Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 2
z MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. Janúar 1961 Sfaðreyndirnar um greiðslujöfnuð og gjald- eyrissföðu í RITSTJÓRNARGREIN í Tímanum í gær keyra um þverbak talnafalsanir þær, sem blaðið hefur á- stundað að undanförnu. Þar er ruglað saman tveim óskyldum hlutum, annars vegar gjaldeyrisstöðu bank anna og hinsvegar greiðslu jöfnuðinum. Gjaldeyris- staða bankanna er sem kunnugt er fyrst ogfremst inneignir þeirra sjálfra hjá erlendum bönkum, að frá- dregnum skuldum þeirra við þá. Er þetta óháð greiðslujöfnuði þjóðarinn- ar í heild gagnvart útlönd um, en þar eru innifaldar allar lántökur íslendinga, bæði einstaklinga og opin- berra aðila, greiðslur af lánum. Þannig taka fyrir- tæki lán erlendis, sem þau skulda, en ekki bankarnir. Þetta kemur auðvitað ekki við gjaldeyrisstöðu bank- anna, en kemur hins veg- ar inn í greiðslujöfnuðinn, sem er heildaruppgjör þjóðarheildarinnar gagn- vart útlöndum. Ætla verður, að ritstjóra Tímans sé kunnugt um það, að hér er um alger- lega óskylda hluti að ræða, en samt leyfir hann sér að blanda þeim sarnan í hinu freklegasta blekk- ingaskyni. Um gjaldeyrisstöðu bank anna er það að segja, að hún batnaði frá upphafi viðreisnarinnar í febrúar- lok til 21. des. sl. um kr. 270 millj. Aftur á móti er hitt rétt að greiðslujöfnuðurinn við útlönd varð óhagstæður um 460 millj. kr. á sl. ári öllu. Skip voru þá flutt inn fyrir 580 millj. kr. og að frádregnum innflutn- ingi þeirra hefði greiðslu- jöfnuðurinn í heild því jT NA /5 ftnúhr yffcS V SOhnútor X Snjikomo »onm* V, Skúrtr K Þrumur WfMl KuMoskil Hitaskit HJkHmt | I! 2U.I96I kUl 1 . >no : : n . ... ... ' >mu> | ■ V. ■ Xf l verið hagstæður um 120 millj. kr. í þessu sam- bandi er einnig rétt að hafa það hugfast, að á- hrifa viðreisnarinnar fór ekki að gæta fyrr en nokk uð var komið fram á árið. Af þessum skipainnflutn- ingi eru hins vegar ó- greiddar um 400 milj. kr. og er það því meginhluti þeirrar skuldaaukningar, sem orðið hefur, sem í heild er 460 millj. kr. Rétt er einnig að bera afkomu ársins 1960 saman við árið 1959 og kemur þá í ljós, ef innflutningur skipa og flugvéla er frá- dreginn, að árið 1959 varð greiðslujöfnuðurinn óhag- stæður um 195 millj. kr. en hagstæður 1960 um 120 millj., eins og áður grein- ir. Heildavafkoman hefur samkvæmt þessu batnað um 315 millj. kr. Það eru þessar tölur, sem máli skipta, en ekki falsanir og útúrsnúningar stjórnarand stæðinga. Kynna itýja lækni SfiÐUSTU 11 daga ágústmánaðar að sumri efna Sameinuðu þjóð- imar til alþjóðaráðstefnu í Róm um nýjar orkulindir. Meðal við- fangsefna ráðstefmmnar verður vindorka, sólarorka og jarð- varmi, og hefur íslenzkum sér- fræðingum verið boðið að leggja fram skýrslur um hveraorku- vinnslu og hafa framsögn um jarðboranir. t ._ L í sambandi við ráðstefnuna efnir Rassegna internazionale elettronica, Via della Scrofa 14, Róm, til yfirlitssýningar um nýj- ustu tæki og tækni á þessu sviði, og er sýningin bæði ætluð til fróðleiks og viðskiptakynningar. Flóðið f jarar hægt FRETTAMABUR Mbl. hringdi í gær austur að Egilsstöðum í Am- arbælishverfi í ölfusi og leitaði þar frétta af flóðasvæðinu. Feng- «st þær upplýsingar að va-.nið fjaraði mjög hægt. Verða mjólk- urflutningar frá Egilsstöðum enn að fara fram á bátum, því vegur- inn er undir vatni og ís á honiun, sem brotizt hefur með flóðinu. Hæstu staðir sem áður voru horfnir eru þó komnir upp úr vatninu. Búið er að gera við síma- og r-afmagnslínur, svo að allir banr hafa nú aftur símasamband og va :'m£ gn. Fjöltefli Þeir, sem hafa kynnu hug á að kynna nýja tækni, tæki eða upp- finningar, ættu að snúa sér til framangreindrar stofnunar sem fyrst. En þc/r, sem afla vilja upp- lýsinga um ráðstefnuna sjálfa geta fengið upplýsingar um hana á ensku, frönsku eða spænsku hjá United Nations Conference on New Sources of Energy, Uni- ted Nations, New York. . (Frá utanríkisráðuneytinu). Lítill afli togaranna PATREKSFIRÐI, 21. jan.: — Tog arinn Gylfi hefur verið að veið- um úti fyrir Vestfjörðum, en afli er sáralítill. Hann er væntanleg- ur til Patreksfjarðar á mánudag. Togarinn Ólafur Jóhannesson seldi fyrir nokkru í Cuxhaven 105 tonn fyrir 56,500 mörk. Hann er nú á heimleið. — Traustí. I Gm vár níikil veðurblíða á Islandi. Aðeins á Stórhöfða var SA strekkingur en annars var hæg SA-átt og víðast úr- komulaust sunnan lands, hiti 3—5 stig. Um allt norðan- vert landið mátti heita logri og (heiðríkja, talsvert frost á flatlendi, mest 8“ í Möðrudal, en víða var frostlaust, 2° hiti á Akureyri og 4 á Blöndu ósi og Dalatanga. Veðurspáin i gærdag: ! SV-land og miðin: SA stinn ingskaldi skúrir. Faxaflói, Breiðafjörður, Faxaflóamið til Vestfjarða- miða: SA kaldi, skýjað. Vestfirðir til Austfjarða, norðurmið til Austfj.miða: Hægviðri, léttskýjað. 'SA-land og miðin: Austan kaldi, skúrir. Kommúnistum tókst ekki að hindra framboð lýð- rœðissinna í Dagsbrún Greinilegt er af sfcrifum Þjóð- viljans í gær um framboð lýð- ræðissinna í Dagsibrún að komm únistar þeir er fara með stjóm félagsins eru sárreiðir yfir því, að þeim sfcyldi ekki takast með sínum venjulegiu bolabrögðum að hindra að verkamönnum tæk ist að bjóða fram í félagmu. Eins oig kunnugt er hafa kommúnistar í Dagsbrún um ára bil lagt á það höfuð áherzlu, að halda andstæðingum sínum í stjómmálum utan félagsins svo að kommúnistar gætu þar ráðið einu og ölliu. Starfsmenn Dags- brúnar fjórir að tölu, sem laun aðir eru af verkamönnum virð ast hafa þann starfa helzt, að sjá um, að ekki fái félagsrétt- indi í Dagabrún nema þeir, sem eru öruggir stuðningsmenn stjóm arinnar og kommúnistaflokks- ins. Það er staðreynd, að á sl. 30 árum hefur meðlimatala Dags- Hiiíiri riýi fúnleikasalur brúnar aðeins aukizt um fjögur til fimm hundruð á sama tíma og íbúum Reykjavikur hefur fjölgað um hér um bil helming. Með þessu móti hefur komm- únistum tekizt að halda völdum í Dagsbrún og því em þeir svo reiðir sem raun ber vitni er þeir sjá, að þeirn hefur ekki enn tekizt að útiilofca alla andstæð inga sína og svipta þá félagsrétt indum í félagmu. Greinilegt er, að kommúnistar stefna að því, eins og skoðannabræður þeirra S þeim löndum, sem kommúnismi inn hefur náð yfirtökum. Þessar staðreyndir verða Daga brúnarmenn að gera sér Ijósar og sameinast í starfi til þass að ná félagi sínu úr höndum þeirra martna, sem meta samtökin einsilc is, nema í stjórnmálailegum til- gangi. J. S. Aðstoðarmaðiir Eichmanns handtekinn FRANKFURT, 20. jan. (NTB/ Reuter) — Ríkissaksóknarinn i Frankfurt, Heinz Wolf, skýrði frá því í dag að Franz Novak, fjrrrum höfuðsmaður í SS-sveit- um Hitlers, hefði verið hand- tekinn í Vínarborg. í síðustu heimsstyrjöld var Novak náinn samstarfsmaður Adolfs Eich- maims. Wolf skýrði frá því að heitið hafi verið verðlaunum fyrir all- ar upplýsingar, er gætu leitt til þess að Novak og tveir menti aðrir yrðu handteknir. Austur- ríkismaður nokkur, sem heyrt hafði um verðlaunin, skýrði lög reglimni frá dvalarstað Novaks. Novak hafði ekki skipt um nafn, og vann í prentsmiðju I Vín. í styrjöldinni vann Novak fyrst í skrifstofu þeirri er stjórnaði útflutningi Gyðinga til þýzkra fangabúða, en gerðist seinna starfsmaður Eichmanns í Berlín. Fimleikasalur i Laugardal ARINBJÖRN Guðmundsson xnun tefla fjöltefli kL 2 í dag í Sjómannaskólanum á vegum Taflfélags Reykjavíkur. í>átt. tökugjald verður kr. 20,00, og er öllum heimil þátttaka. Eru væntanlegir þátttakendur beðnir að taka með sér töfl. Þetta mun vera í fyrsta sinn, að Arinbjörn teflir opinberlega hér í Reykjavík, eftir að hann kom heim frá Ólympíuskákmót- inu í Leipzig, en þar náði hann, svo sem menn muna, frábærum árangri. -1 f SALARKYNNUM undir áhorf endastúkunni á Laugardalsleik- vanginum hefur nú verið gerð- ur allstór fimleikasalur. Er sal þessum ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir fimleikasali. Hér er um að ræða stórt húsnæði, sem er allvei búið tækjum. Er það ætlað til afnota fyrir skólabörn á daginn en íþróttafél. á kvöldin. Gísli Halldórsson, formaður vaillarstjórnar skýrði gestum frá því í fyrradag að aðsóbnin að íþróttavöllum bæjarins ykist stöðugt, hefðu rúmleiga 88 þús. manns komið á MelavöHinn og Laugardalsvöllinn á sl. ári. Und- ir vallarstjórn heyra nú 12 í- þróttavellir. Meðal gesta var Þorsteinn Ein- arsson iiþróbt afull trú i. Sagði hann að nú væru starfræfctir í bænum 17 leikfimissalir og væru 8 eign bæjarins. Hanm taldi þörf vera á að byggðir yrðu 3 leikfimi saiir til viðbátar, því svo mjög væru innanhú ssiiþróttir stundað ar hér á vetrum, v Leiðrétling I FRASÖGN af síðasta bæjar- stjórnarfundi í blaðinu í gær var sagt, að Guðmundur Vigfússon legði „ekki“ mikið upp úr þvf, að tekjum vegna aukaútsvara yrði varið til Framkvæmdasjóðs Reykjavíkurbæjar. Eins og fram kemur annars staðar í frásögn- inni lagði hann einmitt áherzlu á að fénu yrði varið til fram- kvæmda. Orðið „ekki“ er því Drentvilla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.