Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVTSBLÁÐIÐ MiðviKudagur 8. februar 1964 . Afvopnun Kongóhers jafngildi stríðsyfirlýsingu Mobutu undirbýr mótleik Elisabethville, Leopoldville, 7. febrúar (Reuter—NTB) MOISE TSHOMBE, forsætis- ráðherra Katanga-fylkisins, sagði í dag, að hann teldi jafngilda stríðsyfirlýsingu, ef Sameinuðu þjóðirnar sam- þykktu að afvopna her Kongó. Hann sagði, að Kat- anga gæti ekki afsalað sér sjálfstæði sínu — heldur mundi hann vopna sérhvern íbúa héraðsins. í Leopoldville er talið, að Varði doktorg ritgerð við Cambridgeháskóla * 1 FYRRADAG varði Gunnar G. Schram doktorsritgerð í lögum við háskólann í Cambridge. Andmælendur luku lofsorði á ritgerðina og lögðu til að hún yrði gefin út á prenti. Gunnar G. Schram lauk stú- dentsprófi 1950, lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1956. Hann nam lögfræði við háskólann í Heidelberg eitt ár 1957—8, en síðastliðin tvö ár hefir hann num ið við háskólann í Cambridge. Gunnar G. Schram hefir verið ráðinn ritstjóri Vísis og mun innan skamms taka við þeim starfa. Dagskró Alþingis SAMEINAÐ ALÞINGI heldur fund kl. I, 30 I dag. A dagskrá eru: 1. Rannsókn kjörbréfs. 2. Fyrirspurn: ASild ríkisstofnana að Vinnuveitendasambandi íslands — Ein umr. 3. Skóli fyrir fiskmatsmenn o. fl., þál- till. — Hvemig ræða skuli. 4. Reiðvegir, þáltill. — Frh. einnar umr. (Atkvgr. um nefnd). 5. Radíóviti á Sauðanesi, þáltill. — Frh. einnar umr. (Atkvgr. um nefnd). S. Skattar námsmanna og bætur sam- kvæmt almannatryggingalögum, þál till. — Frh. einnar umr. (Atkvgr. um nefnd). 7. Sjálfvirk símstöð i Borgarnesi, þál- till. — Frh. einnar umr. (Atkvgr. um nefnd). t. Rafvæðing Norðausturlands, þáltill. — Frh. einnar umr. (Atkvgr. um nefnd). S. Vaxtakjör atvlnnuveganna, þáltill. — Frh. einnar umr. (Atkvgr. um nefnd). 10. Hafnarframkvæmdir, þáltill. — Frh. einnar umr. II. Lánsfé til Hvalfjarðarvegar, þáltill. — Frh. einnar umr. 12. Umferðaröryggi á leiðinni Reykja- vík—Hafnarfjörður, þáltill. — Frh. einnar umr. 13. Rykbinding á þjóðvegum, þáltill. — Frh. einnar umr. 14. Fiskveiðar með netjum, þáltill. — Frh. einnar umr. 15. Rannsókn fiskverðs, þáltill. ■— Frh. fyrri umr. 16. Vitar og leiðarmerki, þáltill. — Ein umr. 17. Sjálfvirk símstöð á Siglufirði, þál- till. — Ein umr. 38. Akvæðisvinna, þáltill. — Ein umr. 19. Læknaskortur, þáltill. — Ein umr. 20. Brottflutningur fólks frá Islandi. þáltill. — Ein umr. NA /5 hnúfor / SV 50 hnútor X Snjóiomo > 06 i V Shirir K Þrumur WÍS, KutíasM Hitaski! H Hasi L L<m9S Mobutu undirbúi mótleik sinn við mögulegri afvopnun Kongóhers. Tshombe las fyrir fréttamönn- um í Elisabethville í dag bréf, sem hann kveðst hafa ritað Hammarskjöld, frkvstj. i>ar er því harðlega mótmælt að Kongó her verði afvopnaður. I bréfinu segir ,að Katanga sé eina Af- ríku-„ríkið“, sem hafi verið neit að um viðurkenningu sem sjálf- stæði ríki, en Katanga muni ekki afsala sér sjálfstæði sínu. Tshombe sagði ,að yrðu her- menn og lögregla Katangafylkis afvopnuð myndu íbúarnir hverfa frá vinnu sinni á ökrunum og í námunum og framleiðsla hér- aðsins stöðvast. Hann tilkynnti að hann hygðist flytja ávarp á geysifjölmennum útifundi í Elisabethville á morgun og skýra þjóðinni frá þeirri fyrir- ætlan stjómarinnar að búa alla íbúa alvæpni til þess að þeir fái varið frelsi og sjálfstæði þjóðar sinnar, ef Sameinuðu þjóðirnar samþykki að afvopna herinn. — Um Lumumba, sagði Tshombe, að hann væri á lífi og lifði vel, en hann hefur undanfarið verið í haldi í Katanga. Jafnframt sýrði Tshombe frá því, að franski fallhlífarhermaðurinn, Trinpuier, ofursti, væri vænt- anlegur til Elisabethville til að verða ráðgefandi herlögreglu- flokkum fylkisins. Ekki kvað Tshombe þó líklegt, að harm yrði skipaður yfirmaður þeirra. ★ Motbutu býzt um Þá skýrði talsmaður Samein- uðu þjóðanna frá því í Elisa- bethville í dag, að vænzt væri flugvéla til þess að flytja á brott Frh. á bls. 23. Evrópuráðsteina um tfeimiiug Skallábíl og fótbrotnaði NESKAIJPSTAÐ, 7. febr. — Bif reiðarslys varð hér í dag er fólks bifreið ók á hægri ferð austur aðalgötu bæjarius. Átta ára göm ul telpa renndi sér á sleða þvert fyrir bílinn og skall á hann og fótbrotnaði. UM síðustu mánaðamót var hald in ráðstefna í aðalstöðvum Ev- rópuráðsins í Strasbourg um samstarf Evrópuríkja um að gera tæki til að koma á loft gervi- hnöttum í friðsamlegum tilgangi. Ráðstefnan var haldin að frum- kvæði ríkisstjórna Bretlands og Frakklands. Forseti hennar var Thorneycroft, flugmálaráðherra Breta. Fulltrúar voru frá Noregi, Sví- þjóð, Danmörku, Hollandi, Belgíu, Þýzkalandi, Sviss og Spáni auk brezku og frönsku full Spiluöu ekki spilið MARGIR urðu furðu lostnir af fréttinni, sem birtist hér í blaðinu í gær um konurn- ar í Neskaupstað, sem voru að spila bridge og fengu sinn litinn hver. Við nánari eftirgrennslan í gær var okkur sagt að Irtgibjörg Sig urðardóttir, sem gaf að þessu sinni, hafi ekki hafið sagnir af undrun yfir þeim spilum, sem hún hafði á hendinni. Féll þvi spila- mennska í þessu einstæða spili niður. trúanna. Einnig Voru á'heyrnar- fulltrúar frá Austurríki Grikk- landi, Tyrklandi og Kanada. ♦ ★ ♦ Ræddar voru tillögur frá Bret- um og Frökkum. Kom fram mikill áhugi á máli þessu, sem rætt var frá sjónarmiðum stjóm- mála, vísinda, tækni og fjármála. 1 tillögunum er lagt til, að kom- ið verði á fót sérstakri stofnun, sem hafi það í fyrst í stað að markmiði, að gerð verði þriggja þrepa eldflaug. Veri fyrsta þrep- ið brezka eldflaugin Bláa rákin, annað þrepið frönsk eldflaug, en þriðja þrepið eldflaug gerð í öðru Evrópuríki. öll aðildarríki stofn- unarinnar eiga að fá tækifæri til að kynna sér árangur rann- sókna, sem önnur aðildarríki hafa gert, og að fylgjast með þvi, sem fram kemur við rannsóknir á vegum stofnunarinnar sjálfrar a sínum tíma. ♦ J EINS og skýrt var frá í blað- inu í gær, kemur ein af stærstu | og kunnustu hljómsveitum. bandaríska f lughersins hingað ' til bæjarins í dag. Mun hljóm- sveitin halda þrenna hljóm- leika hér á vegum Lionsklúbbs ins Baldurs, en allur ágóði af þeim rennur til Barnaspítala-1 sjóðs Hringsins. Þetta er fimmtiu manna hljómsveit, þekkt undir nafn- inu „The USAFE Band“, og er ísland 23 landið sem hún heimsækir. Stjórnandi er Arn old Gabriel höfuðsmaður. Hljómleikarnir verða haldn ir í Austurbæjarbíói á fimmtu dag og föstudag kl. 7,10 e.h. og á laugardag kl. 3 e.h. og eru aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og í Anisturbæjar- bíói. í GÆR var blika á lofti suð- vestan lands. Þessi blika var fyrsta sýnilega merki lægðar- innar og skilanna, sem sjást á kortinu suðvestur af íslandi. Sjálfsagt hefur ýmsum „lil?- izt illa á blikuna", og þégar leið á daginn, leit út fyrir, að lægðin mundi komast það nærri landinu í dag, að eitt- hvað mundi hlýna í veðri og gera úrkomu sunnanlands. í gær- Veiðurspáin kl. 10 kvöldi. SV-mið: Allhvass SA í nótt, hvass sunnan á morgun, rign- ing öðru hverju. SV-land til Breiðafjarðar, Faxaflóamið og Breiðafj.mið: •• Austan stinningskaldi og dá- i lítil snjókoma eða slydda í S nótt, allhvass SA og skúrir á • morgun. ^ Vestfirðir og miðin: Vax- i andi austan átt, stinnings- ) kaldi með morgninum, hvasst ( og snjókoma síðdegis. s Norðurland til Austfjarða, ) norðurmið og NA-mið: Þykkn ^ ar upp með austan kalda í s nótt, dálítil snjókoma árdegis, ) léttir til með SA átt og hlýnar ^ síðdegis. s SA-land, Austjarðamið og ) SA-mið: Allhvass SA þegar ^ líður á nóttina, rignihg öðru s hverju. j 31 biðu bana LISSABON, Portúgal, 7. febr. fReuter) — Tilkynnt var í dag, að 31 maður hefði látið lífið í óeirðum þeim, er urðu í portúgölsku nýlendunni Angola á vesturströnd Afríku um helgina. Áður hafði verið tilkynnt, að 24 Afríkumenn og þrír hvítir menn hefðu beðið bana þar af sex lögreglumenn og einn hermaður. Stjórnarblaðið Diario De Manha sagði í dag, að sumir þeirra, sem handteknir voru vegna aðildar að óeirðunum, hefðu verið undir áhrifum á- fengis eða eiturlyfja. Aðrar heimildir herma, að margir þeirra, sem stóðu að óeirðun- um, hafi verið klæddir á sama hátt og uppreisnarmennimir, sem tóku lystiskipið „Santa Maria". Dagblöðin hér skýrðu frá því í dag, að þrír andstæðing ar Salazars hefðu gengið á fund Americo Tomas forseta í gærkveldi. Talsmaður stjórn arinnar sagði í dag, að þeir hefðu ekki haft annað erindi, * en að segja forsetanum að I- búum Portúgal væri frjálst að skýra frá skoðunum sínum. Spilakvöld HAFNARFIRÐI. — Félags- vist Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. — Verðlaun verða veitt og síðar heildar- verðlaun. Góður afli í Neskaupstað NESKAUPSTAÐ, 7. febr. — Sjð stórir bátar róa nú béðan, þar af þrír á útilegu. Tveir útileguibát- ar komu inn í gær og dag, Hafald an með 25 tonn í 5 lögnum og Pálína með um 65 tonn og hafði 10 tonn að meðaltali í lögn. Þess ir bátar voru báðir að veiðum suður í Skaftárdýpi. Landróðrar bátarnir höfðu í dag 7—8 tonn hver. Sóttu þeir stutt og er þetta óvenjugóður afli hér um þetta leyti árs. Einn stór bátuir að auki, sem æltað var að gera út frá Snæ- fellsnesi, er nú að hefja róðra héðan. Næg vinna er nú hér í Neskaupstað. — S. L. Vantar kvenfólk SÍÐUSTU DAGA hafa Akureyr artogararnir landað þessum afla. Sléttbakur á föstudag 78 tonn. Harðbakur á mánudag 138 tonn. Kaldbakur á Sauðárkróki 88 tonn. Von er Svalbak á fimmtu- dag. Fólksekla mikil er nú I frystihúsinu, og er það einkum kvenfólk sem vantar. Fjálrhagsörðugleikar félagsina eru miklir um iþessar mundir en reynt mun þó að koma togurun um út í næstu veiðiferð. Málfundanám- skeið Heimdallar Eins og áður hefur verið til kynnt, verður 2. fundur mál- fundanámskeiðs Heimdallar hald inn í Valhöll í kvöld fel. 8,30. Þá mun Ævar Kvaran, leikarl flytja erindi um framsögn. Einn ig verður á fundinum tilkynnt um efni næsta fundar, en hann verður haldinn annað kvöldl. Heimdellingar oru eindrcgið hvattir tU að mæta vel og stund vislega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.