Morgunblaðið - 03.02.1961, Qupperneq 23
Föstudagur 3. febr. 1961
MORCVN VT 4fíTÐ
23
— Sanfa Maria
Framh. af bls. 1
ur portúgalska orrustuskipið
„Lima“ um 40 mílur undan
Recife, ásamt spánska tund-
urspillinum „Canarias“, og
mun ákveðið, að herskipin
stöðvi Santa Maria, ef hún
leggur í haf á ný. Virðist
Galvao og menn hans því
vart eiga undankomu auðið.
1 Þrátt fyrir það, hefur Galvao
ekki látið bilbug á sér finna —
en lýst yfir, að hann muni sigla,
þegar farþegar eru komnir í
land. Teiur hann ekki enn von-
laust, að hann fái að taka vistir
og olíu í Recife. __
•* INN I HÖFNINA
Santa Maria sigldi haegt og
hátíðlega inn á innri höfnina í
Recife um hádegi í dag, að stað-
artíma. Farþegarnir stóðu í
þéttum hópum á þilfarinu í
steikjandi sólarhitanum — og
horfðu óþreyjufullir til lands.
Skipið lagðist ekki að bryggju,
heldur renndi það akkerum um
500 metra frá landi — og lagð-
ist þannig, að það getur á
skammri stundu komizt út úr
höfninni. — Fjölmennt lögreglu-
og herlið hélt vörð við höfnina
og bægði þúsundum forvitinna
áhorfenda nokkuð frá.
Til að byrja með var aðeins
einn sjúkur maður af áhöfninni
íluttur til lands, svo og kona,
sem alið hafði bam um borð
fyrir fjórum dögum. — Tveir
menn af hinni upphaflegu
áhöfn, sem reynt höfðu í gær-
kvöldi að koma af stað upp-
reisn um borð gegn Galvao og
mönnum hans, köstuðu sér í
höfnina, skömmu eftir að skipið
lagðist við festar, og voru þeir
teknir upp í brasilískan bát.
Kváðust þeir hafa óttazt hefnd-
araðgerðir Galvao-manna. —
Þeir sögðu, að mjög mikil ólga
hefði ríkt um borð í Santa
Maria síðustu dægur.
★ MISJAFNAR SÖGUR
Ofsagleði ríkti meðal far-
þeganna, þegar loks var tekið
að flytja þá til lands eftir
nokkrar klukkustundir. Mátti
þá sjá heit gleðitár á mörgum
vanga — en aðrir hlógu og mös
uðu, böðuðu út öllum öngum,
©g réðu sér ekki af kæti. —
Bandarísk hjón frá San Franc-
isco, herra og frú Egbert Batey,
urðu fyrst til að stíga fæti á
brasilíska grund. Þegar herra
Batey var hjálpað upp á bryggj
una, hrópaði hann upp yfir sig:
— Ég held, að við höfum aldrei
verið jafnhamingjusöm og nú!
— Svo virðist af frásögnum
farþega, að uppreisnarmenn
hafi gert nokkuð misjafnlega
við fólkið, eftir því á hvaða far
rými það ferðaðist. — Þeir
Sveltu okkur, þó að þeir deildu
út matvælum til Bandaríkja-
mannanna á fyrsta farrými,
gagði frú Fernandes frá Madrid,
*em verið hafði á 3. farrými. |
Þegar henni var hjálpað í land
virtist hún að því komin að fá
taugaáfall og þrýsti lítilli dótt-
ur sinni að brjósti sér, eins og
hún yiídi verja hana fyrir brasil
ísku liðsforingjunum, sem tóku
á móti farþegunum. — John
Dietz og frú frá Florida, sem
ferðuðust á fyrsta farrrými,
Bögðu að allir farþegarnir þar
hefðu notið fulls frelsis um borð
Og haft nóg að bíta og brenna.
Aðeins síðustu dagana hefði
vatn verið skammtað svo naumt
að þau hefðu ekki getað þvegið
Bér sem skyldi. — Ung og falleg
Btúlka frá Venezúela sagði, að
uppreisnarmenn hefðu ávallt
verið mjög kurteisir og elsku-
legir í framkomu. Ekki vildi þó
roskin, bandarísk kona, Dorothy
Grainer, skrifa undir það — og
sagði að menn Galvaos væru
Bamvalin fífl!
★ TILGANGINUM NÁÐ?
Það er yfirleitt álit frétta-
manna, að enda þótt Santa
Maria-ævintýrinu kunni nú að
vera lokið að því leyti, að Gal-
vao og menn hans verði að Iáta
skipið af hendi og þiggja hæli
í Brasilíu, megi þeir þó vel una
við þann árangur, sem tiltæki
þeirra (sem sumir hafa viljað
kalla sjórán — en þeir sjálfir
segja „Iöglega“ uppreisn gegn
einræði Salazars) hefur þegar
borið. Málið hefur vakið feikna-
athygli um allan heim — og
rifjað það rækilega upp, sem
ekki hefur svo mjög verið á
lofti haldið að undanförnu: að
mögnuð einræðisstjóm ríkir í
Fortúgal — og að til eru sterk
öfl, sem vinna að þvi að steypa
henni af stóli. Það er því engan
veginn séð fyrir endi „Santa
Maria-málsins“ (í víðari merk-
ingu), hvað sem um skipið og
uppreisnarmenn verður nú.
Mál Magnúsar
lögregluþjóns
MUNNLEGUR málflutningur fór
fram í Sakadómi Reykjavíkur í
gær í málinu „Akæruvaldið gegn
Magnúsi Guðmundssyni". Sækj-
andinn, Páll S. Pálsson, hóf mál
sitt kl. 10 um morguninn og lauk
ræðunni rétt fyrir nón. Þá tók
verjandinn, Guðlaugur Einars-
son, til máls. Talaði hann til
kvölds, er dómarinn, Halldór
Þorbjörnsson, frestaði réttarhöld
um til næsta morguns. Eiga þau
að hefjast kl. hálftíu í dag, og
gerðu lögmennirnir ráð fyrir að
hafa lokið sókn og vörn um há-
degisbil. Dómur í mólinu verð-
ur svo kveðinn upp einhvern
næstu daga.
Engar varúðar-
ráðstafanir
FREGNIR hafa borizt frá frétta-
stofum um að Asíu-inflúensa
væri komin upp í Bretlandi.
Blaðið leitaði í gær fregna af
þessu hjá borgarlækni. Sagði
hann að engar tilkynningar
mundu hafa borizt heilbrigðis-
yfirvöldum hér frá miðstöð inn-
flúensuvarna í London. Liggja
því engar opinberar skýrslur
fyrir um gang veikinnar, svo vit
að sé.
Ennfremur sagði borgarlæknir,
að ekki væri vitað til þess að
nokkursstaðar erlendis hafi ver-
ið gerðar opinberar varúðarráð-
stafanir, enda mundi veikin
vera talin væg. Hér yrði að
sjálfsögðu fylgst vel með gangi
veikinnar.
Norstad áfram
hjá NATO
Washington, 2. febrúar.
ÞAB var tilkynnt í Hvíta hús-
inu í dag, eftir aS þeir Kenne-
dy forseti og Lauris Norstad
hershöfðingi höfðu setið á
fundi, að Norstad muni áfram
gegna embætti yfirhershöfð-
ingja Atlantshafsbandalags-
ins — um óákveðinn tíma. —
Lét forsetinn svo um mælt,
að það væri sér mikið gleði-
efni, að Norstad hefði ákveðið
að gegna áfram yfirhershöfð-
ingjastarfinu.
Kampmann ræðir
við Kennedy
Kaupmannahöfn, 2. febrúar
(Reuter)
ÞAÐ var opinberlega tilkynnt
hér í dag, að Viggo Kampmann
forsætisráðherra fari til New
York eftir nokkra daga í opin-
bera heimsókn. Þá mun hann
m. a. hitta John Kennedy, hinn
nýja Bandaríkjaforseta, að máli.
Aætlað er, að Kampmann komi
til New York hinn 11. febrúar,
en þar opnar hann danska list-
sýningu. Hann mun ræða við
Kennedy 14. febrúar — og síðan
hverfa aftur heim til Danmerk-
ur eftir stutta heúnsókn til
Chirago.
— Sjóslysið
Framh. af bls. 1
uppi á Ióðarbelgjum. Var
það Borgþór Guðmundsson.
Hann hafði verið á hvalbak.
Hina mennina tvo var hvergi
að sjá: Einar Jónsson og Ingi-
berg formann. Það kom síð-
ar íram, að Einar hafði verið
niðri í lúkar bátsins en Ingi-
bergur við stýri hans er ólag-
ið reið yfir.
★ 1 lífshættu
Skipsmenn á Olafi voru eins
lengi í Sundinu og fært þótti, en
mikil hætta var fyrir bátinn í
því ægilega brimi, sem komið
var. Þeir sáu hvergi mennina
tvo og slógu því undan og héldu
upp að bryggjunni.
Grindvíkingar munu hafa tal-
ið báða ménnina af, þá Einar og
Ingiberg. Var fátt manna eftir til
af fylgjast með því, sem gerðist
á Sundinu, enda voru menn sem
þrumulostnir og héldu hver til
sinna starfa eða heim til sín,
en fregnin um sjóslysið barst óð-
ara út frá Grindavík.
★ Sást í kíki
En tveir starfsmenn Land-
helgisgæzlunnar höfðu komið
til Grindavíkur rétt í þann
mund og slysið varð. Var ann
ar þeirra Árni Valdimarsson,
skipstjóri. Hafði hann með-
ferðis að vanda góðan sjón-
auka. Leit Árni í hann og svip
aðist um eftir rekaldi úr hin-
um týnda báti. Munu um það
30 mín. hafa verið liðnar
frá því að slysið varð
er hann allt í einu kom auga
á mann á sundi alllangt frá
landi, hinu megin í Sundinu.
Það er maður á sundi, köll-
uðu þeir, er þeir komu hlaup
andi fram ál bryggjuna, þar
sem skipsmenn á m.b. Ólafi
voru að losa aflann. Formað-
urinn, Einar Dagbjartsson,
var fljótur að láta losa bátinn
og sigla af stað, og komu þeir
brátt auga á manninn í sjón
um. Hann stakk sér alltaf i
brimgarðinn er ólögin riðu
yfir.
★ Þungt haldinn.
Þessi för Ólafsmanna var í
sjálfu sér engu minni glæfra
för en sú fyrri, en enn sem
fyrr tókst hún vel. — Þeir
voru brátt komnir að Einari
Jónssyni — björguðu hon-
um upp í bátinn og sneru að
Iandi. Hafði Einar þá verið i
sjónum í allt að 45 mín.
Þegar báturinn kom að með
Einar, var þangað kominn læknir
úr Keflavík, sem þegar tók við
honum og hóf hjúkrun. Var hann
síðdegis i gær fluttur til Kefla-
víkur í sjúkrahúsið þar. Var Ein
ar allþungt haldinn í gærkvöldi.
Er hann orðlagt þrekmenni, mað-
kvæntur og mun eiga 6 börn.
Ingibergur heitinn Karlsson
frá Karlsskála í Grindavík var
um þrítugt. Hann lætur eftir sig
móður.
Bergþór Guðmundsson var rúm
liggjandi með sótthita í gær-
kvöldi.
Trillubátur þessi var einn af
fyrstu Tindumun í happdrætti
DAS. _
Rétt fyrir áramótin kom 1
nýr fiskibátur til Rifs.
heitir hann Skarðsvík SH
205, 87 smál. að stærð. —
Báturinn var smíðaður í
Friðriksund í Danmörku.
Er hann með öllum nýj-
ustu og fullkomnustu tækj
um sem nú tíðkast.
Skipstjóri á heimsiglingu
var Kristján Guðmundsson,
Rifi, en skipstjóri á honum
verður hinn kunni aflamað
ur, Sigurður Kristjánsson.
Vegtyll
fækkar
um
— Danskt þýfi
Framh. af bls. 24.
izt hafði að rekja nokkuð slóð-
ina, tóku böndin að berast að
farmanni einum, sem svo var
handtekinn.
Hann skýrði frá því að
seinnipartinn í ágúst, nokkru
eftir að innbrotið var fram-
ið, hafi hann verið í Kaup-
mannahöfn. Til sin hafi kom-
ið maður með 70 úr og boðið
sér þau til kaups fyrir hag-
stætt verð. Hann hafi keypt
þau og smyglað þeim inn hér
og komið þeim í umferð.
En við Ieit rannsóknarlög-
reglunnar að þessum úrum,
hefur henni tekizt að finna
37 þeirra. Voru ekki öll hér
í Reykjavík, því sækja varð
þau til Vestmannaeyja, tU
Akureyrar og austur í Nes-
kaupstað.
★ Stolnu úrin
Af gögnum sem rannsókn-
arlögreglan fékk að utan, kom
í Ijós af verksmiðjunúmerum og
gerðum, að hér voru komin úr-
in sem stolið var þegar inn-
brotið var framið í Istedegade
í Kaupmannahöfn í sumar er
leið.
Þess skal að lokum getið að
máli farmannsins er ekki lokið
fyrir dómstólum hér.
FORSETAKOSNING fór fram í
gær í bæjarstjórn Húsavíkur.
Það vakti athygli, að Karl
Kristjánsson alþingismaður náði
ekki kosningu, sem forseti bæj-
arstjórnar. Hann hlaut aðeins
tvö atkvæði af sjö. Velta menn
þvi fyrir sér hvort þetta sé vís-
bending um minnkandi pólitízkt
gengi hans þar nyrðra og jafn-
framt svar við Móðuharðinda-
væli hans á Alþingi. Forseti
bæjarstjórnar var kjörinn Jó-
hann Hermannsson.
— Kasper
'SI 'Siq JB -qutBJj
Þeir segjast sannarlega ekki
sjá eftir þeim tíma, sem þeir
hafi eytt í undirbúning því að
þeir skemmta sér konunglega
á hverri sýningu við áhuga
barnanna — telja sig enda
mega halda á spöðunum í nán
ustu framtíð við að hafa á
takteinum svör við þeim f jöl-
mörgu spurningum, sem hin-
ir fróðleiksfúsu Oig forvitnu
borgarar geta látið sér detta
í hug að leggja fyrir sóma
manninn Kasper.
Kærar kveðjur og þakkir sendi ég öllum sem glöddu
mig og heiðruðu á sjötugs afmæli mínu.
Þura Árnadóttir frá Garði.
Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar
OLAFlA VILBORG HANSEN
andaðist 2.þ.m.
Halldór Hanscn og böm
Maður minn, faðir og tengdafaðir
KRISTÓFER F. JÓNSSON
frá Galtarholti
andaðist 2. febrúar að heimili sínu Nýlendugötu 15 A.
Útförin verður ákveðin síðar.
Guðbjörg Jónsdóttir, börn og tengdasynir
Móðir okkar
KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR
frá Neðra-Dal
andaðist 30. janúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 7. febrúar kl. 1,30. Blóm afþökkuð.
Marta Gísladóttir, Guðríður Gísladóttir
Útför
MARlU BRYNJÓLFSDÓTTUR
fyrrv. Ijósmóður í Hrunamannahreppi,
sem lézt að heimili sínu Hrepphólum 27. f.m. fer fram
laugardag. 4. febr. n.k. Jarðsett verður frá Hrepphóla-
kirkju kl. 2 e.h.
Bíll fer frá Búnaðarfélagshúsinu í Lækjargötu kl.
10 fyrir hádegi.
Fyrir hönd aðstandenda.
Elísabet Kristjánsdóttir, Jón Sigurðsson
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
JÓNS NORDQUIST
Eiginkona, börn og tengdabörn.