Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 8
MORCVNBLAfílb Sunnudagur 22. janúar 1961 Erlend- ir viö- burðir GAMALKUNN er sagan af þjóð- skáldinu Grími Thomsen. Svo bar til, er hann var starfandi í dönsku utanríkisþjónustunni suð- ur í löndum, að hann hitti í ein- hverri veizlunni belgískan aðals naann, heldur montinn og merki- legan með sig, er þóttist langt hafinn upp fyrir fslending frá yzta hjara veraldar. — Og hvaða tungumál talið þið svo uppi á íslandi? spurði belgíski aðalsmaðurinn með fyr- irlitningarsvip og horfði á Grím gegnum einglyrnið. Nú seig brúnin á gamla Grími og glampi kom í augu hans snör. — Það er nú ekki merkilegt mál sem við tölum, — það er belgíska! ★ í svari sínu kom Grímur inn á það einkennilega ástand í Belgíu, að þjóðin sem þetta smá- ríki byggir á sér ekkert tungu- mál- Heldur notar hún tungumál tveggja nágrannaþjóða sinna,. frönsku og hollenzku. Á götu í Briissel En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Við skulum hverfa um sinn í huganum suður til Belgíu og horfa þar á atburð, sem gerð- ist á götu í höfuðborg landsins, Brússel fyrir fáeinum dögum. Lögregla borgarinnar hefur reynt að dreifa hópi verkfalls- manna, sem stöðvar umferð um miðborgina. Einn lögreglumanna, Ungur piltur, eitthvað rúmlega tvítugur, hefur með einhverjum. haetti orðið viðskila við lögreglu- liðið. Allt í einu stendur' hann þarna í einkennisbúningi sínum með hjálm á höfði og kyifu í hendi, — aleinn innan um hóp verkfallsmanna. Lögreglumaður umkrlngdur og innikróaður af æstum verkfallsmönnum í Briissel. Frá þessu atviki er sagt í greininni, sem fjhllar um vandamál Belgíu. Fáni skilnaðarhreyfingar Vall- óna. — Gylltur hani. f r ■— Við skulum velgja honum undir uggum, segir einn. — Já, við skulum drepa hann, svarar annar. Þeir nálgast hann úr öll- um áttum. Hann reynir að flýja, lemur kylfunni í kringum sig, en er brátt innikróaður upp við hús. — Einn slær af honum hjálminn. Annar kastar grjóthnullungi í hann. Svo ráðast þeir á hann. Þeir berja hann þungum högg- um, hrinda honum á húsvegginn, sliga hann niður og misþyrma honum undir sér. Allt í einu kveður við skot- hljóð. Einn árásarmannanna fell- ur örendur niður og blóðið streymir úr honum. Ungur mað- ur sem hafði verið nærstaddur og horft á leikinn hafði tekið upp skammbyssu og skotið. Hann skýrði verknað sinn svo á eftir: — Eg hélt að þeir ætluðu að drepa hann. Verkföll og óeirðir hafa staðið í nærri heilan mánuð í Belgíu. Tilefni þeirra var sparnaðarfrum varp sem belgíska stjórnin hafði borið fram á þingi. En allir vita, að ólgan mikla stafaði frá tungu- máladeilunni í landinu. Þannig geta tungumáladeilur orðið engu 'síður harðvítugar en kynþátta- deilur. Lönd tveggja tungna Belgía er ekki eina ríkið þar sem tvær tungur eru talaðar hlið við hiið. Slíkt ástand þakkist víða um heim. f nær öllum lönd- um eru til ólíkar mállýzkur og þarf ekki annað en að minna á t.d. Noreg, þar sem mállýzku- stríð er milli nýnorsku og ríkis- máls. íbúar Skánar í Svíþjóð tala hálfgerða dönsku. Mállýzka Jóta er alkunn o. s. frv. Þessar mál- lýzkur hafa þó sjaldnast mikla aðgreiningu í för með sér. Stofn málsins er sá sami. Við tilkomu útvarps og úbreiðslu blaða virð- ist stöðugt draga úr mismunin- um. Hitt er strax alvarlegra ef tvær tungur af ólíkum stofni eða grein eru talaðar í sama landinu. Þessa eru dæmi auk Belgíu, t.d. í Finn- landi, Svisslandi, Kanada. Og svo tíðkast þetta víðs vegar út um álfur á rústum gömlu nýlendu- veldanna. Skammt er síðan blóðs úthellingar urðu vegna deilna um tungumál t.d. á Ceylon og í sunr- um héruðum Indlands. Tungu- máladeilur liggja og að baki flokkadráttanna í Kongó. Er það all kaldhæðnislegt, . að Belgíu- menn eru litlu betri en nýlendu- þjóðin sem þeir gleymdu að ala upp. Á einum áratug hafa tungu- máladeilur breytt Belgíu tvisv- ar sinnum í hálfgerðan vígvöll með allsherjarverkföllum, mann- vígum, skemmdarverkum og grjótkasti. Tungumáladeilurnar í Belgíu hafa orðið æ viðkvæmari síðustu áratugi. Vissar ástæður eru fyrir því, sem skulu raktar í fáum dráttum. Franska var æðra málið Á þeim tíma, sem Grímur Thomsen snerti á þessu vanda- máli, hefur hann varla hugsað út í það, að tvö mál voru töluð í Belgíu. En hann mundi eftir því, að það var franskan sem réði þar ríkjum, enda hefur viðræðu- maður hans vafalaust talað skír- ustu frönsku. Á þeim árum var franskan hið opinbera mál Belgíu. Allir embættismenn lands ins töluðu það. Hún var notuð í öllum æðri skólum, fyrir dóm- stólum og hún var eina raunveru lega menningar-tungumál lands- ins. f Belgíu þróuðust merkileg- ar bókmenntir á frönsku, og hin- ir frönsku háskólar landsins nutu viðurkenningar um allan hinn menntaða heim. Hin frönskumælandi yfirþjóð Belgíu, Vallónarnir, litu niður á Belgíu tók upp á því á stríðsár- unum, að giftast flæmskri stúlku, Liliane Baels, dóttur verksmiðju eiganda í Flandri. Aldrei hafði þjóðernismetnaður Vallóna orðið fyrir þvílíku áfalli, enda varð konungur, þótt síðar væri að súpa seyðið af þessari giftingu. Margra ára deilur stóðu um kon- ungdóm hans, svo að stundum lá nærri borgarastyrjöld. , vikuyfirlit mýrafólkið, Flæmingjana sem töl uðu annað tungumál, hollenzka mállýzku. Á þeirri tungu þróuð- ust engar teljandi bókmenntir, enda voru fæstir læsir eða skrif- andi. Tunga þeirra varðveittist þó og hélzt hrein, einkum í því orði, sem út gekk frá prédikunar- stólnum. Allt styður það hvort annað, að Flæmingjarnir í Norð- ur-Belgíu eru guðræknari en hin- ir frönskumælandi Vallónar, enda voru það prestar þeirra sem héldu þjóðvörnum uppi um langt skeið. Margt hefur breytzt í Belgíu síðan á dögum Gríms, einkum þó að Flæmingjarnir hafa stöð- ugt verið að sækja á, bæði í at- orkusemi til framkvæmda og í því að margfaldast og uppfylla jörðina. Samfara því hafa þeir grundvallað eigin sérkennandi þjóðmenningu með fögrum bók- menntum. Þeir urðu lengi að heyja mjög harða baráttu fyrir jafnræði tungumáls síns og enn vantar nokkuð á að tunga þeirra sé hlutgeng til jafns við frönsk- una á ýmsum sviðum. Flæmingiar sækja á En Flæmingjarnir sem áður voru í minnihluta með þjóðinni eru nú komnir í meirihluta og geta í reyndinni ráðið því sem þeir vilja í landinu. Öll þessi bylt ing innan þjóðfélagsins veldur óróleika, viðkvæmni og beizkju. Hinir frönskumælandi Vallónar hafa verið sviptir frumburðar- rétti sínum. Þeir líta frá gamalli tíð niður á Flæmingjana, og geta ekki þolað að þeir ýti þeim til hliðar. Þessi viðhorf eru gróin djúpt í sálarlíf þeirra og frá þeim stafar biturleikinn og reiðin. Eins og aðrir menn sem frönsku tala, telja þeir hana hið eina og fegursta mál heimsins. Þeir geta því ekki sætt sig við, að flæmskt hrognamál sæki á. Sjálfir leggja þeir sig helzt ekki niður við að læra flæmskuna, meðan Flæm- ingjarnir læra flestir frönsku. Það skapar þeim síðarnefndu meir,i möguleika til starfa og em- bætta, svo allt miðar í sömu átt. Versta áfall Vallónanna var það þó, þegar Leopold konungur Öfgar á báða bóga Síðustu fregnir frá Belgíu herma, að verkföllunum sé nú loksins að linna. Virðist sem þau setli að hjaðna niður án þess að nokkru meðali öðru en tímanum hafi verið beitt við þau. Það var stjórnarandstöðuflokkurinn, Jafn aðarmenn, sem hleyptu verkföll- unum af stað til þess að mótmæla sparnaðarfrumvarpi rikisstjórn- arinnar og virðast allir foringjar flokksins hafa veiýð sammála því að beita verkfallsvopninu þannig á pólitískan hátt og virðist mér i að sú framkoma hafi verið á- ( mælis- og varhugarverð. Enda' misstu þeir fljótlega tökin á verk I föllunum og öfga- og æsinga- [ menn méðal skilnaðarmanna tóku alla forustuna, sérstaklega æsingaseggurinn André Renard, foringi verkfallsmanna í Liege, sem hefur árum saman róið að skilnaðarstefnu. Eftir að málið var komið á það stig, hófust ó- hæfuverkin út um alla sunnan- verða Belgíu, skemmdarverk voru unnin á járnbrautum og vegum svo öryggi ólks var stefnt í voða og umheimurinn undrað- ist skrílslætin í landi sem átti að heita menntað Evrópuríki. Slíka framkomu er hægt að á- tilja, en auðvitað er það þó sjaldnast einn sem véldur, þá tveir deila. Svo virðist sem for- ustumenn stjórnarflokkanna haíi átt sinn þátt í að æsa andstæð- ingana upp. Það kom t.d. mikl- um illindum á stað, þegar einn ræðumaður stjópnarflokksins á þingi staðhæfði að fyrrverandi stjórn jafnaðarmanna ætti sök á hræðilegu námusjysi sem varð í Belgíu fyrir nokkrum árum. Þá barðist þingheimur. Og persóna forsætisráðherrans, Flæmingjans Gaston Eyskens hafði mjög æs- andi áhrif á Vallóna. Þesst granni litli maður, með fránu augun og smyrilsnefið er fullur af sjálfs- áliti og mjög harðskéyttur. Hann gengur almennt undir nafninu „litli Napoleon". Ástandið batn- aði fljótlega í landinu eftir að leið yfir hann í ræðustól í þijig- inu og hann varð að leggjast sjúk ur heima hjá sér. Belgískt sambandsríki Vonir eru nú til að tungumála- stríðið jafni sig í bili og hjaðni niður, en það verður áfram mjög eldfimt og má vel vera að það væri skynsamlegast hjá Belgíu- mönnum, að skipta landinu niður í sambandsríki, — slíkt hefur reynzt ágætlega t.d. hjá Sviss- lendingum, þar sem fjögur tungu mál eru töluð en landinu er skipt niður í fjölmargar kantónur með víðtækri sjálfstjórn, Það voru hinir frönskumælandi Vallónar sem réðu því á sínum tíma að Belgía fékk sterka miðstjórn í líkingu við það sem tíðkaðist í Frakklandi og höfuðborgin Brúss el varð eins konar París Belgíu. Nú hafa Vallónarnir misst á- hugann fyrir sterkri miðstjórn, enda eru þeir nú komnir í minni hluta. En vitrari menn meðal Belga, af báðum flokkum munu skilja það, að betra er að fara varlega í skiptingu landsins. All- ir stjórnarhættir hafa verið mið- aðir við að Belgía sé. eitt land og skipting þess myndi valda feiki- legri röskun. Vel mætti og vera, að stjórnmálaþróunin yrði við það mjög ólík í hvorum lands- hluta og myndi skapast hyldýpis- gjá þar á milli. Kongó — aðeins einn dropi Um leið og verkamennirnir hverfa aftur til vinnu sinnar og öldurnar lægir í þjóðernisstríð- inu, verður að nýju að heýjast handa um aðgerðir í efnahagsmál unum. Efnahagsmálin voru erfið úrlausnar fyrir og ekki hafa þau batnað við það að allsherjar- verkfall hefur verið í landinu í næstum því heilan mánuð. Um- ræðurnar um sparnaðarfrumvarp stjórnarinnar geta nú orðið mál- efnalegri en áður, jafnvel þótt mönnum svelli enn móður. Frum varpið hefur að vísu þegar ver- ið samþykkt í Neðri deild þings- ins með 115 atkv. gegn 90, en gengur nú til öldungadeildarinn- ar. Virðist sem afstaða jafnað- armanna þar ætli að vera mun málefnalegri en æsingabragur sá sem ríkti í Neðri deildinni. tfefa þeir nú t.d. lagt fram málefna- legar tillögur sínar um úrbætur. Það hefur oft verið sagt í frétt um frá Belgíu að undanförnu, að vandræðin stafi af því að Belgíumenn hafi misst Kongó. Þetta er aðeins hálfur sannleik- ur og jafnvel ekki hálfur. Enn hafa Belgíumenn lítið misst í Kongó. í námum Katanga-héraðs er haldið áfram. að vinna kopar og úraníum úr jörð og járnbraut- ir flytja framleiðsluna hömlu- laust til hafnar í portúgölskum nýlendum Afríku. Mestöll verzl- un til og frá Leopoldville gengur enn í gegnum Belgíu. Einhverju hafa Belgíumenn tapað og einhverju hafa þeir þurft að kosta vegna Kongó-vand ans, en það er miklu minna en menn hafa almennt gert sér í hugarlund. Hefði Belgía verið sterkt land á sviði efnahagsmála, Framh. á bis. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.