Morgunblaðið - 19.01.1961, Page 10

Morgunblaðið - 19.01.1961, Page 10
xo MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. Janúar 1961 ■ ■ Vatnsmagn Olfusár sexfaldaöist I G Æ R brugðu frétta- menn Mbl. sér austur í Ölfus til þess að skoða flóðasvæðið, en um helg- ina flæddi Ölfusá yfir gíf- urlega stórt svæði af Ölf- usinu og má segja að öll engjalönd bæjanna frá Hrauni og upp fyrir Arn- arbælishverfi, þar með taldar allar Ölfusforir, séu undir vatni. — Bæirnir standa upp úr vatns- flaumnum eins og vinjar í eyðimörk. ölfusáin sjólf minnir á skrið jökul, þar sem hún er full af jakaruðningi. Sigurgeir Jó- hannsson á Núpum, sem þar hefir dvalizt síðan 1927, segist aldrei hafa séð jafn mikið flóð í Ölfusá eins og nú. Mikið flóð kom í Ölfusá árið 1942 og drukknuðu þá nokkrir brezkir hermenn, sem voru í Kaldaðarnesi, er þeir FBóðasvæðið í Olfusi sem hafsjór yfir að líta hugðust íorða séi undan flóð- inu. Þá beindist flóðið hins vegar meira austur úr ánni. Eins og Sogið tífalt Til þess að gefa nokkra hug mynd um vatnsmagnið, sem beljaði fram ölfusá um helg- ina má geta þess að mæling- ar voru gerðar á ánni þegar frostin voru mest fyrir helgina og reyndist rennslið þá 200 kíiólítrar en á sunnudag-inn var það kcmið upp í 1200 kíló lítra og jafngi.’dir það því að Sogið hefði runnið tífallt að vatnsmagni út í ölfusá. Astæðan til þess að vatns- magnið varð svo mikið nú er asa hláka síðustu viku, sem olli því að vatn beljaði ofan af hálendinu, en þar hafði ver ið frost lengi undanfarið og vatn því flotið ofan á. Urkomu Hgerði svo í sl. viku samfara hlýindum og var þá sem flóð- bylgja skylli samfara hlý- indunum. Ruddi sig í stórstraumsflóði Orsök hinna miklu flóða í ölfusinu er að mestu sökum þess að áin ruddi sig í vest- iægri átt samfara stórstraums flóði, en sjávarfalla gætir langt upp í ölfusá, allt upp á móts við Amarbæli og Kald- aðarnes. Myndast þá lygna þar efra og íshrannirnar, sem áin brýtur af sér, safnast þar fyr- ir og stífla ána. Þegar vatns- magnið eykst svo skyndilega hefir það ekkert annað fram- rennsli en um Olfusengjar og Kaldaðanesengjar. Ain er þarna grunn orðin af miklum framburði og það svo að á sumi'um geta flóð komið upp á engjarnar þótt aðeins komi skyndilega rigning. Eru þess dæmi á Núpum að þar hafa 300 hestar af heyi flætt burt úr engjaslægjum, Flóðsins mun hafa gætt einna mest í Arnarbælishverfi og voru þar 6 bæir umflotmr svo að ófært var þaðan nema á bátum. Unnu bændur þar að mjólkurflutningum á bát- um í gær og fyrradag. 1 gær var flóðið nokkuð tekið að sjatna. Töldu bændur í Arnar- bælishverfi að þar hefði það lækkað um einn metra síðan það stóð hæst um hádegi á mánudaginn. Man ekki svo mikil flóð Fréttamenn ræddu við frú Markúsínu Jónsdóttur á Egiis stöðum, en maður hennar Guðmundur Steindórsson var ekki heima. Flóðsins gætti þar einna mest og var túnið allt umflotið, og mun- aði minnstu að ekki væri fært nema á háum stíg- vélum milli bæjar og fjárhúsa. Frú Markúsína sagðist ekki muna annað eins flóð og sér- staklega hefði jakaburðurinn nú verið miklum mun meiri en nokkru sinni áður. Vegur- inn írá Auðsholtshjáleigu og yfir í Arnarbælishverfið er aliur undir vatni og er vist að hann hefir stórlega skemmst, því mikill straum- ur beljar yfir hann. Stórir jakar hafa og strandað á veg- inum nú þegar flóðið er í rénun og þarf jarðýtu til þess að ryðja þeim- af veginum og jafna í skörðin sem flóðið hef- ir gert í hann. Ekkert tjón á gripum EkKert tjón varð á gr'.puro, enda allar skepnur á húsi. Ekkj hefir flóðið að ráði náð upp á túnin, en allar engjar eru undir vatni. Flóðgarðar og áveitugarðar hafa og skemmzt, einnig girðingar, sem sópazt hafa burt á stór- um köflum. Þótt ísinn sé ekki mjög þykkur, þetta um 15 sm., hefir hann eigi að síður vald- ið miklum skemmdum. Að minnsta kosti 6 símastaurar hafa brotnað og einn rafmagns staur og aðrir skekkzt. Raf- magnslaust var enn í gær á tveimur bæjum í Arnarbsélis- hverfi, Króki og Osgerði. Símasambandslaust var á ein- um bæ. Verið var að vinna að viðgerðum þar eystra, en gekk ekki vel þar sem flóðið er enn svo mikið. Urðu viðgerðar- menn að fara á milli í bátum. Þegar flóðið fer að sjatna er f ekki hægt að fara lengur á bátum á milli og raunar ekki heldur eftir veginum fyrr en eftir nokkurn tíma. Ef frystir hægt í flóðið eins og það er nú verður algerlega óært milli bæja þar til heldur ís er kom- inn. Börnin í Arnarbælishveríi komast ekki í skóla þessa dag- ana. Tjón á engjavegum Þá ræddu fréttamenn einnig við Engilbert Hannesson á Ðakka í Hjallasókn. Hann sagði að verulegt tjón mundi hafa orðið á engjavegum en þeir eru víða langir þar um slóðir. Erfitt er um ofaníburð í vegina, en hætt er við að mikið af honum skolist nú í burt. A engjavegi Bakka var í frostinu um daginn ekið • ofaníburði, en hann mun nú allur renna burtu, þar sem straumurinn stendur þvert á veginn. A Bakka nær flóðið upp undir bæ, er um 30 metra frá húsinu. Hinsvegar er bær- inn ekki umflotinn. Víða er giringarstaurum kippt upp á haustin til þess að þeir ekki brotni í vetrarflóðum, annars mundu þeir kubbast við freð- inn svörðinn. < ' Talsverður engjaheyskapur Þótt engjaheyskapur fari mjög minnkandi er hann tals- vert stundaður enn á starengj , unum í ölfusi, sem víða eru véltækar. Ovenju mikið var um engjaslátt í sumar í hinni góðu tíð. Núpabændur áttu uppsett hey á engjum sínum og flaut vatnið alveg upp að þeim, en Sigurgeir Jóhanns- son sagðist vona að ekki hefði drepið inn í sjálf heyin, hins vegar hefði ekki verið hægt að komast að þeim enn til þess að kanna það. A Núpaengjum náði flóðið hámarki á þriðju- daginn. ★ Það var tekið að bregða birtu er fréttamenn Mbl. héldu á brott af hinu mikla flóðasvæði, sem var til að sjá sem hafsjór. Bændur þar eystra telja að ekki sé hægt að gera neitt til varnar þess- um flóðum. Vetrarflóðin valda minna tjóni en sumar- flóð, þótt jafnan séu hin síð- arneíndu minni. ' Ileimreiðin að Kaldaðane’si vár ófær bifreiðum í gær. — Hér sést bíll, sem snúið hefur frá vegna flóðsins. : Þesái mynfl er tekin á niánuaafirtn, er flóðin vorU sem mest. Eru bændur á Egilsstöðum að setja varning út í bát, sem er nú eina samgöngutækið úr Arnabælishverfi. Bærinn Auðsholt sést handan flóðsins. Þessa mynd tók Ágúst Elíasson, en hinar myndirnar tók vig. í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.