Morgunblaðið - 13.01.1961, Síða 5
, Föstudagur 13. janúar 1961
MORGUNBLAÐIÐ
5
MENN 06 *
= mi£FN/=
MOSKVUBÚAR, sem eiga'
að venjast vetrum með
gnægð af mjúkum snjó, eru
nú mjög gramir yfir hinu
duttlungafulla veðurfari, sem %
hefur verið í Moskvu það j
sem af er þessum vetri.
í stað hins mjúka hvíta i
snævar, sem fallið hefur til
jarðar með hæfilegu milli-
bili og fært borgina í hvítan i
hjúp, skiptast nú á slyddur, i
rigningar og þoka. Veður- j
stofur borgarinnar segja að j
þetta hafi aðeins komið fyr-f
ir þrisvar síðastliðin 75 ár. j
Þetta veitir Moskvubúum þó ii
enga huggun og þeir nöldra
án afláts yfir veðurfarinu.
Það eina sem er til að
minna á hinn venjulega vet-
ur eru útstillingar í glugg-
um stórverzlananna. Þar er
komið fyrir haugum af glitr- j
andi bómull í kringum furu-
tré. Rússar halda ekki jólin
hátíðleg 24.—26. desember
og gerðu það ekki heldur
fyrir byltinguna. Það
vegna mismunarins, sem er
á Júlíanska- og
tímatalinu og er aðfanga-
dagskvöld í Rússlandi 7. jan.
Eftir byltinguna reyndu
rússnesku yfirvöldin að
draga úr hátíðahöldum um
jólin. En á miðjum þriðja
tug aldarinnar, þegar unga
kynslóðin virtist ekki lengur
tengja hið skreytta jólatré
við fæðingu Krists, var það
innleitt aftur undir nafninu
nýjárstré og sett upp á
gamlárskvöld og kveikt á
því þá.
Á þessum tíma skiptast
allir á gjöfum. Vandræðaleg-
ir menn koma inn í hinar
skreyttu verzlanir og spyrja
afgreiðslufólkið hvort „henni“
myndi geðjast að þessari teg
und ilmvatns. Kvenfólkið
leitar í búðunum að hlutum,
sem „honum“ myndi þykja
gaman að eiga.
í verzlunum heyrast ó-
ánægjuraddir ef nýjustu lög-
in eru ekki til á hljómplöt-
um. í bókabúðunum er allt-
af mjög mikil ös og eftir-
spurn eftir bókum hefur
aukizt svo mikið að bóka-
verzlanirnar hafa sett upp
litla söluturna víðsvegar á
götum borgarinnar. Sú bók,
sem mest eftirspurn var eft-
ir í ár var nýútkomin, með
fjórum leynilögreglusögum
eftir Georges Simenon. Einn-
ig var mjög mikil eftirspurn
eftir bókinni „Tunglið og tí-
eyringurinn", eftir Maug-
ham.
Nýlega var opnuð sérstæð
verzlun í Moskvu, og selur
hún eingöngu hluti handa
fólki til þess að nota við
giftingar.
Einnig mun önnur ný
stofnun vera opnuð í þessum
mánuði, það er „The Wedd-
ing Palace", eða hjónabands-
höllin. Fólkið hefur í mörg
ár kvartað undan hinum
litlu og óskemmtilegu hjóna-
bandsskrifstofum og hefur
Moskva nú fylgt fordæmi,
sem Leningrad gaf og tekið
veglegt hús frá 18. öld og
endurbætt það í þeim til-
gangi að gera það að hjú-
skaparskrifstofu, sem er í
alla staði hin veglegasta.
Fólk í Rússlandi gengur
yfirleitt í hjónaband á aðal-
hátíðisdögum þjóðarinnar, þ.
e. a. s. 1. maí, á byltingaraf-
mælinu 7. nóvember og 1.
janúar. Giftingarnar fara
fram að kvöldi til og síðan
er vinum og ættingjum boð-
ið til veglegrar veizlu.
Það veldur fólki töluverð-
um erfiðleikum að halda
slíkar veizlur, því að húsa-
kostur þess er yfirleitt mjög
takmarkaður. Er því alltaf
að verða algengara að fólk
taki á leigu sali í veitinga-
húsum borgarinnar og haldi
veizlurnar þar.
★
7. janúar í ár, sem endra-
nær, eru allir Moskvubúar
vel undir það búnir að
halda jólin hátíðleg, hús-
mæðurnar hafa gert allsherj-
arhreingemingu og búið til
mikið af góðum mat. Það
eina sem vantar er vetrar-
snjórinn.
I’r.jar náðargjafir hefur himininn gef-
ið mönnunum: Hugsjónina, kærleik
ann og dauðann.
P. Rosegger.
Einu ógnir, er fylgja dauðanum eru
þær, sem lífið hefur skapað.
— Enskt.
I>eir vænglr, sem bera góðann mann
til himins eru dauðinn og ástin.
— Michelangelo.
Þegar ein hurð lokast, opnast önnur.
— Cervantes.
Söfnin
Listasafn ríkisins er lokað um óákv
tíma.
Þjóðminjasafnið er opið sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl.
1,30—4 eh.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er
opið þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá
kl. 1,30—4 e.h.
Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla
túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h.
nema mánudaga.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur sími:
12308 — Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29a
Útlán: Opið 2—10, nema laugard. 2—7
og sunnud. 5—7 Lesstofa: Opin 10—10
nema laugard. 10—7 og sunnud. 2—7.
Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla
virka daga 5—7.
Útibúið Hafsvallagötu 16: Opið alla
virka daga frá 17.30—19.30.
Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu
27, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og
sunnud. 4—7 eh.
Bókasafn Hafnarfjarðar er opið kl.
2—7 virka daga, nema laugard. þá frá
2—4. Á mánud., miðvikud. og föstud.
er einnig opið frá kl 8—10 e.h
Skipadeild SÍS.: — Hvassafell er á
leið til Drammen. Arnarfell er á ísa-
firði. Jökulfell er á leið til Rvíkur.
Dísarfell er í Malmö.
Litlafell er í Faxaflóa. Helgafell er á
leið til Reyðarfjarðar. Hamrafell er í
Helsingborg.
Eimskipafélag íslands lif.: — Brú-
arfoss er á Fáskrúðsfirði. Dettifoss er
í Vestmannaeyjum. Fjallfoss er í R-
vík. Goðafoss er í Keflavík. Gullfoss
fer í dag frá Hafnarfirði. Lagarfoss
er á leið til Cuxhaven. Reykjafoss er
á leið til Rotterdam. Selfoss er á leið
til Rvíkur. Tröllafoss er á Siglufirði.
Tungufoss er í Árhus.
H.f. Jöklar: — Langjökull er í Rvfk.
Vatnajökull er á leið til Rotterdam.
Hafskip h.f.: — Laxá fór í gær frá
Santiago áleiðis til Havana.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fór
frá Rvík í gær vestur um land í
hringferð. — Herjólfur fer frá Rvfk
kl. 21 í kvöld til Vestmannaeyja. —
Þyrill fór frá Karlsham 7. þ.m. áleiðis
til Siglufjarðar. — Skjaldbreið er í
Rvílc. — Herðubreið er á leið til Rvík-
ur frá Austfjörðum.
Loftleiðir hf.: — Leifur Eiríksson er
væntanlegur frá Glasgow og London
kl. 21.30, fer til New York kl. 23.00.
Flugfélag íslands hf: — Hrímfaxi
fer til Oslóar, Khafnar og Hamborgar
kl. 8.30 í fyrramálið.
Innanlandsflug: í dag til Akureyrar,
Egilsstaða, Húsavíkur, ísafjarðar. Sauð
árkróks og Patreksfjarðar.
•í FYiíiR nokkru barst blað-
inu bréf frá japönskum
unglingi, 17 ára gömlum,
og segir þar m. a.:
— Mig langar til að
kynnast þjóð ykkar og
þessvegna skrifa ég þetta
bréf. Það er sagt að
„austur sé austur og vest-
ur sé vestur4* og þegar ég
lít á landakort sé ég hve
lönd okkar eru fjarlæg
hvert öðru, skilin af út-
höfum og meginlöndum.
Enn fremur er menning,
lifnaðarhættir og hugsun-
arháttur mjög ólíkur. Við
höfum fræðzt nokkuð um
menningu Evrópuþjóða af
kennurum okkar, en nú
langar mig til að fræðast
um ísland frá íslendingum
sjálfum og þessvegna
skrifa ég þetta bréf. Ég
vona að einhver Jslending-
ur muni vilja skrifast á
við mig og fræða mig um
land og þjóð.
Nafn þessa unglings og
heimilisfang er: Hiroshi
Takagi, 26 Torigoe, Kana-
gawa-ku, Yokohama City,
Japan. — Hann skrifar á
ensku.
Kópavogur 2ja herb. íbúð til leigu í risi. Reglusemi áskilLn. — Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir laugardag merkt: „Kópavogur 1049“. Vandaður pels (Kanadískar muskrat) að- eins notaður, til sýnis og sölu. Árni Einarsson dömukls. Hverfisgötu 37.
Tek að mér að sníða og sauma dömu- kjóla og barnafatnað. — Uppl. í síma 15904. Geym- ið auglýsinguna. Skuldabréf Höfum kaupendur að ríkis tryggðum skuldabréfum og 5—6 ára fasteint.abréfum. Símar 23136 og 15014.
Kitchen Aid hrærivél SENDUM HEIM
miðstöð og Barton þvotta- vél til sölu. Uppl. ! síma 13373. Sími 12693. Jafetsbúð Fálkagötu 13.
Til leigu Vanur
3 herbergi og eldhús í Skerjafirði til leigi. Uppl. í síma 15127 milli 6—8. Meiraprófsbílstjóri óskar eftir vinnu strax. Uppl. í síma 34336.
Hafnarfjörður Pfaff (notuð)
Óska eftir 2ja herb. íbúð til leigu nálægt Sólvangi. Sími 50051. Zig-Zag-saumavél í tösku til sölu. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 34703.
Atvinnurekendur Stúlka óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina, vön afgreiðslustörfum og símavörzlu. Tilb. sendist Mbl. sem fyrst, merkt: i „Atvinna 1046“. Til sölu 8 manna matborð (teak) kr. 1800,00, Eins manns svefnsófi með rúmfata- geymslu kr. 2,850,00 o.fl. lítið notað. Uppl. í síma 36862
Hfálfundafél.
ÓÐIIMN
Kvikmyndasýning verður i Tripolíbíói sunnndaginn
15. janúar kl. 13,15 fyrir börn félagsmanna.
Aðgangur ókeypis. — Aðgöngumiðar afhemtir i
Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 13. jan. kl. 20,30—22
Skemintincfndin
Sauðfjárböðun
Samkvæmt fyrirmælum laga ber að framkvæma
þrifaböðun á öllu sauðfé hér í lögsagnarumdæminu.
Út af þessu ber öllum sauðfjáreigendum hér í bæn-
um að snúa sér nú þegar til eftirlitsmannsins með
sauðfjárböðunum Stefáns Thorarensen lögregluþjóns
sími 15374, eða til Gunnars Daníelssonar, sími 34643.
Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík
11. janúar 1961.
lltsala Utsala
á lífstykkjum og fl. vörum hefst í dag.
LÍFSTYKKJAGERÐIN SMART
Laugavegi 143-
Lögtök
Samkvæmt úrskurði uppkveðnum í fógetarétti
Keflavíkur í dag, að kröfu samábyrgðar fslands á
fiskiskipum verða lögtök látin fram fara á ógreidd-
um bráðafúaiðgjöldum í Keflavík fyrir árið 1959
á kostnað gjaldenda að 8 dögum liðnum frá birt-
ingu úrskurðar þessa.
Keflavík, 12. janúar 1961.
Alfrcð Gíslason