Morgunblaðið - 19.01.1961, Page 23

Morgunblaðið - 19.01.1961, Page 23
Fimmtudagur 19. Janúar 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 23 Vinstrimenn sækja á í Laos-bardögum yientiane, 18. jan. — (Reuter) VINSTRISINNAR í Laos náðu í nótt á vald sitt mikil- vægum vegamótum á leið- inni milli tveggja aðalborga Laos, Vientiane og Luang Prabang. Hafa bardagar um þessi vegamót staðið síðustu tíu daga. Hafa þeir stundum verið harðir návígisbardag- ar. Hefur ríkisstjórn hægri- manna í landinu viðurkennt að hún hafi beðið ósigur í þessum bardögum. Mun að- staða vinstrimanna styrkjast verulega við þetta á Leir- kerasléttunni. FLUGVÉL TAPAST í>á tilkynnir stjóm hægri imanna, að hún hafi misst eina af fjórum æfingaþotum, sem hún átti og hafði útbúið eld- flaugaskeytum til árása á vinstri menn. Ekki er Ijóst, hvernig flugvélin fórst, hvort hún var skotin niður eða bilun varð í henni. Kong Lee, foringi vinstriherj- anna heldur því fram, að loft- árásir þessar valdi sáralitlu tjóni á herjum hans, en hins- vegar miklu tjóni á eignum og lífi almennra íbúa landsins. — Hefur Kong hótað að leita að- stoðar „vinveittra ríkja“, ef stjómin heldur áfram þessum loftárásum með flugvélum, sem Bandaríkjastjóm hefur útvegað henni. OFUREFLI KOMMÚNISTA Ástralskur blaðamaður fékk nýlega að fljúga með birgða- flugvél stjómarliða til Xieng- Khouang-héraðs í austurhluta Laos. Hann hefur það eftir liðs foringjum stjómarsinna, að vinstrisinnar hafi 12 þúsund manna lið í þessu héraði, en stjórnin hafi þar aðeins um 2000 manna lið. Er því hætt við að stjómarliðið verði skjótlega bor ið ofurliði, ef í odda skerst. — Herlið vinstrimanna er búið öfl- ugum og nýtýzku sprengjuvörp- um frá Rússum. Herforingjar stjórnarinnar halda því statt og stöðugt fram að vinstrimenn fái gnægð vopna frá kommún- istaríkinu Viet-nam. Hermenn þeirra hafi og fengið þjálfun þar og einnig séu menn frá Norður-Vietnam í her vinstri- ÆTTFLOKKAR VOPNAÐIR Til þess að mæta þessari hættu hefur stjórn hægrimanna í Vientiane ákveðið að búa her- skáa ættflokka í hæðum Mið- Laos vopnum. Ættflokkar þess- ir hafa byssur, en þá hefur mjög skort skotfæri. Flugvélar stjómarinnar eru byrjaðar að varpa skotfærum til þeirra og vonast menn þar til, að skæru- liðahernaður þessara ættflokka megni að hindra framsókn Pat- het Lao, liðs kommúnista. Nehrn og Eisenhower um Laos London, 18. jan. TVEIR frægir menn viku að' LAOS-málunum í dag á sittl hvorum blaðamannafundin- { um. Eisenhower í Washington og Nehru í Nýju Delhi. Eisenhower sagði, að Banda ríkin væru fús til að kalla saman Laos-eftirlitsnefndina ef Rússar vildu viðurkenna ríkisstjórn Boun Oums í land- inu. Eisenhower sagði að Bandaríkin hefðu ekki talið á- stæðu tii að fallast á tillögu Kambodja um 14-velda ráð- stefnu, af því að hún hefði verið óraunhæf. Nehru sagði á sinum fundi með blaðamönnum, að Inda land sem á formann Laos- nefndarinnar, gæti ekkert að- hafst til að kalla nefndina saman, nema samkomulag væri um það milli Rússa og Breta, sem báðir eiga aðild að málinu. En Bretar einir hafa lýst sig fylgjandi því að nefnd in komi saman. Skákmótið i Hollandi: Friðrik aftarlega SUS-siða Frh. af bls. 14 pressu utanríkisstefna Banda- ríkjanna þróttmikil og hug- myndarík. A valdatíma Eisen- howers hefur ekki þumlimgur lands fallið í hendur kommún- istum. Forsetinn hefur notið að- dáunar fyrir virðulega fram- komu og trausta forystu. Hann hefur ekki tekið þátt í stór- yrðum, formælingum og fífls- hætti Krúsjeffs. Afleiðingin er sú ,að hann er stimplaður sem „athafnalítill“ forseti í heims- pressunni. „Athafnamikill“ for- seti mxmdi þá væntanlega vera sá, sem gæfi nógu mikið eftir og tæki þátt í leikaraskap hins rússneska einræðisherra, fyrir augum alls heimsins. Hin frjálsa pressa hefur þann- Ig fyrir sitt leyti stuðlað að því að rífa niður álit forystu- ríkis hins frjálsa heim og þann Ig stutt kommúnismann í kalda Btríðinu. Blöðin verða að gera sér þess _skýra grein, að þau eru of mik- ilvægur þáttur í því að skapa almenningsálitið í vestrænum ríkjum, til þess að þau megi haga sér svo sem hér hefur verið lýst. Baráttan sem nú er háð, er háð upp á líf og dauða. 'Allir verða að gera skyldu sína. Pressan verður að sýna meiri ábyrgðartilfinningu og gera sér hetur grein fyrir mikilvægi sínu í þessari baráttu en hún hef- ur gert. X. BEVERWIJK, 18. jan. — I dag var 6. umferð tefld og urðu úr- slit, sem hér segir: Biðskák varð hjá Friðrik Ólafssyni og Ivkov og einnig hjá Larsen og Griinfeld, Barendregt og van der Berg gerðu jafntefli, Uhl- mann vann Gereben, biðskák hjá Donner og van Scheltinga. Beverwijk, 17. jan. — Hér koma nú úrslit eftir 5 umferðir í skákmótinu, bæði í stórmeist- araflokknum og meistara. — í þeim fyrrnefnda fóru leikar svo: 1. umferð: Larsen vann Frið- rik Ólafsson, Uhlamann (V- Þýzkal.) vann Barendregt (Hol- land), Griinfeld (Austurr.) vann Donner (Holl.), van Scheltinga (Holl.) og van Den Berg (Holl.) jafntefli, Ivkov (Júgósl.) vann Gereben (fsrael). 2. umferð: Larsen vann Iv- kov, van Den Berg vann Gere- ben, Gruenfeld og van Schelt- inga jafntefli, Donner vann Barendregt, Friðrik og Uhl- mann jafntefli. 3. umferð: Larsen vann Uhl- mann, Friðrik vann Donner, van Scheltinga og Barendregt jafntefli, Gereben og Gruenfeld jafntefli, Ivkov vann van Den Berg. 4. umferð: Skák Larsens og van Den Berg fór í bið, Ivkov vann Grúnfeld, Barendregt og Gereben jafntefli, Friðrik og van Scheltinga jafntefli, Uhl- mann og Donner jafntefli. 5. umferð: Larsen vann Donn- er, Uhlmann vann van Schelt- inga, Gereben vann Friðrik, Iv- kov vann Barendregt, jafntefli hjá van Den Berg og Gruen- feld. Nú er staðan þessi: Larsen 4 vinninga og eina biðskák, Ivkov 4, Uhlmann 3, Gruenfeld 2Vz, van Den Berg 2 og eina bið- skák. Númer 6, 7 og 8 eru van Scheltinga, Gereben og Friðrik með 2 vinninga hver. Níundi er Donner með IV2 og Barendregt hefur 1 vinning. — Morðbréfin Framh. af bls. 3 Gizur Bergsteinsson, eftir því í gærkvöldi, hvenær vænta mætti úrskurðar réttarins í málinu. Hann kvað ekki hægt um það að segja, nema vafasamt væri að það yrði fyrir helgi. • Margir áheyrendur Aheyrendapallar Hæstaréttar voru alþéttsetnir lengst af með- an málflutningurinn stóð yfir í gær. Margir lögregluþjónar, óein- kennisklæddir, svo og laganem- ar voru meðal viðstaddra. Þorskurinn úr Frey VEGNA frásagnar Mbl. í gær af afla þeim sem togarinn Freyr landaði úr síðustu veiðiför sinni á Grænlandsmið, hefur ísbjörn- inn hf. beðið Mbl. að leiðrétta missögn í þeirri grein varðandi fiskinn. Sagt var að hann hefði verið „frekar magur“. Þetta er alrangt. Þegar frystihús fyrirtæk isins fékk þennan þorsk til vinnslu, var það í fyrsta skipti, sem því er leyft 'að hraðfrysta Grænlands-þorsk. Nýting hans varð meiri og betri en úr nokkr- um öðrum fiski sc|ni unnið hefur verið úr í frystihúsinu á þess- um vetri. Auk þess sem ^ieðferð hans öll í togaranum var til fyr- irmyndar, Sem og góð nýting hans gefur til kynna. — Fangelsi Frh. af bls. 1 Pastemaks. Hefur hún nú verið dæmd í 8 ára fangelsi. Dóttir hennar hefur hlotið 3 ára fangelsi. Ekkert er vitað með vissu um þær sakargift- ir, sem eiga að valda dómi þessum. ★ Brezka blaðið Daily Tele- graph skýrir frá þessu í dag og getur þess að frú Ivin- skaya hafi verið ein af fá- um, sem þorðu að taka hanzkann upp fyrir Paster- nak, er hann sætti mestum ofsóknum og reynt að vernda hann gegn þeim. Blaðið seg- ir, að hún hafi verið illa leikin í fangelsinu og segist ekki skilja þessa framkomu rússneskra yfirvalda. — Hér virðist aðeins ráða einhver óskýranleg hefnigirni og kvalaralöngun. - Alsír Framh. af bls. 1 Alsír. Dregið hafi úr hernaðar- aðgerðum í ýmsum héruðum og kveðst stjórnin vona, að það viti á gott. Einnig er á það bent í tilkynn- ingunni að svo virðist sem ábyrgð artilfinning fari vaxandi í sam- búð þeirra þjóða sem byggja Alsír. En auk þess sem segir í má bæta við að öruggar heim- hinni opinberu tilkynningu ildir berma að komið hafi ver- ið á fót leynilegu stjórnmála- sambandi milli frönsku stjórn arinnar og útlagastjórnar Serkja og sé ætlunin að undir búa gerð friðarsamninga. MAUDUNSARUPPBOD sem fram á,tti að fara á Norðurhlíð við Sundlauga- veg, hér í bænum, eign Jákobs Jakobssonar, fellur niður. Borgarfógetinn í Reykjavík. Skaftaframtöl Tökum að okkur að telja fram. Viðtalstími kl. 10—5 og á kvöldin eftir samkomulagi. Lögfræðistofa STEINS JÓNSSONAR, hdl, Kirkjuhvoli símar 19090 — 14951 og 17739. Námskeið í föndri hefjast í næstu viku. INNRITUN er í kvöld og annað kvöld kl. 7—9 að Fríkirkjuvegi 11 (bakhúsi). Þátttökugjald er kr. 25.00. TÓMSTUNDAHEIMILI UNGTEMPLARA. Reykjavík. IðnaÖar eða geymsluhúsnœði til leigu nú þegar við Laugaveginn. Upplýsingar í síma 24323. Húirvetrtingar 1 Reykjavík Fjölmennum í Lido í kvöld kl. 20,30. Félagsvist, skemmtiatriði^ bögglauppboð, dans. Húnvetningafélagið Reykjavík. Innilegt þakklæti flyt ég öllum þeim sem minntust mín á 75 ára afmælisdegi mínum hinn 6. janúar s.l. Reinhold Richter Móðir okkar ÞÓRA KJARTANSDÖTTIR frá Súlúholtshjáileigu, andaðist 17. þessa mánaðar í Landakotsspítala. Börnin. Jarðarför föður okkar EGILS G. THORARENSEN Kaupfélagsstjóra Selfossi, ' sem lézt í Landspítalanum í Reykjavík 15. þ.m. fer fram laugardaginn 21. janúar. — Minningarathöfn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík sama dag kl. 10 fyrir hádegi — Jarðsett verður í Laugardælum og hefst athöfnin í Sel- fosskirkju kl. 1 eftir hádegi. — Athöfninni í Dómkirkj- unni verður útvarpað. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hins látna er bent á líknar- stofnanir. Börnin Útför móður okkar ÞJÓÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR Hrauni Kringlumýrarveg, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. jan. kL 1,30 e.h. Guðm. Sigurþórsson, Jón Sigurþórsson. Innilegar þakkir færum við þeim er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát SIGRlÐAR HELGADÓTTUR Fájkagötu 27. Sigvaidi Árnason, Helgi B. Magnússon, Asgeir Magnússon, Gerður Magnúsdóttir, Tómas Gíslason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.