Morgunblaðið - 13.01.1961, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.01.1961, Qupperneq 15
Föstudagur 13. janúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 — ísland Framh. af bls. 12. manns, sem ekki finnur sig vandabundinn henni á nokkrun hátt. Lítilsháttar tilraun er gerð til að skilgreina sérkenni lands og lýðs sveitarinnar, en með al- veg köldu blóði, ef svo mætti segja, og er greinin einhvers kon- ar blendingur af líuidafræði, jarð fræði og hótfyndni. Ég rakst á orðið frjálsamlegt. Það hlýtur að vera prentvilla, og að þar eigi að standa: frjálsmannlegt. Stokkseyri eftir Fál ísólfsson: Hér gefur að lesa mjög ,,persónu- lega landafræði“ um Stokkseyri og strandlengjuna vestur að Ölfusárásum, eins og þessi hluti Islands lifir í vitund listamanns- ins Páls: sólstöfuð lónin í blæja- logni, drynjandi brimið í roki (með hljómlist í), sjómenn á bát- um, sveitamenn á hestum, tón- skáldið Isólfur við hljóðfærið á kvöldin eftir langan vinnudag, ilmur af heyi, taði og signum fiski. Freistandi væri að birta sýnishorn af því hvernig Páll lýsir sál átthaganna, ásamt fögru mannlífi þeirra, huldukonu og meinlausum draug uppi á mýri, en þessi klausa úr niðurlaginu verður að nægja: „Þegar ég er þreyttur á þessu eilífa bjástri og tilgangsleysi og þrotlausu þjarki í Reykjavík, flý ég aust- ur á mínar fornu slóðir. Þegar sál mín er líkust heyi sem fokið hefur um allar jarðir, fer ég á ítaðinn minn til að safna mér gaman------“. Þetta er vel mælt. Það er gaman að greins Páls. Móðan rauða eftir Sigurð Þór- •rinsson. Grein þessi fjalilar um það sem ekki er lengur til: gló- andi hraunelfina, sem rann úr einum gíg Heklu í gosinu sem hófst í saarzlok 1947. Lýsingin er lifandi og angar af remmu ógleymanlegrar reynslu höfund- ■r nánum kunningskap hans við Heklu og furður hennar. Strangt tekið fellur greinin þó utan við umgerð þá sem efni bókarinnar er markað í formálanum. Móðan rauða, sem hvarf, er ekki lengur hluti landsins, hvað þá bernsku- slóð Sigurðar Þórðarinssonar. Austur við Sog eftir Tómas Guðmundsson. Falleg lýsing á þessari tærustu á landsins og næsta umhverfi hennar. En Tóm- as Guðmundsson hefur gert „fljótinu helga“ enn fegurri og eftirminnilegri skil í bundnu máli en í þessari stuttu grein. Sumt í henni er þó mjög þakk- lætisvert, til dæmis lýsingin á gamla Soginu, eins og það var áður en stórvirkjanirnar þrjár umturnuðu því á löngu svæði. Grein Tómasar varðveitir nokk- uð af því gamla Sogi, sem við munum ekki framar sjá. Myndir Um myndirnar verð ég að vera afar stuttorður, Þær eru rúmar þrjátíu, misjafnar að gæðum eins og greinarnar. Hermann Schlen- ker, þýzkur maður, hefur tekið 8 þeirra, og virðast þær jafn- b*ztar af myndunum í heild. Schlenker er meistari í vali mótíva og kann manna bezt að afmarka með skuggum og öðr- um hjálpargögnum það sem hann vill leggja áherzlu á í myndinni. Dæmi um þetta eru t. d. Vest- mannaeyjar á bls. 42, og Háifoss í Þjórsárdal bls 58. Þarna eru og ýmsar fallegar myndir sem út- gefandi mun hafa tekið, þó hann láti sín ekki getið, þar á meðal Þingvellir bls. 64 og Hljóðaklett- ar bls. 67. Aftur á móti sýna sumar myndirnar fátt af því sem þeim væri ætlandi, svo sem myndin Isafjarðarpollur á bls. 72. dimmur bryggjuhaus, skræpóttur vatnsflötur og ein- hver fjölil hinum megin. ^,K;ild undir trjám Einhverju sinni sá ég í bók mynd af Halldóri Kiljan Laxness, þar sem hann stendur undir tré vestur í Kaliforníu. Það var rómantísk mynd af ungum manni í þröngum pokabuxum, en viti menn: er þá ekki Tómas Guð- mundsson allt í einu kominn undir tré líka — á mynd? Jú, reyndar, og það furðulega líkum stellingum sem Kiljan forðum, þó ekki í pokabuxum. En þar með ekki upp talið: Davíð Stefánsson skal undir sitt tré eins og hinir, og hér stendur hann. Má ég nú spyrja: Hvers vegna á alltaf að mynda íslenzk skáld undir tré, eins og þau séu að hugleiða síðustu ferð Júdasar? Eg veit það ekki. En séð hef ég mynd af Kristmanni, þar sem hann situr einn úti á steini. Eg segi ekki að það hafj verið góð mynd, en alltaf er þó fjölbreytni nokkurs virði. Bókaflokkur sá sem hefst á ís- landi í Máli og myndum fer að mörgu leyti vel á stað, en ýmis- legt hefði þó þurft að vanda bet- ur, enda hef ég rökstuddan grun um að útgefandi hafi lent í tíma- hraki með bókina fyrir jólin. Framhaldið sker úr um það hvort hér er verið að auðga svo um munar íslenzkar bókmenningu. Guðmundur Daníelsson Félagslíl Innanfélagsmót Innanfélagsmót Skíðadeildar Ármanns í svigi, verður haldið í Jósefsdal sunnud. 15. þ.m. — Keppt verður í öllum flokkum karla og kvenna. Skíðakennsla á laugard., brekkan upplýst. Fjöl- mennið í Dalinn. Allir velkomn ir. Ferðir frá B S R á laugard. kl. 2 og kl. 6. I.O.G.T. Templarar, munið þingstúku- fundinn í kvöld. Þ.T. N auðungaruppboð sem auglýst var í 107., 108., og 109. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1960 á Ásgarði 101, hér í bænum, talin eign Hallgríms Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu toll- stjórans í Reykjavík á eigninni sjálfri máíiudaginn 16. janúar 1961, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík N auðungaruppboð sem auglýst var í 101., 102. og 103. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1960 á hluta í Baldursgötu 16, hér í bænum, talin eign Ólafar Ketilbjarnardóttur fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og Þorvaldar Lúðvíks- sonar hrl., á eigninni sjálfri mánudaginn 16. janúar 1961 kl. 3,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavik Konur og karía vantar til frystisússstarfa. Fiskur hf. Sími 50993 Sími okkar er 36970 Húsbúnaður hf. Laufásvegi 36 4 LESBÓK BARNANNA GRETTISSAGA 2 93. G-retir kom á Reykja- Jjóia nær veturnáttum og beiddi Þorgils veturvistar. Þorgils sagði, að honum væri til reiðu matur — „en hér er mnnar hlutur til vandhæfa. J>eir menn æUa hér ii vistar, er nokkuð þykja vanstilltir, lem eru Jieir fóstbræður, Þor- geir og Þormóður. Veit ég •igi hversu yður hentar sam- mn að vera, en engum „yðar skal duga að eiga illt við ann an“. Grettir sagði, að hann myndi á engan mann leita fyrri, og einkanlega, ef bóndi vildi svo. 94. Þorgils bóndi átti uxa góðan í eyjum þeim er Ólafs- eyjar heita. Þær liggja úti á firðinum, hálfa aðra viku und an Reykjanesi. Talaði Þorgils um jafnan, að hann vildi ná honum fyrir jólin. Það var einn dag, að þeir fóstbræður bjuggust til að sækja uxann, ef þeim fcng- ist hinn þriðji maðurinn til liðs. Grettir bauð að fara með þeim, en þeir létu vel yfir því, fara síðan þrir á tein- æringi. Komu þeir við eyj- arnar og tóku uxann. 95. Þá spurðl Grettir, hvort Jjeir vildu heldur leggja út uxann eða halda skipinu, þvi mð brim mikið var vlð eyna. Þeir báðu hann halda skip- Inu. Hann stóð við mitt skip- lð á það borð er frá landi horfði, tók honum sjórlnn ■vo, að hvergi sveif. Þorgeir tó kupp uxann aftan, en Þor- móður framan, og hófu svo út í skipið, settust síðan til róðrar og reri Þormóður i hálsi ,en Þorgeir í fyrirrúmi, en Grettir í skut. Styrmdi þá að þelm. 96. Þá mælti Þorgeir: „Frýr nú skuturinn skriðar". Grettir svarar: „Eigi skal skuturinn eftir liggja, ef all- vel er róið i fyrirrúminu“. Þorgcir féU þá svo fast á árar, að af gengu báðir há- irnir. Grettir dró þá fast ár- arnar, meðan Þorgeir bætti að hánum. En er Þorgeir tók að róa, hðfðu svo lúizt árarn- ar, að Grettir hristi þær i sundur á borðinu. Tók hann þá erði tvö, er lágu i skipinu og reri svo sterklega, að brak aði i hverju tré.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.