Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 14
M MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. janúar 1961 Enskir kvenskór Nýkomnir Skóverzlun Péturs Andressonar Laugavegi 17 Brezkir hjólbarðar 640x13 700x20 825x20 Póstsendum BÍLABIJÐ Laugavegi 168 Sími 10199 Útboð Tilboð óskast um loftræsik'erfi í skólahús við Réttar- holtsveg og Hagatorg. — Útboðslýsingar og upp- drættir fást í skrifstofu vorri, Tjarnargötu 12, IH. hæð. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar Hafnarfjörður Nýkomnar AMERÍSKAR KVENMOCCASÍUR Geir Jóelsson skóverzl. Strandgötu 21. Hreinlætistæki BAÐKER tékknesk stærð 169 x 71 cm. BLÖNDUNARTÆKI og LÁSASETT HANDLAUGAR sænskar og tékkneskar kranar, lásar og ventlar. W.C. samstæður, sænskar S. og P. Byggingavöruverzlun ísleifs Jónssonar Höfðatúni 2 — Sími 14280. i — Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 13. Þar eru nú svo margir at- vinnuleysingjar, að ef ámóta margir væru hér á landi mundu þeir vera um 5000. Enginn ís- lendingur mundi óska eftir því- líkri ógæfu yfir okkar land. Allir mundu sameinast um að beita öllum tiltækilegum ráðum til að eyða henni, ef hún henti okkur. Lækkun vaxta og rýmk. un útlána mundi þá vissulega verða á meðal þeirra úrræða, sem gripið væri til. En ástandið hér er allt annað. Undanfarið hefur þurft að flytja inn hundr. uð og stundum þúsundir manna af því að vinnuafl hefur ekki verið nægilegt í landinu. Þetta hefði verið ánægjulegt, ef við hefðum haft efni á öllum fram- kvæmdunum og þær orðið til þess að bæta lífskjörin. En því miður hefur ekki verið svo. Verðbólgan, sem þessu hefur verið samfara, hefur hindrað lífskjara-batann. Þessvegna verð ur að haga stjórn fjármála svo, að verðbólgu sé haldið niðri til að almenningur njóti réttmæts arðs af erfiði sínu. Skrifstofustarf Karl eða kona, sem lokið hefur gagnfræðaprófi eða öðru prófi sambærilegu, getur fengið atvinnu á opin- berri skrifstofu frá 1. febrúar n.k. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. — Starfstími og laun eftir samkomulagi. — Hálfdagsvinna kemur til greina. Æskilegt að meðmæli fylgi umsóknum ef fyrir hendi eru. — Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. fimmtudag 26. þ.m. merktar: „Skrifstofustarf — 1340“. Báraðar — Gegnsæjar PLAST-PLÖTUR á þök. fyrirliggjandi. Hagstætt verð. EGILL ARMASOM Klapparstíg 26. Simi 1-43-10 Til sölu 1961 Chevrolet Skipti koma til greina. — Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld, merkt: „Impala — 1234“ — Erlent yfirlit Framh. af bls. 8 ' þá hefði hún hæglega getað borið þá bagga. k . .,i Enn sannleikurinn er sá, að Kongó-málið var dropinn seml olli því að yfir flaut, línan, sem fyllti syndaregistrið. Eftir það virðast Belgíumenn ekki komast hjá því að endurskipuleggja veru lega efnahagskerfi sitt. í>að verð- ur þeim mun brýnna, þar sem Frakkar hafa nú undir forustu de Gaulle komið efnahagsmálum sínum í lag með miklum myndar skap. Efnahagskerfi Belgíu hefur frá stríðslokum verið undarlegt sam- bland af einkarekstri og opin- berum rekstri, með ótal höml- um og forboðum, sem hafa hindr- að þróun eftir eðlilegum við- skiptalögmálum. Arangurinn. er ömurlegur. Allt efnahagslifið er á hengjandi hausnum, engir vara sjóðir, skortur á fé til endur- nýjunar og uppbyggingar. Belgía er mikið iðnaðarland, en iðnað- urinn, — grundvöllur alls at- vinnulífsins hefur dregizt aftur úr, meðan útþenslan hefur verið meiri í nágrannalandinu Hollandi en í nokkru öðru landi. Endurskoðun efnahagsmálanna Belgía er ömurlegt dæmi um það, hvernig fer, þegar hræðsla stjórnmálaforingjanna við kjós- endur leiðir þá inn á villigötur og þeir þora ekki að segja þjóð sinni sannleikann. Of miklumi hluta þjóðarteknanna hefur ár ef'tir ár verið varið til neyzlu og of litlum til fjárfestingar í iðn aði. Afleiðingin er hrörnun iðn- aðarins. í Belgíu hefur aðeins um 17% af þjóðartekjunum verið varið til slíkrar fjárfestingar og er það lægra en í nokkru öðru riki Evrópumarkaðarins. Kola- námurnar í Belgíu eru orðnar úr- eltar og úr sér gengar. í stærstu námu þeirra, Borinage, er fram- leiðsla hvers námuverkamanns um eitt tonn á dag, en í frönsku námunum í Lothringen er hún 2,5 tonn á dag. Vegna þess hve efnahagsástand ið hefur verið slæmt í landinu hefur mjög skort á að ýmiss aukaiðnaður risi upp við hlið- ina á jám- og kolaiðnaði lands- ins. Belgíumenn hafa verið á eftir nágrannaþjóðum sínum i alls konar vélaiðnaði, plastiðnaði, efnaiðnaði og sements- og gler- iðnaði. Þótt þeir hafi einn mesta stáliðnað Evrópu hafa þeir enga tilraun gert til að smíða bíla. Hollendingar, sem eiga lítið af kolum eða járni í jörðu, standa þeim framar á næstum öllum þessum sviðum. Hollendingar eru jafnvel byrjaðir að framleiða sina smábíla. i Enn tala tölurnar siínu alvar- lega máli. Framleiðsluaukning Belgíu hefur verið ein sú lægsta sem þekkist í Evrópu, t.d. að- eins 2,35% á sl. ári. Tekjurnar frá Kongó hafa að vísu hjálpað til fram að þessu, en þær hafa einnig skapað rang- ar hugmyndir um efnahagslegt öryggi. Það er þetta sem Belgíu- mönnum er nú brýn þörf að bæta úr. Þeir þurfa að hreinsa allt efnahagskerfi sitt og gera eðlilega þróun mögulega. Að þessu miðuðu sparnaðartillögur Eyskens-stjórnarinnar. Þær til- lögur eru að flestra áliti, ekki eins róttækar eða tilfinnanlegar og efnahagsmálatillögur de Gaulles. Þær voru all þungbærar til að byrja með, en hafa síðan orðið til upplyftingar atvinnu. lífsins. i Eg sagði áðan, að nú þegar mesti gauragangurinn í Belgíu sá •um garð genginn tækju foringj. ar jafnaðarmanna upp málefna- legri afstöðu, — og þó, — hver er aðal tillaga þeirra til úrbóta?, — Hún er að þjóðnýta kolanám- ur og járniðnað landsins! Við skulum láta það nægja að sinni, Þorsteinn Thorarensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.