Morgunblaðið - 13.01.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.01.1961, Qupperneq 10
10 MORGl’ NBLAÐIÐ Föstudagur 13. janúar 1961 L Erlend- ir viö- burðir STYRJÖLDIN í Alsír hefur stað ið í meira en sex ár. Það er, svo nokkuð sé nefnt, lengra en síðasta heimsstyrjöld og geta þeir sem hennar minnast rifjað upp fyrir sér, hve lengi sú stund var að líða. Hún hefur verið harðvítug og miskunarlaus, borið öll verstu merki borgarastyrjaldar og skæruhernaðar, sem ætíð bitnar mest á almennum borgurum, fólki sem ekki hefur sjálft tekið þátt í átökunum. Hún hefur ver ið myrkra styrjöld, háð mest að næturlagi án þess að um nokkrar fastar víglínur sé að ræða. Hún hefur staðið samtímis í nær öllu landinu, frá Constantine austast til Oran í vesturhluta landsins. Sprengjur hafa jafnvel sprungið í sjálfri höfuðborg landsms, Algeirsborg og ítrekaðar árásir verið gerðgr á strætum hennar að næturlagi. Mest hefur styrj- öldin þó geysað í nánd við öræfi og hálendisskika, þar sem gnægð er felustaða í grýttu og vind- sorfnu berginu og við landamæri Marokkó og Túnis, en þaðan fá uppireisnarmenn liðstyrk, vopn og vistir. Upphaf styrjaldarinnar kom Frökkum mjög á óvart. Þeir vissu ekki betur en að Alsír væri mesta friðsemdar hérað og að það væri t.d. á góðri leið með að verða vinsælt ferðamanna- land sakir svipmikillar náttúru, veðurblíðu og kyrrðar. Þess má m.a. minnast, að stór hópur ís- lenzkra ferðamanna kom þang að í Miðjarðarhafsferð Gullfoss og þótti mönnum mikið til koma um náttúrufegurð þar. *En aðfaranótt 1. nóv. 1954 gerðust þau tíðindi að serknesk- ir skæruliðar hófu samræmdar árásir á fjölda margar stöðvar lögreglu og franska embættis- menn víðsvegar um landið. Sið- ar hefur það upplýstst að árás- um þessum var stjórnað af sam- tökum serkneskra þjóðernis- sinna, sem höfðu lengi reynt að fá fram vissar félagslegar úr- bætur, en voru nú orðnir úrkula vonar um að þjóð þeirra fengi nokkrar réttarbætur hjá Frökk um eftir samningaleiðum. Frönsk lögregla og hernaðar- yfirvöld gripu nú þéttingsfasit tim taumana, sérstaklega í hér- aðinu í nágrenni Constantine þar sem styrkur uppreisnar- manna virtist mestur frá upp- hafi. Síðan hefur ekki linnt miskunnarlausum hroðaverkum á báða bógia. Þeas eru mörg dæmi úr Alsírstyrjöldinni, að serknesku skæruliðarnir hafi1 ráðizt á þorp samlanda sinna, er þeim þóttu of hlynntir Frökk- um og skorið alla íbúana á háls, — og Frakkar hafa þá kunnað að svara aftur í líkri mynt. Meðal stærstu styr.jalda Um hálf milljón manna hefur ▼erið i franska hernum í Alsir. Þessi fjölmenni her skipar styrjöldinni í hóp stærstu styrj- alda sem háðar hafa verið. Her kostnaður Frakka af Alsír-stríð- inu hefur jafnframt verið gífur- legur, mun hann nema um 2 milljörðum dollara, eða um 80 |>ús. milljón kr. á ári. Mannfall hefur verið mjög mikið. Franskar heimildir herma að það hafi verið nokkuð á 2 hundrað þús., en serkneskar heimildir telja sanni nær, að milljón manna hafi látið lífið af hernaðaraðgerðum. Styrjöldin í Alsír hefur þann- ig orðið sorgarsaga þúsunda franskra fjölskyldna, er borizt hafa fréttir af því, að sonurinn, bróðirinn eða unnustinn hafi fallið í herþjónustu í Kabýlíú eða í einhverjum öðrum fjalla- héruðum Serkjalands. Ekki hafa 'Serkirnir síður átt um sárt að binda þar sem mannfallið í þeirra liði hefur jafnvel verið margfalt meira. En kannski er þetta ekki annað en hinn gamli og alvarlegi harmslóði styrjald- anna. Viðkvæmnis mál Alla þessa fyrirhöfn og út- gjöld hafa Frakkar lagt á sig af ýmsum ástæðum sem íléttast ekki sögð öll þá fremur en ann ars í þessu langa stríði. Her- stjómin í Alsír hefur haldið mörgum alvarlegum staðreynd- um leyndum fyrir frönskum al- menningi bæði þá og síðar. Þegar stríðið fékk svo á sig samfelldari mynd skemmdar- verka launsátra og vígaferla, að maður ekki tali um, þegar út- lagastjóm Seirkja undir for- sæti Abbas var mynduð, — þá framkölluðu þessir atburðir fyrst og fremst þjóðernisstolt í hug- um Fransmannanna. Þjóðaróvin- ur sótti á og stríðið varð í þeirra huga barátta um heiður og veidi gamla Frakklands. Það var fyrst í sambandi við afgreiðslu fjárlaga í franska þinginu sem þeir tóku að hyggja nokkuð nánar að málinu, því að þá fór það að snerta við pyngj- unni og það á tímum sem franski ríkissjóðurinn var á eilífri kúp- unni og víxlar skulda og van- rækslu í fjármálum urðu að end vikuyfirlit saman og eru frönskum borgur- um mjög viðkvææm tilfinninga- mál á ýmsa vegu. Það snertir þjóðarstolt þeirra, sem er ekki lítið, — fjölskyldutengsl, því margir eiga frændur og vini handan hafsins í Alsír. Vegna þess hve málið hefur verið við- kvæmt áttu Frakkar lengi erfitt með að ræða rólega skynsamlega og raunhæft um það. Öfgarnar hafa leikið lausum hala og sama er e.t.v. að segja um afstöðu Serkjanna. Það er mjög erfitt að lægja þær hatursöldur sem myndast í margra ára vægð arlausri borgarastyrjöld. Við- kvæmni tilfinninga, hroki og hatur hafa leitt báða aðilja út í ógöngur. Báðir eru orðnir dauð þreyttir á stríðinu, en það er erfitt að hætta glímu í hálfum leik meðan hvorugur er fulldauð ur. Ýmsir þeir atburðir hafa þó verið að gerast síðustu vikur sem benda til þess að alger þátta skil séu að verða í Alsír, og hef ég því valið Alsír-málið til um- ræðu að þessu sinni. Þegar fyrstu óeirðimar hóf- ust í Alsír fyrir rúmum sex ár- um og fréttirnar birtust í frönsk um blöðum um þessa óvæntu at burði, virðist mér, að leit hefði orðið á þeim Frökkum sem álitu þessa skæruliða nokkuð annað en hverja aðra ótýnda glæpa- menn, er höfðu rofið innanlands friðinn. Því fann enginn neitt athugavert við það, þótt lög- regla og herlið gripu til hinna róttækustu ráða til að elta frið rofana uppi annað hvort lifandi eða dauða. 6agan var heldur urnýjast ár frá ári. Menn fóru smámsaman að greina skýrar nokkur höfuðatriði rnaisins, sem virtust benda til þess að milljarða fjárfesting í fallbyssu kúlum og byssustingjum suður í Atlasfjöllum kynni að vera ærið vafasöm fjármunaráðstöfun. Enn var þjóðernisstoltið þó lífsseigt og nokkrar ríkisstjórnir sem virt ust ætla að láta hagkvæmis sjónarmið ráða umfram þjóðar- gloríuna féllu við vantrautsyfir lýsingar í þinginu. Frægast þeirra var fall Mendes-France stjórnarinnar. Og alltaf hélt ástandið í Alsír áfram að versna og krefja meiri fjárausturs. Tvær þjóðir Kjarni Alsír-deilunnar er í sjálfu sér mjög einfaldur. Tvær aðskildar þjóðir, — eða þjóða- hópar búa í landinu og berjast um yfirráðin í því. Annarsvegar eru hvítir landnemar, sem sezt hafa að í landinu síðustu hundrað árin og eru nú um milljón talsins. Hinsvegar eru þeldekkri múhameðstrúarmenn, kallaðir yfirleitt samheitinu Serkir, þótt þeir teljist ekki ein þjóð. Þeir eru í yfirgnæfandi meirihluta í landinu, eða í kring um 9 milljónir og fjölgar hlut fallslega miku meira en hvítu mönnunum. Frönsku landnemarnir hafa gert sig áð herraþjóð í Alsir. Þeir hafa reist heilar borgir með nýtízkulegum evrópskum blæ, samgönguleiðir og verksmiðjur, en þeir hafa vikið innfæddum mör.num til hliðar og auðgazt stórlega á landsgæðurn og ódýr um vinnukrafti innfæddra manna. Þorri serkneskra manna hefur hinsvegar lifað og hrærzt í aumustu fátækt, réttindalausir og menntunarsnauðir. Kjör hinna innfæddu í Alsír hafa ver- ið lakari en í nokkurri annarri nýlendu Frakka og hvítu land- nemarnir hafa lengi staðið bein- línis á verði gegn því að nokkuð væri framkvæmt sem gætí gert Serkina sjálfstæðari fjárhags- lega, eða fært þeim stærri hluta af arði landsins. Stjórnirnar í París höfðu auð vitað sína ráðherra og ráðu- neyti, sem skyldu sinna málum Alsír, en hvað var eðlilegra frá frönsku sjónarmiði en að fela einmitt sjálfum frönsku landnem unum að annast þau mál í stjórn inni og hafa allan veg og vanda af þeim. Oft voru sjálfir ráð- herrarnir af landnemaætt frá Alsír. Það voru þeir sem fengu því ráðið, að Serkjum voru eng ar raunverulegar réttarbætur veittar. Og sömu fulltrúar land nemana réðu stefnunni gegn skæruliðunum í Alsír. Þegar lit ið er yfir þessi sex ár, sem styrj öldin hefur staðið hefur hin ríkjandi stefna landnemanna ein kennzt af furðulegri bjartsýni, sem jafnóðum hefur þó orðið að þola skipbrot, — en svo mikill hefur hugurinn og hagsmunirnir verið, að þrátt fyrir strand hafa þeir haldið áfram að sigla á þurru landi. Þeir hafa t.d. stöðugt haldið því fram, að auðvelt væri að halda Serkjum í skefjum, aðeins með nógu mikilli hörku og skipu lagðri áróðursstarfsemi. Einnig hafa þeir stöðugt klif- að á því, að ekki skorti nema herzlumuninn að landið yrði frið að, — aðeins þyrfti svolítið á- tak til viðbótar, svolitla herferð upp í f jöllin til að gersigra skæru liðaherinn. Loks hafa þeir haldið því fram, að uppreisnarstjórn Serkja ætti aldrei neitt almennt fylgi í Alsír. Hún ráði að vísu yfir 10 þús. manna skæruliðaher í landinu, sem haldið sé uppi með útlendum fjárframlögum. All- ur þorri almennings sé hinsveg- ar mótfallinn þessum hernaði og vilji áframhaldandi samstarf við Frakka . Þáttaskil í Alsír Þeir atburðir, sem merkiíeg- astir hafa gerzt í Alsír að undan förnu og sem að mínu viti marka þáttaskil eru að órækar og ef svo mætti segja, endanleg- ar sannanir hafa komið fram um að allar þessar hugmyndir land nemanna eru staðlausar og ein- kisnýtar, — Alsír stefna sem á þeim byggir er þvá algerlega röng. Þetta kom berlegast í ljós í óeirðunum sem urðu í Algeirs- borg skömmu fyrir jól. Hinir serknesku íbúar borgarinnar sýndu í fyrsta skipti opinberlega Merkileg tímamót urðu ný. lega í Alsír-málinu, fþegar ibúar Serkjahverfisins í Algeirsborg flykktust út á göturnar og vottuðu útlaga- stjóm Ferhat Abbas fylgi sitt. Þann dag blöktu hinir bannfærðu grænhvítu fán- ar Serkja yfir borginni. Og hvítu lanðnemenum er að skiljast það, að þeir hafa tapað sex ára styrjöld. Myndin var tekin af fjölda- fundi Serkja. skoðanir sínar á stjómmálum landsins í gríðarmiklum fjölda- samkomum í Kasbah, hinu gamla Serkjahverfi borgarinn- ar. Tugþúsundir, jafnvel meira en hundrað þúsund serkr.eskra borgara tóku þátt í þessum fjöldafundum og þar lék eng- inn vafi á því lengur, hverjum þeir fylgdu að málum. Einn liðurinn í því pólitíska uppeldi sem Alsír-stefna land- nemanna hefur gert ráð fyrir hefur verið, að algerlega var bannað að sýna opinberlega fylgi við uppreisnarmenn. Einkennis- stafir flokks þeirra F.L.N. hafa verið bannorð, eða alger goðgá. Sæist einhver ópinberlega para þessa hættulegu galdrastafi á húsvegg, leið ekki á löngu áður en lögregla kom á vettvang og leiddi syndaselinn á brott, svo hann gæti hlotið hæfilegt „póli- tískt uppeldi". Lögregla Alsír hef ur stöðugt verið á verði til að koma í veg fyrir og fjarlægja öll slík ytri merki um stuðning við uppreisnarmenn. En í síðasta mánuði féllust 18g reglumönnum algerlega hendur, því að út um gervallt Araba- hverfi Algeirsborgar stigu upp mót himni ótal grænhvítir fánar uppreisnarstjórnarinnar. Serk- neskir unglingar skemmtu sér við að pára galdrastafina F.L.N. á hvern húsvegg og þúa undir ungjra manna gengu ó- hræddir móti vöpnuðum lögreglu vörðum og hrópuðu i kór: — Lengi lifi Ferhat Abbas. Auðvitað var það hópuirinn, hinn mikli fjöldi, sem gaf hverjum einstaklingi þor til að koma þannig fram, enda treystu Frakkar sér ekki tií að grípa til neinna gagnráðstafana, held ur blöktu fánar uppreisnar- manna þann dag allan yfir Algeirsborg. Á þessum degi hrundu til grunna þær kenningar hvítu landnemanna, að uppreisnar- stjórn Abbas nyti einskis trausts eða fylgis almennings. Frá þess ari stundu varð það Ijóst, að allt hið pólitíska uppeldi Frakka yfir Sairkjum hefur verið til- gangslaust. Það er aðeins við einn aðillja að semja um fram- tíð Alsír, — útlagastjórn Ferhat Abbas. Þessi eini dagur serknesks sjálfstæðis í Kasbah breytti svo miklu, að frönsku landnemarnil Framh. á bis. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.