Morgunblaðið - 19.01.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.01.1961, Qupperneq 13
Fimmtudagur 19. janúar 1961 MORGTJTSBLAÐIÐ 13 ■ji niymlin er frá markaði svertingja í afrísku þorpi. Fátæktin er mikil og skortur á frum- Afríkumenn reyna að hjá kalda stríðinu HVAÐA vonir eru til þess, að nýju Afríkuríkin sem inngöngu hafa fengið í sam- tök SÞ geti haldizt utan við kalda stríðið? / Bandaríkin hafa haft mikl- ar áhyggjur af þessu máli allt frá þeim septemberdegi, þegar fulltrúar sextán nýrra Afríkuríkja, þar á meðal fjórtán úr gamla franska ný- lenduveldinu klöppuðu lof í lófa þeirri hugmynd Krús- jeffs, að bækistöðvar Sam- einuðu þjóðanna yrðu fluttar frá New York til Evrópu. Anðúð á New York Var þetta lófatak tákn andúS- ar þessara þjóða á Bandaríkj- lunum? Var það hugsanlegt að slík andúð gæti haft áhrif á afstöðu þessara þjóða til ein- stakra mála á dagskrá SÞ. ■ Það var nauðsynlegt að fá úr þessu skorið. Því að þótt mörg ’hinna nýju ríkja hefðu lægri ibúatölu en Los Ange'les ein sam- an, þá hefur hvert þeirra sama atkvæðavald og hvert stórveldi. Og þegar atkvæði þeirra allra ■koma saman, þá ráða þau yfir óhrifamikilli atkvæðafúlgu. Þegar málið var skoðað niður i kjölinn, kom í ljós að lófatakið stafaði meira af andúð á New York en fylgi við Krúsjeff. ” — Við klöppuðum ekki vegna þess, að við værum vinveittir Rússum, sagði Maurice de Jean utanríkisráðherra Mið-Afríku. lýðveldisins. — Við klöppuðum fyrir þessari einstöku tillögu, vegna þess að ef bækistöð SÞ væri flutt frá New York losnuð- um við þann ruddaskap og móðg un sem við verðum að þola á hverjum degi meðan við dvelj- ixmst í New York, i- —. k, J • Möðgantr á veitingahúsum Okkur er hvarvetna tekið illa, við erum móðgaðir á grófasta hátt, reikningar okkar eru hækk eðir, borð eru ekki tekin frá fyrir okkur á veitingahúsum. Þó Verður að viðurkenna, að þar sem móðgunin var grófust, kom fframkvæmdastjórinn fram og baðst afsökunar á framkomu yf- irþjónsins. í New York skortir allt fín- legt og heillandi. Allt er úr ekorðum gengið. í Evrópu er lit- ið á okkur sem jafningja. Við er- um afgreiddir kurteislega. Okk- ur liði miklu betur ef Samein- uðu þjóðirnar væru fluttar frá New York til Genf eða Parísar. Mr. de Jean ber svip heims- borgarans, hann talar frönsku fagurlega, hann er geðþekkur, siðfágaður maður sem ætlast til þess að honum sé sýndur tilhlýði legur sómi. Þótt það sé að vísu rétt, að sumir New York-búar eru dónalegir í framkomu, vegna þess þeir eru óvanir því að með- höndla svertingja sem utanrík- isráðherra, þá eru margir þeirr- ar skoðunar, að lang mestu erf. ♦----------------------♦ 5. grein eftir IVIarguerite Higgins ♦----------------------♦ iðleikar hinna afrísku fulltrúa stafi af ónógri málakunnáttu. Flestir fulltrúar nýju Afríku- ríkjanna tala frönsku en skilja lítið j ensku. Ennfremur virðast þeir ekki hafa tekið það með í reikninginn, að margir New York-búar eru grófir og gara- legir í flýtinum. Það var gert ráð fyrir því, að fulltrúar nýju AfrJku-ríkj anna myndu mæta ýmsum erfiðleik. um t. d. við að fá sómasamlegt húsnæði í borginni. Þetta var leyst með aðstoð starfsliðs Bandarísku sendinefndarinnar og 'borgarstjórnar New York. Tókst þannig að gera lif fulltrú- anna bærilegt. Hefur ástandið í New York áhrif á fulltrúana? Það er samt staðreynd að ótal viðtöl vitna um það, að afrísku fulltrúarnir eru gramir og yfir- viðkvæmir vegna 'kynþáttavið- horfanna í Ameríku. En þeir gera sér þó Ijóst, að tilfinningar þeirra í þessu efni mega ekki hafa áhrif á það, hvernig þeir greiða atkvæði á þingi SÞ. — Við skiljum, að frjálslynd- ir Bandaríkjamenn reyna að bæta úr kynþáttamisréttinu, sagði Mr. De Jean — og við vit. um að allt stefnir þetta í fram- faraátt. Ég get ekki staðhæft að ástandið í New York hafi engin áhrif á viðhorf okkar, t. d. gegn um undirvitundina. En við mun- um þó taka ákvarðanir okkar á málefnalegan hátt. Tillaga Rússa um að flytja SÞ frá New York varð aldrei nema orðin tóm. Afríkumennirn- ir sjálfir skildu það að erfitt yrði að framkvæma flutninginn vegna kostnaðarins. Afríkuþjóð- irnar eru fátækar og viðurkenna að þær sjálfar gætu ekki staðið straum af kostnaði við flutning- inn. — Bezta lausnin, segir de Je- an, — væri að kenna New York- ar.búum að koma elskulega fram við fólk úr öllum hlutum heims. Væri það ekki hægt? New York er ekki aðlaðandi borg fyrir útlendinga. En þar fyrir utan eru ýmsar ástæður fyrir því, úr nýlendusögu Frakka, að Afríkumenn geta borið hatur í brjósti til hvítra manna. De Jean snerti við einu slíku í viðtali við mig. Hann var að segja mér frá æviatriðum sínum og uppruna. — Móðir mín var fiskikona, sagði hann. Faðir minn var Frakki. Hann lét sem ég væri ek'ki til. En hatrið gagn- vart föður mínum má ekki eitra viðhorf mín til hvítra manna al. mennt. Og það er langt í frá ,að dagar hvíta mannsins í Vestur-Afríku séu taldir. Samborgarar Margir leiðtogar nýju Afríku- ríkjanna benda á það að munur- inn á franska nýlenduveldinu og hinsvegar landa eins og belgíska Kongó og brezka Keníá sé að Frakkar og svertingjar hafa lif- að saman eins og jafningjar. — Frakkar hafa alltaf litið á okk- ur sem félaga, sem samborgara í Frakklandi. Við höfum verið félagar í sama ■þjóðfélaginu. Hvítu mennirnir í. franska nýlenduveldinu voru í algerum minnihluta. Það var mjög sjaldgæft að þeir slægju eign sinni á eða keyptu lönd. Flestir unnu störf sín og hugð. ust síðan flytja aftur heim til fagra Frakklands. Margir Frans mennirnir, sem höfðu starfað í opinberri þjónustu eða við þjálf- un hers og lögreglu hafa nú ver- ið ráðnir af yfirvöldum hinna nýju ríkja til að halda áfram sínu gamla starfi. Til þess að sýna hve Frakkam ir hafa verið fámennir í sumum lendum sínum, má benda á að í Mið-Afríku Lýðveldinu eru 1,130.000 íbúar. Þar af eru að- eins 5000 hvítir íbúar. í öllum nýju Afríku-ríkjunum, sem mynduðust upp úr franska ný. lenduveldinu er heildaríbúatal- an um 40 milljónir. En tála hvítra manna x þessum löndum er aðeins um 100.000. Bamalegir og tvískiptir Ég hef bent á það hér í grein- um mínum, að nýju Afríku-rík. in vilja halda sér utan við deil- ur Austurs og Vesturs. Bandaríkjamenn viðurkenna nú, að ekkert þeirra Afríkuríkja sem fengu sl. ár inngöngu í SÞ hafi snúizt í lið með Rússum, jafnvel ekki ríkið Mali, sem þó er talið þeirra vinstrisinnaðast. En þeir eru áhyggjufullir yfir eftirfarandi atriðum, sem varða viðhorf Afríkuþjóðanna á þingi Sameinuðu þjóðanna. 1. Svo virðist sem barnalegr- ar tilhneigingar gæti hjá afrísk um fulltrúum að greiða því frem ur atkvæði með til'lögu sem þær eru almennari og há- stemdar orðaðar, og þar með sneiða efnisminni. Dæmi um þetta er m. a. tillaga Rússa í afvopnunar. málunum sem náði samþykki, Ef tillaga er fagurlega orðuð, þá virðist það stundum geta nægt til að fá atkvæði afrísku full- trúanna, þó tillagan feli kannski raunverulega allt annað í sér, en þeir teldu heppilegt. „ 2. Afrísku fulltrúarnir eru tví- skiptir í stefnu sinni í nýiendu. málum. Þeir fordæma Vestur- lönd t. d. fyrir gamlar syndir í nýlendunum. Þeir vita að slík fordæming er auðskiljanleg heima hjá þeim meðal hins ó- læsa múgs, — en þeir nota ekki sama mælikvarða á nýlendu. veldi kommúnista. Þrjú nýju ríkjanna Mali, Sene- gal og Nigeria komu bandarísk- um yfirvöldum algerlega á óvart er þau greiddu atkvæði með því að Allsherjarþingið ræddi um upptöku Rauða Kína í SÞ. En jafnvel þar neitaði eínn af fulltrúum Nigeríu því af festu, að hægt væri að líta á þessa af. stöðu, sem vinveitta Rússum. Við greiddum atkvæði með því að málið yrði tekið til meðferð ar, ekki vegna þess, að við sé- um hlynntir Rauða Kina, heldur vegna þess að við teljum, mál. ið nógu mikilvægt til þess að það ætti að ræðast opinberlega. Það er - athyglisvert að nýju Afríkuríkin hafa sóít mjög mik- ið eftir því að Bandaríkin stofn- setji hið bráðasta fullkomin sendiráð i hverju einasta þeirra. Hinsvegar virðast þau ekki sér« lega hrifin af starfsemi rúss- neskra sendiráða. Stjórnendur Nígeríu reiddust Rússum t. d. nýlega, er þeir reyndu að beita þvingunum til að fá að fjölga verulega í sendiráði sínu í Lagos Styðja Hammarskjöld Öll nýju Afríkuríkin hafa stað ið sem einn maður með Vestur- löndum í afstöðunni til Samein -uðu þjóðanna. Þau virtu ekki viðlits tillögur Krúsjefs um af- nám embættis framkvæmda- stjórans, Hammarskjölds og að skipað yrði framkvæmdaráð þriggja fulltrúa, frá Austri, Vestri og frá hlutlausu þjóðun. um. Auðvitað styðjum við Hamm- arskjöld, sagði Guirma fulltrui Efra Volta. Rússar hafa álitið okkur heimskari en við erum, ef þeir hafa gert sér vonir um að við samþykktum tillögur þeirra. Við vitum auðvitað, að Hamm- arskjöld er ekki óskeikull, það getur vel verið að hann hafi gert einhver mistök. En það bætir ekki úr skák að eyðileggja Sam. einuðu þjóðirnar. •, Nýju Afríkuríkin eiga öll við að sitríða risavaxin vandamál, svo sem ólæsi almennings, skort á menntuðum mönnum, vöntun á trúarbrögðum sem geta sam- einað fólkið andlega. Kristnir menn eru í miklum minnihluta þar. Flestir trúa á anda í stokk- um og steinum. Er hægt að hugsa sér betri gróðrarstíu fyrir kommúnista, sagði vestrænn svartsýnismaður. Hann taldi alveg vonlaust, að Afríku-ríkin gætu haldizt utan kalda stríðsins. Atkvæði greidd fyrir Afríku En de Jean heldur því jafft ákveðið fram, að Afríka vilji hvorki ganga í lið með Austri né Vestri. Þið Bandaríkjamenn gerið mikla skyssu, þegar þið lýsið hverri atkvæðagreiðslu hjá SÞ annaðhvort sem sigri Vesturveld anna eða Rússa. Við erum ekki að greiða atkvæði með eða móti ykkur. Við erum að greiða at- kvæði fyrir Afríku, fyrir þá Afríku framtíðarinnar sem við erum að byggja upp. Þið Banda- ríkjamenn eruð stórveldi. Hins- vegar eruð þið stöðugt að biðja smáríkin að greiða atkvæði með Bandaríkjunum. Hvi getið þið ekki eins sagt, að það séú Banda- ríkin, sem greiða atkvæði með Afríku? Allar afurSir Vestmann eyinga á erl. markað í GÆR hafði Dettifoss legið í Vestmanaeyjahöfn í 3 daga og lestað sjávarafurðir til út- flutnings. Var þá húið að ferma í hann 12—1400 tonn af loðdýrafóðri og fiski- mjöli. Síðasitliðinn fimmtudag fór Goðafotss með 17000 kassa af freðfiski á Ameríkumarkað. Mikið ánægjuefni. Björn Guðmundsson fréttarit- ari blaðsins í Vestmannaeyjum kvað það mikið ánægjuefni að nú væru allar afurðir liðins árs á burtu fluttar að undanteknu litlu magni af saltfiski fyrir Suður-Ameríkumarkað. Stafar þetta fyrst og fremst af því að staðið hefir á að þurrka fisk inn. Um langt árabil hefir ekki ver ið jafn lítið til af sjávarafurðum í byrjun vertíðar. Ér þetta mjöig þýðingarmikið fyrir jafn stóra verstöð, þar sem vetraraflinn einn er um 40 þús. tonn. Þar að auki er svo sumarafli svo sem humar, flaitfiskur og bolfiskur og haustsíld. Aðeins beitusíld eftir. Þótt húsakostur og öll aðstaða til móttöku aflans hafi stórum batnað á síðustu árum, eru frysti húsaeigendur jafnan ug.gandi ef mikið liggur af afurðum í ver- tíðarbyrjun. Nú standa miálin hins vegar svo vel að ekki er annað liggjandi í húsunum en beitusíld til vertíðarinnar. Björn Guðmundsson segir að þetta sýni að vel sé unnið að sölu afurðanna og jafnframt bendi það til að afurðirnar Þýki góð vara. Sýnileg eru þau vandræði sem af því geta hlotizt ef mikil afla hrota kemur og mikið er fyrir af fiski í geymsluhúsunum. Gæti þá svo farið að vinna yrði afl- ann á annan hátt en æskilegt væri og getxxr það skapað ýmis konar vandræði. Nú er þessu seni sé ekki til að dreifa og má vertíð því hefj ast af fulium krafti hið fjrrsta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.