Morgunblaðið - 01.02.1961, Síða 6
8
MORGUIVBLAÐIÐ
Miðvikudagur 1. febr. 1961
Tómas Zoega í hlutverki Seifs.
Herakles og vinur hans og
vopnabróðir, Þesevs eru komnir
í Themiskiri, land skjaldmeyj-
anna, og á Herakles að leysa þar
sjöttu þrautina, að ná í beltið
góða, sem er vandlega geymt.
Themiskiri er kvennaríki í fyllstu
merkingu þess orðs, því að þar
ráða drottningar tvær ríkjum,
þær Antiope og Hippolyte, báðar
fagrar og glæsilegar og önnur
embætti ríkisins eru skipuð kon.
um eingöngu. Hinsvegar eru
Herranótt Menntaskólans:
Beltisránið
eftir Benn W. Levy
Leikstjóri: Helgi Skúlason
ÞAÐ er alltaf gaman að sitja i
Iðnó gömlu þegar Herranótt
Menntaskólans ræður þar húsum.
Fer þá venjulega saman furðu-
góður leikur og innileg leikgleði
hinna ungu leikenda og kæti
skólafélaga þeirra á áhorfenda-
bekkjunum. Oftast nær eru allir
leikendurnir algerir nýliðar á
leiksviði og svo mun einnig vera
að þessu sinni. Verða leikdóm-
arnir vitanlega að miðast við það
og skal þó sagt að Menntaskóla-
leikirnir hafa tekið miklum fram
förum á síðustu árum undir leik.
stjóm góðra kunnáttumanna.
Að þessu sinni sýnir Herra-
nóttin gamanleikinn „Beltisrán-
ið“ eftir enska rithöfundinn Benn
W. Levy. — Höfundurinn hefur
samið allmörg leikrit, en Beltis-
ránið mun vera nýjasta verk
hans, samið 1957. Var það frum-
sýnt í Leeds sama ár og gekk
þar hátt á annað ár, en nú er
verið að sýna það á Broadwaý
í New York. Efni leiksins er sótt
í grísku goðsögnina um sjöttu
þraut Heraklesar. Fer höfundur-
inn mjög skem'mtilega með efnið
og umgengst hina miklu Olymps-
guði og goðbornu hetjur ekki sér
lega hátíðlega.
karlmenn allir geymdir á „bú-
garði“ og gegna ekki öðru hlut-
verki en því að halda við kyn-
stofninum.
Áður en sýningin hófst gekk
fram fyrir tjaldið formaður leik-
nefndar, Inffólfur Árnasojnr, og
bauð leikhúsgesti velkomna með
nokkrum velvöldum orðum.
Þegar fortjaldið er dregið frá
sést á stalli vinstra megin fremst
á sviðinu marmarabrjóstmynd af
Heru, Hægra megin er líka stall-
ur, ætlaður Seifi — en sá stallur
er auður, því Seifur gamli hefur
brugðið sér frá, kannski í vafa-
sömum erindum, því að hann er
ærið kvenhollur, svo sem heyra
má af orðum Heru, þegar hann
kemur.á stall sinn skömmu síð-
ar. Áður en hinn eiginlegi leikur
hefst ávarpar Hera leikhúsgesti í
bundnu máli. Síðan fara fram
nokkur orðaskipti milli þeirra
hjúanna. Ásakar Hera Seif fyrir
lauslæti og minnist þá á Herakl-
es, sem Seifur hafði getið með
jarðneskri konu og segir að með
því hafi hann tekið smánarlega
niður fyrir sig, en Seifur tekur
rausi hennar með stökustu ró og
glettnislegum svörum. Þegar
þessum orðaskiptum lýkur, er
innra tjaldið dregið frá og nú
erum við komnir í Themiskiri,
ríki hinna tveggja drottninga.
Herakles og Þesevs klifra yfir
hallarmúrinn.og hitta fyrir konu
eina kröftuga og vígalega, enda
er hún járnsmiður og auk þess
liðþjálfi ríkisins. Fer henni og
hinum óboðnu gestum ýmislegt á
milli unz Antiope drottning kem.
ur og heilsar gestunum og síðar
kemur Hippolyte drottning til
sögunnar. Er ekki að orðlengja
það, að hinar grísku hetjur fá
Guðfinna Ragnarsdottir, Guðrun Hallgnmsdottir og Kristin
H. Jónsdóttir í hlutverkum sínum.
ekki staðizt fegurð drottninganna
og þeim líst einnig mæta vel á
þá þá að þeir séu bara „menn“.
Gengur nú á ýmsu, — ástin ann-
arsvegar, en þrautin, sem Her-
akles verður að vinna, að ná í
beltið, hinsvegar. En ekki er vert
að rekja hér nánar gang þeirra
mála, — en Herakles náði þó
beltinu að lokum, svo sem kunn.
ugt er. Það skal þó sagt að leik-
urinn er bráðskemmtilegur og í
honunj er fólgin ádeila á ýmis
fyrirbæri okkar tíma.
Helgi Skúlason hefur sett leik-
inn á svið og annazt leikstjórn-
ina. Er auðséð að hann hefur
kunnað tökin á hinum ungu og
óvönu leikurum, því að heildar-
svipur leiksins er furðugóður.
Held ég að þetta sé jafnbezti
Menntaskólaleikur sem ég hef
séð.
Seif og Heru leika þau Tómas
Zoéga og Þóra Johnson. Leikur
Tómas af ágætri kímni og með
skemmtilegum svipbrigðum, ekki
sízt þegar hann er að gefa kven-
fólkinu á sviðinu auga. Þóra fer
einnig rösklega og vel með hlut.
verk sitt og er prýðileg marmara-
stytta.
Markús Örn Antonsson leikur
Herakles og er kempulegur svo
* Ýmsar framfarir
Símaþjónusta hér á landi
fer að ýmsu leyti batnandi. Má
þar t. d. nefna beina samband-
ið, sem nú er komið á milli
Reykjavíkur og kaupstaða í
nágrenningu. Er óneitanlega
mikið hagræði að því að geta
hringt beint milli númera
stöðvanna og losna við bið
meðan kvaðningin er afgreidd.
Eins er farið að gefa síma-
skrár út tíðara en áður, til
þæginda fyrir símnotendur.
Ber að þakka það.
En mörgum finnst að á
ýmsum sviðum .sé þjónustan
enn ekki nógu liðleg og of lítil
miðuð við það sem hagkvæm-
ast er fyrir símnotandann,
þ.e.a.s. ef hann þarfnast ofur-
lítið afbrigðilegrar þjónustu.
Hafa ýmsir kvartað undan því
við Velvakanda.
• Leiga greidd
aftengli
Ef símnotandi þarf á auka-
sambandi að halda í sama húsi
eða sömu íbúð getur hann feng
ið aukatalfæri, annað hvort
þannig að hægt sé að tala
á milli eða ekki. Eða þá tengil,
þannig að hann færir þetta
eina tæki sem hann hefur
milli herbergja, kippir úr sam
bandi á einum stað og tengir
á öðrum, þar sem hann þarf á
símanum að halda í það og
það skiptið. Þetta kemur sér
vel fyr-ir marga. En fyrir
hvern þessara síma eða hvern
tengil greiðir maðurinn. leigu
ársfjórðungslega, auk leigunn
ar á fyrsta símaáhaldinu og
afnotagjald. Að vísu á ekki að
greiða fyrir tengilinn nema 12
kr. ársfjórðungslega, skv. síma
skránni, þ.e.a.s. 48 kr. á ári.
En hugsið þið ykkur ef ætti
að greiða leigu fyrir alla raf-
magnsrofa í hverju húsi. Því
er ekki hægt að kaupa svo ein
faldan hlut eins og símatengil
1 íbúðina í eitt skipti fyrir öll,
í stað þess að greiða af honum
leigu alla ævi. Tengillinn er
ekki notaður nema einhver
sími sé í íbúðinni, sem hvort
sem er greiðist fyrir. Aukatal-
færin svokölluðu eru miklu
dýrari, allt upp í 140 kr. á árs-
fjórðungi í leigu, eftir því
hvernig þau eru útbúin. Af
slíku tæki fæst því drjúg leiga
FEROIIMAIMH
sem bezt verður á kosið og tekuf
engum vetlingatökum hinar fögru
konur þegar því er að .skipta. —
Þesevs leikur Helgi Havaldsson.
Er leikur hans léttur og skemmti-
legur og bendir ótvírætt til þess
að hann sé gæddur góðri kímni.
gáfu. — Einna athyglisverðastur
þótti mér leikur Elfu Bjarkar
Gunnarsdóttur í hlutverki Anti-
opu, framsögn hennar og látbragð
allt eðlilegra og frjálslegra en bú-
ast má við af óvönum leikara.
Ásdís Skúladóttir fór einnig
prýðilega með hlutverk Hippo-
lyte, ekki sízt þegar Hera hafði
hlaupið í hana. Er ieikur hennar
þá þróttmikill og skapið þannig
að jafnvel hinn mikli Herakles
fær ekki við neitt ráðið. — Guff.
rún Hallgrímsdóttir, sem leikur
járnsmiðinn og liðþjálfann, fer
einnig skemmtilega með hlutverk
sitt. Smærri hlutverk leika þær
Gufffinna Ragnarsdóttir, Valgerff-
ur Tómasdóttir og Kristín Halla
Jónsdóttir og fara laglega með
þau hlutverk.
Teiknun, smíði og málun leik-
tjalda, sem voru einkar góð, ann.
aðist leiknefndin.
Þeir Stefán Benediktsson og
Tómas Zoéga hafa þýtt leikinn.
Prologus þýddi Hjörtur Halldórs-
son, kennari, en Einar Magnús-
son, yfirkennari er ábyrgðarmað.
ur sýningarinnar. Hefur hann
vafalaust lagt hér margt gott til
málanna.
Þess skal getið að frumsýning
á leiknum fór fram í byrjun janú-
ar, en sýningum varð síðan að
fresta af sórstökum ástæðum.
Leiknum var ágætlega tekið og
leikstjóra og leikendum þökkuð
með blómum og dynjandi lófa-
taki skemmtileg kvöldstund.
Sigurffur Grímsson.
Ágæt síldveioi
um helgina
HAFNARFIRÐI: — Nokkrir bát-
ar héðan fengu síld í Miðnessjón-
um núna um helgina og var unn-
ið við að salta og frysta hana
á sunnudaginn og í gær.
G. E.
á 50 árum, t. d. auk greiðsl-
unnar fyrir afnotin.
• Snúrurnar sparaðar
Annað atriði hefur verið
minnzt á við mig, og það er
tregða símans til að hafa snúr-
urnar eins langar og bezt
hentar hverjum viðskiptavini
og í hverri íbúð. Símasnúrurn
ar skulu vera af ákveðinni
lengd alls staðar. Er mér sagt
að þetta sé gert til sparnaðar
fyrir símann og til að fólk
slíti ekki of löngum snúrubút.
Oneitanlega kemur þetta
atriði dálítið ankanalega fyrir
nú á tímum þegar sjálf&agt
þykir að allt sé gert sem auð-
ið er fólki til þæginda í dag-
lega lífinu.
Þá eru margir óánægðir
með að geta ekki kippt síma
sínum úr sambandi, ef þeir
vilja fá frið og ekki svara.
Það er aftur á móti atriði, sem
deila má um, því slíkt veldur
mikilli truflun á símakerfinu,
T. d. getur sá sem hringir ekki
heyrt að síminn er ekki í sam.
bandi. Hann trúir ekki að eng
inn sé heima, kvartar við sím
stöðina, og segir símann bil-
aðan. Af þessu verður mikiff
um kvartanir og rannsóknir
á hvort kvörtunin hefur vi3
rök að styðjast. Og það veldur
truflunum á borðunum, ef
mismargir eru í sambandi.
Þannig hefur fólk ýmislegt
út á símaþjónustuna að setja.
(Það skal tekið fram að Vel-
vakandi sjálfur hefur nýiega
fengið sérlega lipurlega þjón-
ustu þegar um afbrigðilega
beiðni var að ræða). Sumt
hefur vafalaust við rök aíl
styðjast, annað er erfitt í fram
kvæmd.