Morgunblaðið - 03.02.1961, Síða 13

Morgunblaðið - 03.02.1961, Síða 13
Föstudagur 3. febr. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 Þjóðernisstefna er hel- vegur mannkynsins NÚ Á DÖGUM aðhyllist meiri hluti mannkynsins, a.m.k. í orði, eitt eða fieiri hinna fornu trúar bragða, Brahmatrú, Búddatrú, Múhameðstrú eða Kristna trú. Mikill hluti minnihlutans að- hyllist ýmis önnur trúarbrögð, sem eru lík að vissu leyti og einnig forn, svo sem Gyðingatrú, Zoroastrianisma, Jainisma og Taoisma. En hin raunverulega trú mannkynsins er ekkert af þessu heldur þjóðernisstefna, sem er fólgin í sameiginlegri sjálfs- dýrkun einhvers hlutar mann-, kynsins. Um stund a.m.k. hefur þjóð- ernishreyfingin komið í stað (hinna eiginlegu trúarbragða, þótt ekki liggi \bað beinlínis í augum uppi. Eingöngu Kommúnisminn Ihefur getað staðið Þjóðernisíhreyf ingunni á sporði og það aðeins í þeim löndum þar sem koimmún- istar eru ekki við völd. 1 Rúss- landi og Kína hefur Kommún- isminn orðið tseki Þjóðernis- stefnunnar. Trotsky vildi láta Rússland vinna að alþjóðlegum Kommúnisma, en hann beið ósig ur fyrir Stalín — og hið kald- Ihæðnislega við sigur Staljns var, að hann var ekki rússneskur að uppruna. En George Stalín var svo sem ekki fyrsti útlendingur- inn, sem verður leiðtogi þjóð- ernishreyfingar. Napóleon frá Korsíku hafði vit á því á undan Stalín og Hitler frá Austurríki íyigdi í fótspor hans. ■ —. ★ — ú Ef við viljum sjá hinn lang- dregna söguleik trúarbragðanna leikinn í skyndi, skulum við beina augum okkgr til Afríku. „Alltaf er eitthvað nýtt að koma frá Afríku“ sögðu Rómverjar, Pg það er eins satt £ dag og það var fyrir átján hundruð árum. í Afríku hafa trúarbrögðin runn- ið öll sín skeið á einni öld — allt frá töfratrú og náttúrudýrkun til Múhameðstrúar og Kristni, það an til þjóðernishreyfingar og gp7num þj^ðerrr.Iireyfinguna aft ur til siðalögmála er giltu fyrir tíma Kristninnar og Múhameðs- trúarinnar. Fylgjendur þjóðernisstefnu í Afríku vilja hafa á sér nútíma snið, en nútíma þjóðernislu'eyf- ing elur við brjóst sér fornan þjóðararf. Þvf sérstæðari sem sá arfur er, þeim mun betra. Svo lengi sem þjóðararfurinn er frá brugðinn öðrum, skal hann mik ils metinn, hvort sem hann er í raun og veru slaemur eða góður. Þjóðernissinnar í Afríku virð ast hneigjast til þess að meta ’mikils þá tíð, er var fyrir tíma Múhameðstrúarinnar og Kristn- innar, enda er ekki auðvelt að gera þessar greinar trúarbragð anna að þjóðtrú. Boðskapur þeirra er allþjóðlegur en ekki staðbundinn. Honum er beint til sénhverrar mannveru, er fædd- ist í þennan heim og hlutverk hverrar um sig er að vinna að því að snúa öllu mannikyninu til réttrar trúar, og gera að raun- veruleika bræðralag mannkyns- ins. Hvorugt þessarra trúar- bragða hefur komið fram hug- sjón sinni og virðast þeim búin þau örlög að skipta með sér sál- um mannanna. Bæði sú alheims hyggja og einstaklingshyggja, sem fram kemur í þessum trúar greinum eru sannar en jafnframt andstæðar þjóðernisihreyfingu, þar sem hugstjón hennar er sér stök skipting mannkynsins. Því er það, að þj óðernishreyfingin í Afríku hefur mikla tilihneigingu til að Ifta aftur fyrir þessi trúar brögð í leit að eigin afríkanskri fortíð. — ★ — En hver þessara striðandi greina trúarbragðanna skyldi verða rikjandi f framtíBinni? Vera kann, að hvorki þjóðernis- kennd né endurvakin afríkönsk töfratrú og náttúrudýrkun verði fullnægjandi mannlegum hjört- um og heilum. Afríkumenn hafa sömu andlegar þarfir sem aðrir. Veikleiki Múhameðstrúar og Kristni er sá hinn sami sem ann arra trúarbragða. Á hinni löngu ferð gegnum tíma og rúm hafa boðendur þeirra tileinkað þeim fjöldann allan af aukaatriðum, sem ekki eru þeim aðeins óvið- komandi heldur í sumum tilfell- um í mótsögn við hinn upphaf- lega boðskap trúarbragðanna. Sú er ein ástæðan til þess, að þau hafa misst fótfestu á síðari tím- um. Á hinn bóginn búa þau yfir sterku afli, sem skortir í öllum þeim hugmyndakerfum, sem kom ið hafa fram á síðari tímum — þjóðernishreyfingu, kommúnisma o. sv. frv. Hin fornu æðri trú- arbrögð geta veitt einstaklingn- um hjálp og huggun á leið hans yfir torfærur lífsins. Sú leið er erfið yfirferðar svo að hjálpin er dýrmæt, og fólk, sem einu sinni hefur fundið þá hjálp, á ekki auðvelt með að komast af án hennar. Það kann að láta sér fátt um finnast það yfirbragð, sem æðri trúarbrögð hafa tekið sér á síðari tímum, en það mun senni- lega halda áfram að þrá andleg- an raunveruleika þeirra. Og fái fólkið greint kjarnann frá hism- inu, kann það enn að snúast til hinna fornu trúarbragða í ein- hverri nýrri mynd. Ef æðri trúarbrögð hafa í raun og sannleika eitthvað í sér sem fullnægir andlegri þörf mann- legrar sálar, má búast við að þau lifi lengur en nokkur þeirra hug- myndakerfa, sem nú eru við lýði eða töfratrú og önnur frumstæð trúarbrögð. í raun og veru get- um við vænzt þess, að æðri trú- arbrögð lifni aftur, óbreytt að eðli, hversu miklar sem breyt- ingar á yfirbragði þeirra verða. Hvernig verður framtíð trúar- bragðanna tveggja, Múhameðs- trúar og Kristni, ef þau eiga fram tíð fyrir höndum í Afríku? Maður getur ef til vill getið sér þess til, að þau trúarbrögð Arnold Toynbee fái sigur í Afríku, sem háfi and- legt afl til að sigrast á skipting- unni milli þjóða og kynþátta. I þeim efnum hefur Múhameðstrú- in sterkari aðstöðu, sem þegar hefur fært henni nokkurn sigur. Bræðralagshugsjón Múhameðs- trúarinnar er nægilega sterk til þess að Múhameðstrúarmenn af mismunandi kynþáttum séu fúsir að stofna til hjónabands, en hjónabandið er einmitt próf- steinn á hið sanna bræðralag. Þegar trúboðar frá Norður-Af- ríku og Asíu hafa boðað múham- eðstrú á hinum víðáttumiklu svæðum suður af Sahara hefur venjulega risið upp eitt samfélag múhameðstrúaðra manna á hverj um stað. Þegar vestrænir trú- boðar hafa snúið Afríkumönnum til kristinnar trúar hafa að vísu risið upp samfélög kristinna manna, en gjarna tvö á hverj- um stað — annars vegar sam- félag hvítra, hins vegar svartra. Því miður er komin á eins kon ar regla í þessum efnum meðal kristinna manna og hin eina veru lega undantekning sannar gildi hennar. Kristið fólk, er mælir á portúgalska og spænska tungu virðist jafn laust við kynþátta- kreddur og Múhameðstr.menn. Sem dæmi um þetta má nefna Mexico og Brazilíu. Á báðum þeim stöðum eru íbúarnir af mörgum kynþáttum, en þeir mynda eitt samfélag — eina þjóð. Ugglaust ’er það engin tilviljun, að kristnir Portúgalar og Spán- verjar skuli vera gæddir þessari dyggð Múhameðstrúarmanna. — Svo virðist sem hún sé arfur frá þeirra eigin fortíð — frá þvl, er þeir voru undir stjórn Múham eðstrúarmanna í margar aldir. Svo lengi, sem þessi dyggð er bundin við Múhameðstrúna í meirihluta Mið-Afríku, mun hún flæða yfir, en kristnin fjara út. En kristnir menn ættu að læra af þessu og endurbæta baráttu- aðferðir sínar með því að sam- ræma þetta atriði meginboðskap trúarinnar, því að í grundvallar- atriðum er kristnin trú fyrir allt mannkynið, engu síður en Mú- hameðstrúin — trú, sem gerir engan greinarmun á mönnum eða kynflokkum. Framtíðin er í höndum þeirra trúarbragða, sem skapað geta það andlega bræðraþel, sem mann- kynið nú þarfnast. Kommúnism- inn telur sig vera hið æðsta sam- einingarafl, en Múhameðstrúin hefur sýnt gildi sitt sem sam- einingarafl í Afriku. Kristnin gæti gegnt sama hlutverki, ef þeir sem boða hana, lifðu í sam- ræmi við grundvallarhugsjónir hennar. Þjóðernishreyfingin stuðlar hins vegar að greiningu — ekki einingu — og því á hún sér enga frámtíð. Hún getur aldrei orðið til annars en að steypa mannkyn inu í glötun og grafa sjálfa sig í rústum þess. Á kjarnorkuöld verðum við að velja milli tveggja andstæðna. Ætlum við ekki að glatast verð- um við að læra að lifa í samein- ingu — sem ein fjölskylda, sem allt mannkynið, án nokkurra und antekninga, á aðild að. í Afríku geturn við séð ágrip af sögu mannkynsins. Ef til vill finnum við á meginlandi Afríku fyrstu vísbendingu um örlög okk- ar. (Observer — öll réttindi áskiln). Ríkið hefur sölsað undir sig fjármagn borgaranna á röngum forsendum — Okkur stafar hætta af opinberu og félagslegu auðvaldi — Almenningur á að reka stórfyrirtækin — Viðreisnarstjórninni er aðeins hætta búin, ef hún nemur RÍKIÐ eða bærinn verður að atvinnu og öfiun gjaideyris, en staðar — Um þetta m. a. fjallar vettvangurinn í dag. gera það, af því að einstakling- arnir hafa ekki áhuga á því. Hversu oft höfum við ekki heyrt þessa staðhæfingu, þegar lagt hefur verið út i ríkis- eða bæj- arrekstur atvinnufyrirtækja. En hve mikill sannleikur er þá fó!g. inn í slíkum fullyrðingum? Við skulum athuga það örlítið nánar. Það er fyrst að athuga, að fjöldi dugnaðarmanna er fús ti’ að hætta fé sínu @g fórna starfs- orkunni við hvern þann atvinnu. rekstur, sem skynsamlegar lík. ur eru til að ætla að geti skilað einhverjum hagnaði. Nú ættu allir að vita það, að fyrirtækí skila meiri arði í höndum hag- sýnna athafnamanna en í opin- herum rekstri. Þetta segir okkur aftur, að tap muni sýnilega verða á þeim fyrirtækjum, sem ríkis- eða bæjarstarfsmenn taka að sér að reka, þegar einstak- 3irerarnir æskja þess ekki. Þá er sagt: Það getur verið náuðsynlegt að stofna til at- vinnurekstrar, jafnvel þótt tap sé fyrirsjáanlegt, vegna þess að trygeja þarf atvinnu og gjald. eyrisöflun. Tapið hefur síðan verið greitt með nýjum sköttum á alþýðu, þegar nægt hefði að létta skattabyrði atvinnuveg- anna — eða gera almennar efna- hagsráðstafanir til þess að einka- íyrirtæki gætu starfað,. tryggt forðað frá taprekstri þjóð- nýtingarinnar. Með öðrum orð- um: Stjórnarvöldin hafa gert ráðstafanir til þess að at- vinnutækin lentu í rekstri hins opinbera eða — ef mönnum finnst það kurteislegra — þau hafa látið undir höfuð leggjast að gera sjálfsagðar ráðstafanir til þess að tryggja starfsgrund- völl hagkvæms rekstrar einka- framtaksins. Síðan er sagt, að einstaklingarnir hafi brugðizt, en opinberi reksturinn bjargað. Þá eru aðrir, sem segja: Þetta fyrirtæki er svo stórt, að ein- staklingarnir hafa ekki fjármagn til að reka það. Ríkið eitt heftir nóga peninga. Skoðum þetta svolítið nánar. Peninga þá, sem ríkið getur lagt í atvinnu. rekstur, hefur það auðvitað annars vegar tekið af borg- urunpm með sköttum fram yfir eðiilega fjárþörf, en hins vegar ákveður það að nota hin póli- tisku yfirráð yfir bönkunum til að taka svo og svo mikið af spari fé almennings og hagnýta það að eigin geðþótta. Með öðrum orðum: Fjármagnið var til í þjóðfélaginu og það var til orðið fyrir atorku einstakling. anna. En rikið sagði: Við ætlum að nota peningana, hvað sem ykkar skoðunum líður. Hvorug framangreindra rök- semda fær þóí staðizt. V Hitt er svo allt annað mál, að ýmsir telja ákveðna þjóðnýtingu atvinnufyrirtsafkja æskilega i ivðræðisþjóðfélagi. Þeir munu til, sem beinlínis trúa þeim 100 ára gömlu kenninsrum Marx, að bjóðnýting skili ekki minni arði en einkarekstur. Aðrir æskja bjóðnýtinvar, þótt þeir viður. kenni, að hún skili þjóðarheild. inni ekki þeim arði, sem einka- fyrirtæki mundu gera. Rök bessara manna eru fvrst og fremst á bann ve», að óheilbriet sé, að tiTtölulega fáir menn græði stórfé. Þeim rökum svörum við ' einfeidni okkar þannig, að bað sé ekki aðeins betra fvrir þjðð- arheildina, heldur líka verka. mennina, að þeir fái 25 krónur biá einksfvrirtæ'H. sem græðiv. en 20 krónur hjá ríkisfyrirtæki, s«m tapar. Þá er bent á hættuna, sem samfara sé bví valdi, sem fvlgi miklum auði og hringamvndun- um. Ekki skal hér gert lítið úr beim ábendingum. Fn aðeins má á það benda — þótt ekki sé hugmyndin að ræða það sérstak- lega að bessu sinni — að okkur stafar nú hætta af hinu opin- bera auðvaldi annars vegar og þvi félagslega hins vegar, en alls ekki eiginlegum einkaauði. í þró uðum lýðræðisríkjum eru líka hvarvetna tiltæk ráð gegn óhóf- legu peningavaldi, m. a. löggjöf til að hindra einokunaraðstöðu og hættulegar myndanir hringa. Þarf að sjálfsögðu seip fyrst a<5 setja slíka löggjöf hér. En þó að ráð séu til að hindra misbeitingu þess valds, sem einkaauði er samfara, en hins vegar gangi erfiðlega — hér. lendis a. m. k. — að hemja hið pólitíska auðvald, þá er það ekki áhugamál okkar, að mikill auður safnist á hendur fárra einstaklinga. Það er til önnur ráð, sem í senn geta stuðlað að dreifingu efnahagsvaldsins, góð- um rekstri atvinnutækja og almennri eignaaukningu. V Velferðarríkið er gott svo langt sem það nær, þótt höfund- ur Vettvangsins finni enga sérstaka lífshamingju í því fólgna að láta taka úr hægri vasa sínum eitthvað á sjötta þús. kr. árlega og stinga þeim í þann vinstri sem fjölskyldubótum, að frádregnum hóflegum höndlun. arkostnaði ríkisins. En velferð- arríkið hefur ekki deytt löngun manna til að eignast eitthvað. Við það erum við öll að berjast og eigum að vera hreykin af þvi þó að sumum finnist það skelfi- lega ljótt — þegar aðrir gera það. Fjöldi manna hefur brotizt i því að koma upp þaki yfir sig og sína. Við nálgumst það tak. mark, að allir geti eignazt sína íbúð. En það er á öðru sviði. ekki síður mikilvægu, sem al- menningur þarf að taka hraust- Iega til hendinni. Allir þurfa að gerast þátttakendur í að bvggja upp atvinnuvegina. Við höfum séð, að ríkisafskipti og ofstjórn hafa rýrt kjör okkar. Við kepp- um ö-ll að efnahagslegu öryggi með því að eignast fjármuni. Er þá ekki tími til þess kominn, að við gerum hvort tveggja í senn, tökum bein eignaumráð atvinnu tækjanna, a. m. k. stórfyrirtækja framtíðarinnar, og stjórnum þeim sjálf án milligöngu stjórn- málamanna? Einu slíku máli hratt íslenzka þjóðin fram í fátækt, stofnun Eimskipafélags fslands h.f. Þvi miður hefur þar farið verr en skyldi. Arðsútborgun var með lögum takmörkuð svo, að smám saman misstu hluthafarnir Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.