Morgunblaðið - 01.02.1961, Qupperneq 9
Miðvik'udagur 1. febr. 1961
M ORCVN BL AÐIÐ
9
Samfelld atvinna á
Rauðmagi á borð-
E.O.G.T.
St. Sóley nr. 242
Fundur í kvöld kl. 8,30. Inn-
setning embættismanna, Hag-
nefndaratriði annast Anna og
Árni. Æðstitemplar.
Stúkan Einingin nr. 14
Fundur í kvöld kl. 8,30. —
Yngri stjórna. Flokkakeppnin
er í fullum gangi. í kvöld verð
ur 2. flokkur á sviðinu með sín
atriði; stutt spjall, samtalsiþáttur
og „leikrit“ í tveim þáttum. —
Á 1. flokkskvöldinu mættu 43
félagar. Hvor flokkurinn verður
fjölmennari í kvöld?
Æðstitemplar
Dalvík
DALVÍK, 26. jan. — Það sem af
er þessum vetri hlýtur að verða
mörgum, einkum hinum eldri,
minnisstætt. Ekki aðeins vegna
hinnar óvenjulegu veðurblíðu,
heldur hins að alltaf hefur ver-
ið nokkur atvinna hér í þorpinu,
aðallega við hagnýtingu sjávar-
afla. Það hefur sem sagt aldrei
verið neinn dauður tími, eins og
jafnan er hér yfir skammdegis-
mánuðina. Stærri bátarnir hættu
að vísu veiðiskap um miðjan
nóvember, en smærri bátarnir
eða trillurnar reru allt til jóla.
Heitingsafli var allan tímann og,
skapaði það nokkra atvinnu í
landi. Hófu þær aftur róðra upp
úr áramótum og hafa róið síðan
og veitt all sæmilega.
Um hina bátana er það að
segja að Björgúlfur stundar úti-
legu með línu og er nú í þriðju
veiðiferðinni. Hefur sú veiði geng
ið vonum framar. Mun hann vera
búinn að 'fá 70—80 tonn. Björg-
vin stundar togveiðar og er nú í
sinni fyrstu veiðiferð. Júlíus
Björnsson og og Baldvin Þor-
valdsson eru leigðir suður, Júlíus
til Grindavíkur og Baldvin til
Ólafsvíkur. Ráðgert er að Bjarmi
og Hannes Hafstein stundi línu-
veiðar fram eftir vetri, eða þar
til netavertíð hefst. Byrjuðu þeir
veiðar nokkru eftir áramót og
hefur afli verið mjög sæmilegur
eða allt að 10—12 skippund í
róðri. Róið er á Skagafjarðar- og
Siglufjarðarmið. Um % aflans er
ýsa er fer í frystingu, en hitt
Mynauð þér kaupa eftirlíkingu af málverki, ef frummyndin féhgist
fyrir sama verð?
Þegar um er að ræða tvöfalt einangrunargler, þá vitið þér hvað
þér fáið, ef þér kaupið ORGINAL THERMOPANE, sem nú er notað
þorskur og fer í salt.
Hefur þetta skapað nokkra
vinnu, bæði á söltunarstöðvunum
og frystihúsunum og má heita að
vinna hafi verið samfelld frá ára-
mótum.
Ekki hefur enn komið til neinn
ar vinnustöðvunar hér, enda
mundi slíkt hafa mælzt mjög illa
fyrir meðal alls þorra almenn-
ings og ekki sízt sjómanna
sjálfra. En stöðvun hinna stærri
báta hefði fyrst og fremst bitn-
að á þeim. — S.J.
um Húsvíkinga
Húsavík, 30. janúar.
ALLA síðastliðna viku hefur ver-
ið hér óvenju góð rauðmagaveiði,
miðað við árstíma. Venjulega er
ekki byrja að leggja hér net
fyrr en sainni hluta febrúar-
mánaðar. En vegna hins góða tíð-
arfars eru menn óvenju snemma
á ferðinni með þessa útgerð, sem
þó er ekki stunduð nema af fá-
um, þar sem markaðurinn er ekki
nema hér heima og eðlilega tak-
markaður. — Silli.
★ útilokar móðu og frost
★ sparar kyndingarkostnað
★ sparar málningu á gluggum
★ dregur úr hávaða
Tilboð
Hér með er auglýst til sölu gamla póst- og símahúsið
á Eskifirði (áður ,,Hermes“), ásamt tilheyrandi lóð-
arréttindum. Tilboð, merkt: „Hústilboð Eskifjörð-
ur“, sendist aðalskrifstofunni fyrir 1. marz og verða
þau opnuð kl. 14.00 þann dag í skrifstofu póst- og
simamájastjóra.
Reykjavík, 31. janúar 1961.
Póst- og símamálastjórnin.
Samkomur
Zion, Austurgötu 22, Hafnarfirði
Samkoma í kvöld kl. 20,30. All
ir velkomnir.
Heimatrúboð leikmanna
Kristniboðssambandið
Fórnarsamkoma í krvöld kl.
8,30 í kristniboð.shúsinu Betaníu
Laufásvegi 13. Ólafur Ólafsson,
kristniboði talar Allir eru hjart
anlega velkomnir.
Keflavík og Ytri-Njarðvík
„Kristur einn er góði hirðir-
inn, lff sitt gaf hann fyrir okk
ur! — fylgjum við honum?“ Vel
komin á samikomurnar annað
kvöld í Tjarnarlundi, mánudags
kvöld í skólanum, Ytri-Njarðvík
kl. 8,30.
Hjálpræðisherinn
Verið hjartanlega velkomin á
eamkomuna hvert kvöld þessa
viku kl. 20,30 Cand theol. Erling
Moe og söngprédikarinn Thor-
vald Fröytland syngja og tala.
Málmrammi
Þverskurður af THERMOPANE rúðu
tvær rúður
þurrt
loft
hér á landi í þúsundir íbúða, í opinberar byggingar, skóla, sjúkrahús,
verzlunarhús, verksmiðjuhús o. fl.
Með því að nota THERMOPHANE eruð þér viss um gæðin og end*
inguna.
ORGINAL
Th&unofuuie
Verð og aðrar upplýsingar hjá umboðsmönnum verksmiðjunnar
Eggert Kristjánsson & Co. hf.
Símar 1-14-00
Verksmiðjuúfsalan í Eymundsson kjallaranum
|]TSALA
Krepsokkabuxur tízkulitir
á börn kr. 135.00 — á fullorðna kr. 158.00
Karlmannasokkar kr. 15.00. Herrasportskyrtur kr. 95.00.
Vinnuskyrtur. kr. 100.00. Herrafrakkar frá 390.00. Herra
hálsbindi kr. 10.00. Greiðslusloppar kr. 100.00. Garðpils
fyrir kvenfólk. — Amerísk Kakhi-pils aðeins kr. 20.00.
Stálnœlon
buxur á
stráka
Eymundsson kjallarinn
Austurstræti 18.