæla inn á hana eina. Munu um 450 1. á sek hafa streymt ti'l bæjarins, en um 540, áður en lokað var fyr ir hina pípuna. Urðu af þessu nokkur óþægindi, einkum í húsum sem standa á hæðun um. Bilun á þessari æð hefur þó engin áhrif á Hliðar- hverfið, Höfðahverfið og Laug arneshverfið. Viðgerðinni lauk í gær- kvöldi, og var það fullnaðax- viðgerð á annarri pípunni. sú sem ekki var í sundur, var. aðeins spengd þar sem ryð' blettirnir eru og verður gert| betur við hana einhverja nóttj ina, þegar tætur stendur á. Búast má við einhverjum truflunum á vatnsrennslinu í dag vegna bilunar þessarar, en reynt verður að fjölga þeim mönnum, sem taka við kvörtunum og bæta úr eins fljótt og auðið er, að því er Helgi Sigurðsson, hitaveitu- stjóri sagði í viðtali við blað ið í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem bilun verður á þessum píp- um síðan þær voru lagðar ár ið 1949. Aðra aðalpípuna þurfii að bæfca á þremur stöðum, og var því lokið í gærkvöldi. Ný barnadeild við Landakotsspitala eru rúm fyrir 31 barn Þar t OÆR var formlega opnuð barnadeild við Landakotsspítal- ann í Reykjavík, en deildin tók til starfa snemma á árinu 1960. Áður voru á sjúkrahúsinu 3—4 barnastofur, sem starfræktar höfðu verið frá 1930, en þær voru ekki samliggjandi heldur ein á hverri hæð og olli það tals- verðum örðugleikum. Hin nýja barnadeild er á 3. hæð í nýja húsinu og var það pláss áður notað til íbúðar fyrir starfsfólk. Á deildinni eru 5 stof ur með rúmum fyrir 31 sjúkl- tng, auk þess er leikstofa, býti- búr, skoðunar og snyrtiherbergi. Er nýi spítalinn, sá sem nú er f smíðum tekur til starfa munu bætast tvær stofur við deildina og munu þá verða rúm fyrlr um 40 börn. ★ Deildin er búin beztu og full- komnustu tækjum, sem barna- deild þarf að hafa t. d. tveimur súrefnistjöldum, incubator og iso- lettu, sem er einkum ætluð veik- um ófuliburða börnum, en skurð- stofur, röntgen og rannsóknar- stofur eru sameiginlegar með hin um deildum spítalans. Yfirlæknir við barnadeildina er Björn Guðbrandsson. Hann tók við af Kristbirni Tryggva- syni er hann varð yfirlæknir barnadeildar Landsspítalans. Björn Guðbrandsson lauk em- bættisprófi frá Háskóla Islands 1945, en fór síðan til Bandaríkj- anna. Lagði hann þar stund á barnasjúkdóma og lauk sérfræð- ingsprófi í þeirri grein og er hann eini Islendingurinn, sem hefur lokið þeirri prófraun af þeim, er hér starfa. A deildinni eru tvær systur, systir Agnella, deildarhjúkrun- arkona og systir Letitia og auk þess fjórar hjúkrunarkonur. Við opnun deildarinnar tók Björn Guðbrandsson til máls og skýrði frá starfsemi hennar, auk þess sagði hann m. a.: Barnalækningar eru ekki gömul sérgrein innan læknis- fræðinnar. Reyndar er það fag, sem þróast hefur á 20. öldinni. Mörgum fornþjóðum voru börn réttlaus og reyndar ekki talin með mönnum. Fyrsti vísir að pedistri mun hafa komið í Þýzkalandi um alda mótin 1900 og siðar í Bandaríkj- unum. Mjög miklar breyt. urðu fyrst um og eftir árið 1940 við uppgötvun sulfa og fúkkalyfja, sem og uppfinningar á sviði hæmatologi og ónæmisfræði, sem of langt yrði hér að rekja. Hér Framhald á bls. 19. frá Rauða Krossinum FRÁ KONGÓ berast dapurlegar fréttir. Um pólitísku átökin þar eystra eru menn að vonum ekki á einu máli, en hitt dylst ekki, að þjáningar og hungur þolir fjöldi fóXks í landinu. Hundruð manna verða hungurmorða dag lega. Síðustu fréttir segja frá hungursneyð 20 þúsund barna í Kongó. Að neyðarópum þessa fólks leggur Rauði Krossinn eyra. Víðsvegar um heim er safnað fé til matgjafa og annarra líkn ar starfa og daglega Xærast á vegum Rauða Krossins kærleiks gjafir til þjáðra í þessu landi, sem herjað er af hatri og styrj- öld. Þessum gjöfum er ætlað það tvennt, að flytja líkn þeim sem þjást, og vekja trúna á bræðra- lagið og kærleikann meðal þeirra sem búa við ógnir ófriðar og haturs. Rauði Kross Islands tekur þátt í þessu starfi. Þessa dagana fara fram á vegum hans mjólkur- gjafir til flóttalaarna í Marokkó, og nú hefur Rauði Kross íslands ráð á einni smálest af fiski — skreið — tii að senda til hjálpar stöðvanna í Kongó. Alþjóða Rauði Krossinn hefur tilkynnt okkur, að verðmætt framlag frá íslandi sé einmitt þessi fiskur, vegna þess að hann bæti þann eggjahvítuskort, sem veldur ein um al'lra erfiðasta sjúkdóminum í vannærðum 1 örnum og full- orðnum í Kongó. Rauði Kross íslands hefur mik inn hug á að senda meira magn af fiski en hann hefur enn til umráða. Við treystum því, að enn sem fyrr vilji margir leggja skerf til hjálparstarfsins, ekki sízt eftir að fregnin hefur i>orizt um tugi þúsunda barna, sem verða hungurmorða, ef ekki berst hjálp. Þess vegna verður tekið við gjöfum í skrifstofu Rauðakrossins í Thorvaldsens' stræti 6 í dag og á morgun og næstu viku daglega kl. 1—5. Jón Auðuns, form. Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands. Liðskönnunin er hafin \ Hér í Morgunblaðinu stóð hinB 9. nóvember sl. eftirfarandi: „Morgunblaðið hefur fregnaS að kommúnistar hyggi nú á alls- herjar liðskönnun. Eins og kunn- ugt er, langar þá mikið til a9 reyna að koma af stað almenn- um pólitískum verkföllum, em óttast þó um Ieið, að sú tilraun geti farið út um þúfur. Muna þeir því telja nauðsynlegt að kanna lið sitt til að geta betur gert sér grein fyrir styrk sínum og eins hinu, hvers hlutleysia þeir megi vænta af nytsömuna sakleysingjum. ! Líklegast er talið, að liðskönn- unin verði í formi einhverskonajf undirskriftasöfnunar og þá einna helzt um brottrekstur varnarlið* ins. — Má þá búast við að „sam tökum hernámsandstæðinga* verði beitt fyrir vagninn“. Orð í tíma töluð 1 Þjóðviljanum í gær stendur svo eftirfarandi: „Stærsta verkefnið, sem viS vinnum nú að, er söfnun undir- skrifta undir áskorun á Alþingl um að segja upp herverndar- samningnum við Bandaríkin og láta hinn erlenda her hverfa af Iandi brott, segir Jón Baldvin (Hannibalsson). Héraðsnefndirn- ar hafa málið með höndum og get ég sagt, að við erum mjög ánægðir með þann árangur sem þegar hefur náðst“. Þarna er fengin staðfesting it fregn Morgunblaðsins um liðs- könnun kommúnista. Og varla er það tilviljun, að syni Hannibals Valdimarssonar, forseta Alþýðu- sambands íslands, skuli hafa ver- ið falin framkvæmd undirskrifta söfnunarinnar. Bendir það vissu lega til þess, að sú spá Morgun- blaðsins sé rétt, að henni sé fyrst og fremst ætlað að kanna hvers stuðnings megi vænta af Iandsmönnum við pólitísk verk- föll, sem miði að upplausn í þjóð félaginu. Löðrunga enn Lúðvík Lúðvík Jósefsson á ekki upp á pallborðið hjá flokksbræðrum sínum um þessar mundir, enda kenna þeir honum fyrst og fremst um það að hafa undir- strikað svo rækilega, hve bág- borinn hagur útvegsins væri, að héðan i frá væri útilokað að fá almennan stuðning við verkföll, sem beindust að því að krefjast( stóraukinna útgjalda af hendi' þess atvinnuvegs. Þess vegna þykir andstæðingum Lúðvíks i kommúnistaflokknum hann nú liggja vel við höggi og löðrunga hann við hvert tækifæri. í gær segir Þjóðviljinn til dæmis: „Sjómönnum réttir stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins sérstakan löðrung með því að láta lögfesta að þeir skyldu búa við miklu lægra fisk verð en útvegsmenn". Allur landslýður veit, að skiptaverðið sem lögfest var með efnahagslöggöfinni var hið sama og innleitt var á uppbótatíman- um og Lúðvík stóð hvað dyggi- legast að. Þegar Þjóðviljinn talar um Iöðrung þann, sem stjórnar- flokkarnir hafi rétt sjómönnum, þá á hann auðvitað við Lúðvík Jósefsson, sem þannig þjónaði „útvegsaúðvaldinú*. Tíminn brattari I gær ætlar Þjóðviljinn að sýna fram á, að hann sé ekki eftirbát- ur kommúnista í baráttunni gegn stjórnarstefnunni. Þjóðviljinn talar venjulega um, að kjara-i skerðingin sé 12—15%, Tíminn segir stutt og Iaggott í gær: , „Samanlagt nema verðhækk- anirnar mjög mikilli kjaraskerð ingu, sennilega í mörgum tilfell- ; um frá 25—30%“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.